Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Blaðsíða 34
34 föstudagur 28. maí 2010 Fékk að kyssa drauma- stúlkuna í flöskustút Baldvin Jónsson, oddviti Reykjavíkurframboðsins 1. Hvað gerðir þú síðastliðið laugardags- kvöld? Ég bar út bæklinga í Vesturbænum fyr- ir Reykjavíkurframboðið. Lauk kvöldinu síðan með smá vafri og sjónvarpsglápi. 2. Hver var þín fyrsta hugsun í morgun? „Yes, konan vaknar með börnunum í dag!“ Við skipt- um gjarnan með okkur frídögunum til að annað okkar geti sofið aðeins lengur. 3. Hvað lýsir þér best? Úff, er ekki komið nóg af sjálfumglöðum yfirlýsingum fólks um eigið ágæti? 4. Hver er fyrsta minning þín úr æsku? Týnd- ur á 17. júní á Kópavogstúninu, líklega árið 1975. Hinar minningarnar urðu flestar ánægju- legri sem betur fer. 5. Hvar, hvenær og hvernig var fyrsti koss- inn? Í bekkjarpartíi, líklega í ellefu ára bekk. Við vorum í flöskustút og ég hitti á að mega kyssa draumastúlkuna mína. 6. Hefur þú einhvern tímann fengið sælu- hroll? Ef já, hvenær og af hverju? Já, ég fæ ít- rekað sæluhroll. Fæ stöðugan sæluhroll þegar börnin mín eru í kringum mig. Þegar konan mín knúsar mig. Og þegar ég sit einhvers staðar úti í náttúru Íslands, anda djúpt og horfi í kringum mig. Við erum svo rík sem þjóð að búa í þessari paradís. 7. Hvað er það villtasta sem þú hefur gert? Ég var hálfgerður vandræðaunglingur og gerði margt sem ég þurfti síðar að bæta fyrir. Í dag felst „villan“ í mér aðallega í því að fá útrás í fjallaferðum á ýmiss konar vélknúnum tækj- um og gönguferðum. Hef líka ofsalega gaman af köfun. 8. Hefur þú verið nakinn í óbyggðum? Að sjálfsögðu. 9. Hefur þú prófað fíkniefni önnur en áfengi? Reykt hass? Já, komst fljótlega að því að ég réði ekki við neitt þeirra og hef því látið það allt vera í 20 ár. 10. Hefur þú lent í klóm ræningja? Ekki viss. Ég týndi bíl í gamla daga sem fannst aldrei aftur. Því miður mundi ég ekki fyllilega sjálfur hvað ég hafði gert við hann. 11. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já, ég átti erfitt með að aka innan hraðatakmark- ana fyrstu árin eftir að ég fékk prófið. Strákar á aldrinum 17–23 ára eru því miður fremur léleg- ir bílstjórar í raun en trúa því allt of margir að þeir séu besti bílstjórinn í bænum. 12. Ef þú ættir heima í öðrum heimi, hvar væri það? Væri til í að kíkja við í næstu víddum eins og þær eru settar fram í þríleik Philips Pull- man, His Dark Materials. 13. Hvað er það sem þú myndir helst vilja prófa? Sjá? Gera? Mig langar að prófa fallhlíf- arstökk einn daginn, það hefur heillað mig allt frá því að ég fór í teygjustökk. Sjá? Mig langar að sjá þjóðina sameinast aftur um samfélagið okkar. Samfélagsleg ábyrgð hef- ur sjaldan verið minni og orsakavaldar hruns- ins hafa litla ábyrgð tekið. Gera? Mig langar að koma heiminum öllum í skilning um að sjálfbærni er betri bissness. Að það sé arðbærara fyrir alla til lengri tíma litið að viðhafa sjálfbærni í öllum rekstri. 14. Hver er besta stundin sem þú hefur upp- lifað? Fæðing barnanna minna. Það hljóm- ar klént en þetta var bara svo ótrúleg upplif- un. Ekkert hefur breytt mér jafn mikið og jafn skyndilega og það að verða pabbi. 15. Hvenær og hvern kysstir þú síðast? Ég kyssti konuna mína bless þegar ég fór að heim- an áðan. 16. Hefur þú gleymt afmælisdegi einhvers sem skiptir þig máli? Allt of oft, ég var ömurleg- ur varðandi afmælisdaga og viðburði í lífi fólks- ins míns þar til nútímatækni fór að minna mig á. 17. Hvenær gleymdir þú barninu þínu síð- ast? Ég hef tvisvar gleymt barninu mínu og það hvoru í sínu lagi. Í bæði skiptin vegna þess að ég gleymdi því að það var ég sem átti að sækja þau á leikskólann. 18. Hver er einmanalegasta stundin sem þú hefur upplifað? Er ekki viss, ég upplifi sjaldan einmanaleika, held ég. Ég verð helst einmana þegar ég er einn heima í einhverja daga. Heim- ilið er eitthvað svo tómt þegar konan og börnin eru ekki á staðnum. Leysi það yfirleitt bara með því að halda mér uppteknum við eitthvað ann- að. 19. Hver er albesta máltíð sem þú hefur fengið? Það er erfitt að benda á eina staka mál- tíð, en er ofsalega hrifinn af snöggsteiktri ís- lenskri villibráð. 20. Hefur þú svikið einhvern? Já, allt of oft. Hin hliðin á oddvitunum Þeir eru alls staðar þessa dagana, þessir oddvitar. Samt hefur þú aldrei kynnst þessari hlið á þeim. Við fengum þá nefnilega til þess að svara nokkrum persónulegum spurningum af einlægni og heiðarleika. Þeir svitnuðu allir við tilhugsunina og Sóley sagði að þetta væri það erfiðasta sem hún hefði gert í pólitík. Hún gerði það samt, eins og þau öll, og þau gerðu það vel. Þetta er hin hliðin á oddvitunum. KOSNINGAR2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.