Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Side 32
32 föstudagur 28. maí 2010
X-B
Framsóknarflokkurinn
X-D
Sjálfstæðisflokkurinn
X-E
Reykjavíkurframboðið
X-F
Frjálslyndi flokkurinn
Kosningaloforð floKKanna
atvinnumál
Búa til störf með því að stórauka viðhald bygginga,
efla ferðamannaborgina og ráðast í atvinnuátaks-
verkefni fyrir mismunandi aldurshópa.
Endurvekja Aflvaka, skoða sóknarfæri
og setja á stofn frumkvöðlasetur
unga fólksins með áherslu á
ferðaþjónustu, innlendan iðnað og
tækninýjungar.
Hvetja til atvinnusköpunar. Nýta tækifæri í ferðaþjónust-
unni. Uppbygging menningarviðburða. Nýsköpun og
metnaðarfullt lista- og menningarlíf. Nýsköpunarverkefni
námsmanna. Auka þjónustu við fyrirtæki og frumkvöðla í
borginni. Auka samvinnu og tengsl stofnana, grasrót-
arverkefna og einkaaðila, erlendra sem innlendra. Auka
mannlíf og efla verslun og þjónustu. Uppbygging og
varðveisla menningarminja. Framkvæma eins og staða
borgarsjóðs leyfir.
Ráðast gegn atvinnuleysi með nýsköpun,
auknum framkvæmdum og viðhalds-
störfum. Skapa þannig störf fyrir
iðnaðarmenn og menntafólk. Með
þessu fylgja sjálfvirkt tengdar greinar í
verslun og allri annarri þjónustu.
Efla sjávarútveg í borginni, auka iðnaðarfram-
leiðslu og hlúa að ferðamannaiðnaði. Skapa
atvinnusetur fyrir sprotafyrirtæki þar sem
Orkuveita Reykjavíkur útvegar ódýrt rafmagn
og internet. Auk samstarf borgarinnar við
háskólana með þróun og notkun rafbíla.
Tryggja viðeigandi búsetuúrræði fyrir heimilislausa.
Hvetja til stofnunar húsnæðissamvinnufélaga og skapa
fjölbreyttara búsetumynstur í borginni.
Huga sérstaklega að félagslegu húsnæði. Nýta eignir borgarinnar.
Húsnæðismál
Efnahagsmál
Gæta aðhalds og auka hagkvæmni. Hækka hvorki
skatta né gjaldskrár grunnþjónustu umfram verðlag.
Forgangsraða í þágu velferðarþjónustu, barna, aldraðra
og annarra viðkvæmra hópa.
Tryggja afkomu þeirra sem þurfa á aðstoð borgarinnar
að halda. Halda álögum á almenning í lágmarki og gjald-
skrám fyrir grunnþjónustu með þeim lægstu á landinu.
Skattar og gjöld á fyrirtæki verða ekki hækkuð.
Stunda ábyrga fjármálastjórn. Verja grunnþjónustuna og
velferðarþjónustuna.
Bakfæra niðurskurð í grunnþjónustu, velferðarkerfi og
framkvæmdum. Borgin fái 7 milljarða á ári næstu 4 árin
í aukið ráðstöfunarfé með nýtingu eigna í Vatnsmýrinni.
Þetta er um 12% aukning á ráðstöfunarfé í reikningum
borgarinnar á árinu 2009. Engin lántaka. Engar skatta-
hækkanir. Engin ný gjöld.
Sameining sveitarfélaga. Spara fé með
samstarfi. Draga úr yfirbyggingu. Bæta rekstur
borgarinnar. Gera ábyrgð stjórnenda skýrari
og tengingu útsvars. Fjárframlög til stofnana
og fyrirtækja verði í samræmi við settan
ramma. Hvert hverfi fái fast hlutfall útsvars
íbúa sinna. Lág þjónustugjöld fyrir börn,
unglinga, aldraða og öryrkja.
Eldri borgarar
og fatlaðir
Tryggja öldruðum fjölbreytta þjónustu og
gera þeim kleift að búa sem lengst á
heimili sínu. Efla þjónustumiðstöðvar.
Byggja fleiri þjónustu- og öryggisíbúðir. Auka þátt-
töku aldraðra í samfélaginu. Aldraðir komi sjálfir að
ákvarðanatöku. Móta stefnu í atvinnumálum fatlaðra
og móttöku fatlaðra starfsmanna hjá borginni. Koma
upp viðmóti fyrir bæði heyrnarlausa og sjónskertra á
heimasíðu borgarinnar. Tryggja að börn með sérþarfir fái
markvissa þjálfun og stuðning. Bjóða upp á fleiri valkosti
fyrir einhverf börn skólum.
Áhersla á aðgengi fyrir fatlaða í hönnun
mannvirkja. Tryggja framboð á hentugu
húsnæði fyrir aldraða og öryrkja. Nýta autt
húsnæði fyrir þá. Fjölga hjúkrunarrýmum
og stytta biðlista. Efla heimaþjónustu. Fjölga
atvinnuúrræðum fyrir öryrkja og eldri borgara.
Jafnrétti karla og kvenna verði að fullu tryggt, bæði hvað
varðar störf, laun og þátttöku í félagsstörfum. Vinna að
jafnrétti á öllum sviðum.
Jafnréttismál
Inn flytjenda mál
X-B: Bjóða upp á persónuleg viðtöl
á þjónustumiðstöðvum. Auka
íslenskukennslu sem annað mál í
skólakerfinu.
Efla farteymi kennara með það að marki að mæta þörfum
barna af erlendum uppruna og gera þeim kleift að ganga
í sinn hverfisskóla. Vera fjölmenningarsamfélag.
Tryggja félagslegt jafnrétti og íslenskukennslu.
Upplýsa innflytjendur um réttindi sín og
skyldur. Þýða upplýsingavefi borgarinnar á
öll helstu tungumál hennar. Halda fjölmenn-
ingarhátíð.
fjölskyldumál
Stytta biðlista á leikskóla með því að innleiða hverfafor-
gang að hluta og auka samvinnu milli allra skólastiga.
Gefa hafragraut og lýsi í skólum á morgnana. Auka að-
gengi að mataraðstoð. Hækka frístundakortið í 40.000 kr.
fyrir lok kjörtímabilsins. Auka samþættingu frístundastarfs
og skóla. Styrkja foreldra enn frekar í uppeldishlutverki
sínu og auka foreldrasamstarf. Bæta aðstöðu til hjólreiða,
hestamennsku, sjósunds, gönguferða og auka möguleika
á skíðaiðkun með snjóframleiðslu. Hvetja íþróttafélög til
þess að opna dyrnar fyrir þeim sem ekki stefna á afrek
í keppnisíþróttum. Efla félagslegt stuðningskerfi við
aldraða, atvinnulausa og þá hópa sem minna mega sín.
Auka öryggi barna enn frekar og standa fyrir fræðsluátaki
gegn ofbeldi og kynferðisbrotum á börnum. Styrkja
Barnavernd Reykjavíkur. Styrkja og efla löggæslu og
nágrannavörslu og gera hana sýnilegri. Skapa börnum og
ungmennum tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós. Gera
börnum og unglingum kleift að stunda áhugamál sín óháð
efnahag. Efla starfsemi samtaka sem sinna tómstundum
borgarbúa. Styðja grasrótarstarf íþróttafélaganna. Byggja
battavelli við alla grunnskóla borgarinnar, auk körfubolta-
og leikjaaðstöðu. Markviss skilaboð um heilbrigða og holla
lífshætti verði fastur og órjúfanlegur hlut af öllu íþrótta- og
tómstundastarfi. Samþætta starfsdaga leik- og grunnskóla.
Verja velferðarkerfið. Leikskólar taki mið af óskum foreldra varðandi
sumarleyfi. Sýnilegri löggæsla í hverfum og
á götum borgarinnar. Reykjavíkurborg sjái
um löggæslu innan borgarmarkanna og
skipuleggi starf borgarlögreglu, jafnvel í sam-
vinnu við hverfastjórnir. Draga úr veggjakroti.
Íþrótta- og leiksvæði í almenningsgarða. Betri
aðstaða fyrir almennings- og jaðaríþróttir.
samgöngumál
Krefjast þess að Reykjarvíkurborg fái sanngjarnan hlut
í uppbyggingu vegakerfis í landinu. Leggja áherslu
á hóflegan umferðarhraða í hverfum. Bæta þjónustu
strætó.
Lækka umferðarhraða í íbúðahverfum borgarinnar. Draga
úr umferðarslysum um 25%. Bæta leiðakerfi strætó í
úthverfum borgarinnar (Grafarholti, Grafarvogi, Árbæ og
Norðlingaholti). Bæta biðskýli strætó og gönguleiðir að
og frá þeim. Leggja hjólastíganet um borgina; fimmföld-
un stíga næstu fimm ár, tíföldun á tíu árum.
Bæta samgöngukerfið og útrýma slysagildrum. Loka fyrir vinstri beygjur á ákveðnum gatna-
mótum eða leyfa hægri beygju á rauðu ljósi.
Bæta almenningssamgöngur þvert á úthverfi
borgarinnar og færa umferð frá miðborg. Börn
og námsmenn geti ferðast frítt haustið 2010.
Bjóða síðar í samstarfi við ríkisstjórn á meðan
kreppan varir. Endurbætur á leiðarkerfi strætó.
Upplýstir göngu- og hjólreiðastígar.
umhverfismál
Vinna heildarskipulag fyrir vatna-
svið Elliðaánna og Úlfarsár. Auka
flokkun á sorpi og meðhöndla úrgang
betur. Bæta framboð umhverfisvænna
orkugjafa.
Auka sjálfbærni hverfa með öruggum
göngu- og hjólaleiðum, betri útivist-
arsvæðum og minni bílaumferð inni í
hverfunum. Auka loftgæði í borginni
með því að minnka svifryk. Auðvelda
fólki flokkun og endurvinnslu á sorpi.
Auka umhverfisfræðslu. Vernda strandlengjuna.
Hampa Esju, mýrarfláka og fjörum við Geld-
inganes. Gæta varúðar varðandi framkvæmdir í
Elliðaárdal. Auka möguleika fólks á sorpflokkun
við heimilin. Íbúar geti fargað sorpi gjaldfrjálst.
Áhersla á sjálfbæra orkugjafa.
Fegra öll hverfi borgarinnar og byrja á Breiðholti og Mið-
bænum. Þétta byggð án þess að ganga á græn svæði. Gefa
áhugahópum kost á að taka svæði í borgarlandinu í fóstur.
Fjölga vistgötum. Skipuleggja íbúðarhverfi á Valssvæðinu
með yfirsýn yfir leikvellina. Gera leikjastefnu með íbúum í
hverju hverfi. Endurnýja opin svæði í borginni. Gera áætlun
um lagningu Sundabrautar og stokks á Miklubraut. Nýtt
skipulag vísinda- og stúdentagarða. Skipulag Vatnsmýrarinn-
ar byggist á vinningstillögunni. Skipuleggja nýtt iðnaðar- og
hafnarsvæði á Álfsnesi. Endurskipuleggja atvinnusvæði
á Höfðanum og í Vogunum. Blönduð byggð. Endurskoða
skipulag Skeifunnar.
Þétta byggð. Ljúka endurskoðun á aðal-
skipulagi Reykjavíkur með miðborgar-
byggð í Vatnsmýri árið 2010.
Stuðla að sjálfbærri þróun. Færa áherslur í
atvinnulífi í austurátt og styrkja samgöngur
þangað. Þétta byggð í Mið- og Vesturborg. Efla líf
í Hljómskálagarði. Hafna 20.000 manna byggð í
VatnsmýrI eða Örfirisey. Háskóla- og vísindaþorp
í Vatnsmýri. Flugvöllur í Vatnsmýri í þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Færa líf í hafnirnar. Verndun
sögulegra minja. Varðveita eldri götumyndir eins
og Laugaveginn.
skipulagsmál
Lýðræði
Styrkja íbúalýðræði og auka áhrif hverfisráða í stjórnsýsl-
unni. Undirskriftir 5% Reykvíkinga á öllum aldri geti komið
máli á dagskrá borgarstjórnar.
Vinnubrögð samráðs og samstarfs á öllum sviðum. Auka
upplýsingamiðlun um rekstur borgarinnar með opna
stjórnsýslu og gegnsæi að leiðarljósi. Skapa vettvang innan
borgarkerfisins þar sem unnið verður úr eineltismálum.
Hverfaráð fái völd og aukin fjárráð til staðbundinna verkefna.
Færa völdin frá bákninu til fólksins. Hverfaráð kosin af íbúum
taki ákvarðanir um innri framkvæmdir og skipulagsmálefni.
Tíu prósent einstaklinga geti farið fram á kosn-
ingar um ákveðin mál. Fjórðungur kosningabærra
íbúa borgarinnar geti farið fram á nýjar borgar-
stjórnarkosningar. Takmarka samfelldan tíma sem
borgarfulltrúar geta setið í þrjú kjörtímabil. Kjósa í
hverfaráð á tveggja ára fresti.
Neytendamál
Menntamál
Sveigjanlegri orkusölusamningar fyrir
umhverfisvæn fyrirtæki sem skapa mörg
störf.
Halda Orkuveitu og Landsvirkjun í almannaeigu.
Óháð rannsóknarnefnd rannsaki störf stjórnenda
Orkuveitu Reykjavíkur vegna orðróms um slæma
stjórnsýslu þar.
Tryggja að kennsla í grunnskólum skerðist ekki og
nemendur bæti sig á alþjóðlegan mælikvarða. Útrýma
ólæsi í borginni. Standa vörð um sérkennslu. Tryggja rétt
leikskólabarna til náms og leiks í leikskólum.
Auka árangur og gæði með mælanlegum markmiðum.
Styrkja sérkennslu. Þróa verkefnið Listfræðsla í skólum. Kynna
fyrir nemendum, iðn- og tækninám. Auka samskipti heimili
og skóla. Samþætta skóla- og frístundastarf. Betri frístunda-
heimili og fjölbreytt tómstundastarf. Fjölga útikennslustofum
og auka samstarf milli leik- og grunnskóla um stofurnar.
Heilsuátak í skólum. Betri skólamáltíðir. Efla forvarnir. Fjölga
fagfólki í leikskólum. Bæta fræðslu fyrir dagforeldra.
Klára Sæmundarskóla og Norðlingaskóla. Tryggja öllum börnum frá 18 mánaða aldri leik-
skólapláss og systkinum aðgang að sama leikskóla.
Yngri börn fái vistun hjá dagforeldrum á sama verði.
Gera dagforeldra að hluta af leikskólasviði. Gera
grunnskólum óheimilt að innheimta skólagjöld. Auka
námsráðgjöf. Kenna lýðræði, trúarbrögð og tjáningu.
Skylda grunnskóla til að hafa og framfylgja eineltisá-
ætlun. Heildagsskóli með gjaldfrjálsum máltíðum.
KOSNINGAR2010