Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2010, Blaðsíða 21
ÆTTFRÆÐI 15. febrúar 2010 MÁNUDAGUR 21
Margeir Pétursson
STJÓRNARFORMAÐUR MP BANKA
Margeir fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá
MH 1979, embættisprófi í lögfræði
frá HÍ 1984, öðlaðist hdl.-réttindi
1987, stundaði nám í hagfræði við HÍ
1996-99 og hlaut löggildingu í verð-
bréfamiðlun 1998.
Margeir var lögfræðingur hjá
Búnaðarbanka Íslands frá 1984 og
forstöðumaður innheimtudeildar
bankans 1985-88, stundaði atvinnu-
mennsku í skák 1989-97, lagði stund
á málflutningsstörf og stofnaði eig-
ið fjárfestingarfyrirtæki 1995. Hann
stofnaði MP Verðbréf hf, löggilt verð-
bréfafyrirtæki, 1999 og var fram-
kvæmdastjóri þess 1999-2000. Frá
árinu 2000 hefur hann verið stjórnar-
formaður fyrirtækisins, sem hét MP
Fjárfestingarbanki frá árinu 2003, en
frá 2008 nefnist það MP Banki hf. og
rekur almenna bankastarfsemi. MP
Banki hf. er með höfuðstöðvar að Ár-
múla 13a, Reykjavík, þar sem áður
voru höfuðstöðvar SPRON.
Margeir hefur komið að stofnun
og setið í stjórn fjölmargra fyrirtækja
á Íslandi og erlendis. M.a. var hann
stjórnarformaður Fjárfestingarfé-
lagsins Atorku hf. frá 2002-2004, Lífs
hf. frá 2001-2004 og í stjórn Jarðbor-
ana hf. frá 1997-2004. Frá árinu 2004
hefur Margeir ekki átt sæti í stjórnum
neinna félaga sem skráð hafa verið í
kauphöll. Frá og með árunum 2004-
5 hefur hann að mestu leyti starfað
að verkefnum í A-Evrópu auk þess
sem hann hefur gegnt stjórnarfor-
mennsku í MP Banka hf. Hann hefur
átt sæti í stjórn Bank Lviv í Úkraínu
frá árinu 2007.
Margeir hefur gegnt trúnaðar-
störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, var
formaður Varðar - fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík 2000-
2005 og sat í miðstjórn flokksins á
sama tíma. Hann var varaforseti
Skáksambands Íslands 1992-96.
Margeir varð alþjóðlegur skák-
meistari 1978, stórmeistari í skák
1986, Íslandsmeistari í skák 1986
og 1987, skákmeistari Norðurlanda
1987, hefur sigrað á fjölda alþjóða-
móta, þ.á m. í Hastings á Englandi
1986, Lugano í Sviss 1989, og St.
Martin í Vestur Indíum 1991. Hann
tefldi fyrir Íslands hönd á öllum Ól-
ympíumótum í skák á árunum 1976-
96.
Margeir sá um skákþætti i Morg-
unblaðið á árunum 1976-2000, er
höfundur bókarinnar Kings Indian
Defence, Averbakh Variation, útg. af
Cadogan í London 1996, og hefur rit-
að fjölda greina í innlend og erlend
skáktímarit. Þá hefur hann skrifað
fjölda greina um efnahagsmál og
fjárfestingar i Morgunblaðið, í tíma-
rit og á vefsíður.
Fjölskylda
Margeir kvæntist 25.8. 1984 Sigríði
Indriðadóttur, f. 13.2. 1956, kennara.
Hún er dóttir Indriða Pálssonar, f.
15.12. 1927, fyrrv. forstjóra, og Elísa-
betar Hermannsdóttur, f. 16.6. 1928,
húsmóður.
Dóttir Margeirs og Sigriðar er
Elísabet Margeirsdóttir, lífefnafræð-
ingur, f. 31.1. 1985. Hún er í sambúð
með Skúla Hrafni Harðarsyni, hag-
fræðingi.
Systkini Margeirs eru Sigríður
Pétursdóttir, f. 2.10. 1953, kennari,
gift sr. Hreini Hákonarsyni; Harald-
ur Pétursson, f. 14.1. 1955, d. 2.12.
1972; Vigdís Pétursdóttir, f. 22.3.
1962, læknir, gift Ævari Aðalsteins-
syni múrara.
Foreldrar Margeirs: Pétur Har-
aldsson, f. 3.7. 1925, d. 28.7. 1993,
kaupmaður í Reykjavík, og Halldóra
Hermannsdóttir, f. 23.2. 1929, hús-
freyja og kaupkona.
Ætt
Pétur var sonur Haraldar Axels, b. i
Borgarholti og fræðimanns og hús-
varðar við Safnahúsið í Reykjavik,
hálfbróður Péturs útvarpsþular, föð-
ur Ragnheiðar Ástu útvarpsþular,
móður Eyþórs Gunnarssonar tón-
listarmanns. Haraldur Axel var auk
þess hálfbróðir Jóns Axels, banka-
stjóra Landsbankans, og Tryggva,
bankastjóra í Hveragerði. Haraldur
Axel var sonur Péturs, skólastjóra
á Stokkseyri Guðmundssonar, b. í
Langholtsparti í Flóa Sigurðssonar,
bróður Guðlaugar, móður Sigurðar
regluboða, föður Sigurgeirs biskups,
föður Péturs biskups. Móðir Harald-
ar Axels var Ólöf Jónsdóttir, b. á Upp-
sölum í Flóa Guðmundssonar, og
Guðfinnu Erlendsdóttur, b. í Holti á
Álftanesi Jónssonar, og Þóru Rafns-
dóttur, b. á Læk í Hraungerðishreppi
Fjalla-Eyvindssonar Jónssonar.
Móðir Péturs var Margrét Þor-
móðsdóttir, b. í Holtakotum í Bisk-
upstungum Þormóðssonar, b. þar
Magnússonar. Móðir Margrétar var
Vigdís Björnsdóttir, b. í Galtalæk í
Biskupstungum Björnssonar.
Halldóra er dóttir Hermanns, bif-
reiðarstjóra og bæjarfulltrúa á Siglu-
firði Einarssonar, b.á Lambanes-
reykjum í Fljótum Hermannssonar.
Móðir Hermanns var Kristín Gísla-
dóttir.
Móðir Halldóru var Anna Sigrið-
ur, formaður verkakvennafélagsins
Brynju á Siglufirði Þorleifsdóttir, b.
í Siglunesi Þorleifssonar, b. þar Þor-
leifssonar. Móðir Önnu Sigríðar var
Valgerður Kristjánsdóttir, skipstjóra
í Dalbæ Björnssonar, og Guðnýjar
Pálsdóttur, útgerðarmanns í Dalbæ
Þorvaldssonar.
30 ÁRA
n Sigursveinn Már Sigurðsson Reynivöllum 5b,
Selfossi
n Daníel Páll Víkingsson Aðalgötu 30, Ólafsfirði
n Hulda Jóhannsdóttir Keilusíðu 9i, Akureyri
n Guðni Gestur Pálmason Kjarrmóa 11, Selfossi
n Kristín Ósk Halldórsdóttir Grenigrund 24, Akranesi
n Sveinn Haraldsson Lokastíg 2, Dalvík
n Hjördís Sigurbjartsdóttir Hafravöllum 14,
Hafnarfirði
n Efemia Rún Sigurbjörnsdóttir Brennihlíð 4,
Sauðárkróki
n Rakel Ósk Eiríksdóttir Heiðarbraut 5d, Reykjanesbæ
40 ÁRA
n Lilja Georgsdóttir Seftjörn 6, Selfossi
n Stefán Benedikt Gunnarsson Dalhúsum 17,
Reykjavík
n Birgitta María Birgisdóttir Vörðugili 3, Akureyri
n Rafn Ingi Rafnsson Raftahlíð 14, Sauðárkróki
n Sonja Kristín Sverrisdóttir Faxabraut 61, Reykja-
nesbæ
n Sævar Guðjónsson Strandgötu 120, Eskifirði
50 ÁRA
n Jonathan James Cutress Heiðargarði 6, Reykja-
nesbæ
n Wieslaw Tomasz Mazur Ásaskóla, Selfossi
n Gréta Lind Sigurðardóttir Andrésbrunni 3,
Reykjavík
n Páll Sigvaldason Lagarfelli 11, Egilsstöðum
n Guðni Þórólfsson Heiðarlundi 4a, Akureyri
n Jóna Kristín Freysteinsdóttir Hlíðartúni 3, Höfn
í Hornafirði
n Steinþóra Þorsteinsdóttir Furuvöllum 32,
Hafnarfirði
n Ragnheiður Benjamínsdóttir Norðurbakka 11c,
Hafnarfirði
n Guðbjörg Lilja Hjartardóttir Drápuhlíð 47,
Reykjavík
n Birgir Ólafsson Melhaga 20, Reykjavík
n Eiríkur Benediktsson Selsvöllum 3, Grindavík
60 ÁRA
n Svandís Ingibjartsdóttir Hólabergi 20, Reykjavík
n Jóhann Sverrisson Einholti 16g, Akureyri
n Ármann Björnsson Hringbraut 1, Hafnarfirði
n Ingimundur Hilmarsson Heiðarendi 8h, Reykja-
nesbæ
n Sigurður Sæmundsson Skeiðvöllum, Hellu
n Rósmundur Matthías Guðnason Klettási 5a,
Garðabæ
n Þórunn Kristjónsdóttir Reynimel 65, Reykjavík
n Ásthildur Hilmarsdóttir Veghúsum 31, Reykjavík
n Svanur Halldórsson Bæjartúni 19, Kópavogi
75 ÁRA
n Óskar Karlsson Reykjanesi, Selfossi
n Vigdís Elín Ágústsdóttir Efstasundi 34, Reykjavík
n Benedikt Vilhjálmsson Laugavegi 141, Reykjavík
n Vigdís Daníelsdóttir Ásbraut 19, Kópavogi
80 ÁRA
n Jóhanna I Birnir Kóngsbakka 2, Reykjavík
85 ÁRA
n Jóhannes Sævar Magnússon Suðurvangi 23b,
Hafnarfirði
90 ÁRA
n Björg Sigurðardóttir Hrísmóum 1, Garðabæ
50 ÁRA Í DAG
30 ÁRA
Natalía Lea Georgsdóttir Básbryggju 2, Reykjavík
Valeria De Souza Coelho Bræðraborgarstíg 30,
Reykjavík
Jónas Haraldsson Vallarbraut 7, Seltjarnarnesi
Kristín Laufey Steinadóttir Þrastarási 18, Hafnarfirði
Bjarki Þór Pétursson Vesturgötu 158, Akranesi
Ingunn Hallgrímsdóttir Klapparstíg 9, Hvammstanga
Katarzyna Sweda Wantulok Furugrund 58, Kópavogi
Piotr Karol Ruszel Hafnargötu 32, Reykjanesbæ
Edyta Rogowska Kleppsvegi 138, Reykjavík
Lanlan Pan Skipholti 20, Reykjavík
40 ÁRA
Elena Guijarro Garcia Baldursgötu 11, Reykjavík
Daniel Kwiecien Orrahólum 5, Reykjavík
Jon-Carlos Mayes Vesturgötu 53b, Reykjavík
Ingibjörg Valsdóttir Skeljatanga 18, Mosfellsbæ
Þröstur Jónsson Jórsölum 10, Kópavogi
William Howard Clark Naustabryggju 12, Reykjavík
Berglind Þórisdóttir Gullteigi 4, Reykjavík
Birna Mjöll Sigurðardóttir Grundartanga 10, Mos-
fellsbæ
Jón Egill Jóhannsson Skerðingsstöðum, Búðardal
Jón Garðar Jónsson Suðurbraut 6, Hafnarfirði
Logi Óttarsson Furulundi 10s, Akureyri
Sigurður Haukur Olavsson Skeljatanga 40, Mosfellsbæ
50 ÁRA
Brynjar Jónsson Kálfhólum 13, Selfossi
Esther Eygló Ingibergsdóttir Suðurvangi 19a,
Hafnarfirði
Margrét Kristín Sigurðardóttir Skipastíg 20,
Grindavík
Ana Maria De Souza E. Furtado Njálsgötu 4b,
Reykjavík
Guðgeir Gunnarsson Klausturhólum, Selfossi
Ari Guðni Hannesson Hólabrekku, Höfn í Hornafirði
Hafsteinn Jónsson Lambhaga 34, Selfossi
Gunnar Hrafn Jónsson Læk, Selfossi
60 ÁRA
Páll Hjaltason Lindasmára 28, Kópavogi
Margrét Hjaltadóttir Þórustöðum 6, Akureyri
Jörundur Hilmar Ragnarsson Furuvöllum 5, Egils-
stöðum
Þorsteinn Kjartansson Klukkuholti 22, Álftanesi
Sveinbjörn Ragnarsson Holtastíg 4, Bolungarvík
Sigurður Hafsteinn Pálsson Hléskógum 21, Egils-
stöðum
Kristján E Kristjánsson Hlíðarhjalla 40, Kópavogi
Viðar Eiríksson Túngötu 18, Húsavík
Kolbrún Karlsdóttir Aflagranda 27, Reykjavík
Þorgils Þorgilsson Skipalóni 4, Hafnarfirði
70 ÁRA
Sigríður Sigurðardóttir Hraunbæ 178, Reykjavík
Þorkell Kjartansson Presthúsabraut 30, Akranesi
Elín Guðrún Þorsteinsdóttir Baldursgötu 12, Reykja-
nesbæ
75 ÁRA
Hólmfríður Guðrún Sveinsdóttir Sléttuvegi 19,
Reykjavík
Albert Halldórsson Gilsbakka 22, Hvolsvelli
Kolbrún Sjöfn Árnadóttir Deildartungu 2, Reykholt
í Borgarfirði
Ingibjörg Guðmundsdóttir Hvassaleiti 56, Reykjavík
80 ÁRA
Aðalheiður Aðalsteinsdóttir Mýrargötu 18, Nes-
kaupstað
Geir Örn Ingimarsson Tjarnartúni 1, Akureyri
90 ÁRA
Gunnar Hjálmtýsson Hringbraut 50, Reykjavík
TIL HAMINGJU INGJU
AFMÆLI 15. FEBRÚAR
TIL HAMINGJU
AFMÆLI 16. FEBRÚAR
Bolludagsafmæli Elísabetar:
„NÚ ERTU SEXTÁN...“
Elísabet Guðrúnardóttir, tveggja
barna móðir á Álftanesinu, sem er
þrítug í dag, ætlar að eyða deginum
með börnunum sínum, Guðrúnu
Erlu Guðmundsdóttur sem er fimm
ára, og Hilmi Snæ Guðmundssyni
sem er fjögurra ára. Hún er harð-
ákveðin í því að vera ekki að eyða
í veisluföng og vinafagnað enda
segist hún eiga svo fjölmennan og
ósamstæðan vinahóp að það sé ekki
til neins að reyna að hóa honum
saman.
Þar með er þó ekki sagt að ekkert
verði gert í tilefni dagsins: „Afmæl-
ið mitt ber upp á bolludag – einn af-
mælisdaginn enn. Ég vakna því lík-
lega upp við það að börnin „bolla“
mig. Þá er nú eins gott að vera bú-
inn að birgja sig upp af bollum af öllu
tagi. Svo baka ég köku í tilefni dags-
ins, líklega peruköku sem er í uppá-
haldi á þessum bæ. Að öðru leyti
vonast ég svo bara eftir fallegum og
sókríkum degi og ætla að hafa það
náðugt með blessuðum börnunum.“
Ber afmælið þitt oft upp á bollu-
dag?
„Ó já. Minningar mínar um af-
mælið eru yfirleitt tengdar bollum
og bolluáti. Eftirminnilegasta afmæl-
ið er þó líklega frá því ég varð sextán
ára. Mamma hafði keypt handa mér
sextán rauðar rósir og þegar ég kom
heim úr skólanum hljómaði lagið
Sextán týrur, með Engilbert Jensen,
sem kom út 1992. Mig minnir að lag-
ið byrji svona: „Nú ertu sextán...“
Þetta kom mér algjörlega í opna
skjöldu. Furðulegt hvernig dægurlag,
texti og rauðar rósir geta í réttu sam-
hengi, myndað ógleymanlega minn-
ingu.“
Hafðu samband
í síma 515-5555
eða sendu tölvupóst
á askrift@dv.is
- inn í hlýjuna
Fáðu DV heim
í áskrift
SÍMINN ER
Hafðu samband
í síma 515-5555
eða sendu tölvupóst
á askrift@dv.is
- inn í hlýjuna
Fáðu DV heim
í áskrift