Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Blaðsíða 18
Svarthöfði verður að viður-kenna að honum finnst dáldið mikið að borga tæpar tvær milljónir króna fyrir notaðan íþróttajakka. Sérstaklega í ljósi þess að um er að ræða jakka sem er með nafni fanga skrifuðu áberandi stöfum á bakinu. En á móti kemur að þetta getur verið hin ágætasta hugmynd til að afla tekna í ríkissjóð án þess að hækka skatta. Og er víst ekki vanþörf á nú þegar við göngum í gegnum þessa erfiðu tíma. Þótt íslensk yfirvöld hafi verið gagnrýnd fyrir hægagang í rannsókn á orsökum hruns-ins og hugsanlegum lögbrot- um voru Bandaríkjamenn ekkert að tvínóna við að senda Bernie Madoff í fangelsi í 150 ár fyrir fjársvik sem kost- uðu fjölda fólks himinháar fjárhæðir. Ekki nóg með það heldur efndu þeir á dögunum til uppboðs á eigum Mad- offs og eiginkonu hans. Og þar mátti kaupa svo mergjaða hluti sem rán- dýra gimsteinseyrnalokka konu hans, flibbahnappa karlsins og notuðu golf- skóna hans svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir utan auðvitað íþróttajakkann sem merktur var New York Yankees hafna- boltaliðinu í bak og fyrir. En Svarthöfði veltir fyrir sér hvort ekki megi gera eitthvað svipað hérna á Íslandi. Ef svo fer einhvern tímann að ein- hverjir verði ákærðir og dæmdir fyrir lögbrot í aðdraganda hrunsins gæti auðvitað verið kjörið að efna til upp- boðs á eigum viðkomandi. Eða væri ekki hægt að fá einhvern pening til að fylla upp í fjárlagagatið með því að bjóða upp sumarhallir í landsins feg- urstu sveitum, dýrustu lúxusbíla sem keyrðir hafa verið um götur og vegi Íslands, skútur sem fyrrverandi auð- menn gátu notið lífsins á og örugglega eitthvað úr fataskápnum og úr tóm- stundaherbergjunum? Að vísu gæti komið upp á að allar eigur þeirra hafi verið keyptar með lánum og séu því veðsettar en örugglega er eitthvað upp úr þessu að hafa. Þótt uppboðið í Bandaríkjun-um hafi verið til að endur-greiða fórnarlömbum Mad-offs eitthvað af því fé sem hann hafði af fólki er ekki þar með sagt að við þyrftum að eyrnamerkja innkomu íslenska uppboðsins einhverjum ákveðnum einstakl- ingum. Þar sem allir Íslendingar hafa orðið fyrir barðinu á hrun- inu gæti verið sniðugt að láta þetta bara renna í ríkissjóð. Og þannig útdeila þessu í hin ýmsu þjóðþörfu verkefni. Eða er ekki alltaf verið að tala um það annars vegar að það þurfi að hækka skatta og hins vegar að það megi ekki hækka skatta um of? Og vonandi er ekkert of brjálæðislegt við hugmyndina um að bjóða upp eigur brotamanna. Eða hvað? Íslenska uppboðið Spurningin „Nei, alls ekki. Fall er fararheill,“ segir Jón Gerald Sullen- berger, sem opnaði verslunina Kost á laugardag- inn. Áformað var að opna verslunina kl. 11 um morguninn en það seinkaðist um nokkra klukkutíma. Ástæðan voru vandræði með tölvukerfi verslunarinnar. Voru tölVurnar slæmur kostur? „Ég gaf honum súkkulaði- köku í tilefni dagsins.“ Hosmany Ramos um vin sinn, súpuþjófinn Jónas Bjarka Gunnarsson. Þeir sitja inni saman í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. – DV „Það er ekki rétt.“ Alma Guðmundsdóttir, einn meðlima Nylon- söngflokksins, í samtali við DV í sumar þegar hún var spurð út í Bandaríkjameik þeirra. Annað kom svo á daginn. – DV „Fannst talið í byrjun svo töff.“ Sólmundur Hólm Sólmundarson um lagið Never Ever með All Saints. Í Hinni hliðinni í helgarblaði DV segir hann lagið það sem hann skammist sín mest fyrir að hafa haldið upp á. – DV „… fyrir- greiðslupólitík í þágu bygging- arfélagsins Eyktar og óráðsíu allra flokka í borgarstjórn nema F-listans.“ Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi um Höfðatorgsmálið svokallaða þar sem hann telur gróflega farið gegn hagsmunum borgarbúa. – visir.is „Ætli það séu ekki farin á þriðja tug kílóa.“ Gunnar I. Birgisson bæjarfulltrúi í Kópavogi og fyrrverandi bæjarstjóri. Gunnar hefur verið í heilsuátaki undanfarið ár og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. – DV Draugar fortíðar Leiðari Ísland mun á næstu misserum rísa upp úr rústum kreppunnar. Vonleysið mun þá víkja fyrir bjartsýni og trú á framtíð-ina. Afleiðing hrunsins á sálarástand þjóðarinnar er sú verst að svartnættisraus litar umræðuna og þjóðlífið. Fjöldi fólks er í þeirri trú að land sem býr að fágætum auði eigi sér litla sem enga framtíð. Menn geta deilt um þær leiðir sem núverandi rík- isstjórn er að fara í björgun þjóðarbúsins. En um það verður ekki deilt að þjóðarskút- an tók niðri og hún verður að komast á flot aftur. Það er tvennt sem er mest áríðandi nú um stundir. Annars vegar að tryggja að hjól atvinnulífsins snúist og súrefni streymi um æðar samfélagsins. Hins vegar að uppgjör við fortíðina fari fram. Hið síðarnefnda má þó ekki yfirskyggja umræðuna. Þjóðin kallar eftir réttlæti en það má ekki þróast út í hefnd. Réttarkerfið verður að fá að vinna sína vinnu og kortleggja mögulega glæpi einstaklinga í aðdraganda hrunsins og í kringum það. En samfélagið verður líka að hafa til þess vilja og getu að rannsaka og upplýsa hina pólit- ísku spillingu. Það dugir ekki að refsa útrás- arvíkingum einum og láta þar við sitja. Há- vær hópur spillingarmanna sem tengdir eru stjórnmálamönnum liðinna áratuga benda stöðugt fingri á valda einstaklinga og kalla eftir refsingu. Þessi hópur vill draga athygl- ina frá sjálfum sér með því að benda á aðra. Það vill þannig til að þetta er sama fólkið og átti gamla Ísland. Þetta er fólkið sem hefur á sinni tíð viðhaldið gamla spillta valdakjarn- anum. Þetta eru þeir sömu og færðu örfáum útvöldum íslenska fiskistofna að gjöf. Þetta eru sömu fólin og gerðu Ísland að beinum aðilum að Ísraksstríðinu án þess að það mál fengi eðlilega umræðu. Og þetta er sama fólkið og færði örfáum útvöldum einkavin- um ríkisbankana á sínum tíma. Það fólk vill fá stjórntaumana aftur til að næra spillingar- eðli sitt. Það grátlega er að tugþúsundir Ís- lendinga eru sama sinnis og vilja hefja þá til áhrifa aftur sem hafa kostað þjóðina meira en nokkur annar í sögu Íslands. Þennan hóp drauga fortíðar þarf að kveða niður. Og það er hlutverk leiðtoganna Steingríms J. Sig- fússonar og Jóhönnu Sigurðardóttur. Engin ríkisstjórn á Íslandi hefur gegnt stærra hlut- verki. Það er þeirra að tryggja samfélaginu þær leikreglur að aldrei aftur nái slík spill- ing að grafa um sig á meðal þjóðarinnar. Hagvöxtur á næstu misserum skiptir miklu minna máli en það hvernig tekst að rétta við þau gildi sem kennd eru við siðferði. Það er fullkomlega þess virði að ganga í gegnum tímabundnar þrengingar ef stjórnvöldum tekst að hefja til virðingar gildi heiðarleika og jöfnuðar að nýju. Þá yrði samfélagið betra en nokkru sinni áður. Þá fyrst verður til nýtt Ísland. reynir traustason ritstjóri skrifar: Engin ríkisstjórn á Íslandi hefur gegnt stærra hlutverki. bókStafLega 18 mánudaGur 16. nóvember 2009 umræða Sandkorn n Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson segir frá því í nýrri ævisögu sinni, Sjúddiraddirei, þegar hann skildi við sambýl- iskonu sína til áratuga og þurfti að ná sér í nýja konu. Þá greip hann til þess að aug- lýsa undir einkamál í smáaug- lýsingum DV. Og það hljóp heldur betur á snærið því hann náði sér í sambýliskonu sem var aldarfjórðungi yngri. En sambandið varð honum eða heitkonunni ekki til mikill- ar gæfu. Sannkallað kaupæði rann á Gylfa sem sló lán í anda útrásarinnar. Tveir jeppar og einbýlishús var á meðal þess sem fjárfest var í áður en hann varð gjaldþrota og konan fór. n Þjóðfundurinn svokallaði í Laugardalshöll á laugardaginn vakti mikla athygli enda stóð til að stika leið Íslendinga til réttlátara samfélags og heilbrigðara. Um 1.500 manns úr flestum stéttum þjóðfé- lagsins mættu til leiks til að kortleggja vilja grasrótarinnar. Skondið þótti þó að sjá í lyk- ilhlutverki spunameistarann Kristján Kristjánsson sem áður talaði máli Jóhönnu en fékk síðan inni í Landsbankanum án auglýsingar. Gamla Ísland var með sína fulltrúa í grasrótinni. n Það fór eins og spáð var í Sandkorni að Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Framsóknar- flokksins, lagði til atlögu við Ósk- ar Bergsson borgarfulltrúa og vill oddvitasæti flokksins. Menn eru á einu máli um að torsótt verður að velta Óskari úr sessi. Það er þó alls ekki útilokað þar sem vinsældir oddvitans hafa dalað. Þykir hann hafa geng- ist mjög upp í hlutverki sínu og hermt er að samband hans við grasrótina sé takmarkað. n Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og náinn samstarfsmaður útrásarmanna og forseta Íslands, leggur lykkju á blogg sitt til að höggva í Jónas Kristjáns- son, fyrr- verandi rit- stjóra, vegna bókar hans, Frjáls og óháður. Sig- urður blogg- ar með löng- um hléum á Pressunni og hefur ekki feng- ist við bókmenntarýni fyrr. ,,Vægast sagt mjög sérstæð bók, enda skrifuð af skrítnum og sjálfhverfum fýr um hann sjálfan og hina óendanlegu snilld hans á öllum sviðum blaða- og hestamennsku,” skrifar Sigurður G. og kallar Jónas rittækni. LynghÁLs 5, 110 ReyKjavíK Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: sverrir arngrímsson ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: elísabet austmann, elisabet@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.