Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Blaðsíða 29
á mánudegi Hvað veistu? 1. Ferð fjármálastjóra KSÍ á súlustað hefur verið fyrirferðarmikil í fjölmiðl- um. Hvar er umrædd búlla? 2. Ungfrú Ísland borðaði gull í Abú Dabí á dögunum. Hvað heitir stúlkan? 3. Fyrsta íslenska jólamyndin, Desember, var frumsýnd á dögunum. Hver er leikstjóri hennar? garðar og dísella í langHoltskirkju Listafélag Langholtskirkju stend- ur fyrir „söngveislu“, eins og það er orðað í fréttatilkynningu, með Dís- ellu Lárusdóttur sópran og Garðari Thór Cortes tenór í Langholtskirkju í kvöld klukkan 20. Meðleikari verður Krystyna Cortes. Garðar og Dís- ella ættu að vera í góðri æfingu í að harmónera raddir sínar þar sem þau hafa síðustu vikur sungið saman í Ástardrykknum í Íslensku óperunni. Efnisskrá tónleikanna samanstend- ur af erlendum og íslenskum söng- lögum, aríum og dúettum. Miðaverð er 3.500 krónur, miðasala á midi.is. lokakaflinn kemur á laug- ardaginn Nú er orðið opinbert að Loft- kastalinn sem hrundi, þriðja og síðasta bókin í þríleik Stiegs Larsson, kenndum við Millenni- um-tímaritið, kemur út næsta laugardag. Margir bíða væntanlega eftir þessari bók en gríðarlangur bið- listi varð til hjá Bjarti, sem gefur bækur Larssons út, áður en önn- ur bókin, Stúlkan sem lék sér að eldinum, kom út. Í tilkynningu frá Bjarti segir að ekki séu hins vegar tök á slíku forskoti að þessu sinni. sýning soffíu Sýning á verkum Soffíu Sæmunds- dóttur myndlistarmanns var opnuð í Artóteki, 1. hæð Borgarbókasafns Reykjavíkur, síðastliðinn fimmtu- dag. Á sýningunni eru olíumálverk á tré og striga og einþrykk á pappír. Á vegg verður sýnt myndbandið Mál- arinn við höfnina... sem er innsýn í myndheim Soffíu. Listakonan lærði myndlist við grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1987-1991 og lauk mastersgráðu í málun frá Mills College í Oakland í Kaliforníu árið 2003. Sýningin stendur til 13. desember. Sena stimplar sig inn í bókaútgáfu- bransanum þetta haustið með út- gáfu þriggja bóka sem komnar eru í verslanir. Þetta er nýmæli hjá afþrey- ingarfyrirtækinu sem hingað til hefur einbeitt sér að tónlist, kvikmyndum og tölvuleikjum. Bækurnar fjalla þó allar um tónlist og tónlistarmenn. Fyrst ber að nefna Söknuð, ævi- sögu hins dáða tónlistarmanns Vil- hjálms Vilhjálmssonar, eftir Jón „góða“ Ólafsson. Þegar Vilhjálmur lést í bílslysi í Lúxemborg um pásk- ana 1978 var hann aðeins þrjátíu og tveggja ára gamall. Lög hans höfðu smogið svo kyrfilega að hjartarót- um þjóðarinnar að fólki fannst sem það hefði misst nákominn ættingja við fráfall hans. Allir þekkja umsvifa- laust vörumerki hans, hina hreinu og björtu rödd, og flestir geta raulað Söknuð, Skýið og Lítinn dreng. Færri vita hins vegar að Vilhjálmur var for- fallinn lesandi vísindaskáldsagna, var með próf í dáleiðslu, lagði stund á rússnesku og svahílí og tók virk- an þátt í alþjóðlegri réttindabaráttu flugmanna. Jón segir nú í fyrsta sinn alla sögu Vilhjálms á líflegan hátt og með innsæi tónlistarmannsins. Gylfi Ægisson er fyrir löngu orð- inn þjóðareign fyrir lagasmíðar sín- ar og listamannsstörf. Sólmundur Hólm Sólmundarson hefur nú rit- að ævisögu Gylfa, sem fengið hefur titilinn Sjúddirarí rei, en hann hef- ur þurft að klífa marga brekkuna og oft var útlitið svart. Sterk listræn þörf og einlæg trú á samfylgd Jesú á lífs- göngunni hafa aftur á móti haldið honum á brautinni. Þá er væntanleg bókin 100 bestu plötur Íslandssögunnar eftir Jón- atan Garðarsson tónlistarspekúl- ant og Arnar Eggert Thoroddsen blaðamann. Þeir félagar segja frá því hvernig og hvers vegna plöturn- ar sem skipta okkur mestu máli urðu til. Hvað var í gangi þegar þær voru í smíðum og af hverju eru þessar hundrað plötur þjóðinni svo hug- leiknar? kristjanh@dv.is Sena gefur út bækur í fyrsta sinn: Villi, Gylfi og 100 bestu Viðfangsefnin verða ekki mikið stærri en í 2012, endalok heimsins. Myndin segir sögu þess hvernig auk- in sólarvirkni og sólargos leiða til þess að möndull jarðar fer að hitna og bráðna. Það leiðir aftur til þess að jarðskorpan fer á hreyfingu og pólar jarðarinnar breyta um staðsetningu. Niðurstaðan er ólýsanlegar náttúru- hamfarir. Sögu myndarinnar er skipt að mestu leyti í tvo parta. Annars vegar fylgjumst við með vísindamannin- um Adrian Helmsley sem er leikinn af Chiwetel Ejiofor. Hann er einn af þeim sem uppgötva hvað sé um það bil að fara að gerast og starfar sem ráðgjafi í bandarísku ríkisstjórninni eftir það. Hins vegar fylgjumst við svo með hin- um misheppnaða rithöfundi Jackson Curtis sem er leikinn af John Cus- ack. Vitandi hvað muni gerast hefur bandaríkjastjórn látið byggja nokkrar arkir til þess að reyna að koma í veg fyrir eyðingu mannkynsins. Fyrir til- viljun kemst Jackson að því og reynir að bjarga fjölskyldu sinni. Það er ekki hægt að segja annað en að útlit 2012 sé ótrúlegt. Það er ekkert minna en magnað og átakan- legt að horfa á heiminn eins og við þekkjum hann gjörsamlega leggjast í eyði. Hamfarirnar eru svo miklar og gríðarlegar að maður á hreinlega erf- itt með að ná utan um það á köflum. Til þess að búa til spennu er Jack- son á flótta undan hamförunum með fjölskyldu sína og í leiðinni verða til einhverjir ótrúlegustu bíla- og flug- vélasenur sem sést hafa. Ekki endi- lega á góðan hátt heldur eru þær svo súrrelískar og yfirgengilegar að mað- ur missir trúna á þeim. Það er líka einkenni myndarinn- ar þegar upp er staðið. Hún er bara of amerísk eins og við var að búast. Of klisjukennd, of væmin og of mikið hamfaraklám. Er ekki nóg að heim- urinn sé að farast? Þarf að keyra það og allt í kring í algjöran yfirgír með því? 2012 er þó ekki alslæm mynd. Hún er bara eins og flestar stórmynd- ir eru nú til dags. Fullt af geðveikum tæknibrellum en frekar slappt hand- rit. Hún á sína spretti og Woddy Harrelson lyftir henni á örlítið hærra plan með aukahlutverki sínu. Sama er að segja um Chiwetel Ejiofor sem er nokkuð sannfærandi. Afhverju Danny Glover var valinn í hlutverk forseta skil ég ekki alveg. Höfðu þess- ir menn ekki heyrt frasann „Over like Danny Glover“? Sjónrænt er 2012 eitthvað það magnaðasta sem þú munt sjá í ár og fyrir útlitið eitt á hún skilið tvær stjörnur. En hún skilur ekki mikið meira eftir sig. Og plís Hollywood, það er ekki bara nóg að vera með góða hugmynd en matreiða hana svo illa. Það er eins og að borða hráan kjúkling. Ásgeir Jónsson Hamfaraklám John Cusack og Woody Harrelson Eiga fína spretti saman í myndinni 2012. fókus 16. nóvember 2009 mánudagur 29 Svö: 1. í Zürich í Sviss - 2. Guðrún Dögg Rúnarsdóttir - 3. Hilmar Oddsson Villi Vill Ævisaga þessa dáða tónlistar- manns er komin út. MYND LJósMYNDasafN ReYkJaVíkuR 2012 Leikstjórn: Roland Emmerich aðalhlutverk: John Cusack, Amanda Peet, Chiwetel Ejiofor, Danny Glover, Thandie Newton, Oliver Platt, Thomas McCarthy og Woody Harrelson. kvikmyndir Bless bless heimur Eyðileggingin er algjör.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.