Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Blaðsíða 30
Fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir var í viðtali við stærsta og vinsælasta karlatímarit heims, Playboy, sem birtist í síðustu viku eins og DV.is greindi frá. Margt athygl- isvert kemur fram í viðtalinu sem er afar opinskátt, meðal annars kemur fram að gælunafn brjósta Ásdísar er „fótboltarnir“. Þar upplýsir hún einnig að hún hafi stundað kynlíf í snjóhúsi svo eitthvað sé nefnt. DV hefur einnig greint frá því að Ásdís fór í þriggja daga veislu í Las Vegas fyrr í sumar sem var haldin af tveimur Hollywood-stórlöxum, Jerry Bruckheimer og Michael Bay. Eitthvað virðist Ásdís hafa hitt í mark þar því fram kemur í viðtalinu að henni standi til boða hlutverk í tveimur bíómyndum. Hestur étur vöðva Jóa Fel „Já, það passar, hann heitir Heim og sam- an,“ segir förðunarfræðingurinn, stílistinn og sjónvarpsstjarnan Þórunn Högnadótt- ir aðspurð hvort það sé rétt að hún sé að byrja með nýjan magasín-þátt á sjónvarps- stöðinni ÍNN. Þórunn var lengi meðlimur í Innlit/Útlit-teyminu á Skjá einum sem naut gríðarlegra vinsælda og veit því vel hvað þarf til í svona þætti. Nýi þátturinn verður þó ekki „copy/ paste“ af Innlit/Útlit. „Þetta verður alls ekki eins. Vissulega var ég í þeim þætti í fimm ár þannig að vissulega verður eitthvað sem ég tek með mér þaðan en hugmyndin er að gera öðruvísi þátt, fjölbreyttan og skemmti- legan,“ segir Þórunn en í þáttunum ætlar hún að kenna fólki að fá mikið fyrir lítið. „Þátturinn er um allt sem snýr að heim- ilinu og tekur mið af núverandi ástandi í þjóðfélaginu. Ég ætla að sýna fólki að það getur gert skemmtilega hluti við heimilið, fatnað og skó fyrir lítinn pening. Við viljum ekki kalla þetta kreppuþátt en við viljum reyna að gera eins mikið og hægt er fyrir klinkið í buddunni,“ segir hún og hlær við. Hugmyndin spratt upp hjá Þórunni og tveimur öðrum sem störfuðu á bak við tjöldin á Skjá einum. „Þetta er hugmynd sem við erum búin að vinna að síðan í sum- ar. Síðan fórum við upp á ÍNN og kynnt- um þetta fyrir þeim. Okkur fannst stöðina vanta svona efni,“ segir Þórunn en tökur á þættinum eru hafnar. „Við förum bara ró- lega af stað í tökum en fyrsti þáttur verður sýndur 2. desember þannig að það styttist í þetta. Ég get lofað fólki mjög fjölbreyttum og skemmtilegum fyrsta þætti,“ segir Þór- unn Högnadóttir. tomas@dv.is Með nýJan þátt á Ínn á ásdÍsi Þórunn Högnadóttir úrræðagóð í magasín-þætti: Jói Fel: Egill Einarsson líkamsræktarf- rumuður og bloggari var með heldur persónulegan status á Facebook-síðu sinni á laugardag. „Hey skvís sem kom með mér heim í nótt...sorry var OFUR- ÖLVI !!“ Viðbrögðin stóðu ekki á sér og athugasemdunum rigndi inn. Eftir nokkrar slíkar skrifaði Egill svo loks sjálfur: „Auðunn Blöndal er rasshaus,“ og má því leiða líkur að því að sjónvarps- stjarnan og hrekkjalómurinn, Auddi Blö, hafi komist inn á Facebook-síðu Störe með fyrr- greindum afleiðingum. Sorry var ofurölvi 30 Mánudagur 16. nóvember 2009 Fólkið Fótboltarnir Þórunn Högnadóttir Verður með glænýjan magasín-þátt á ÍNN sem hefst 2. desember. „Ég var ekki búinn að heyra af þessu en það er allt- af gott þegar einhver man eftir manni og skrifar um mann. En það er ekki gott ef maður er lokaður ofan í frystikistu, eða líkamspartar af manni,“ segir Jó- hann Felixson, betur þekktur sem bakarinn Jói Fel, í léttum dúr þegar blaðamaður nær tali af honum. Tilefnið er að fá viðbrögð hans við því að í nýjustu bók rithöfundarins Steinars Braga, Himninum yfir Þingvöllum, koma vöðvar Jóa við sögu. Bókin samanstendur af þremur sögum og ein þeirra, Svarti hluturinn, gerist á olíuborpalli sem áður var umlukinn sjó en þegar sagan hefst stend- ur hann í skrælþurri eyðimörk. Strákur og stúlka vakna þar einn daginn við það að ekki einung- is hafið er gufað upp heldur einnig allar aðrar líf- verur sem áður voru á pallinum, ef frá er talið eitt hestsgrey. Þegar stutt er liðið á söguna fara þau inn í matargeymslu olíuborpallsins, opna frystikist- una sem þar er og þá kemur í ljós að hún er troð- full af kjöti sem drengnum sýnist vera vöðvar af Jóa Fel. Eftir að hafa leikið sér aðeins með vöðvana og skvett blóði hvort á annað fara krakkarnir með kjötið til hestsins og gefa honum það að éta. „Ja, ég ætla að vona að þetta sé stóðhestur,“ seg- ir Jói og hlær þegar blaðamaður segir honum af þessum vafasömu örlögum vöðvanna hans í sögu Steinars. „Og þetta hlýtur að hafa verið nógu mikil fæða til að hann yrði saddur,“ bætir Jói við. Það fylg- ir þó ekki sögunni því ekkert segir frekar af vöðv- um Jóa eftir að þeim hefur verið hent inn fyrir hestinn. Jói man ekki eftir því að vöðvar hans hafi komið við sögu í öðrum bókum. Þó rámar hann í að í einhverri bók hafi sögupersóna farið í bakaríið til hans. Jói býst ekki við því að einhverjir eftirmálar verði af þessari notkun á vöðvum hans í bók Steinars Braga. „Nei, alls ekki. Eins og ég segi þá finnst mér alltaf gott ef einhver man eftir manni, ef það kemur vel út.“ Aðspurður útilokar Jói hins vegar ekki að hann nái sér niður á Steinari með því að nefna „einhverja feita, djúsí“ uppskrift eftir honum. Þess má geta að vöðvar Jóa eru bara að sækja í sig veðrið ef eitthvað er þrátt fyrir að þeir hafi verið meðhöndlaðir eins og hér var lýst í Himnin- um yfir Þingvöllum. Jói var nefnilega að lyfta lóðum þegar blaðamaður náði í hann. kristjanh@dv.is Vöðvar af Jóa Fel finnast ofan í frystikistu á yfirgefnum olíuborpalli í nýjustu bók rithöf- undarins Steinars Braga. þeir eru svo notaðir sem fæða fyrir hest nokkurn. Bakarinn frægi útilokar ekki að nefna uppskrift eftir steinari til að jafna metin. Jói Fel „Ég ætla að vona að þetta sé stóðhestur.“ MYnd EYÞór ÁrnaSon Steinar Bragi Endar kannski sem nafn á uppskrift eftir Jóa Fel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.