Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Side 21
„Ég finn góða straum frá 16. sætinu.“
Héðinn Snær ArnArSSon
16 ára nemi
„14. sæti, mér finnst lagið ekki gott.“
EddA MAríA KjArtAnSdóttir
19 ára vinnur á american Style
„af því að ég er Íslendingur þá segi ég
að hún lendi í 3.sæti þó ég hafi aldrei
heyrt lagið. “
ÞorStEinn dAgur rAfnSSon
15 ára nemi
„20. sæti.“
rEbEKKA VAlbErg
16 ára nemi
„7. sæti.“
SVAnA MAríA friðriKSdóttir
20 ára nemi
Í hvaða sæti heldurðu að hera Björk lendi Í eurovison?
Þessa dagana býður sumarskóli
Háskóla Íslands upp á námskeið
um Hrunið, sem er á allan hátt hið
áhugaverðasta. Það er undarlegt til
þess að hugsa að þessir haustdag-
ar 2008, sem eru senn fjarstæðu-
kenndir og um leið eins og þeir hafi
gerst í gær, eru strax orðnir að sögu-
legu tímabili og um leið að bók-
menntagrein. Þó er ritun sögunn-
ar enn í fullum gangi, bæði á síðum
blaðanna og innan veggja Háskól-
ans. Og þó að allir geti verið sam-
mála um að ástæður hrunsins séu
margvíslegar og flóknar, rétt eins og
ástæður stríða og annarra stórvið-
burða, er þó líklegt að fyrr eða síðar
muni einhver einn aðili eða hópur
standa upp sem meginsökudólgur,
að minnsta kosti í almannavitund-
inni.
Hinir grunuðu eru enn í fullu
fjöri og eru flestir enn í áhrifastöð-
um, því eiga þeir mikið undir að
beina sjónum að öðrum en sjálfum
sér. Hingað til eru fjórir hópar sem
nefndir hafa verið til sögunnar, og er
ólíklegt að fleiri bætist við, þar sem
hugmyndin um að Lehman Broth-
ers eða mannvonska Gordon Brown
hafi valdið Hruninu hafa að öllum
líkindum fallið með rannsóknar-
skýrslunni.
Áttavilltir vinstrimenn
Fyrsti sökudólgurinn er frjálshyggj-
an sjálf. Ef til vill hlaut hún að leiða
hamfarir í för með sér, sama hver
hefði verið við völd, og því má rekja
upphafið að endalokunum til heim-
sóknar Miltons Friedman til Íslands
árið 1984. Þó verður að hafa í huga
að vandamálin sem fyrstu frjáls-
hyggjumennirnir voru að gagnrýna
voru raunveruleg. Ísland hafði lengi
verið fast í viðjum spillts flokka-
kerfis. Það vildi bara svo til að lækn-
ingin var verri heldur en sjúkdóm-
urinn. Með þetta í huga fer maður
einnig að skilja hversvegna hún
virkaði svona heillandi á marga Ís-
lendinga. Hún átti að vera patent
lausn á öllum þeim vandamálum
sem fylgdi íslensku fyrirgreiðslu-
pólitíkinni. Vinstrimenn höfðu
enga sambærilega lausn. Í staðinn
voru þeir settir í þá stöðu að þurfa
að verja kerfi sem þeir höfðu raun-
verulega aldrei trúað á til að byrja
með. Byltingunni hafði verið stolið
af þeim, það er því ekki að undra að
þeir hafi verið hálfáttavilltir. Þetta
var ein ástæða þess að allar gagn-
rýnisraddir hurfu hægt og rólega.
davíð, enn og aftur
Næsti sökudólgur eru stjórnmála-
flokkarnir, þá Sjálfstæðisflokkur-
inn sérstaklega og ekki síst Davíð
Oddsson sjálfur. Framsóknarmenn
voru einnig með á þeim tímum þeg-
ar stærstu ákvarðanirnar voru tekn-
ar, og það er harmleikur Samfylk-
ingarinnar að hafa tekið við þeirra
hlutverki á lokasprettinum. Haust-
ið 2008 var of seint að afstýra Hrun-
inu, þó vissulega megi efast um
þær ákvarðanir sem þá voru teknar.
Snemma árs 2006 hefði slíkt verið
hægt efnahagslega, en það er sam-
dóma álit sagnfræðinganna Guð-
mundar Magnússonar og Guðna
Th. Jóhannessonar, sem mikið hafa
fjallað um þessi mál, að slíkt var þá
pólitískt ómögulegt. Það var enginn
vilji fyrir því, hvorki meðal stjórn-
málamanna, bankamanna eða al-
mennings að skera bankana niður,
og slíkt hefði mætt mikilli andstöðu
alls staðar frá. Hvenær hefði þá mátt
koma í veg fyrir Hrunið? Líklega
liggur meginsökin í sjálfri einka-
væðingu bankanna og því hvernig
að henni er staðið. Hlýtur þar hlut-
verk Davíðs Oddssonar og Halldórs
Ásgrímssonar að vega þyngst.
Auðmennirnir og við
Auðmennirnir eru þeir sem hafa
þurft að sæta þyngstum sökum,
bæði hjá almenningi og nú einnig
að einhverju leyti hjá dómskerfinu.
Enda voru það þeir sem á endanum
frömdu verknaðinn, hvernig sem
aðstæður voru. Það er ljóst að staða
þeirra í sögunni mun verða mjög
slæm, spurningin er frekar hvort að
þeir verði þegar fram líða stundir
taldir einu sökudólgarnir eða hvort
fleiri munu verða nefndir.
Þó ber að hafa í huga að þótt lög
hafi verið brotin var ekki um beint
bankarán að ræða í hefðbundnum
skilningi. Frekar er hægt að tala um
svindl, og ránið var aðeins loka-
þáttur svindlsins. Líklega er erfitt
fyrir marga að horfast í augu við
þetta. Sá sem er rændur ber enga
sök sjálfur, slíkt getur í raun hent
hvern sem er. Sá sem er svindlað
á hlýtur hins vegar að vera að ein-
hverju leyti auðtrúa. Og án þess
hefðu hinir sökudólgarnir þrír varla
komist jafnlangt og raun ber vitni.
Sagan í framtíðinni
umræða 28. maí 2010 föstudagur 21
myndin
Hver er maðurinn? „Davíð Þór
rúnarsson.“
Hvað drífur þig áfram? „Fegurð lífsins
á hverjum einasta degi og það að fá að
hitta val í Buttercup á hverjum degi.“
Hvar ertu uppalinn? „Sauðarkróki.“
Hver eru þín helstu áhugamál?
„Fótbolti, póker og eiga góða stund með
góðum vinum.“
Með hvaða liði heldur þú á HM í
sumar? „er það ekki bara þetta klassíska,
argentína?“
Af hverju pókermót? „Því það er það
sem ég geri best.“
Hverjir koma að skipulagningu
þess? „velunnarar og vinir á Gullöldinni
í Grafarvogi. Það þekkja allir alla hérna
við viljum leggja okkar af mörkum til að
styðja við fjölskylduna á þessum erfiðu
tímum. Ég vil taka það fram að þetta er
sameiginlegt átak marga einstaklinga þó
svo að ég sé í forsvari hér.“
Var auðvelt að safna vinningum
fyrir mótið? „við komum alstaðar að
opnum dyrium og fólk sýndi þessu
mikinn samhug. icelandair var eina
fyrirtækið sem ekki vildi gefa vinning því
það vildi ekki láta bendla sig við póker.
manni finnst það skjóta skökku við þar
sem fyrirtækið berst fyrir því að spilavíti
verði leyfð á landinu.“
Hvað býst þú við mörgum
þáttakendum? „Ég býst við mörgum.
Samhugurinn og samúðin er það mikil í
kringum þetta hræðilega fráfall.“
Hefur þú skipulagt eitthvað þessu
líkt áður? „Já, ótal oft.“
maður dagsins
dómstóll götunnar
kjallari
VAlur gunnArSSon
rithöfundur skrifar
„Fyrsti söku-
dólgurinn er
frjálshyggj-
an sjálf.“
Veitt í Vífilstaðavatni Fuglar og menn hafa notið veðurblíðunnar á suðurlandi undanfarna daga. Þessi nútímalegi veiðimaður lét veiðina ekki aftra sér frá því að svara í
símann úti í miðju vífilstaðavatni. engum sögum fer af aflabrögðum með þessari nýstárlegu aðferð. Mynd Sigtryggur Ari
dAVíð Þór rúnArSSon hélt í
gær ásamt samstarfsmönnum sínum á
Gullöldinni í Grafarvogi og fleiri
aðilum pókermót til styrktar fjölskyldu
drengsins sem lést nýverið af
slysförum í leiktæki. Davíð segir
samhuginn vera mikinn í hverfinu og
að lítið mál hafi verið að fá vinninga
fyrir mótið hjá öllum nema icelandair.
Samhugurinn
mikill í hverfinu