Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Blaðsíða 10
10 mánudagur 16. nóvember 2009 fréttir Kennaranemar við Háskóla Ís- lands brugðu á leik með 4. bekk- ingum úr Háteigsskóla á dögun- um þar sem ævintýrið 1001 nótt var tekið fyrir. Krakkarnir voru beðnir um að semja sögu til að bjarga brúði soldánsins frá líf láti. „Þetta var ævintýralega gaman og krakkarnir höfðu rosalega gaman af þessu,“ segir Ása Helga Ragn- arsdóttir, aðjúnkt í kennslufræði leiklistar við Háskóla Íslands. Ása kennir meðal annars nám- skeiðið Leiklist, sögur og frásagn- ir við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Til að kveikja áhuga hjá nemendum mætti Ása í Háteigs- skóla með ævintýrakassa sem merktur var nemendunum. Í kass- anum var bréf frá systur brúðar- innar sem bað krakkana um hjálp við að bjarga systur sinni. Til þess þyrftu þau að semja sögu og leika hana í sameiningu. Fengu nemendurnir nokkr- ar vikur til að semja verkið og var síðan boðið í ævintýraveröld, kennslustofu sem innréttuð var í arabískum stíl. Þar var að finna fullt af reykelsum, ræningjum og magadansmeyjum. Kennara- nemarnir byrjuðu á því að leika fyrir krakkana ævintýrið um Ali Baba og ræningjana 40. Þá skil- uðu krakkarnir sögum sínum til bjargar brúðinni og voru þær fluttar á ævintýralegan hátt. Fjölbreytt starf kennaranema við Háskóla Íslands: Ævintýralega gaman hjá nemendum Rosa fjör Nemendurnir ungu skemmtu sér konunglega í ævintýralegu umhverfi. Tvö þúsund vilja kaupa Haga Guðmundur Franklín Jónsson athafnamaður segist vera kom- inn með yfir tvö þúsund manns á bak við sig sem hafa lýst yfir áhuga á að kaupa verslunar- fyrirtækið Haga. Guðmundur sagði í Silfri Egils í gær að þetta fólk væri tilbúið að leggja fram peninga og kaupa hlutafé í Hög- um. Hann segist telja að Hagar séu góður fjárfestingakostur og segist ósammála því hvernig Kaupþing hefur komið fram í málefnum Haga. Guðmundur sagði í Silfrinu að hann teldi að með þessu væri hægt að koma hlutabréfamarkaðnum hér á landi í gang. Krafan dregin til baka Mál fyrirtækisins Rafeindavirkj- ans sf. gegn fyrrverandi for- setaframbjóðandanum Ástþóri Magnússyni hefur verið fellt niður og krafan dregin til baka. Fyrirtækið vann fyrir Ástþór og var ágreiningurinn um skuld sem Ástþór vildi ekki borga. Taldi Ástþór að útvarpsstöðin Lýðvarpið ætti að borga hana en Ástþór stofnaði stöðina í febrú- ar er hann var í framboðif yrir Lýðræðishreyfinguna. Ekki var um stórar fjárhæðir að ræða en þótti betra að fella málið niður án þess að skuldin væri greidd þar sem mál sem þetta gæti tekið langan tíma og kostað mikinn pening þar sem Ástþór er með lögheim- ili á Spáni. Verslun rænd Innbrot var framið í verslun- ina Þín verslun í Vesturbergi aðfaranótt laugardags en ekki liggur fyrir hvort og þá hversu miklu var stolið. Lögregla vinnur að rannsókn málsins. Þrír stútar voru stöðvað- ir og einn þeirra var sviptur ökuréttindum en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var nokkð erilsamt þessa nótt, venju samkvæmt. Frændur leita að stolnum bíl Tveir frændur leita nú að sendibifreið sem stolið var úr Ásgarði í Reykjavík aðfara- nótt föstudags í síðustu viku. Eigandi sendibifreiðarinnar hafði selt frænda sínum hann í síðustu viku en þegar sá ætlaði að vitja hans á föstu- dagsmorgun var hann horf- inn ásamt öllum verkfærum mannsins og vinnuveitenda hans. Sá sem seldi bílinn segir að verkfæri frænda síns séu metin á nokkur hundruð þúsund krónur en hann starf- ar sem pípulagningamaður. Nú rúmlega viku síðar hefur hvorki sést tangur né tetur af bifreiðinni sem er hvítur Peugot Partner árgerð 1999, með bílnúmerið SB-529. Grímuklæddur maður vopnaður haglabyssu reyndi að ryðjast inn í hús við Þver- ársel í Breiðholti aðfaranótt sunnudags. Þegar íbúa hússins hafði tekist að loka á árásarmann sinn hleypti byssumaðurinn af tveimur skotum í útidyrahurðina. Lögreglan leitar mannsins. Nágrönnum er brugðið. Grímuklæddur maður reyndi að komast inn í hús við götuna Þverársel í Breiðholti aðfaranótt sunnudags. Heimilismaðurinn og árásarmaðurinn tókust á í dyra- gætt hússins áður en íbúa hússins tókst að loka útidyrunum á grímu- klædda hrottann. Sá reif þá upp haglabyssu og skaut tveimur skot- um í útidyrahurðina. Nágrannar vöknuðu við háværa skothvellina um fjögurleytið þá nótt. Sérsveit lögreglunnar var kölluð til eins og venjan er í atvikum sem þessum og viðbúnaður lögreglunnar var mik- ill. Grímuklæddi haglabyssuhrott- inn gengur enn laus. Átök enduðu með haglabyssuskoti Að sögn Friðriks Smára Björgvins- sonar, yfirlögregluþjóns hjá rann- sóknardeild lögreglunnar, varð maðurinn sem þarna á heima ekki fyrir haglabyssuskotunum. Friðrik segir að maðurinn hafi verið einn heima þegar árásin átti sér stað. Hann hafi rétt náð að loka dyrun- um áður en skotin riðu af, en þar áður hafði komið til átaka þeirra á milli. Fórnarlambið hlaut, að sögn Friðriks Smára, minniháttar áverka eftir átök sín við árásarmanninn áður en honum tókst að loka á hann. Aðspurður segist hann ekki geta greint frá því hvort fórnar- lambið hafi getað gefið einhverjar skýringar á því af hverju ráðist var á hann. Fórnarlambið vildi ekki tjá sig við blaðamann DV í gærkvöldi. Ógnun ekki morðtilraun Aðspurður hvort málið sé rannsak- að sem tilraun til morðs, í ljósi þess að skotvopni var beitt, segir Frið- rik að erfitt sé að segja til um það að svo stöddu. „Ég hef trú á því að þetta hafi verið gert meira í ógn- unarskyni þar sem mér skilst að maðurinn hafi verið búinn að ná að loka dyrunum þegar skotin ríða af,“ segir Friðrik Smári í samtali við DV. Að sögn Friðriks komst maður- inn undan og ekki er vitað hver var þarna að verki. Málið er nú í rann- sókn. Á vettvangi má sjá að búið er að negla viðarplötu yfir rúðu við hlið útidyranna sem virðist hafa orðið skotárásinni að bráð. Nágrönnum brugðið Að sögn nágranna í götunni leit- uðu lögreglumenn með vasaljós- um í nærliggjandi görðum eftir árásina. Lögreglan bankaði upp á hjá nágrönnum og spurði hvort fólk hefði orðið vart við skothvelli. Óttaslegnum nágrönnunum var skiljanlega brugðið vegna máls- ins en þeim var tjáð af lögreglu að þeir hefðu ekkert að óttast. Einn nágranni segist hafa fundið skot- hvellina dynja inn í svefnherbergi sitt. SiguRðuR Mikael jÓNSSoN blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Brjálaður Byssumaður sKauT upp Hurð Hurð skotin með haglabyssu í Breiðholtinu Árásarmaðurinn komst undan og er hans nú leitað. „Ég hef trú á því að þetta hafi verið gert meira í ógnunarskyni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.