Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Side 8
8 föstudagur 28. maí 2010 fréttir
fullt starf?
n Ábyrgð borgarfulltrúanna 15 í
höfuðborginni er mikil og hafa þeir
stundum lýst
því sjálfir hversu
langur vinnudag-
ur þeirra getur
verið. Enda er
borgarfulltrúa-
starfið talið fullt
starf. Einar Örn
Benediktsson,
framkvæmda-
stjóri og tónlistarmaður með meiru,
skipar annað sæti Besta listans í
Reykjavík. Hann var spurður að því á
förnum vegi hvort hann væri farinn
að búa sig undir nýtt starf eftir borg-
arstjórnarkosningarnar um helgina.
Hann yrði jú að fórna öðrum verkum.
Einar Örn svaraði um hæl að hann
hefði ekki miklar áhyggjur. Hann
væri búinn að láta kanna málið og
niðurstaðan væri að starf borgarfull-
trúa væri um það bil 40 prósenta starf.
augljósa skýringin
n Gísli Marteinn Baldursson, sem er
fimmti maður á framboðslista Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík, birti fyrir
fáeinum dögum
upplýsingar um
hvaðan honum
bárust styrkir í
prófkjörum og
kosningabaráttu
árin 2005 til 2007.
Ýmsir hafa velt
því fyrir sér hvers
vegna hann dró
á langinn að birta upplýsingarnar.
Nokkrir hugsuðir og stjórnmála-
skýrendur benda þó á skýringu sem
kann að vera nærtæk. Hún er sú að
það hafi vafist fyrir Gísla Marteini
að birta upplýsingar um styrki frá
Vestmannaeyjaveldi Guðbjargar
Matthíasdóttur og öðrum mönnum
handgengnum Davíð Oddssyni á
sama tíma og ljóst var að hann hafði
þegið styrki frá erkióvinunum, Baugi,
FL- Group og Kaupþingi.
öðruvísi
mér áður brá
n Í sveitarstjórnarkosningunum
fyrir fjórum árum hömpuðu
sjálfstæðismenn í Garðabæ upp-
rennandi foringjaefni sínu Bjarna
Benediktssyni. Faðir hans, Benedikt
Sveinsson, hafði lengi verið meðal
helstu flokksbrodda í Garðabæ og
Engeyjarættin öll frekar vel kynnt
þar. Nú bregður hins vegar svo við að
í kosningagögnum fer lítið sem ekki
neitt fyrir Bjarna þó svo að spár og
vonir margra heimamanna hafi ræst
um að hann yrði einhvern tíma for-
maður flokksins. Þar að auki gengur
flokkurinn nú klofinn til kosning-
anna í bæjarfélaginu um helgina og
hefur stöku bloggari lýst þungum
áhyggjum af framtíð formannsins fari
illa fyrir flokknum í heimabyggð.
sandkorn
RáðheRRaR deila um
stóRiðju við húsavík
Vinstri-grænum hugnast ekki að ráðist verði í uppbyggingu stóriðju á Bakka við Húsa-
vík. Hún kemur engu að síður best út úr frumathugun verkefnisstjórnar um orkunýt-
ingu í Þingeyjarsýslum. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra vill að orkan sé nýtt til
þess að skapa sem flest störf og skapa sem mest verðmæti.
Vinstri-græn eru ósammála mati
verkefnisstjórnar um orkunýtingu í
Þingeyjarsýslum sem Katrín Júlíus-
dóttir iðnaðarráðherra skipaði í okt-
óber á síðasta ári. Verkefnisstjórnin
kynnti stöðu orkurannsókna og hugs-
anlega orkukaupendur á fjölmennum
fundi á Húsavík á þriðjudag. Þar skipti
hún upp fyrirtækjunum í þrjá flokka.
Þau sem voru í efsta flokki voru talin
raunhæfust og áhugaverðust út frá
fjármögnun og tæknistigi. Aðeins tvö
verkefni heyrðu undir þann hluta. Ál-
vinnslur Alcoa og kínverska álfram-
leiðandans Bosai Mineral Group.
Samkvæmt heimildum DV taldi verk-
efnisstjórnin ekki hagkvæmt að ráð-
ast í verkefni sem hefði orkuþörf und-
ir 250 MW vegna raforkuflutninga og
tengdra fjárfestinga. Samkvæmt áliti
verkefnisstjórnarinnar er talið víst að
tryggja megi allt að 440 MW á svæð-
inu miðað við núverandi forsendur.
Til stóð að viðræður hæfust við
áhugaverða orkukaupendur strax og
mat verkefnisstjórnarinnar lægi fyr-
ir. Heimildir DV herma að þau áform
geti nú verið í uppnámi vegna þess að
vinstri-græn vilja frekar horfa til ann-
arra kosta en álvera. Þar skipti höf-
uðmáli að skoða þá kosti frekar sem
heyra undir annan eða þriðja efnis-
flokk verkefnisstjórnarinnar. Þar eru
meðal annars hugmyndir um gagna-
ver og fyrirtæki sem hafi lýst yfir
áhuga sínum á að koma inn í rann-
sóknir og uppbyggingu háhitavirkj-
ana sem nýta megi til efna- og elds-
neytisframleiðslu.
Tugir aðila sýnt áhuga
Reinhard Reynisson,
framkvæmdastjóri At-
vinnuþróunarfélags
Þingeyinga, segir
tugi aðila hafa sýnt
orkunni í Þingeyj-
arsýslum áhuga frá
því rannsóknir hóf-
ust á nýtingu hennar.
Þar megi nefna papp-
írsverksmiðju,
pólýólverk-
smiðju,
eldsneyt-
is- og
efna-
fram-
leiðslu, álfyrirtæki, vinnslu glúkósam-
íns og timburþurrkun sem dæmi.
Hann segir að staða verkefnisins
hafi breyst mikið síðustu misseri þar
sem iðnframleiðslufyrirtæki hafi sýnt
grænni orku áuga eins og vatnsafli og
jarðvarma sem hluta af þeirra fram-
leiðsluferli. Hingað til hafi álfyrirtæki
aftur á móti sýnt mestan áhuga á at-
vinnuuppbyggingu á svæðinu.
Gunnlaugur Stefánsson, forseti
sveitarstjórnar Norðurþings,
er mjög ósáttur við þau
svör sem iðnaðarráðherra
gaf gestum á kynningar-
fundinum á Húsavík. Þar
hafnaði iðnaðarráðherra
því að hann legðist gegn
uppbyggingu álvinnslu
á Húsavík en ríkisstjórn-
in tali tveimur tungum í
málinu.
Gunnlaugur segir
álit verkefnisstjórnar-
innar staðfesta að
óþarfi sé að skoða
aðra kosti svo
nákvæmlega.
Raunhæf-
ustu kostirn-
ir liggi fyrir.
Alcoa hafi
lagt mikla
fjármuni í
rannsóknir
á kostum og
göllum upp-
byggingar
stóriðju
á Bakka við Húsavík. Gunnlaugi
finnst miður ef verkefninu og ákvörð-
un um orkusölu verði frestað frekar
vegna þessa. „Við erum þeirrar skoð-
unar að ekkert dugi nema öflugar
aðgerðir í byggðamálum. Hér hefur
grunnskólabörnum fækkað um 140
á tíu árum. Þetta er ógnvænleg þró-
un sem stjórnvöld vilja ekki horfast í
augu við,“ segir Gunnlaugur.
Vilja aðra kosti frekar
Þeir aðilar vinstri-grænna sem DV
hefur rætt við vegna málsins eru ekki
sammála mati verkefnisstjórnarinn-
ar um að hagkvæmast sé að finna
stórkaupanda að orkunni á svæðinu.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráð-
herra segir heppilegra ef aðrir kostir á
atvinnuuppbyggingu á svæðinu verði
skoðaðir nánar. Hún telur þjóðhags-
lega óhagkvæmt ef öll orkan verður
seld einum aðila. Steingrímur J. Sig-
fússon fjármálaráðherra tekur í sama
streng. Hann telur að sala til margra
smærri aðila geti skilað sér í hærra
raforkuverði þegar á heildina er litið.
Vill myndarlega
atvinnuuppbyggingu
Katrín bendir á að verkefnisstjórnin
sé enn að störfum og að álit henn-
ar hafi aðeins byggst á frumathugun
þar sem kostnaður vegna raforku-
flutninga hafi helst verið til skoðun-
ar. Hún bendir einnig á að það sé
ekki hlutverk ríkisstjórnarinnar að
hlutast til um orkukaupendur held-
ur taki Landsvirkjun ákvörðun um
það hverjum selja skuli orkuna. Sú
ákvörðun sé byggð á hagkvæmnis-
sjónarmiðum. Landsvirkjun hafi nú
þegar varið ellefu til tólf milljörð-
um króna í rannsóknir á svæðinu.
Þegar hafi 130 MW verið tryggð og
vanti ekkert annað en fjármagn til að
virkja þau og selja. „Ég tel Þingeyjar-
sýslur heppilegt svæði fyrir myndar-
lega atvinnuuppbyggingu sem gæti
orðið mótvægi við suðvesturhornið.
Ég ætla ekki að handvelja fyrirtæki.
Ég vil að orkan verði nýtt til að skapa
sem flest störf og sem mest verð-
mæti,“ segir Katrín.
Katrín segir ekkert nýtt að vinstri-
græn séu á móti uppbyggingu álvers
á Bakka við Húsavík. Hún segist ekki
eiga von á því að ákvörðun um hugs-
anlegan orkukaupanda muni frest-
ast eitthvað vegna viðhorfa þeirra.
„Það er hlutverk Landsvirkjunar að
taka ákvörðunina á viðskiptalegum
forsendum. Það er þjóðarhagur að
koma stórum atvinnuverkefnum af
stað,“ segir Katrín.
RóBERT hlynuR BalDuRSSOn
blaðamaður skrifar: rhb@dv.is
Ég ætla ekki að handvelja
fyrirtæki.
Katrín Júlíusdóttir Segir þjóðarhag
að koma stórum verkefnum af stað.
Svandís Svavarsdóttir Telur þjóðhagslega
óhagkvæmt að selja orkuna til eins stórs aðila.
„Ljóst er að það er ekki hagkvæmt að
ráðast í umfangsmiklar fjárfestingar
nema til komi orkunýting til lengri
tíma í því magni sem skilar viðunandi
arðsemi á allar þessar fjárfestingar,
hvort heldur sem er með samningi
við einn stóran aðila eða marga litla,
eða samblandi af samningum við
einn stóran aðila og nokkra smærri...“
ÚR áliTi VERKEfniSSTJóRnaRinnaR
óhagkvæmt