Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Side 22
Kosningabarátta vorsins hefur sannarlega verið
einkennileg. Framan af minnti hún helst á vin-
áttulandsleik þar sem leikmenn hugsa meira
um að sleppa fyrir horn án frekari meiðsla en
beita sér af grimmd og afli. Enda ansi fáir í stúk-
unni. Stjórnmálaflokkarnir mættu laskaðir til
þessa leiks; þrír þeirra komu með staf, hækju og
í hjólastól út úr eldskýrslu Rannsóknarnefndar
og sá fjórði líður fyrir erfiða ríkisstjórnarsetu,
klofning og Icesave.
Á milli þessara gömlu flokka er eins og átökin
vanti. Enginn þorir að ganga fram af afli af ótta
við að slíkt muni beina illu ljósi að honum sjálf-
um. Hvar eru frambjóðendurnir? Hvar eru hug-
myndirnar? Hvar er neistinn? Fólk sem eitt sinn
ætlaði sér í borgarstjórastól er nú horfið undir
hann. Fólk sem áður var á útopnu í öllum miðl-
um er nú með lokaðan síma. Fólk sem bloggaði
daglega í prófkjörsbaráttu þegir þegar á hólm-
inn kemur. Og sjálf stendur borgarstýran í rán-
dýrri auglýsingu og þorir ekki að horfast í augu
við kjósendur heldur talar framhjá vélinni.
Kannski er þetta bara frekar feluleikur heldur
en vináttuleikur? En því ætti fólk að kjósa fram-
bjóðendur sem fela sig fyrir því?
2007-lúkkið
Sé horft á kosningabaráttuna er greinilegt að
gömlu flokkarnir hafa lítið lært af viðburðum
síðustu missera. Áfram er keyrt á illa smörtu
auglýsingastofulúkkinu, eins og 2007 hafi aldrei
fengið sitt skaup. Vel farðaðir frambjóðendur
fara með almennt orðaða frasa. Hvergi glittir í
önnur vinnubrögð, uppgjör, hvað þá grasrót eða
„raunverulegt fólk“, nema þá helst hjá Vinstri
grænum, sem tóku sig til og stálust til að ump-
otta heilli umferðareyju og kölluðu „rángarð-
yrkju“. Einn flokkurinn virðist meira að segja
hafa játað sig sigraðan fyrir fram og flaggar eng-
um stefnumálum heldur hrópar upp úr gröf
sinni: „Þú meinar Einar!“
Eftir lengsta kjörtímabil sögunnar, stútfullt
af hinum fáránlegustu skandölum, sem átti að
gefa okkur langþráðar kosningar, er hin réttláta
reiði víðsfjarri. Því miður. Minnisleysi Íslend-
inga fer síst minnkandi. Flokkurinn sem seldi
sig fyrir 1% mann í borgarstjórastól er enn með
tveggja stafa fylgi. Og hinir flokkarnir eru hættir
að minna fólk á syndir hans. Það er engu líkara
en að 30 ár séu liðin frá því Vilhjálmur Þ. og Ól-
afur F. voru borgarstjórar í Reykjavík.
Fyrir rúmu ári fóru fram alþingiskosning-
ar, nokkrum mánuðum eftir að efnahags- og
stjórnmálakerfi landsins hrundi með tilheyr-
andi heimsfréttaflutningi. Í sjónvarpsumræð-
um á lokakvöldi kosningabaráttunnar gleymdist
þó alveg að minnast á þessa staðreynd. Stjórn-
málafólkið fékk engar spurningar um Hrunið.
(Sá sem þar sat og spurði er nú reyndar floginn
til Osló. Kastljósstjórinn nýi telur Eurovision
mikilvægari kosningu en þá sem fram fer sama
dag til sveitarstjórna á Íslandi.) Og nú virðist það
sama uppi á teningnum. Borgarstjórinn sleppur
við allar erfiðar upprifjanir en stendur brosandi
með þrjár brýr brenndar að baki sér og talar um
að nú þurfi fólk að vinna saman. Sú sem áður
varði svikaverkin vill nú verða góða stelpan.
Og inn í þetta ástand kemur Besti flokkur-
inn og stelur öllum senum, nakti maðurinn sem
hleypur inn á völlinn í miðjum vináttulandsleik,
sem fyrir vikið verður minnst fyrir það eitt að
stöðva þurfti leik í miðjum klíðum.
„Lausnarinn“
Sagan sýnir okkur að alltaf þegar kerfi hrynja
koma læti, óeirðir ef ekki bylting, þá þreyta,
síðan uppgjöf, og loks „vonarstjarnan“, frægt
eða ófrægt hressingarmenni sem fær fólk til að
gleyma „leiðindunum“ og erfiðleikunum í ein-
földum frösum. Þegar allir eru dauðir í Hamlet
gengur hinn sterki Fortinbras inn á sviðið og
tekur við völdum í ríki efans. Franska byltingin
gat af sér Napóleon. Ítalska hrunið færði þeim
Berlusconi.
Þegar þreytan og reiðin hafa lamað lýðinn
birtist hinn óvænti lausnari og stígur inn á blóði
drifinn völlinn. Við vissum vel að einhver slík-
ur kæmi. Við honum var að búast. En einhvern
veginn sá maður fremur fyrir sér einhvern
hommahatandi brjálæðing utan af kanti eða vel
reykta reiðirödd innan af Rúmfatalager. En nei.
Í staðinn fengum við einn af miðjunni, sjálfan
vinsælasta mann landsins.
Djók eða ekki djók
Að þessu sinni stígur lausnarinn fram í gríni.
Það er öruggara. Þannig líður öllum betur og
enginn hefur neinu að tapa. Ef illa fer má alltaf
segja „djók!“ Ef vel fer má líka segja „djók!“. Og
með því að hafa grínið nógu loðið er hægt að
láta glitta í alvöruna og rugla fólk í ríminu. Enda
er staðan nú þannig að enginn (ekki einu sinni
stuðningsmenn Besta flokksins) vita hvort boð-
ið er fram í gríni eða alvöru. En þótt efsti mað-
ur á lista geti verið fyndinn rjátlast af mönnum
grínið eftir því sem neðar dregur og inni á Fés-
bókinni fara fulltrúar flokksins fram í fullri al-
vöru. Þar er Besta flokknum lýst sem raunveru-
legu svari við gjaldþroti hinna flokkanna. Þar er
hlaupið í varnir fyrir misgrínaktuga frambjóð-
endur og jafnvel verðlaunaskáld sem aldrei
áður hafa skipt sér af pólitík leggja sig í það að
útskýra mislukkaða brandara foringjans.
Allt hringir þetta bjöllum. Hryllingsbjöllum.
Eða hvenær gerðist það síðast hér á landi að
nokkra undirforingja þurfti til að réttlæta orð
yfirforingjans í hvert sinn sem hann opnaði
munninn. Muna menn ekki frasana? „Er ekki
málfrelsi á Íslandi?“ „Má Davíð ekki tala?“
Ástandið er strax farið að minna á Ítalíu
Berlusconis þar sem verið hefur nánast ólíft
undanfarin ár fyrir persónu forsætisráðherr-
ans. Nær öll pólitísk umræða fer í að vinda ofan
af heimskulegum ummælum og ósmekklegum
bröndurum foringjans. Hér þarf fólk, sem helg-
að hefur sig borgarmálum og unnið alla mögu-
lega heimavinnu, skoðað hundrað skýrslur og
unnið ítarlegar aðgerðaráætlanir, á sér heitar
hugsjónir og hefur barist fyrir þeim allt sitt líf, að
játa sig sigrað fyrir manni sem segir lítið annað
en: „Þetta er bara leiðinlegt. Reykjavík á að vera
skemmtileg borg. Ísbjörn í Húsdýragarðinn!“
„Stórmerkileg samfélagstilraun“
Og þessum orðum er fagnað. Jafnvel víðförlir og
vellesnir menntamenn taka trúðskapnum opn-
um örmum og kalla „stórmerkilega samfélags-
tilraun“. Þjóð sem enn sýpur seyði af einni slíkri
skal demba sér strax í næstu. Þá er því framboði
hrósað sem „tekst að tala til fjöldans“ því engin
önnur fjöldahreyfing íslensk hafi vaxið svo hratt.
En menn gleyma því þá að hrattvaxandi fjölda-
hreyfingar eru viðsjárverðar í eðli sínu, ekki síst
þegar þær snúast meira og minna um persónu
eins manns, eins og Besti flokkurinn gerir.
Mannkynssagan segir okkur: Eftir hrun kem-
ur skrum.
Popúlismi og persónudýrkun hafa löng-
um tekið við af úreltum og gjaldþrota stjórn-
málakerfum en sjaldnast skilað þjóðum á betri
stað. Ég get vel tekið undir þá gagnrýni að sla-
gorð stjórnmálaflokkanna „Vinnum saman!“
og „Vekjum Reykjavík!“ eru lítið gefandi og eiga
skilið grínhögg á við „Ísbjörn í Húsdýragarðinn“.
Vandinn hefst hins vegar þegar Ísbjarnarfólkið
er komið í meirihluta, þegar Spaugstofan sest
við ríkisstjórnarborðið. Það hlýtur að mega ótt-
ast uppgang ólíkindatóls sem aldrei hafði áhuga
á pólitík en tekst á nokkrum vikum að fá meiri-
hluta borgarbúa til að kjósa sig til borgarstjóra.
„Varðhundar fjórflokksins“
En vogi menn sér í þá átt eru þeir hins vegar út-
hrópaðir „varðhundar fjórflokksins“, hins gjald-
þrota stjórnmálakerfis. Ekki má gagnrýna grín-
ið, jafnvel þótt það sé nú komið með meirihluta
í borgarstjórn. En það er í eðli gríns og djóka
að um leið og þau fá völdin missa þau hláturs-
magnið. Grínari sem segir gyðingabrandara er
bara þriðja flokks grínari (janvel þótt hann hafi
verðlaunaskáld til að „útskýra“ djókið eftir á)
en borgarstjóri sem segir gyðingabrandara er
skömm allra borgarbúa.
Við Íslendingar höfum lengi verið duglegir
að taka hlutina ekki of alvarlega. „Hvað, voða-
lega eru menn eitthvað viðkvæmir,“ er eitt það
versta sem Íslendingur getur sagt við annan.
Maður var að vona að Hrunið hefði hér ein-
hverju breytt, að fólk sæi nú sem er að hjá-
seta, þöggun og sofandaháttur, sem setti sitt
átómatíska X við D í öll þessi ár, getur haft
hinar hræðilegustu afleiðingar. En því er ekki
að heilsa. Hér virðist þjóðin fremur ætla að
refsa sér fyrir að hafa sofið og treyst á tröllin
öll þessi ár með því að gera hreinlega grín að
atkvæði sínu og kjósa kúlið og tómhyggjuna.
„Allskonar fyrir aumingja!“ Það er sama gló-
pabjartsýnin og heltekur okkur í hverri Júró-
visjón sem fær fólk til að trúa því að Jón Gnarr
verði góður borgarstjóri.
Siðferðishluti Rannsóknarskýrslunnar virð-
ist lítil áhrif ætla að hafa. „Best-í-heimi“-hrok-
inn verður vart jarðaður með “Besta flokknum”
sem í bíræfni sinni gerir auk þess þekktasta „út-
rásarlagið“ að einkennislagi sínu. Þjóðin veit
upp á sig skömmina en í stað þess að bæta ráð
sitt og dýpka umræðuna er öllu slegið upp í grín.
Kjósendur „hrunflokkanna“ fyllast sjálfshatri og
refsa sér með því að kjósa skrumið eitt. Ég vona
svo sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér en þó
er ansi hætt við því að timburmennirnir eft-
ir þetta nýjasta þjóðarfyllerí verði öllu meiri en
sigurgleðin á kosninganótt.
Æ, góði Besti
Sem grínframboð er Besti flokkurinn langt
frá því nógu beittur. Hundrað glötuð tækifæri
blasa við. (Styrkjamál, mútugreiðslur, verk-
takaræði, skipulagsklúður, orkuveitusukk,
meirihlutaflakk og hinir furðulegu borgar-
stjórnarfundir þar sem ræðumaður talar út í
tómið á meðan allir hinir lesa Fésbók.) En það
er auðvitað skiljanlegt þar sem framámenn
Besta hafa ekki haft neinn áhuga á pólitík hing-
að til. Sjálfur hafði foringinn aldrei fylgst með
stjórnmálaumræðum í fjölmiðlum né vissi
hann hver Hanna Birna var áður en kosninga-
baráttan hófst, að því er hann sjálfur segir.
Grínið gat því vart orðið mjög beitt.
Sem alvöruframboð er Besti flokkurinn svo
auðvitað frekar varhugavert. Ísbjörn í Hús-
dýragarðinn kostar að líkindum hátt í milljarð,
og telst þó varla „atvinnuskapandi stórfram-
kvæmd“. En sjálfsagt getur borgarstjórinn nýi út-
skýrt niðurskurðinn á leikskólunum fyrir börn-
unum með því að segja að ísbjörninn hafi étið
listnámið þeirra, og hlegið sínum kunna hlátri
á eftir.
Grín með broddi hefur vald. En grín með
valdi hefur þann eina brodd sem potar og pirrar.
Tómarúmstryllir
Tómarúmið sem Hrunið og Skýrslan skilja
eftir sig kallaði auðvitað á eitthvað annað en
dauðasvalt tómhyggjugrín. Hér var tækifæri
fyrir gamla flokka að leggja sig niður og stokka
sig upp eða fyrir ný framboð með hugsjónir
handa „Nýju Íslandi“, raunverulegar endur-
bætur. Ekkert af því finnst í Besta. Jón Gnarr er
fyrst og fremst að gera grín, sem skerpuleysis
vegna verður svo loðið og lævíst að sumir taka
það alvarlega en aðrir í fullri alvöru, grínlaust.
Stöku sinnum skín þó í pólitík í máli hans. Orð
hans um frelsi til súludansa og krakkreykinga
bjóða upp á síðpólitíska túlkun: Þegar loftið
lak úr frjálshyggjunni gerðist hún galtóm að
innan og breyttist í gargandi grínandi tóm-
hyggju.
Gnarrinn stígur inn í erfitt ástand og notfær-
ir sér það. „Exploiting the Masses“ er frasi sem
kemur upp í hugann. Og kunningjarnir eru til í
tuskið, stökkva á vagninn og hrífa vinina með.
Flestir eru stuðningsmennirnir fólk sem aldrei
gaf sig upp í pólitík, stóð þögult og meðvirkt hjá
allan Davíðstímann og þorði ekki út á götur eft-
ir Hrun af ótta við að lenda á mynd með Sturlu
Jónssyni. „Hallærislegt“ voru orð þess um „lið-
ið“ sem stóð gegn græðgisvæðingunni og „hall-
ærislegt“ yrði það sjálft með búsáhöld sín á göt-
um úti. Kúlið var þeirra kóngur. Og nú trommar
bestafólkið fram með sína listfínu og stílborg-
aralegu versjón af byltingunni, undir merkjum
„anarkó-súrrealisma“, löngu úreltu töfraorði
sem enn má þó nota til að opna merkingardjúp
úr hvaða rugli sem er. Græneygt fyrir hættum
valdsins geysist fólk fram og spyr hvorki sjálft sig
né aðra að leikslokum.
Ég má til með að vara það við: Valdið gerir
hvern mann að trölli. Til að lifa slíkt af þarf hann
tröllatrú kjósenda sinna. Flippið og fjörið dugir
aðeins hálfa leið.
Byltingarát
En auðvitað hefur enginn einkarétt á bylting-
unni. Fólki er frjálst að gera það sem það vill,
kjósa það sem það vill. En öðrum er líka frjálst
að vara við.
Því hér rætist sagan aftur og enn: Þeir sem
börðust hvað harðast, þeir sem felldu ríkis-
stjórn með eldi framan við Þjóðleikhúsið, urðu
of þreyttir til að bera merkið áfram. Og þá stíga
fram þau sem heima sátu. Napóleon hafði ekk-
ert með frönsku byltinguna að gera en reis þó
upp á öxlum þess merka fyrirbæris.
Byltingin étur börnin sín og síðan kemur ein-
hver og étur byltinguna.
Jón Gnarr er ekkert svar við Hruninu. Hann
er bara tómarúmstryllir.
Hvað skal kjósa?
En hvað eigum við þá að kjósa, við sem ekki
hrífumst með straumnum? Hjálmar Sveins-
son er réttasti maðurinn inn í skipulagsráð en
Samfylkingin er illa hrjáð af styrkjaveikinni og
hefur ekki leitað sér lækninga. Á móti kem-
ur að atvinnustefna Dags er raunhæf leið út úr
kreppunni. Vart þarf að leiða hugann að yfir-
hrunsflokknum, Sjálfstæðis, sem situr uppi með
ljótasta leik í íslenskri pólitík síðustu ára er hann
gerði Ólaf F. að borgarstjóra. Framsókn er sem
fyrr segir dauður flokkur. Vinstri græn eru sak-
laus af Hruni og því ómaklega talin með „hrun-
flokkunum“. Fljótt á litið virðist VG vera eina
skjólið fyrir okkur vinstrimenn sem viljum kom-
ast úr smithættu og lítum ekki við grínismanum.
En svo eru það litlu framboðin öll, sem maður
man varla hvað heita. Kannski skeður eitthvað í
lokaumræðunum?
Bestur fyrir kosningar?
Jón Gnarr má eiga það að honum tókst að gera
kosningarnar spennandi. Vináttulandsleik-
urinn snerist að lokum upp í alvöru slag. En
ábyrgð hans er mikil og mun vaxa enn að lið-
inni kosninganótt, í takt við spennuna sem fylgir
þessu ólíkindaframboði. Er flokkurinn kannski
„Bestur fyrir 29.05.10“? Hvað verður um Gnarr á
mánudaginn? Möguleikarnir eru nokkrir:
A) Hann fær hreinan meirihluta, segir
„djók!“ og hættir. B) Fær hreinan meirihluta og
verður grínborgarstjóri. C) Fær hreinan meiri-
hluta og verður alvöru borgarstjóri. D) Lend-
ir í minnihluta, segir „djók!“ og hættir. E) Verð-
ur í minnihluta og hangir inni, með uppistand
á borgarstjórnarfundum. F) Fær ekki hreinan
meirihluta og fer í samstarf við annan flokk. G)
Verður í minnihluta en breytist í „venjulegan“
stjórnmálamann sem kemur sterkur til baka í
næstu kosningum.
Möguleikar A, B og D munu gera alla brjál-
aða. Möguleiki C mun fær okkur nýjan Davíð og
nýja ljótuklíku. Möguleiki E virkar saklausastur.
Möguleiki F mun sjá okkur fyrir fréttum næstu
fjögur árin og möguleiki G mun færa okkur ís-
lenskan Berlusconi.
Og við sem héldum að „ruglið í Reykjavík“
hefði náð hámarki …
En komi hrun eftir skrum má alltaf kalla á VG
til að þrífa eftir partíið.
22 föstudagur 28. maí 2010
tómarúmstryllirinn
„Valdið gerir hvern
mann að trölli. Til að
lifa slíkt af þarf hann
tröllatrú kjósenda
sinna. Flippið og fjörið
dugir aðeins hálfa leið.“
HaLLgrímur HeLgaSon
rithöfundur skrifar
KOSNINGAR2010