Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Blaðsíða 17
fréttir 16. nóvember 2009 mánudagur 17 Kúamykja til kyndingar Verksmiðja sem breytir kúa- mykju í orku var opnuð í Hol- landi fyrir helgi. Mykja frá kúm á nærliggjandi býlum, ásamt gróðri og matarleifum úr matvælaiðn- aði, er látin gerjast og lífrænt gas sem myndast við gerjunarferlið er nýtt til að knýja hverfil verk- smiðjunnar. Hitanum sem myndast verður dreift til um 1.100 heimila í Lee- uwarden, sem er í norðurhluta landsins, segir í tilkynningu frá verksmiðjunni. Fyrirtæki í Evrópu og víðar hafa fjárfest í verksmiðjum sem framleiða lífrænt gas. Sögulegur fundur Obama og forsætisráðherra Mjanmar: Krafðist lausnar Suu Kyi Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatti stjórnvöld Mjanmar til að sleppa úr haldi Aung San Suu Kyi, leiðtoga lýð- ræðisafla í landinu. Obama setti fram kröfu sína á sögulegum fundi með Thein Sein, forsætisráðherra Mjan- mar. Fundurinn átti sér stað um helg- ina í Singapúr þar sem leiðtogar As- ean, sambands suðaustur-Asíuríkja, hittust. Talsmaður Hvíta hússins, Robert Gibbs, skýrði fréttamönnum frá því að Barack Obama hefði tekið málið „beint upp við ríkisstjórn [Mjanmar]“ og gaf í skyn að Obama hefði átt beinar sam- ræður við Thein Sein. Samkvæmt öðr- um fréttum tók Bandaríkjaforseti ekki í hönd mjanmarska forsætisráðherr- ans. Barack Obama mun vera fyrsti for- seti Bandaríkjanna síðan 1966, í valda- tíð Lyndons Johnson, sem er staddur í sama herbergi og leiðtogi frá Mjanmar, sem áður hét Búrma. Einnig er um fyrsta fund bandarísks forseta og leiðtoga Asean, en sam- bandið var stofnað fyrir fjörutíu árum þegar Vietnam-stríðið stóð sem hæst. Aðild Mjanmar að fundinum var tilkomin vegna samkomulags Asean og Bandaríkjastjórnar og er talinn liður í að koma á pólitískum endur- bótum og bættum mannréttindum í landinu. Barack Obama Bandaríkjaforseti tók nýlega upp samband við herfor- ingjastjórnina í Mjanmar, en hyggst þó ekki hvika frá refsiaðgerðum gagnvart landinu fyrr en raunveru- leg teikn sjást um framfarir á sviði stjórnmála og mannréttinda. Haldist í hendur Barack Obama (annar f. h.) mun ekki hafa tekið í hönd Thein Sein (annar f. v). Mynd: AFP Frakkar skemmta sér nú konung- lega á kostnað Nicolas Sarkozy, for- seta landsins, sem hefur orðið að- hlátursefni vegna fullyrðingar hans um að hann hafi hjálpað til við að brjóta niður Berlínarmúrinn fyrir tuttugu árum. Sarkozy er, að mati landa hans, umhugað um að vera í sviðsljós- inu miðju og eftir að í ljós kom að ljósmynd á Facebook-síðu forset- ans, sem sýnir hann með hamar við múrinn, var tekin eftir að múr- inn féll hefur háðið í hans garð náð nýjum hæðum. Ekk er langt síðan hann gerði sig að athlægi með því að fullyrða að hann hefði á eigin spýtur bjargað Evrópu undan alheims fjármála- kreppu. Bítillinn Sarkozy Nicolas Sarkozy var dáraður í síð- ustu viku vegna löngunar hans eft- ir sviðsljósinu í röð breyttra ljós- mynda sem sýndu hann meðal annars fara fyrir Frökkum þegar þeir sigruðu á heimsmeistaramót- inu í knattspyrnu árið 1998 og ráð- ast til atlögu við Bastilluna í frönsku byltingunni 1789. Einnig hefur hann verið sýndur sitja við hlið Winstons Churchill, forsætisráðherra Breta, á Yalta- ráðstefnunni í kjölfar síðari heims- styrjaldarinnar árið 1945. Á einni ljósmyndinn er hann meðlim- ur hljómsveitarinnar The Beatles. Sarkozy „uppgötvar“ einnig Amer- íku, finnur upp pensillínið og vinn- ur til verðlauna á ólympíuleikun- um. Síðast en ekki síst gekk hann á tunglinu. Háir hælar og vúdú-dúkka Ekki hafa öll viðbrögð við ljósmynd- inni af Sarkozy við Berlínarmúr- inn einkennst af glensi. Þeir sem heimsótt hafa Facebook-síðu for- setans hafa sakað forsetaembætt- ið um ritskoðun og kvartað yfir því að neikvæðum athugasemdum um framferði forsetans hafi verið eytt. Haft var eftir talsmanni forsetans að einungis hefðu verið fjarlægðar athugasemdir af „hatursfullum og dónalegum“ toga. Nicolas Sarkozy ætti að vera orðinn vanur því að vera tilefni háðungar. Hann er afar meðvitað- ur um hæð sína og gengur í skóm með háum hælum sem hefur gert hann berskjaldaðan fyrir rætnum ummælum af hálfu andstæðinga hans á vinstri vængnum. Hann hef- ur oftar en einu sinni hótað lögsókn þegar honum finnst of langt geng- ið. Sem dæmi um slíkt má nefna vúdú-dúkkuna sem gerð var í hans mynd og seldist grimmt í verslun- um Parísar á síðasta ári. Bling-bling-forsetinn Smekkur Frakklandsforseta á dýr- um úrum, sólgleraugum og skart- gripum öfluðu honum í árdaga forsetaferilsins nafngiftina „le president bling-bling“ eða bling- bling-forsetinn. Í seinni tíð hafa grínistar hins vegar í auknum mæli beint sjónum að einræðis- tilburðum hans og er hann gjarna sýndur sem Napóleón eða Louis fjórtándi, Frakklandskonungur. Heldur betur hljóp á snærið hjá skopmyndateiknurum þeg- ar Sarkozy og Carla Bruni gengu í hjónaband á síðasta ári og snérist grínið mikuð um hæðarmuninn á skötuhjúunum, enda er hin fyrr- verandi fyrirsæta mun hærri en forsetinn smávaxni. Sem fyrr segir er Sarkozy afar meðvitaður um takmarkaða hæð sína og hafa ljósmyndir af hon- um, standandi á tánum við hlið Baracks Obama, Bandaríkjafor- seta, orðið tilefni glens, sem og örvæntingarfull tilraun hans til að virðast hærri þegar hann var um- kringdur lágvöxnum verksmiðju- verkamönnum fyrir ekki margt löngu. Lítill drengur á litlum stól Sjónvarpsfréttamaður einn var látinn taka pokann eftir að hann sagði Sarkozy haga sér eins og „lítill drengur“ og í kjölfarið hefur sjón- varpsþáttur sem þekktur er fyrir kaldhæðni í garð stjórnmálamanna sýnt forsetann sem barn sem til- hneigingu hefur til að taka æðis- köst. Í einu atriði sem fjallaði um þá hótun Sarkozys að yfirgefa G20- ráðstefnuna, ef restin af heims- byggðinni styddi ekki tillögur hans, voru sæti leiðtoganna sýnd um- hverfis stórt borð og sæti forsetans var barnastóll í hásæti. Frakklandsforseti hefur lofað „að segja skilið við“ gamla, slæma siði fortíðarinnar og tekið nýjum samskiptamáta fagnandi. Hann á þúsundir „vina“ á Facebook, en þar er einmitt að finna fyrrnefnda ljós- mynd af honum við Berlínarmúr- inn. Að sögn Alain Auffray, frétta- manns sem fjallaði um fall múrs- ins, er frásögn Sarkozys af eigin þætti í falli múrsins „fullkominn higarburður“, og ljósmyndin tekin 10. nóvember 1989, degi síðar en Sarkozy heldur fram. Málið hefur orðið hið vand- ræðalegasta fyrir Nicolas Sarkozy, og til að flækja málin enn frekar hafa ýmsir embættismenn stutt fullyrðingar Sarkozys. KOLBeinn þOrSteinSSOn blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Frakklandsforseti hefur orðið aðhlátursefni vegna frásagnar af eigin þætti í falli Berlínarmúrsins fyrir tuttugu árum. Grínið í hans garð hefur náð áður óþekktum hæðum vegna löngunar hans til að vera í sviðsljósinu miðju og virðist hann vera ótæmandi uppspretta fyrir skopmyndateiknara og grínara. Múrbrjóturinn Sarkozy Smekkur Frakklands- forseta á dýrum úrum, sólgleraugum og skart- gripum öfluðu honum í árdaga forsetaferilsins nafngiftina „le presid- ent bling-bling“ eða bling-bling-forsetinn. Við múrinn Sarkozy er talinn hafa gert sinn hlut stærri en tilefni er til. napóleón Bónaparte Sarkozy hefur gjarna verið líkt við Bónaparte vegna einræðistilburða sinna. Háir hælar Hæð Frakk- landsforseta er honum mikið áhyggjuefni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.