Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Síða 40
Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson, kgk@dv.is Sigurbjörg Viggósdóttir verslunarmaður og bóndi í rauðanesi iii Sigurbjörg fæddist í Rauðanesi og ólst þar upp. Hún lauk unglingaprófi frá Miðskólanum í Borgarnesi 1955 og stundaði nám við Húsmæðra- skólann í Varmalandi 1958-59. Sigurbjörg starfaði á ýmsum stöðum á Akranesi og í Borgarnesi á árunum 1956-61. Hún byggði, ásamt eiginmanni sínum, nýbýlið Rauða- nes III 1963 og hefur verið búsett þar síðan. Sigurbjörg hóf störf við Mjólkur- samlagið i Borgarnesi 1980 og starf- aði þar samfellt þar til mjólkurbúið hætti starfsemi sinni. Hún stofnsetti verslunina Ostahornið í Borgarnesi 1997 og starfrækti hana til 2000. Hún hefur síðan starfað á Hyrnunni og í Samkaupum í Borgarnesi. Sigurbjörg var virk í félagsstörf- um á vegum ungmennahreyfingar- innar um árabil og sat í stjórn Ung- mennasambands Borgarfjarðar um skeið. Hún hefur setið í sóknarnefnd Borgarkirkju og verið meðhjálpari við kirkjuna um árabil. Þá er hún nú félagsmaður í Lionsklúbbnum Öglu i Borgarnesi. Fjölskylda Sigurbjörg giftist 29.8. 1959 Ingi- bergi Bjarnasyni, f. 13.7. 1933, d. 13.9. 2005, bifvélavirkja og bónda að Rauðanesi III. Hann var sonur Bjarna Theódórs Guðmundssonar, sjómanns að Kletti í Nesjum í Aust- ur-Húnavatnssýslu og síðar lengst af sjúkrahússráðsmanns á Akranesi, og Ingibjargar Sigurðardóttur húsmóð- ur sem lést 1933. Stjúpmóðir Ingi- bergs er Þuríður Guðnadóttir, ljós- móðir á Akranesi. Börn Sigurbjargar og Ingibergs eru Bjarni Ingibergsson, f. 3.8. 1961, byggingatæknifræðingur, kvæntur Hallborgu Arnardóttur, f. 17.10. 1966, og eru börn þeirra Berglind Anna, f. 14.5. 1990, og Arnar Freyr, f. 16.11. 1994; Ingveldur Herdís Ingibergs- dóttir, f. 23.6. 1966, bóndi i Rauða- nesi III, var gift Sigmari Helga Gunn- arssyni, f. 22.11. 1965, og eru börn þeirra Íris Hildur, f. 28.7. 1986, Valdís Hrönn, f. 1.12. 1991, og Elín Heiða, f. 22.6. 1995; Margrét Ingibergsdóttir, f. 26.10. 1970, iðnaðartæknifræðing- ur og starfsmaður hjá Arion banka en eiginmaður hennar er Helgi Jó- hannesson og eru börn þeirra Elísa- bet Inga, f. 6.9. 2006, og Karen Ósk, f. 9.3. 2009. Sigurbjörg giftist 2009 Kristjáni Jóhannssyni, f. 13.10. 1945, starfs- manni hjá Mjólkursamlaginu í Búð- ardal. Systkini Sigurbjargar eru Guð- jón Viggósson, f. 12.2. 1939, bóndi í Rauðanesi II; Herdís Viggósdóttir, f. 23.6. 1945, læknaritari á Akranesi; Rósa Margrét Viggósdóttir, f. 19.4. 1949, bóndi í Rauðanesi I; Steinar Bragi Viggósson, f. 8.7. 1950, d. 19.5. 2001, skipatæknifræðingur í Hafnar- firði. Foreldrar Sigurbjargar voru Viggó Jónsson, f. 27.12. 1908, d. 19.5. 1999, bóndi i Rauðnesi, og k.h., Ingveldur Rósa Guðjónsdóttir, f. 2.8. 1916, d. 31.7. 1993, húsfreyja að Rauðanesi. 70 ára á laugardag 60 ára á sunnudag Þórdís Ragnheiður Malmquist félagsliði við Hss í grindavík Þórdís fæddist í Gaulverjabæ í Árnes- sýslu og ólst þar upp fyrstu fimm árin. Hún flutti síðan að Melbreið í Stíflu í Fljótum í Skagafirði þar sem hún bjó hjá móður sinni og stjúpfóður til árs- ins 1963. Þá flutti hún til föður síns í Reykjavík, og eiginkonu hans, Ástu Thoroddsen Malmquist, þar sem hún bjó á gagnfræðaskólaárunum. Hún var síðar búsett í Reykjavík á árunum 1991 til 2003. Þórdís lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar og stundaði síðar nám við öldungadeild MH og við Tölvuskóla Íslands. Hún útskrifaðist sem félagsliði frá Borgar- holtsskóla 2003 og stundar nú sjúkra- liðanám við FSS. Þórdís starfaði við félagslega heimaþjónustu hjá Reykjavíkurborg í sjö ár og við sambýli og á hæfingarstöð fyrir fatlaða á vegum SMFR í meira en áratug. Hún starfar nú við aðhlynn- ingu á hjúkrunarheimili aldraðra hjá HSS í Grindavík. Þórdís starfaði í málfreyjudeild- inni Vörðunni í Keflavík, sem varð síðar þekkt sem deild í ITC á Íslandi, sat þar í stjórn og var ritari um skeið, var trúnaðarmaður starfsmanna við heimaþjónustu Reykjavíkurborgar að Skógarhlíð 6 og síðar trúnaðarmaður Félags íslenskra félagsliða og sat einn- ig í stjórn bæði sem ritari, formaður og síðast sem gjaldkeri. Hún er félagi í líknarfélaginu Bergmáli. Þá er hún einnig í stjórn Boðunarkirkjunnar að Hlíðasmára 9 og tekur virkan þátt í starfi hennar, sem sjá má og heyra á FM 105,5 og á netútsendingum Boð- unarkirkjunnar. Fjölskylda Þórdís giftist 29.5. 2004 Konráð Óla Fjeldsted, f. 14.12. 1943, bifreiðaskoð- unarmanni hjá Frumherja í Reykja- nesbæ. Þau hjónin búa í húsi sem þau byggðu í Steinási 16 í Njarðvík. Konráð var ekkjumaður og á fimm uppkomin börn. Saman eiga þau 16 barnabörn og eitt barnabarnabarn. Þórdís giftist 18.12. 1971 Ólafi Har- aldssyni, f. 30.1. 1938, vörubifreiða- stjóra í Keflavík. Þau skildu 1991. Börn Þórdísar og Ólafs eru Sturla Ólafsson, f. 31.7. 1971, ÍAK einkaþjálf- ari og sjúkraflutninga- og slökkviliðs- maður við Brunavarnir Suðurnesja, í sambúð með Gunnlaugu Olsen en hann á eina dóttur, Heiðbjörtu Dís, og son, Víking Snorra, með fyrrv. eig- inkonu, Helgu Ingimarsdóttur, auk þess sem Sturla á tvo syni, Vigni Þór, með Lilju Ómarsdóttur, og Aron Jens, með Sæmundu Sigurjónsdóttur; Vig- dís Ólafsdóttir, f. 30.12. 1975, grafísk- ur hönnuður, gift Einari Jónssyni hdl. en þau eiga tvo syni, Bjart Kára og Nóa Má; Hlynur Ólafsson, f. 23.9. 1980, rek- ur eigin húðflúrstofu við Hafnargötu í Reykjanesbæ. Hálfsystkini Þórdísar, sammæðra: Bergur Ketilsson, f. 27.10. 1951; Rögn- valdur Valbergsson, f. 4.2. 1956, org- anisti; Aðalbjörg Valbergsdóttir, f. 4.6. 1957, starfsmaður við skammtíma- vistun fatlaðra á Sauðárkróki; Valdís S. Valbergsdóttir, f. 28.9. 1958, kennari á Akranesi; Hannes Valbergsson, f. 24.7. 1962, rafeindafræðingur; Magnús Val- bergsson, f. 6.10.1964, d. 31.10. 1980; Snæbjörn Freyr Valbergsson, f. 25.5. 1973, tölvufræðingur. Hálfbræður Þórdísar, samfeðra: Guðmundur Malmquist, f. 13.1. 1944, fyrrv. forstjóri Byggðastofnunar í Reykjavík; Jóhann Pétur Malmquist, f. 15.9. 1949, prófessor í tölvufræði við HÍ. Foreldrar Þórdísar: Eðvald Brun- stead Malmquist, f. 24.2.1919, d. 17.3. 1985, yfirmatsmaður garðávaxta, og Áshildur Magnúsdóttir, f. 29.9. 1930, húsmóðir. Edvald bjó lengst af í Reykjavík en Áshildur er búsett á Sauðárkróki í Skagafirði. Ætt Eðvald Brunstead var sonur Jóhanns Péturs Malmquist, b. í Borgargerði í Reyðarfirði Jóhannssonar, b. í Áreyj- um Péturssonar. Móðir Jóhanns Péturs var Jóhanna Indriðadóttir, hreppstjóra í Seljateigi Ásmundsson- ar. Móðir Eðvalds var Kristrún ljós- móðir, systir Hildar, ömmu Regínu fréttaritara og Guðrúnar, ömmu Eyj- ólfs Kjalars Emilssonar heimspek- ings. Bróðir Kristrúnar var Pétur, afi Gunnars S. Magnússonar myndlistar- manns. Kristrún var dóttir Bóasar, b. í Stakkagerði og á Stuðlum i Reyðar- firði, bróður Bóelar, langömmu Geirs Hallgrímssonar og Karls Kvaran list- málara. Foreldrar Áshildar voru Magnús Þórarinsson Öfjörð, bóndi að Gaul- verjabæ í Árnessýslu, og Þórdís Ragn- heiður Þorkelsdóttir húsfreyja. Þórdís ætlar að bjóða upp á súpu og létt meðlæti í sal Boðunarkirkjunn- ar að Hlíðasmára 9, 3. hæð í Kópa- vogi, laugardaginn 29.5. (á morgun) kl. 16.00. Vonar að vinir og vanda- menn sjái sér fært að líta við og njóta þess sem er í boði og eiga góða stund saman. Guðrún fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún hefur alla tíð unnið við verslunar- og kjötiðnaðarstörf, bæði sölu og vinnslu á kjötvörum. Hún starfaði m.a. í versluninni Krónunni í Hlíðunum, og víðar, en lengst af starfaði hún í versluninni Kjötmið- stöðinni, fyrst á Laugavegi og síðan á Laugalæk. Þá starfaði hún um árabil við kjötvinnslu hjá Ferskum kjötvör- um í Síðumúla. Jafnframt verslunarstörfum sinnti Guðrún húsmóðurstörfum.. Fjölskylda Guðrún giftist 16.4. 1961 Jóni G. Bergssyni, f. 26.1 1933, vélvirkja. Hann er sonur Bergs Páls Sveins- sonar, f. 5.10 1910, d. 5.8 1978, vél- stjóra, og Ágústu Ragnheiðar Páls- dóttur, f. 10.8 1913, d. 21.7 1963, húsmóður í Reykjavík. Börn Guðrúnar og Jóns eru Sig- ríður Ágústa Jónsdóttir, f. 23.8. 1961, meðferðarfulltrúi í Sandgerði, var gift Marteini Ólafssyni, f 4.1.1959, starfsmanni Olíufélaganna á Kefla- víkurflugvelli, og eiga þau Þórdísi en hún á tvö börn, Martein Eyj- ólf, og Sigríði Ástu, Jón Guðmund, Hafstein Alexander, og Valgeir Elís; Björn, f. 25.9. 1963, bankastarfs- maður, kvæntur Sigríði Berndsen, f. 13.8. 1965, og eiga þau Karl Birgi, Guðrúnu Söndru og Björn Inga; Sigrún, f. 14.7.1965, verkakona, í sambúð með Jóhannesi Snorrasyni, f. 3.4. 1963, búsett i Reykjavík; Páll, f. 16.9.1973, birgðastjóri hjá Baugi- Aðfóngum, búsettur í Sandgerði, í sambúð með Rebekku Rós Ellerts- dóttur, f. 12.7. 1974 sem starfar við meðferðarheimili og eiga þau Ág- ústu Ragnheiði, Thelmu Dögg og Björn Ellert. Bróðir Guðrúnar er Þorvarður Björnsson, f. 16.4. 1947, búsettur í Svíþjóð. Foreldrar Guðrúnar voru Björn Guðmundsson, f. 27.12. 1910, d. 21.1. 1983, skipstjóri á Magna og skipum Eimskipafélagsins og síðar verkstjóri hjá Eimskip síðari árin, og Sigríður Hansdóttir, f. 8.12. 1916, d. 14.12. 1983, húsmóðir. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 70 ára á föstudag Guðrún B. Björnsdóttir fyrrv. verslunarmaður Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur á seltjarnarnesi Steinunn fæddist í Reykjavík en ólst upp í Vesturbænum í Kópavogi. Hún var í Kársnesskóla og Þing- hólsskóla, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð, lauk BA í sálfræði frá HÍ 2008 og er nú að ljúka Cand.Psych.-prófi frá HÍ. Steinnunn var verslunarstýra við verslunina Völu á Sólheimum í Grímsnesi árið 2001. Hún starfaði eitt sumar hjá SÁÁ, hefur starfaði við leikskóla á sumrin og sinnt stoð- kennslu við HÍ samhliða námi. Steinunn söng með Kársnes- kórunum og Hamrahlíðarkórunum. Hún sá um Málstofu Sálfræðideild- ar HÍ 2008-2009, var deildarfulltrúi nemenda í BA-náminu og í fram- haldsnáminu. Steinunn og Þóra Marteinsdótt- ir unnu samkeppni um Kópavogs- lagið í tilefni stórafmælis Kópavogs- kaupstaðar árið 2005. Þóra samdi lagið en Steinunn textann. Fjölskylda Maður Steinunnar er Þórður Rafn Ragnarsson, f. 5.9. 1976, vörustjóri hjá Stoð í Hafnarfirði. Sonur Þórðar Rafns er Kári Alex- ander Þórðarson, f. 5.7. 1999. Dætur Steinunnar og Þórðar eru Halldóra Ísold, f. 22.8. 2004; Áróra Gunnvör, f. 15.1. 2007. Systkini Steinunnar eru Stefán Unnar Sigurjónsson, f. 17.7. 1975, framkvæmdastjóri Miðstrætis; Linda Björg Sigurjónsdóttir, f. 25.10. 1985, nemi og starfsmaður Álfa- borgar; Logi Snær Emilsson, f. 19.5. 1995, nemi; Monika Lind Emilsdótt- ir, f. 30.1. 1997, nemi. Foreldrar Steinunnar eru Sigur- jón Pétur Stefánsson, f. 11.7. 1955, sölumaður og einn eigenda Hraun- taks í Hafnarfirði, og Halldóra Þor- gerður Leifsdóttir, f. 20.6. 1957, dag- móðir og hómópati. Steinunn byrjar afmælisdaginn með því að fagna með dóttur sinni sem þá er að útskrifast úr leikskól- anum. Steinunn og Þórður eiga sjö ára sambandsafmæli sama daga og munu því eyða deginum saman. Síðan ætlar Steinunn að sitja í sólinni, ásamt fjölskyldu og vinum, í bakgarðinum hjá vinkonu sinni við Hringbraut og grilla þar pylsur að kvöldi afmælisdagsins. 30 ára á föstudag 40 föstudagur 28. maí 2010

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.