Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Page 12
Þang, sveppir, kál, hvítlaukur, tóm- atar, ber, rauðvín og súkkulaði eru á meðal matvæla sem komið geta í veg fyrir krabbamein. Frá þessu seg- ir í nýútkominni bók sem ber heitið Bragð í baráttunni - matur sem vinn- ur gegn krabbameini. Bókin er gefin út í samvinnu við Krabbameinsfélagið Framför en for- maður þess, Oddur Benediktsson, segir í upphafi bókarinnar að koma megi í veg fyrir um þriðjung krabba- meinstilvika með réttu mataræði, hreyfingu og með því að halda sér nærri kjörþyngdarmörkum. Þetta byggir hann á skýrslu á vegum World Cancer Research Fund og American Institute for Cancer Research. Sveppir gegn ristilkrabbameini Í bókinni kemur fram að hinir ýmsu sveppir, sérstaklega af asískum upp- runa, geti verulega dregið úr vexti krabbameinsæxlisfrumna. „Kóngs- sveppir og ætisveppir innihalda til dæmis líka efni sem virðast virk í bælingu ákveðinna tegunda krabba- meins, svo sem í ristli, með því að þau ráðast á krabbameinsfrumur og valda stýrðum frumudauða,“ segir í bókinni. Engifer og basilíka Þrjár ættir kryddjurta skera sig úr vegna þess að þær búa yfir ein- staklega miklu magni af krabba- meinshamlandi og bólgueyðandi sameindum. Það er sagt gefa þeim kryddjurtum einstaka möguleika á að hafa áhrif á þróun krabbameins. Á meðal þekktra kryddjurta sem hamla krabbameini eru engifer, chilipip- ar, mynta, timjan, óreganó, basilíka, rósmarín steinselja og kóríander. Fleiri matartegundir eru sagðar geta fyrirbyggt krabbamein. Þannig geta mjólkursýrugerlar og bifdo- Vantar þig Vinnu? Á þjónustuskrifstofum Vinnu- málastofnunar geta atvinnuleit- endur fengið fjölþætta aðstoð við atvinnuleit endurgjaldslaust. Að- stoðin felst meðal annars í upp- lýsingagjöf um atvinnuástand, atvinnuleysi og atvinnuhorfur ásamt því að ráðgjafar veita upp- lýsingar og ráðgjöf um náms- og starfsval og hvernig atvinnuleit sé best háttað. Þetta kemur fram á vinnumalastofnun.is. „Til Vinnu- málastofnunar berst jafnframt fjöldi óska um starfsmenn til ým- issa starfa og geta atvinnuleitend- ur fengið upplýsingar um laus störf á sínu svæði sem á landinu öllu. Þjónustuskrifstofurnar hafa jafnframt milligöngu um að ráða fólk frá öðrum umdæmum ef óskað er,“ segir á heimasíðunni. 15.302 voru skráðir atvinnulausir á föstudaginn. Landsbankinn rumskar Viðskiptavinum Landsbankans stendur nú til boða höfuðstóls- lækkun fasteignalána í erlendri mynt. Sú lækkun felur í sér breyt- ingu erlendra fasteignalána yfir í verðtryggt eða óverðtryggt lán í íslenskum krónum til 25 eða 40 ára og getur höfuðstóll þess lækk- að um allt að 27 prósent, að því er segir á heimasíðu Landsbankans. „Lögð er áhersla á að þessi lausn hentar ekki öllum viðskiptavin- um bankans sem tekið hafa er- lend lán, sérstaklega ekki þeim sem hafa að meginmarkmiði að létta greiðslubyrði sína. Hún verður að jafnaði sambærileg og áður eða hærri þrátt fyrir lækkun höfuðstóls,“ segir þar enn fremur. Leiðin er sögð geta hentað þeim sem vilja selja eign sína innan skamms, eða losna við gengis- sveiflur krónunnar. Neytenda- samtökin hafa undanfarið kallað eftir að aðrar fjármálastofnanir fylgi fordæmi Íslandsbanka þeg- ar kemur að lækkun höfuðstóls lána. Landsbankinn hefur nú svarað kallinu. n Viðskiptavinur Sambíóa vildi lasta fyrirtækið fyrir að sýna Toy Story í þrívídd. Hann sagði að það kæmi alls ekki skýrt fram í bíóauglýsingum að um fyrstu Toy Story-myndina væri að ræða. Hann var ósáttur við að hafa borgað 850 krónur fyrir miðann til að sjá tíu ára gamla mynd sem börnin hefðu séð þúsund sinnum á VHS. n Lofið fær verslunin Súkkulaði og rósir, verslun Eddu Heiðrúnar Backman á Hverfisgötu. „Þar fékk ég ofboðslega góða þjónustu og fór út með hlýtt hjarta og næringu fyrir sálina. Þetta er sannarlega verslun fyrir sælkera þar sem manni er sífellt komið á óvart,“ sagði ánægður viðskiptavinur. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Dísilolía algengt verð verð á lítra 188,7 kr. verð á lítra 185,9 kr. skeifunni verð á lítra 186,7 kr. verð á lítra 183,9 kr. algengt verð verð á lítra 183,7 kr. verð á lítra 180,9 kr. bensín dalvegi verð á lítra 184,3 kr. verð á lítra 181,6 kr. Fjarðarkaupum verð á lítra 187,1 kr. verð á lítra 184,3 kr. algengt verð verð á lítra 185,2 kr. verð á lítra 182,4 kr. UmSjóN: BALDUR GUÐmUNDSSON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i Stöðugt fleiri vilja ekki áreiti frá þeim sem stunda símasölu: FLest númerin bannmerkt Um 62 prósent allra símanúmera í gagnagrunni ja.is eru bannmerkt, samkvæmt upplýsingum frá ja.is. Jólin nálgast nú óðfluga. Þau eru tími kaupmanna og eftir því sem nær dregur fjölgar símtölum frá fyr- irtækjum eða öðrum sem stunda sölumennsku. Með því að hringja í Já eða fara inn á ja.is má á auðveldan hátt láta setja rautt x fyrir framan símanúm- erin í skránni. Rautt x þýðir að eig- andi símanúmersins kærir sig ekki um að vera ónáðaður af aðilum sem stunda beina markaðssetn- ingu eða sölu. Guðrún María Guðmunds- dóttir, ritstjóri ja.is, segist aðspurð ekki hafa orðið vör við aukningu á bannskráningum nú í haust. Hún segir að sífellt fleiri skrái núm- er sín á þennan hátt. Skráningum fjölgi jafnt og þétt allt árið. „Af um 330.000 númerum í gagnagrunn- inum eru um 205.500 bannmerkt,“ segir Guðrún. Hún segist stundum fá kvartanir þess efnis að sölumenn hringi í bannmerkt númer en bæt- ir við að þær séu fáar. Hún bendir þeim sem verða fyrir hringingum í bannmerkt númer á að þeir geti kært símtöl til Póst- og fjarskipta- stofnunar. baldur@dv.is BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is 12 mánudagur 16. nóvember 2009 neytendur Bannmerktum númerum fjölgar Nærri tveir þriðju hlutar allra númera eru bannmerktir á ja.is. Súkkulaði, sveppir, hvítlaukur, kál og rauðvín innihalda sameindir sem geta ráðist á krabbameinsfrumur, eytt þeim eða dregið verulega úr vexti þeirra. Fjömargar mat- jurtir geta dregið verulega úr líkum á því að fólk fái krabbamein, að því er segir í nýútkominni bók. Súkkulaði gegn krabbameini bakteríur verið ákaflega mikilvæg- ar til að fyrirbyggja offjölgun skað- legra baktería en einnig til að stýra ofnæmiskerfinu. Dagleg neysla mat- ar sem inniheldur meltingargerla er sögð auðveld og áhrifarík leið til að viðhalda háu gildi mjólkurbaktería í ristlinum og fyrirbyggja þannig þró- un krabbameins. Kál og krabbamein Kálmeti er sagt sérstaklega mikilvægt í krabbameinsforvörnum, vegna þess að það inniheldur mjög mikið af glúkósínólötum; kraftmiklar krabba- meinshamlandi sameindir sem finnast ekki annars staðar. Regluleg neysla dregur verulega úr hættunni á lungnakrabba, þvagblöðrukrabba, brjóstakrabba og krabbameini í meltingarvegi. Þá geta lyktarsameindir í hvítlauk hraðað eyðingu eitraðra krabba- meinsvaldandi sameinda úr líkam- anum. Krabbameinshamlandi efni í hvítlauk geta bæði komið að notum sem vörn gegn krabbameini og sem varnarskjöldur þar sem þeir geta ráð- ist gegn öræxlum sem liggja í dvala í líkamanum, að því er segir í bókinni. Ber og sítrusávextir Þegar kemur að ávöxtum hafa sítrus- ávextir á borð við appelsínu og sítr- ónu reynst hafa einna öflugasta stað- festa krabbameinshamlandi virkni. Regluleg neysla sítrusafurða getur dregið úr líkum á krabbameini, sér- staklega í vélinda, munni og maga, um helming. Ber og afurðir þeirra, sérstak- lega rauðvín, hafa sameindina res- ervatrol, sem hefur jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið og getur virkað sem krabbameinsforvörn. Efnið get- ur á fleiri en einn hátt samtímis virk- að gegn æxlismyndun: Það kemur í veg fyrir nýjar krabbameinsfrumur myndist og hindrar þróun þeirra sem þegar eru til staðar. Súkkulaði Rúsínan í pylsuendanum, þegar kemur að matvælum sem geta dreg- ið úr líkum á krabbameini er súkku- laði. Í bókinni segir að fjölmargar rannsóknir hafi sýnt að kakómassi innihaldið mikið magn af efnum sem búi yfir heilsubætandi eigin- leikum, ekki ósvipuðu því sem finnst í til dæmis berjum og lauk. Tekið er fram að meiri rannsókna er þörf til að staðfesta jákvæð áhrif súkkulaðis á krabbamein en rannsóknir á til- raunadýrum hafi gefið afar jákvæð fyrirheit. „Í mataræði sem á að fyrir- byggja krabbamein er engin spurn- ing að dagleg neysla 20 gramma af 70 prósent dökku súkkulaði er einföld og áhrifarík leið til að forðast þróun krabbameins og hjarta- og æðasjúk- dóma,“ segir í bókinni. Ljúffengt og gagnlegt „Í mataræði sem á að fyrirbyggja krabbamein er engin spurning að dagleg neysla 20 gramma af 70 prósent dökku súkkulaði er einföld og áhrifarík leið til að forðast þróun krabbameins,“ segir í bók sem fjallar um hvaða matur getur unnið á eða fyrirbyggt krabbamein. Ber, tómatar og appelsínur Ýmsir ávextir og grænmeti inni- halda efni sem unnið geta gegn krabbameini.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.