Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Blaðsíða 22
22 mánudagur 16. nóvember 2009 VIÐTaL „Það er frábært en krefjandi að vera kona á Íslandi. Ísland á flottar kon- ur og flottar fyrirmyndir. Það er gott að vera kona og gott að vera femín- isti. Ég myndi aldrei vilja skipta á hlutverkum,“ segir Guðný Gústafs- dóttir, talskona Femínistafélags Ís- lands. Guðný er doktorsnemi og stundakennari í kynjafræðum við Háskóla Íslands þar sem lögð er áhersla á að skoða líffræðileg- an og menningarlegan mun kynj- anna. Hún tók við keflinu sem talskona Femínistafélagsins á að- alfundi þess síðastliðið vor og fyrir- myndin er langamma hennar sem barðist á peysufötum fyrir kosn- ingarétti kvenna. Guðný ólst upp í Neskaupstað þar sem hún kynnt- ist fyrst launamisrétti kynjanna er hún vann ung í fiski. Hún er móð- ir tveggja drengja, lék sér sjálf með bíla þegar hún var yngri, kann að skipta um dekk en vill helst láta bif- vélavirkja sjá um viðhald heimilis- bílsins. Hún segir femínisma um- fram allt ekki keyra á karlahatri. Karlar eKKi heilalausir „Nei, almáttugur. Við erum flest- ar giftar eða í samböndum, eigum syni og dætur og eigum góða menn sem standa við bakið á okkur. Okk- ar barátta byggist alls ekki á óbeit á karlmönnum, þvert á móti. Við einblínum líka á það að koma karl- mönnum frá þeirri ímynd að vera heilalausar kynverur sem kaupa sér konur eins og pitsur eða sportbíla. Ég get ekkert nema gott sagt um karla enda á ég mjög góða karla að, karlinn minn og syni,“ segir Guðný brosandi. Spurð um kynjahlutverk- in á heimili hennar segir hún jafn- rétti ríkja. „Stundum elda ég heima, stund- um ekki. Ég kann að skipta um dekk á bílnum og hef gert það. Ég er hins vegar ekkert sérstaklega góð í bílum og það er voðalega gott að komast upp með að setja bara á hann bensín og keyra. Ég er með rosalega góða menn í vinnu á verk- stæðinu sem sjá um bílinn.“ rótgróin hlutverK Guðný segir mikilvægt að samfé- lagið sé sveigjanlegra þegar kemur að hinum rótgrónu og hefðbundnu kynhlutverkum. Aðspurð segir hún syni sína tvo hafa leikið sér bæði með dúkkur og bíla í æsku. „Þeg- ar börn fæðast er þeim skipt upp í þessi ákveðnu kynhlutverk. Kynj- Femínismi er fallegur „Að vera kona er frábært en krefjandi,“ segir guðný gústafsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands. Tólf ára gömul áttaði hún sig á ójafnrétti samfélagsins og telur Íslendinga standa frammi fyrir því tækifæri að rísa upp sem þjóð sem berst fyrir jafnrétti og mannréttindum. Sjálf myndi hún aldrei bera slæðu fyrir andlitinu, hún hefur ekki gaman af bílum og biður eigendur strippstaða að finna sér almennilega vinnu. „Við einblínum líka á það að koma karlmönnum frá þeirri ímynd að Vera heilalausar kynVerur sem kaupa sér konur eins og pitsur eða sportbíla.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.