Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Blaðsíða 25
Umsjón: tómas þór þórðarson, tomas@dv.is ArnAr frAmlengdi við BlikA Gamla brýnið, arnar Grétars- son, virðist ekkert á þeim buxunum að hætta en hann hefur samið aftur við bikarmeistara Breiðabliks, til eins árs í þetta skiptið. samningur arn- ars rann út í síðasta mánuði en hann hefur verið í herbúðum uppeldisfé- lags síns síðustu fjögur árin síðan hann kom heim úr atvinnumennsku. arnar hafði ýjað að því að leggja skóna á hilluna en hefur snúist hugur vegna spennandi verkefna hjá Breiðabliki. Hið unga lið Breiðabliks mun leika í Evrópukeppni næsta sumar þar sem liðið varð bikarmeistari í haust. það var fyrsti titill félagsins. arnar er þrjátíu og sjö ára gamall. UpprúllUn í reykjAvíkUrslAgnUm Valsmenn áttu ekki í miklum vand- ræðum með erkifjendur sína í Fram þegar liðin mættust í n1 deildinni í gær. Valsmenn höfðu sigur, 27-21, en voru hvað mest yfir með átta mörkum, 20-12, í seinni hálfleik. Leikurinn var í járnum lengi vel í fyrri hálfleik og var staðan eftir tuttugu mínútna leik, jöfn 7-7. þá gáfu Valsmenn í, voru 13-9 yfir í hálfleik, og unnu auðveldan sigur á endan- um. Valsmenn skiptu mörkunum bróðurlega á milli sín. Elvar Friðriksson, Fannar Frið- geirsson og arnór Gunnarsson skoruðu fimm mörk hver. Hjá Fram var ungur drengur, arnar Birkir Hálfdánarson, atkvæðamestur með sjö mörk. Hlynur morthens varði ellefu skot í marki Vals en magnús Gunnar Erlendsson sex skot í marki Fram. sport 16. nóvember 2009 mánUdAgUr 25 LeiðinLegur endir hjá strákunum Landsleikjaárinu hjá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu lauk á daufum nótum. Ísland þurfti að sætta sig við jafntefli gegn smáríkinu Lúxem- borg ytra og átti ekkert mikið meira skilið. Með tapi í síðustu tveimur leikjum ársins urðu tapleik- irnir fleiri en sigrarnir. Ísland lék sinn síðasta skipulagða landsleik á árinu gegn Lúxem- borg ytra á laugardaginn en ekki eru áætlaðir fleiri leikir á þessu ári. Leikurinn endaði með jafn- tefli, 1-1, í afar bragðdaufum leik þar sem fátt var um fína drætti og færi. Garðar Jóhannsson skor- aði mark Íslands en það var hans annað landsliðsmark. Það fyrra setti hann í sigri á b-liði Georgíu- manna í september. Þó íslenska liðið hafi spilað oft á tíðum mun betur en síðustu ár líta úrslitin ekki vel út á blaði. Enginn sigur vannst í undankeppni HM og tap- ið gegn ungu landsliði Færeyja í Kórnum var ákveðinn lágpunktur. Bestu úrslitin eru sigrar á Slóvakíu og Suður-Afríku. LéLegt í Lúxemborg Fyrri hálfleikur Íslands gegn Lúx- emborg var ekki til útflutnings. Lið- ið spilaði gríðarlega illa og skapaði sér ekki færi allan hálfleikinn. Og ekki var mótstaðan mikil. Lið Lúx- emborgar var engu skárra og var hreint grátlegt stundum að sjá strákana ekki nýta sér augljósa veikleika heima- manna. Frammistaða liðsins hefur ekki far- ið framhjá landsliðs- þjálfaranum, Ólafi Jóhannessyni, og má ætla að hálf- leiksræðan hafi ekki verið af ró- legri gerðinni. Til allrar ham- ingju var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálf- leik. Það var mun beitt- ara og hóf seinni hálf- leikinn með tveimur þrumuskotum á markið. Í raun bara merki um að menn væru á lífi. Mark kom svo loksins þeg- ar Garðar Jóhanns- son skallaði knöttinn í netið eftir auka- spyrnu Emils Hall- freðssonar. Eftir það fékk Garðar annað dauðafæri til að koma Íslandi yfir og einnig hefði Eiður Smári átt að gera betur þegar hann fékk fínt færi. Það var svo rétt eftir færi Eiðs að Lúxemborg jafnaði metin. Eftir fyrirgjöf heimamanna og klaufa- lega tilburði í íslenska teignum komu Lúxemborgarar knettinum í netið og þar við sat. Afar vond frammistaða heilt yfir hjá íslenska liðinu og ekki voru úrslitin skárri. Fjórir sigrar í eLLeFu Leikjum Á landsliðsárinu 2009 vann Ísland fjóra leiki af þeim ellefu sem það spilaði. Enginn leikur vannst í undankeppni HM, þar sætti liðið tapi gegn Skotlandi, Hollandi og Makedóníu en náði stigi gegn Nor- egi heima. Ís- land endaði í neðsta sæti níunda riðils undankeppn- innar. Sigrarnir fjórir sem unnust voru allir í æfingaleikjum. Fyrsti leikur ársins vannst gegn Liechtenstein á Spáni, 2-0, síðan unnust þrír æfinga- leikir í haust, gegn Slóvak- íu, 2-0, Georgíu, 3-1, og Suð- ur-Afríku, 1-0. Allir sigrarnir komu á heimavelli. Lítið er að marka sigur- inn gegn Georgíu þar sem þeir mættu ekki með b-lið- ið til leiks, heldur c-lið- ið. Inni á vellinum voru leikmenn samanlagt með sárafáa landsleiki og sum- ir hverjir voru ekki spilandi í félagsliðum. Sigrarnir gegn Slóvakíu og Suður-Afríku voru þó góðir og væntanlega ein helsta ástæða þess að ákveð- ið var að framlengja aftur við Ólaf Jóhannesson, meðal annars. Sló- vakía var þá á toppi síns riðils í undankeppni HM og endaði með því að tryggja sér farseðil á mót- ið. Þá er Suður-Afríka einnig að undirbúa sig fyrir HM sem verður í heimalandinu. Tók liðið tapinu svo illa hér heima að þjálfarinn var rekinn. Nýir LaNdsLiðsmeNN Ólafur Jóhannesson hefur verið afar duglegur að velja nýja menn í landsliðið, leikmenn sem hafa staðið sig hjá sínum félagsliðum og jafnvel hér heima. Hann hefur notað aragrúa leikmanna á árinu, þó ekki jafnmarga og í fyrra þar sem landsliðsmenn urðu fleiri en fimmtíu. Hefur Ólafur viðurkennt fúslega að stundum velji hann leikmenn sem hann hafi ekki einu sinni séð spila, þá til þess að sjá hvernig þeir standi sig með lands- liðinu og hvernig þeir passi inn í hópinn. Aron Einar Gunnarsson var uppfinning síðasta árs en á þessu ári hafa kom- ið tveir afar sterkir leik- menn inn í liðið. HK-ing- urinn Rúrik Gíslason sem leikur með OB í Danmörku og Vík- ingurinn Sölvi Geir Ottesen sem leikur með Sönd- eryskjE, einnig í Danmörku. Hafa þeir í síðustu leikjum sementað sig inn í hópinn, og jafnvel byrjunarliðið. Þar sem HM er á næsta ári verða engir alvöru landsleiki fyrr en næsta haust en KSÍ og Ólafur hafa lofað að all- ir dagar, alþjóð- legir sem ekki, verði áfram nýtt- ir í að spila eins marga landsleiki og hægt er. tómas Þór ÞórðarsoN blaðamaður skrifar: tomas@dv.is svekkjaNdi síðasti æfingaleikur ársins endaði með jafntefli gegn smáríkinu Lúxemborg. óLaFur jóhaNNessoN Landsliðsþjálfarinn getur ekki verið sáttur með úrslitin í Lúxemborg. rúrik gísLasoN Einn af nýliðunum sem hafa fengið tækifærið og staðið sig. 11. febrúar, æfingaleikur á La Manga: n Liechtenstein 0 - 2 ísland 22. mars, æfingaleikur í Kórnum (b-lið): n ísland 1 - 2 Færeyjar 1. apr, undankeppni HM á Hampden Park: n skotland 2 - 1 ísland 6. júní, undankeppni HM á Laugardalsvelli: n ísland 1 - 2 holland 10. júní, undankeppni HM á Gradski: n makedónía 2 - 0 ísland 12. ág, æfingaleikur á Laugardalsvelli: n ísland 2 - 0 slóvakía 5. sep, undankeppni HM á Laugardalsvelli: n ísland 1 - 1 Noregur 9. sep, æfingaleikur á Laugardalsvelli: n ísland 3 - 1 georgía 13. okt, æfingaleikur á Laugardalsvelli: n ísland 1 - 0 suður-afríka 10. nóv, æfingaleikur á Azadi-Stadium (b-lið): n íran 1 - 0 ísland 14. nóv, æfingaleikur á Josy Barthel: n Lúxemborg 1 - 1 ísland 4 sigrar, 2 jafntefli og 5 töp. landsleikir á árinu vAlskonUr tAplAUsAr n Valskonur hafa enn ekki tapað leik í N1 deild kvenna í handbolta en þær lögðu í gær Fylki örugglega, 28-19, á heimavelli. Fylkiskonur byrjuðu ágætlega í fyrri hálfleik og höfðu þar mest þriggja marka forskot. Valur leiddi þó í hálfleik og jók muninn jafnt og þétt í síðari hálfleik. Valur er jafn Stjörnunni á toppi deildarinnar með 12 stig en Hlíðarendastelpur eiga leik til góða. Fylkir hefur sex stig eftir sex leiki. HermAnn BráðUm klár n Hermann Hreiðarsson landsliðsfyrirliði er óðum að jafna sig af meiðslum sem hafa aftrað honum þátt- töku í ensku úrvalsdeild- inni á þessu tímabili. Hann verður væntanlega klár þegar Portsmouth mætir Stoke um næstu helgi en Portsmouth- menn vantar svo sannarlega allan þann liðstyrk sem hægt er enda liðið á botni deildarinnar. „Við erum að auka æfingaálagið og vonumst til að hann verði til í slaginn á móti Stoke um næstu helgi,“ segir knattspyrnustjórinn Paul Hart um Hermann. BBC fær fergUson AftUr n Sir Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Englandsmeistara Manchester United, neyðist væntanlega til þess að ræða við breska ríkisútvarpið, BBC, samkvæmt nýjum reglum um samskipti við fjölmiðla í ensku úrvalsdeildinni. Ferguson hefur ekki rætt við BBC í fimm ár síðan gerð var heimildarmynd um son hans, Jason Ferguson, þar sem sagt var að hann væri að nýta sér frægð föður síns til að styrkja stöðu sína sem umboðsmaður. Hann var aldrei fundinn sekur. Aðstoð- arstjóri Fergusons hvert sinn ræðir alltaf við BBC en hann sjálfur fer í viðtöl hjá MUTV og Sky. pACmAn lúBArði Cotto n Manny „Pacman“ Pacquiao undirstrikaði um helgina að hann er besti boxari heims í dag, pund fyrir pund eins og kallað er. Hann lúbarði andstæðing sinn, Miguel Cotto, í loka- lotu þeirra kappa um helgina, svo mikið að stöðva þurfti bardagann. Þetta er sjöundi heimsmeistara- titill Pacquiaos í sjö þyngdarflokk- um en hann þurfti að hækka sig nokkuð vel upp til þess að mæta Cotto. MOLAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.