Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Side 56
EldrEfur fyrir iPad Mozilla hefur tilkynnt
að von sé á sérútgáfu Firefox-vafrans fyrir iPad. Í vafr-
anum verður hægt að virkja samhæfni við Firefox í
annarri tölvu notandans þannig að bókamerki og
vefrápssaga (history) séu þau sömu í báðum tölvum.
iPad-útgáfa vafrans verður þó hálfnakin í samanburði
við hefðbundnu útgáfuna en Firefox er einmitt þekkt-
ur fyrir fjölhæfni varðandi stillingar og viðbætur.
Í fyrri hluta júnímánaðar kemur
Streak á markað, fyrsta Android-smá-
tölva (tablet) Dell-fyrirtækisins. Smá-
tölvan sem er smærri í sniðum en
iPad sækir inn á annan markað en hin
vinsæla tölva Apple-fyrirtækisins því
Streak er líka 3G sími auk þess að hafa
innbyggða 5 megapixla myndavél
með flassi, fjölvinnslu (multitasking),
útskiptanlega rafhlöðu og getur tek-
ið við allt að 32GB MicroSD kort-
um. Streak er búin 5 tommu snerti-
skjá (800x480 pixla upplausn) með
fjölsnertiviðmóti (pinch and zoom),
Wi-Fi og Blátönn. Tölvan kemur fyrst
á markað í Bretlandi og því næst í
Bandaríkjunum.
Áhugaverð smátölva frá Dell lítur dagsins ljós í næsta mánuði:
Ofursími Eða smátölva?
sjálfvirk salErni
Japanir eru þekktir fyrir að feta
ótroðnar slóðir þegar kemur að
salernum en japanska fyrirtækið
Toto sem framleiðir hreinlætistæki
reynir nú fyrir sér á Evrópumarkaði
með þessu sjálfvirka salerni.
Salernið hefur innbyggða stúta sem
sprauta volgu vatni að framan og
aftan, stúta sem dæla heitu lofti til
að þurrka viðkomandi eftir skolið og
upphitaða setu. Sjálft lokið á
klósettinu sígur niður sjálfkrafa
þegar viðkomandi hefur lokið sér af.
Þessi dýrð er allsendis ekki í ódýrari
kantinum og kostar flottasta
útgáfan hátt á þriðju milljón króna.
Höfða mál
gEgn WarnEr
Warner-kvikmyndaframleiðandinn
er að lenda í heldur grátbroslegum
aðstæðum þessa dagana. Árið 2003
fékk Warner þýskt fyrirtæki til að
sýna sér tæknilegar lausnir sem
fyrirtækið hafði þróað til að rekja
uppruna kvikmynda sem settar voru
á netið til ólöglegs niðurhals.
Samkvæmt þýska fyrirtækinu
innleiddi Warner þessar lausnir ári
síðar án þess að gera samning um
aðgang eða greiðslu vegna
hugverkaréttinda. Þýska fyrirtækið
hefur nú höfðað mál í Þýskalandi og
Bandaríkjunum vegna þessa og
stefnt kvikmyndarisanum.
facEbOOk Enn
Og aftur
Facebook kynnti í fyrrakvöld
fyrirhugaðar breytingar sem
fyrirtækið ætlar að gera á notenda-
stillingum vefsvæðins sem hafa legið
undir miklu ámæli undanfarnar vikur
og mánuði. Breytingarnar munu líta
dagsins ljós á næstu vikum en Mark
Zuckerberg, annar af stofnendum
Facebook, lýsti því yfir að allt viðmót
yrði einfaldað varðandi friðhelgis-
stillingar. Zuckerberg sagði við sama
tilefni að fyrirtækið væri ekki að
reyna að komast yfir persónulegar
upplýsingar heldur hefði röð
mistaka átt sér stað við þróun
viðmótsins.
UMSJón: PÁll SvanSSon, palli@dv.is
Ógöngur
micrOsOft
Á aðeins einum áratug hef-
ur Apple-fyrirtækinu með Steve
Jobs við stjórnvölinn tekist að
auka virði sitt margfalt. Í vikunni
var sögulegum áfanga náð þeg-
ar markaðsvirði fyrirtækisins var
metið á rúmlega 222 milljarða
Bandaríkjadala, en fyrir áratug var
þessi tala tæpir 16 milljarðar. Með
þessu skrefi steig Apple í fyrsta
skipti fram úr keppinaut sínum,
Microsoft, en markaðsverðmæti
Microsoft er nú um 219 milljarð-
ar Bandaríkjadala og hefur verið á
hægri en stöðugri niðurleið und-
anfarna mánuði.
Þrátt fyrir þennan sögulega
áfanga virðist toppinum þó ekki
vera náð í uppgangi Apple en fyr-
irtækið opnar fyrir sölu á iPad-
tölvu sinni í níu löndum í vikunni
og kynnir næstu kynslóð iPhone-
snjallsímans í næsta mánuði. Apple
er þegar orðinn stærsti söluað-
ili smátölva (tablets) í heiminum
í dag þrátt fyrir að aðeins séu tæp-
lega tveir mánuðir síðan iPad kom á
markað í Bandaríkjunum.
Almenni markaðurinn
Þessi þróun á sér ef til vill einfaldar
skýringar, stór hluti tekna Micro-
soft hafa frá fyrstu tíð falist í hug-
búnaðarlausnum til fyrirtækja, á
meðan Apple hefur einbeitt sér að
þróa vél- og hugbúnað sem ætlað-
ur er hinum almenna notanda. Og
almenni markaðurinn er í dag orð-
inn mun stærri tekjulind en það
fjármagn sem felst í sölu til fyrir-
tækjageirans.
Snúa sér annað
Þau tíu ár sem Steve Ballmer, fram-
kvæmdastjóri Microsoft, hefur stýrt
þessu stórfyrirtæki, virðist fyrirtæk-
ið hafa glatað því hlutverki að vera
leiðandi þegar kemur að nýrri tækni.
Sem dæmi má nefna að þrátt fyr-
ir uppstokkun á Windows Mobile
stýrikerfinu nýverið hafa stærri við-
skiptavinir og samstarfsaðilar Micro-
soft snúið sér annað með hugbúnað
fyrir smátölvur og snjallsíma. HTC,
einn helsti viðskiptavinur Microsoft
vegna Windows Mobile um árabil,
er nú orðinn einn af stærstu notend-
um Android-kerfisins frá Google.
Hewlett Packard ákvað að kaupa
frekar Palm nýverið og nota WebOs
fyrir sínar smátölvur/snjallsíma og
Dell hefur einnig snúið sér að And-
roid en fyrirtækið hefur sölu á Dell
Streak smátölvunni (tablet) í næsta
mánuði.
Stærra vandamál
Android-stýrikerfið er sennilega
mun viðameira vandamál fyrir
Micro soft en Apple þessa dagana.
Google afhendir vél- og hugbúnað-
arþróendum kerfið frítt til notkunar
í vörum sínum og með auðveldum
hætti getur hvert fyrirtæki síðan þró-
að eigin útgáfur af hugbúnaði með
Android sem grunnkerfi. Microsoft
getur ekki keppt á þessum mark-
aði lengur án þess að fara svipaðar
leiðir. Hvort Ballmer hafi kjark til að
stíga það skref er óvíst en hluthafar
Microsoft eru eflaust orðnir órólegir
vegna stöðu fyrirtækisins.
Framtíðarsýn?
Það er kannski vert að rifja upp um-
mæli Ballmers þegar iPhone kom
á markað árið 2007: „Það er ekki
möguleiki á því að iPhone komi til
með að ná verulegri markaðshlut-
deild. Ekki möguleiki“.
Framtíðarsýn framkvæmdastjór-
ans virðist vera jafn ábótavant á öðr-
um sviðum ef horft er í þær aðstæð-
ur sem blasa við í dag.
palli@dv.is
56 föstudagur 28. maí 2010 HElgarblað
Í huga flestra hefur Microsoft verið eitt öflugasta og stærsta tæknifyrirtæki heimsins
um árabil. Ógöngur fyrirtækisins undanfarinn áratug með Steve Ballmer við stjórnvöl-
inn hafa hins vegar leitt til þess að markaðsvirði fyrirtækisins lækkar stöðugt og er nú
orðið minna en hjá Apple.
Steve Ballmer Framkvæmdastjóri Microsoft á ekki bjarta daga fram undan miðað
við þær ógöngur sem fyrirtækið er komið í.
Dell Streak Er eflaust tæki sem
mörgum þykir fengur í.