Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Side 13
Borist hefur fyrirspurn frá íbúð- areiganda í fjöleignarhúsi sem hefur að geyma 50 íbúðir. Á hús- fundi var samþykkt tillaga um að ráðast í viðhald fyrir 100 milljónir. Fundinn sóttu 25 íbúðareigendur og 15 voru meðmæltir en 10 and- vígir. Spurt er: Þarf ekki einhver lágmarksfjöldi eigenda að sækja fund svo hann sé bær um að taka svona ákvörðun í ríkjandi ástandi þegar margar fjölskyldur berjast í bökkum? Getur fámennur meiri- hluti á fundi bundið húsfélagið og aðra eigendur? Stenst að leggja álögur upp á 2 milljónir á hvern eiganda, óháð kreppuástandi og hvernig á stendur hjá einstökum eigendum? Verður fólk að láta svona yfir sig ganga og missa jafn- vel íbúð sína? Hús eru forgengileg og ganga úr sér óháð efnahagsástandi og fjárhag eigenda á hverjum tíma. Ef hús fá ekki það viðhald sem þarf og nauð- synlegar endurbætur í takt nagar tímans tönn þau miskunnarlaust og verðmæti þeirra og notagildi rýrnar. Það kemur eigendum í koll ef þeir sinna ekki brýnu viðhaldi. Þegar um einbýlishús er að ræða, er við- hald að mestu einkamál eiganda þess. Öðru máli gegnir um fjöleign- arhús. Þar eru eigendur sameigin- lega ábyrgir. Viðhaldshvetjandi Í þenslunni miklu var þrautin þyngri að fá verktaka í viðhaldsverk. Grasið þótti grænna í nýbyggingum og við- hald húsa sat á hakanum. Nú er öld- in önnur. Nú bítast þeir verktakar um viðhaldsverk sem áður fúlsuðu við þeim. Það er ljós í myrkrinu fyr- ir húseigendur að geta nú valið úr verktökum og náð góðum samn- ingum. Stjórnvöld hafa líka gert ráðstafanir til hvetja til viðhalds og að örva viðhaldsgeirann með auk- inni endurgreiðslu virðisaukaskatts (100% af vinnu á byggingarstað), eins með því að auka og hækka við- haldslán Íbúðarlánasjóðs. Að þessu leyti árar vel til viðhalds. Viðhaldsletjandi Kreppan er viðsjárverð kerling. Ef hún gefur með hægri hrifsar hún óðar með vinstri. Verktakar eru margir veikburða eftir áföll og hremmingar. Það skapar áhættu og óvissu fyrir viðsemjendur þeirra og kallar á vönduð vinnubrögð af hálfu húsfélaga. Þá fylgir sá bögg- ull skammrifi að eigendur eiga yfir- leitt ekki digra viðhaldssjóði né aðr- ar feitar fúlgur og allra síst á tímum kaldakols. Lánamöguleikar eru ekki samir og fyrrum þegar gullið flóði. Peninga skortir víða til viðhalds og á því stranda mörg góð áform. Ef þeir eru ekki fyrir hendi er tómt mál að tala um viðhald þótt þörf sé brýn og aðstæður að ýmsu öðru leyti ákjós- anlegar. Sannast hér eina ferðina enn að Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi fór með fleipur og staðlausa stafi þegar hann kvað: „Það er sælt að vera fátækur, elsku Dísa mín.“ Það er þvert á móti grautfúlt í viðhaldi sem öðru. Sjálfsagt hefur bæði „Dísu“ og „Dalakofanum“ verið viðhalds vant. Húsfélög og húsfundur Það er meginhlutverk húsfélaga að annast viðhald sameignarinn- ar þannig að hún þjóni sem best þörfum eigenda og verðmæti eigna haldist. Þegar menn kaupa eign í fjöleignarhúsi gangast þeir undir skyldu til þátttöku í húsfélagi. Í fjöl- eignarhúsum er viðhald sígilt við- fangsefni sem aldrei lýkur endan- lega, eitt tekur við af öðru. Eigendur mega alltaf búast við því að hús- fundur taki ákvarðanir um viðhald sem hefur útlát í för með sér fyrir þá. Húsfundur verður að vera löglega boðaður og haldinn eftir forskrift laganna. Klúður getur eyðilagt fund og ákvarðanir hans með afdrifa- ríkum afleiðingum. Verður seint of brýnt fyrir húsfélögum að vanda til við fundi. Húseigendafélagið býður upp á lögfræðilega rágjöf og aðstoð við húsfundi sem tryggir lögmæta fundi og rétt teknar ákvarðanir. Einfaldur meirihluti Almennt er ekki gerð krafa um lág- marksfundarsókn á húsfundum. Á því er byggt að þeir sem hirða um að mæta hafi meira að segja en hin- ir sem heima húka. Meginreglan er að einfaldur meirihluti á fundi ráði lyktum mála. Það heyrir til undan- tekninga að krafist sé aukins meiri- hluta eða samþykkis allra. Það gildir aðeins um mikilvæg grundvallarat- riði. Minnihlutinn getur ekki sett sig á móti venjulegum framkvæmdum jafnvel þótt þær séu mjög kostnað- arsamar. Það er höfuðeinkenni á húsfé- lagi, að hægt er að þvinga minni- hluta í ríkum mæli til að taka þátt í útgjöldum sem hann hefur greitt at- kvæði á móti. Sem mótvægi við þetta vald er valdsvið húsfélags þröngt og nær fyrst og fremst til ákvarðana og ráðstafana, sem eru nauðsynlegar og venjulegar. En vald húsfélags nær lengra því það hefur innan vissra marka vald til að taka ákvarðanir um breytingar, endurbætur og nýjung- ar. Einfaldur meirihluti þannig get- ur ákveðið vissar framkvæmdir, sem ekki eru nauðsynlegar eða venjuleg- ar en meirihlutinn telur æskilegar. Heill hússins Þetta ríka vald meirihlutans er nauðsynlegt til að húsfélag geti gegnt hlutverki sínu. Taka verður ákvarðanir út frá heill hússins og hag og vilja meirihlutans en ekki er unnt að taka ávallt tillit til ein- stakra eigenda og aðstæðna þeirra. Það verður að virða vilja og stöðu meirihluta eigenda, að minnsta kosti á meðan hagsmunir hússins eru ráðandi. Það er sígild saga að mismunandi standi á hjá eigend- um og að þeir séu misvel í stakk búnir til að greiða hlutdeild sína i sameiginlegum kostnaði. Það má vissulega hafa samúð með þeim sem verst eru staddir en það eitt getur ekki ráðið viðhaldsmálum í bráð og lengd. Í stóru fjöleignar- húsi verða aldrei allir peningalega samstiga á sama tíma. Það verður yfirleitt að duga að meirihlutinn hafi vilja og bolmagn til að ráðast í framkvæmdir. Skynsemi og lögveð Meirihlutinn verður vitaskuld að fara varlega og skynsamlega að. Miklu valdi verður að beita af skyn- semi, lipurð og mildi. Menn skyldu í upphafi endinn skoða. Ef meirihlut- inn er knappur og margir eigendur eru illa staddir og geta fyrirsjáanlega ekki greitt sína hluti af kostnaðinum er ekki skynsamlegt að þvinga fram kostnaðarsamt viðhald nema það sé þeim mun brýnna. Við vanskil verða aðrir eigendur að axla auka- byrði meðan krafan er innheimt. Það er ekkert grín fyrir húsfélag eða meirihluta eigenda að fjármagna dýra framkvæmd og neyðast svo til að herja á fjárvana sameigendur. Verði húsfélag fyrir útlátum vegna vanskila eigenda er endurkrafan tryggð með lögveði í íbúðum þeirra. Lögveðið gengur framar eldri og yngri veðskuldum og fjárnámum. Lögveðið er tímabundið og fellur niður ári eftir gjalddaga. Vanræksla á viðhaldi Valdi og vilja meirihlutans eru takmörk sett ef athafnaleysi hans fer í bága fer við heill hússins. Meirihlutinn getur ekki til lengd- ar staðið gegn brýnu og nauðsyn- legu viðhaldi ef húsið liggur und- ir skemmdum. Vilji hann ekki eða dragi úr hömlu að ráðast í fram- kvæmdir þótt húsið og íbúðir þess liggi undir skemmdum, þurfa ein- stakir eigendur ekki að una því. Húsið á ekki að níðist niður í skjóli eða fyrir vanrækslu meirihlutans. Getur minnihlutinn og jafnvel ein- stakir eigendur þá að vissum skil- yrðum uppfylltum ráðist í fram- kvæmdir á kostnað allra eigenda. Viðhald í kreppu Sigurður helgi guðjónSSon, formaður húseigendafélagsins svarar fyrirspurnum lesenda. Sendið fyrirspurnir á neytendur@dv.is neytendur 16. nóvember 2009 mánudagur 13 Jólablað DV Stórglæsilegt og veglegt sérblað um jólin fylgir DV föstudaginn 27. nóvember. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16:00, mánudaginn 23. nóvember í síma 512 7050 eða í gegnum tölvupóst á auglysingar@dv.is Jólaskreytingar Jólaförðun Jólaspil Jólaglögg Kreppukransar Jólauppskriftir Jólaherbergi barnanna Jólaföt Jólagjöfin hennar Jólagjöfin hans ::: ::: ::: ::: ::: ::: ::: ::: ::: ::: Meðal efnis er: Ásamt öllu hinu sem fylgir jólahátíðinni. Viðhald á svölum Þessi kínverska blokk hefur nýlega fengið yfirhalningu en maðurinn á myndinni fær þarna ærlegan yfirlestur, frá reiðum eiginmanni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.