Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Blaðsíða 4
4 mánudagur 16. nóvember 2009 fréttir 160 þúsund króna iPhone Raftækjaverslunin Elko áformar að hefja sölu á iPhone-farsímum í næstu viku. Hingað til hefur ekki verið hægt að kaupa símana í raftækjaverslunum á Ís- landi. Síminn sem Elko ætlar að hefja sölu er 16 gígabæta 3GS. Það er nýjasta útgáfan af iPhone. Verður hann seldur á 160 þúsund krónur með tveggja ára ábyrgð. iPhone- símar hafa notið mikilla vinsælda víða um heim. Þeir eru margmiðlunarsímar með snertiskjá. Fyrsti iPhone- síminn var kynntur sumarið 2007. Leiðréttingar Hillary Clinton, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, var ranglega nefnd öldunga- deildarþingmaður í frétt í helgarblaði DV. Flokkurinn sem Jóhanna Sigurðardóttir, núverandi forsætisráðherra, stofnaði þegar hún sagði sig úr Al- þýðuflokknum 1994 heitir Þjóðvaki. Fótbrotnaði í steypuhrærivél Alvarlegt vinnuslys varð í Bol- ungarvík á laugardaginn þegar karlmaður, sem var við vinnu á steypustöð, endaði einhvern veginn í steypuhrærivél á vinnu- stað sínum með þeim afleiðing- um að hann hlaut opin beinbrot á báðum fótum að sögn varð- stjóra lögreglunnar á Vestfjörð- um. Að sögn varðstjóra var maðurinn fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi en málið hefur verið tekið til rannsóknar hjá lögregluembættinu og Vinnueft- irlitinu. Brotist inn í bústað Tilkynnt var um innbrot í sum- arbústað í Grímsnesi til lögregl- unnar á Selfossi á föstudaginn var. Að sögn varðstjóra lögreglu náðu innbrotsþjófarnir að hafa á brott með sér sjónvarp og önnur verðmæti en innbrot í sumar- bústaði hafa verið ansi tíð í um- dæmi lögreglunnar á Selfossi undanfarnar vikur og mánuði. Aðfaranótt sunnudags voru tveir ökumenn teknir vegna gruns um ölvunarakstur. Annar var sviptur ökuréttindum til bráða- birgða eftir að hafa verið látinn blása, hinn reyndist undir leyfi- legum mörkum. „Við erum öll að hressast, það er svo mikil gleði. Helgin var yndisleg og við erum búin að njóta þess að vera saman,“ segir Helga Elísdótt- ir. Helga er amma níu ára drengs- ins sem Barnavernd Reykjavíkur ákvað að senda í fóstur í þarsíðustu viku án þess að til kæmi dómsúr- skurður. Á fimmtudag fékk Helga jákvæða umsögn sem fósturfor- eldri frá félags- og tryggingamála- ráðuneytinu og hefur drengurinn verið hjá henni síðan. Á þriðjudag fundar Barnavernd Reykjavíkur um stöðu drengsins. Teflt og spilað Helga segir fjölskylduna hafa ein- beitt sér að því að njóta helgarinnar út í ystu æsar og eytt miklum tíma saman. „Við erum búin að borða vel sam- an um helgina og hann er að taka gleði sína. Ég held ég hafi aldrei teflt jafnmikið og spilað jafnmikið á spil. Hann er svo flinkur að tefla. Hann hefur fengið að heimsækja vin sinn í næsta húsi og drengirnir hafa far- ið í heimsókn til móður sinnar. Hún hefur verið mikið með okkur eins og á að vera.“ Mikill slagur Þó að helgin hafi verið góð segir Helga að drengurinn sé á nálum þar sem hann standi í þeirri trú að hann fari aftur til fósturforeldra sinna á þriðjudaginn. „Við höfum þurft að sleppa því að orða þriðjudaginn því ákveðinn aðili, sem ég get ekki gefið upp hver er, sagði við hann að hann myndi fara aftur til fósturforeldranna á þriðjudaginn. Það hefur sett strik í reikninginn. Hann er mjög hrædd- ur og kvíðinn,“ segir Helga. Hún hefur unnið að því síðustu daga að undirbúa sig fyrir fundinn með Barnavernd. „Þetta er mikill slagur. Ég er búin að undirbúa hvernig ég ætla að kynna mig og læt Dögg Páls- dóttur lögmann um lögfræðilegu hliðina. Ég er afskaplega bjartsýn.“ Tekur sér frí Ef niðurstaða fundarins á þriðju- daginn verður í þá veru að dreng- urinn fái að vera áfram hjá Helgu, ömmu sinni, mun taka tíma fyrir hann að venjast sínu gamla lífi á ný. „Það þarf að vanda sig í öllu sem gert er og það verður svo sannar- lega gert. Það hefur enginn haft meiri tíma fyrir börnin en ég. Ég ætla að taka mér allavega viku frí og hafa það áfram svona gott.“ lilja KaTrín gunnarsdóTTir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is Níu ára drengurinn sem sendur var í fóstur í þarsíðustu viku fékk að eyða helginni með ömmu sinni Helgu Elísdóttur. Hún segir þau hafa notið tímans saman og gleði hafa einkennt heimilið. Drengurinn stendur í þeirri trú að hann fari aftur í fóstur á þriðjudag og það hræðir hann mikið. HRÆDDUR OG KVÍÐINN nánar mæðgur Þegar dóttir Helgu hefur ekki getað annast syni sína hafa þeir verið hjá ömmu sinni. Þær hafa undanfarna mánuði unnið að því að drengirnir flytji aftur til móður sinnar en hún hefur verið edrú í hálft ár. Mynd KrisTinn Magnússon Vinstri grænir funduðu um skattamál í gær: Auðmannsskattur á hátekjufólk „Það er enn verið að skoða ýmsar útgáfur af skattþrepum og tekjubil- um. Við gerum okkur grein fyrir því að mörg heimili eiga erfitt með að bæta við sig álögum,“ segir Lilja Mós- esdóttir, þingmaður vinstri grænna. Þingflokkur vinstri grænna fundaði í gær um skattamál. Hún segir að ekki sé verið að ræða um aðrar útfærslur en þær sem RÚV sagði frá í liðinni viku. Þó sé verið að ræða um há- tekjuskatt eða auðmannsskatt, eins og Lilja orðar það, á þá sem hafa tekj- ur yfir eina milljón króna á mánuði. Hátekjuskattur er átta prósent í dag. Lilja vill ekki gefa upp hvað hátekju- skattur yrði mikill. Það sé hins vegar ekki verið að tala um átta prósent há- tekjuskatt heldur eitthvað lægra. Þær tillögur felast í þriggja þrepa skattakerfi. Í þeim felst að tekjuskatt- ur á einstaklinga með 250 þúsund krónur og minna verður 36,1 pró- sent í staðinn fyrir 37,2 prósent líkt og hann er nú. Sá hópur mun því græða á áformuðum skattabreytingum. Þeir sem hafa á bilinu 250 til 500 þúsund krónur borga 41,1 prósents tekjuskatt af tekjum umfram 250 þúsund krón- ur. Þriðja þrepaskiptingin er síðan fyrir þá sem hafa tekjur umfram 500 þúsund krónur. Af þeim þarf að borga 47,1 prósents tekjuskatt. Persónu- afsláttur helst þó óbreyttur í 42.200 krónum. Ef tillögur um hátekjuskatt á þá sem hafa meira en eina milljón króna í mánaðarlaun er ljóst að þeir tekjuhæstu munu borga meira en helmings skatt af launum sínum um- fram eina milljón króna. Lilja vonast til þess að skattafrumvarp fari fyrir þingið í lok vikunnar. as@dv.is auðmannsskattur Lilja Mósesdóttir, þingmaður vinstri grænna, segir að hugmyndir séu uppi um hátekjuskatt á þá sem hafa tekjur yfir eina milljón króna á mánuði. ljósMyndari: KrisTinn Magnússon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.