Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Blaðsíða 6
6 mánudagur 16. nóvember 2009 fréttir Erfiðleikar í byrjun hjá Kosti Erfiðlega gekk að opna Kost, nýja verslun Jóns Geralds Sull- enberger á laugardag vegna erfiðleika með tölvukerfi. Opna átti verslunina með pompi og prakt en tölvuvandræðin settu strik í reikninginn. Tölvukerf- ið komst þó að mestu í gagnið á laugardag og að sögn aðstand- enda hefur sala gengið að mestu greiðlega fyrir sig eftir vandræði morgunsins. Jón Gerald heilsaði viðskiptavinum með handabandi við innganginn þrátt fyrir að vera nær ósofinn og markar þar með innreið sína inn á íslenskan mat- vöruverslunarmarkað. Umfangsmeira en Elf-málið franska Eva Joly, ráðgjafi sérstaks sak- sóknara, segir að rannsóknin á íslenska bankahruninu sé ef til vill umfangsmesta rannsókn á hvítflibbaglæpum sem gerð hafi verið. Hún segir að rannsóknin teygi anga sína til annarra landa og evrópskra banka. Það sem gerðist á Íslandi hafi ekki bara verið vandi Íslendinga. Þetta kemur fram í stórri grein í Fin- ancial Times. Hún segir enn fremur í grein- inni að rannsóknin sem tengist íslenska efnahagshruninu sé miklu umfangsmeiri en Elf-málið í Frakklandi, sem náði þó upp í efstu lög franska stjórnkerfissins. Hún segir að ekki sé von á fyrstu kærum vegna hrunsins fyrr en í lok næsta árs. Rannsóknin í heild kunni að taka um fimm ár. Benedikt Dav- íðsson látinn Greint var frá því í gær að Benedikt Davíðsson, fyrrver- andi forseti Alþýðusambands Íslands, væri látinn 82 ára að aldri. Hann fæddist á Patr- eksfirði árið 1927 en starfaði við sjómennsku sem ungur maður en lauk námi við Iðn- skólann í húsasmíði árið 1948. Eftir að hafa verið virkur í verkalýðsbaráttunni um ára- tugaskeið, meðal annars fyrir Trésmiðafélag Reykjavíkur og Samband byggingamanna, varð hann forseti ASÍ árið 1992 og gegndi því embætti til ársins 1996. Benedikt eignað- ist sex börn og einn stjúpson en hann var tvíkvæntur. Lögreglan leitar vitna Lögreglan á Akureyri leitar að vitnum að árekstri sem varð á miðvikudag í síðustu viku. Árekst- urinn varð á Þórunnarstræti við Gleráreyrar, sunnan Glerártorgs, um klukkan 17.40. Þarna varð árekstur með hvítri Kia Sportage- bifreið og blárri Toyota Hiace- sendibifreið. Þeir sem kynnu að hafa verið vitni að árekstrinum eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Akureyri. Trúnaðarskjal frá KPMG sýnir hvernig Magnús Kristinsson tók yfir eign Birkis Kristinssonar, bróður síns, í Gnúpi árið 2007. Sjö milljarðar króna runnu til Birkis sem var starfsmaður Glitnis á þeim tíma. Milligöngumaðurinn á milli Magnúsar og Birkis og KPMG var yfirmaður hjá fjárfestingafélaginu Milestone. Magnús Kristinsson, útgerðar- maður í Vestmannaeyjum, borgaði bróður sínum, Birki Kristinssyni, fyrrverandi landsliðsmarkverði í fótbolta og starfsmanni Glitnis, 7 milljarða króna árið 2007 þegar hann yfirtók sameiginlegar fjárfest- ingar þeirra bræðra í fjárfestinga- félaginu Gnúpi. Viðskiptafléttan tengdist nokkrum eignarhaldsfé- lögum þeirra. Þetta kemur fram í minnisblaði frá skattasviði endurskoðenda- skrifstofunnar KPMG frá því í apr- íl 2007 sem DV hefur undir hönd- um. Minnisblaðið ber yfirskriftina: „Viðskipti milli einkahlutafélaga í eigu Birkis Kristinssonar og Magn- úsar Kristinssonar – álitaefni?“ Skjalið er merkt einka- og trúnað- armál. Sá sem leitaði til KPMG fyr- ir hönd eignarhaldsfélags Birkis var þáverandi yfirmaður skatta- sviðs Milestone, Gunnar Gunnars- son, sem jafnframt var fyrrverandi yfirmaður á skattasviði KPMG. Minnisblaðið er gert af Símoni Þór Jónssyni, yfirmanni á skattasviði KPMG. Eigendur Milestone voru hluthafar í Glitni í gegnum eignar- haldsfélagið Hátt en Birkir starfaði í eignastýringu hjá bankanum og er yfirmaður í einkabankaþjónustu arftaka hans, Íslandsbanka. Tilgangur minnisblaðsins er sá að Gunnar var að leita eftir stað- festingu á því frá KPMG hvort við- skipti bræðranna stæðust hlutafé- lagalög og hvort í þeim fælist mikil skattaleg áhætta. Markmiðið var því að KPMG gæfi þeim bræðrum ráðleggingar til að viðskiptin væru örugglega lögmæt. Magnús yfirtók hlut Birkis í Gnúpi Í minnisblaðinu er því meðal annars lýst hvernig félag í eigu Magnúsar, Suðurey, hugðist yf- irtaka tæplega 30 prósent hlut eignarhaldsfélagsins MK-44 II ehf. Það félag áttu þeir bræður saman að jöfnu í gegnum félag- ið MK-44, í fjárfestingafélaginu Gnúpi. Helstu eignir Gnúps voru eignarhlutir í FL Group, sem jafn- framt var stærsti hluthafi Glitnis, og í Kaupþingi. Gnúpur náði því reyndar að verða stærsti hluthaf- inn í FL Group sumarið 2007 með ríflega 20 prósenta eignarhlut. Félag Magnúsar greiddi MK-44 II samtals 14 milljarða króna fyrir Gnúpshlutinn. MK-44 II skráði sig svo fyrir 7 milljarða hlutafé í eign- arhaldsfélagi sem var í eigu Birkis, BK-42 ehf. Með hlutafjáraukingu BK-42 var þetta félag Birkis komið með sjö milljarða króna í reiðufé til að greiða Smáey, félagi sem var í eigu Magnúsar, fyrir hlut félags- ins í MK-44. Með þessu móti voru þær eignir sem voru í félögum þeirra bræðra, MK-44 og MK-44 II, færð- ar yfir til Magnúsar og félög- in urðu eignalaus fyrir vikið en í eigu Birkis sem stóð eftir með 7 milljarða. Um þetta segir í minn- isblaðinu: „Með viðskiptunum er stefnt að því að Magnús taki yfir sameiginlegar fjárfestingar þeirra Birkis í gegnum MK-44 og MK- 44 II, án þess þó að flækja félaga- samstæðu sína með yfirtöku á fé- lögunum sjálfum sem verða eftir viðskiptin „tóm“ og að öllu leyti í eigu Birkis.“ Fjárfesti síðar í Gnúpi Þrátt fyrir að Birkir hafi með við- skiptunum losað sig út fjárfest- ingafélaginu Gnúpi á heppileg- um tíma, en fall þess í lok árs 2007 markar upphafið að falli íslenska efnahagskerfisins, fjárfesti hann aftur í Gnúpi áður en yfir lauk. Í ársreikningi eignarhaldsfélags hans BK-42, fyrir árið 2007, kemur fram að Birkir hafi í lok þess árs átt eignarhlut í Gnúpi fyrir um 1.500 milljónir króna. Birkir seldi þenn- an eignarhluta svo til Magnúsar bróður síns og hins stóra hluthaf- ans í Gnúpi, Kristins Björnsson- ar, áður en félagið fór á hliðina og eignir þess voru seldar til að eiga upp í skuldir við lánardrottna. Átti meira í Gnúpi en talið var Athygli vekur hversu miklum fjárfestingum Birkir Kristinsson, starfsmaður eignastýringar Glitn- is, var í samhliða starfi sínu hjá bankanum. Ekki var heldur vitað að Birkir hafi verið svo stór hlut- hafi í Gnúpi, sem jafnframt varð stærsti hluthafi í FL Group, stærsta hluthafa Glitnis. Þar til skjalið frá KPMG kom í ljós var talið að Birk- ir hefði mest átt 7 prósent í Gnúpi. Skjal KPMG sýnir fram á annað: Þeir bræður áttu í reynd jafnstóran hlut í Gnúpi í gegnum MK-44 II. Eins vekur mikla athygli að yf- irmaður hjá Milestone hafi haft milligöngu um að fá endurskoð- endaálit frá KPMG um viðskipti Birkis og Magnúsar. Ástæðan fyrir þessu er sú að eignastýring Glitn- is, sem Birkir starfaði hjá, fjárfesti meðal annars í skuldabréfum Mil- estone fyrir hönd viðskiptavina sinn en bankinn keypti skuldabréf af Milestone fyrir um 5 milljarða króna. Hluti af þessum skulda- bréfum Milestone rann svo með- al annars inn í Sjóð 9. Á þeim tíma sem Glitnir fjárfesti í skuldabréf- um félagsins var hins vegar byrj- að að síga verulega á ógæfuhlið- ina hjá Milestone. Viðskiptavinir Glitnis töpuðu því margir hverjir háum fjárhæðum á þeim fjárfest- ingum sem starfsmenn eignastýr- ingarinnar réðust í í Milestone fyrir þeirra hönd. Úr skjali KPMG um viðskipti Birkis og Magnúsar „Hér gildir hins vegar hið sama og fjallað er um í kafla IV að tíminn sem líður frá stofnun til hugs- anlegra slita og áframhaldandi starfsemi MK-44 II áður en því verður hugsanlega slitið getur dregið úr líkunum á að skattayf- irvöld geri athugasemdir og gert MK-44 auðveldara með að sanna að raunverulegur tilgangur hafi legið að baki stofnun MK-44 II og að við stofnun hafi ekki verið búið að ákveða að slíta félaginu.“ InGI F. VIlhjÁlMsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is skjal KPMG Starfsmaður Milestone fékk álit á viðskiptum Birkis og Magnúsar frá KPMG. Í því kemur fram að Birkir átti stærri hlut í Gnúpi en talið hefur verið. Fékk 7 milljarða Birkir átti að fá 7 milljarða frá Magnúsi bróður sínum fyrir Gnúpshlutinn. Ætlaði að kaupa Birki út Skjalið frá KPMG sýnir fram á að Magnús ætlaði að kaupa Birki bróður sinn út úr Gnúpi en þeir skiptu með sér 28,5 prósenta hlut í félaginu 7 MILLJARÐAR FRÁ MAGNÚSI BRÓÐUR „Með viðskiptunum er stefnt að því að Magnús taki yfir sameiginlegar fjárfestingar þeirra Birkis í gegnum MK-44 og MK-44 II.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.