Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Blaðsíða 14
14 mánudagur 16. nóvember 2009 fréttir „Þingvellir við Öxará og grenndin þar skal vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga sem þjóðgarður. [...] Hið friðlýsta land skal vera undir vernd Alþingis og ævinleg eign íslensku þjóðarinnar. Það má aldrei selja eða veðsetja.“ Þannig hljóðar bútur úr fyrstu grein laga um þjóðgarðinn á Þingvöllum. Samt var lóðum undir sumarbústaði úthlutað á tímabilinu 1930 til 1945 á Valhallarstíg, inni í sjálfum þjóðgarðinum. Margir þeirra bústaða hafa verið rifnir til að byggja nýja, glæsilegri og mun stærri bú- staði. Mun sumum finnast nafngift- in Valhallarstígur passa vel þar sem fjölmargir sumarbústaðaeigendur þar eru sterklega tengdir inn í Sjálf- stæðisflokkinn. Stærsti bústaðurinn Valhallarstígur liggur frá staðnum þar sem Valhöll var og hét og með- fram Þingvallavatni. Sumarhúsaeig- endur við stíginn hafa því stórkost- legt útsýni yfir Þingvallavatn öðrum megin og Almannagjá hinum megin við bústaðinn. Við nokkra bústaðina eru bátaskýli og stigi niður frá hús- inu að vatninu. Þetta sumarhúsaland er eitt það dýrasta á landinu og það allra vinsælasta. Tæplega tvö hundruð fermetra bústaður stendur við Valhallarstíg syðri númer fjórtán. Sá er meðal annars í eigu Guðrúnar Pétursdóttur, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, en eiginmaður hennar er Ólafur Hanni- balsson, bróðir Jóns Baldvins Hanni- balssonar, fyrrverandi utanríkisráð- herra. Bústaðinn eignaðist Guðrún í september árið 1999. Frá árinu 1998 var hún varaborgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins. Bústaður hennar er sá stærsti á stígnum samkvæmt Fast- eignaskrá ríkisins. Góðvinur Davíðs Sendiherrann fyrrverandi Sigríð- ur Ásdís Snævarr á tæplega 120 fer- metra sumarhús við Valhallarstíg syðri númer tvö. Húsið var byggt árið 2002 og er í einu orði sagt glæsi- legt. Grastorf er á þaki þess og stórir gluggar sem vísa út að vatninu. Arki- tektúr hússins er mjög í stíl við um- hverfið sem er eitt þeirra atriða sem Þingvallanefnd tekur mið af þegar bygging sumarhúsa er leyfð í þjóð- garðinum. Sigríður er eiginkona Kjart- ans Gunnarssonar, góðvinar Dav- íðs Oddssonar. Kjartan er hvað best þekktur fyrir að hafa verið fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins frá því um haustið 1980 fram í októb- er 2006 – í 26 ár. Forsetabústaður Eitt merkasta sumarhúsið á svæðinu er við Valhallarstíg nyrðri númer 7 og er nú í eigu Boga Óskars Pálsson- ar og Sólveigar Dóru Magnúsdóttur. Bogi er fyrrverandi forstjóri Toyota á Íslandi og stjórnarformaður Exista. Tvö hús eru skráð á þau hjónin, ann- að tæplega 103 fermetra og hitt tæp- lega fjörutíu fermetra. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, keypti bústað- inn af kaupsýslukonunni Sonju Zor- illu. Það var síðan Ásdís Halla Braga- dóttir sem keypti lóðina árið 2005 en hún hefur sinnt ýmsum störfum, var blaðamaður á Morgunblaðinu, framkvæmdastjóri þingflokks sjálf- stæðismanna, bæjarstjóri í Garðabæ og forstjóri Byko. Þegar Gunnar Birg- isson hvarf úr embætti bæjarstjóra í Kópavogi fyrr á árinu var Ásdís Halla orðuð við embættið en sú varð ekki raunin. Hún seldi bústað sinn við Valhallarstíg til Boga og Sólveigar árið 2006. Hálfkláraður bústaður Sama ár seldi Bogi sumarbústað sinn við Valhallarstíg nyrðri númer fimmtán til Ágústs Guðmundsson- ar, Bakkavararbróður, og konu hans, Þuríðar Reynisdóttur. Tveimur árum seinna var bústaðurinn fluttur á GT 2, einkahlutafélag þar sem Ágúst sit- ur í stjórn. Ágúst reif sumarhúsið á lóðinni sem var rúmlega fimmtíu fermetrar og hóf byggingu á rúmlega helmingi stærra, steyptu húsi. Vakti það mikla Brot úr lögum um þjóðgarðinn á þingvöllum 1. gr. Þingvellir við Öxará og grenndin þar skal vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga sem þjóðgarður. Hið friðlýsta land skal vera undir vernd Alþingis og ævinleg eign íslensku þjóðarinnar. Það má aldrei selja eða veðsetja. 5. gr. Óheimilt er að gera nokkurt jarðrask eða reisa mannvirki innan þjóð- garðsins á Þingvöllum nema að fengnu samþykki Þingvallanefndar og tekur bann þetta m.a. til húsabygginga, vegagerðar, lagningar raf- og símalína, borunar eftir vatni, töku jarðefna og vinnslu auðlinda úr jörðu og ræktunar- framkvæmda. Þingvallanefnd er heimilt að binda samþykki á framkvæmdum innan þjóðgarðsins þeim skilyrðum sem hún telur nauðsynleg vegna friðunar samkvæmt lögum þessum. 9. gr. Brot gegn ákvæðum laga þessara, reglugerða og reglna settra samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi ef sakir eru miklar. Fjölmörg sumarhús eru við Valhallarstíg í þjóðgarðinum á Þingvöllum þó að landið sé friðlýst. Sumum finnst Valhall- arstígur bera nafn með rentu þar sem margir sumarbústaða- eigendur þar tengjast Sjálfstæðisflokknum. Vinsælt er að rífa bústaði í hóflegri stærð og byggja glæsihallir á svæðinu. þjóðgarður FYrirmanna lilja Katrín GunnarSDóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is „Það má aldrei selja eða veðsetja.“ Fyrir útvalda Í lögum stendur að Þingvellir séu friðlýstur helgistaður allra Íslendinga. Það er samt ekki á færi allra að eiga þar sumarhús. Á besta stað Sumarhús Sigríðar Snævarr og Kjartans Gunnarssonar er glæsilegt og vel í stíl við umhverfið. mynD SiGtryGGur ari Ekkert til sparað Í góðærinu not- aði Ágúst þyrlu til að ferja efnivið fyrir bústað sinn á Valhallarstíg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.