Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Page 23
VIÐTAL 16. nóvember 2009 mánudAgur 23 Femínismi er fallegur unum er skipt upp í litum og leik- föngum þar sem hlutverk þeirra eru gjörólík. Þannig erum við mót- uð frá upphafi sitt í hvora áttina til að ganga síðar inn í hin hefð- bundnu hlutverk karla og kvenna. Það fæðast allir og lifa því miður inni í þessu kynjakerfi. Kynjahlut- verkin eru sífellt að verða þrengri og við erum því miður að ganga of langt í þessum efnum. Femínism- inn er hugmyndafræði um réttlátt samfélag fyrir okkur öll og þar sem allir fá að njóta sín. Það er klárlega mitt helsta baráttumál, jafnrétti og jöfn aðkoma allra að samfélaginu,“ segir Guðný og bætir við: „Ég lék mér sjálf með bíla. Kynja- fræði og jafnrétti kynjanna hafa alltaf verið mitt hjartans mál, al- veg frá því ég man eftir mér. Að vera talskona er rosalega skemmtilegt hlutverk og mjög krefjandi. Þetta er tækifæri fyrir mig að hafa eitthvað um kynjakerfið að segja og geta haft einhver áhrif á samfélagið.“ Mjög pirrandi „Á Íslandi er jafnrétti komið í orði en ekki á borði. Stærsta vandamálið er auðvitað kynjabundið launamis- rétti og nauðsynlegt er að hleypa konum meira að valdastólum sam- félagsins. Konur þurfa að fá meiri völd og áhrif. Það getur verið mjög pirrandi að konur þurfi að berjast meira fyrir sínu. Jafnrétti á að vera sjálfsagt mál. Það er í raun fárán- legt að hugsa til þess að helmingur mannkyns hafi minni rétt en hinn helmingurinn og fáránlegt að þessi helmingur þurfi að berjast meira fyrir sínu.“ Guðný telur á köflum neikvæð- an stimpil hvíla á orðinu femínisti en hún myndi aldrei vilja afsala sér þeim titli. Hún segir femínista góðar manneskjur sem þurfi af og til að rugga bátnum til að ná fram mannréttindabreytingum. „Femín- isminn er svo fallegt orð og stend- ur fyrir fallega hugsjón. Femínistar eru manneskjur sem sjá að jafnrétti hefur ekki náð fram og vilja gera eitthvað í því. Þeir sem átta sig á því finna það í hjarta sínu að jöfn tæki- færi eru sjálfsagður hlutur, aðrir eru bara risaeðlur,“ segir Guðný. ÚtrýMa risaeðluM „Okkur vantar karlana með í bar- áttuna. Í félaginu eru frábærir karl- ar sem taka þátt í þessu með okkur og það á líka að vera hagsmunamál karla að ná jafnrétti fram, fyrir eig- inkonur þeirra og dætur.“ Í hvert sinn sem félagskonur Femínistafélagsins hafa sent frá sér ályktanir hafa þær mætt talsverð- um mótbyr þar sem þær hafa með- al annars verið kallaðar ljótar og heimskar beljur, til að mynda und- anfarið í tengslum við heimsókn fjármálastjóra KSÍ á strippstað. Guðný segir þessa femínistafóbíu skammarlega og vísar öllum ásök- unum um öfgar félagsmanna á bug. „Þessi fóbía er svo mikið 2007. Að kalla okkur femínista öfgahóp er fá- ránlegt. Við tölum fyrir jafnrétti og það er ekkert til sem heitir öfgajafn- rétti. Ég hélt að við værum komin að miklu leyti yfir þessa fóbíu og fordóma gagnvart femínistum. Æi, það er svo leiðinlegt að hlusta á þessar risaeðlur sem halda uppi einhverjum stað- alímyndum og gömlum klisj- um. Mér finnst þessi hegðun mannanna lýsa ákveðinni ör- væntingu,“ segir Guðný. „Greyið karlarnir eru fastir í gömlu klisjunum og reyna að halda dauðahaldi í öfgaímynd- ina til að verja sinn málstað. Þeirra málstaður er frekar vondur að mínu mati og greyin kalla ég bara risaeðlur.“ Völdin hjá körlunuM „Mér finnst hins vegar leiðinlegast hvað þessar risa- eðlur hafa fengið mikið pláss undir sínar yfirlýsingar og fjölmiðlar taka þar of mikið þátt. Við verðum að útrýma þessari grýlu sem risa- eðlurnar fá að bera út. Þetta eru fáir menn sem reyna að gera femínist- um ljótt. Ég held að það séu þvert á móti marg- ir sem vilja uppstokk- un og nýja mannbæt- andi hugsjón. Jafn- rétti hefur aldrei verið prófað hér á landi.“ Guðný seg- ir stofnun Kvenna- listans hér á landi ómetanlegt framlag til jafnréttisbaráttunnar. Aðspurð telur hún mikilvægt að kynin taki höndum saman til að rjúfa múr ójafnréttis. „Rauðsokkurnar voru bara skemmtilegar og við höfum öll grætt svo mikið á þeirra baráttu. Baráttan er mjög seig því völdin og markaðurinn hafa verið í höndum karlanna. Múrarnir eru alls ekki óyfirstíganlegir, alls ekki. Kynja- kerfið er þannig að flestar kon- ur eru undirokaðar og karlar hafa óneitanlega forskot í krafti kynsins. Í þróuninni hafa þessi fastbundnu kynjahlutverk orðið til en þetta er ekkert náttúrulögmál. Það er undir okkur sjálfum komið að rjúfa þenn- an múr, fyrir okkur öll,“ segir Guðný ákveðin. Biturt Bragð Femínistafélagið hefur ítrekað bar- ist gegn og fordæmt mansal, stripp- staði og vændi hér á landi. Guðný skilur ekkert í því hvers vegna ekki var hlustað á varnaðarorð femín- ista og blæs á fullyrðingar þess efn- is að vændi sé atvinnutækifæri fyr- ir konur. „Við megum ekki gleyma því að vændiskonur eru manneskj- ur. Tuggan um að vændi sé atvinna er gömul. Þessar konur hafa flest- ar enga valkosti og hafa leiðst inn á þessa braut. Hver manneskja, hvort sem það er kona eða karl, hlýtur að geta ímyndað sér hvernig það er að þurfa að selja kynferðislegt aðgengi að líkama sínum. Það getur ekki verið góður kostur,“ segir Guðný. „Þegar kemur að mansali og vændi hér á landi erum við bara illa stödd, það verður bara að segjast. Klám og vændi hefur verið norm- alíserað hér og ég vil ekki að börn- in mín alist upp við það. Vændi og mansal er hér klárlega að finna. Við höfum um árabil varað við þess- ari þróun og það er leitt að fullyrða að við sögðum þetta allan tímann. Bragðið af því er mjög biturt. Við höfum því miður talað algjörlega fyrir daufum eyrum en nú eru eyrun að opnast. Stundum er það því mið- ur þannig að fólk þarf að fá blauta tusku í andlitið til að átta sig á alvarleika hlutanna. Mér finnst það hræðilegt.“ Forkastanleg hegðun Guðný er mjög ósátt við stripp- staðarheimsókn fjármálastjóra KSÍ og ítrekar þá kröfu félagsins að stjórnendur eigi að segja af sér vegna máls- ins. Hún bendir á að sambandið hafi reglulega hald- ið karlakvöld og að það hafi neit- að að álykta gegn vændi í kringum heimsmeistarakeppni í fótbolta. „Að forsvarsmenn íþrótta- og æskulýðshreyfingar skuli álpast inn á strippstað er algjörlega for- kastanlegt. Ég er ekki í nokkrum einasta vafa um það að þetta eina mál er bara dropi úr hafinu. Þar sem fyrirfinnst reykur þar leynist eldur. Svona á ekki að eiga sér stað og er í mínum huga ófyrirgefanlegt. Strippstaðir og mansal tengjast, það er bara þannig,“ segir Guðný. „Við erum svo lítið land að við höfum öll tækifæri til þess að hafa alla hluti í lagi. Í dag er tækifærið, sóknar- tækifæri okkar Íslend- inga í mannréttinda- málum er núna. Við eigum einstakt tæki- færi til að standa upp sem þjóð sem berst fyrir mannréttind- um. Vændiskaupendur bið ég að hugsa um af- leiðingar gjörða sinna, vændiskonur bið ég um að leita sér hjálpar og risaeðlurnar, eigendur strippstaða, bið ég um að loka og finna sér almenni- lega vinnu.“ trausti@dv.is ákveðin talskona Guðný áttaði sig á því tólf ára gömul við fiskvinnslu að ójafnrétti þyrfti að útrýma. risaeðlur Að mati Guðnýjar eru Geiri á Goldfinger, Egill Gillzenegger og Sverrir Stormsker risaeðlur sem bera út gamlar klisjur á kostnað femínista.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.