Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 28. maí 2010 KOSNINGAR2010 Ef undan eru skildir hundrað dagar frá október 2007 og fram í janúar 2008 hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið með völdin í Reykjavík síðustu fjögur ár. Framsóknarflokkurinn hefur hangið í meirihluta stærstan hluta kjörtíma- bilsins, fyrir utan þá sjö mánuði sem Sjálfstæðisflokkurinn myndaði meiri- hluta með Ólafi F. Magnússyni í borg- arstjórn. Oddvitar þriggja af fimm borgarstjórnarflokkum stigu til hliðar á kjörtímabilinu. Skipulagsmálin voru meðal stóru málanna fyrir síðustu borgarstjórn- arkosningar enda átti sér stað mikil uppbygging í hverfum borgarinnar í kringum síðustu kosningar. Óhætt er að segja að stóru kosn- ingaloforðin sem stjórnmálaflokk- arnir settu fram fyrir síðustu kosning- ar hafi ekki verið efnd og einkenndist starf borgarstjórnar Reykjavíkur af tíðum meirihlutaskiptum, manna- breytingum og valdabrölti. Þá verð- ur kjörtímabilsins líklega minnst fyr- ir REI-málið og efnahagshrunið sem setti allar fyrirætlanir í uppnám, frek- ar en að stjórnmálamenn hafi stað- ið við stóru loforðin. DV tekur sam- an nokkur af helstu loforðum þeirra stjórnmálaflokka sem hafa farið með völdin í borginni frá því í síðustu kosningum og ber saman við efndir þeirra. Þak yfir Laugaveg Ólafur F. Magnússon barðist fyrir því að varðveita 19. aldar götumynd Laugavegs og í borgarstjóratíð sinni gekk hann beint til verks og festi kaup á gömlum húsum við Lauga- veg til þess að gera þau upp og varð- veita. Hann lofaði hins vegar líka að fjölga byggingarlóðum án útboða og Sundabraut í sátt við íbúana. Björn Ingi Hrafnsson var loforða- glaður fyrir síðustu kosningar, en hrökklaðist úr pólitík eftir að 100 daga meirihlutinn féll. Ekki er að sjá að Framsóknarflokkurinn hafi efnt mörg stóru loforðanna frá síðustu kosning- um. Þak hefur ekki verið byggt yfir hluta Laugavegar, Kolaportið er enn á sama stað, vatnaparadís er ekki ris- in við Úlfarsfell og lækurinn í Lækjar- götu rennur enn neðanjarðar. Hverfin sem ekki hafa risið Sjálfstæðisflokkurinn hefur myndað þrjá meirihluta á þessu kjörtímabili. Flokkurinn boðaði enn meiri upp- byggingu í borginni í stefnuskrá sinni fyrir síðustu borgarstjórnarkosning- ar. Flokkurinn efndi hluta þeirra lof- orða, meðal annars með því að byggja við Úlfarsfell. Önnur hverfi sem voru á döfinni hafa hins vegar ekki risið. Þannig átti að byggja stór íbúðahverfi á Geldinganesi og í Vatnsmýri. Setja átti Miklubrautina í stokk og bora jarðgöng í gegnum Öskjuhlíðina. Flokkurinn boðaði enn fremur byggð í Keldnalandi, sem ekki hefur orðið af. Þá átti að lækka gjaldskrá í leikskól- um borgarinnar um 25 prósent frá og með 1. september 2006. Við það lof- orð stóð Sjálfstæðisflokkurinn en leik- skólagjöld hafa síðan verið hækkuð umtalsvert á ný. STÓÐU EKKI VIÐ STÓRU LOFORÐIN Opinn lækur í Lækjargötu, göng í gegnum Öskjuhlíð, mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, neðansjáv- arjarðgöng upp á Kjalarnes og þak yfir Laugaveg, eru meðal þeirra kosningaloforða sem ekki voru efnd á þessu kjörtímabili. Síðustu ár einkenndust af efnahagshruninu, valdabrölti í borg- arstjórn og REI-málinu frekar en að borgarfulltrúar stæðu við stóru kosningaloforðin. Þak hefur ekki verið byggt yfir hluta Lauga-vegar, Kolaportið er enn á sama stað, vatnaparadís er ekki risin við Úlfarsfell og lækur- inn í Lækjargötu rennur enn neðanjarðar. LOFORÐ FLOKKANNA FRAMSÓKNARFLOKKURINN Skólabúningar í grunnskólum Reykjavíkur NEI Skíðahús í Reykjavík NEI Vatnaparadís í Úlfarsárdal NEI Tvöföld Sundabrautargöng upp á Kjalarnes NEI Efling löggæslu í miðborginni NEI Flugvöllur á Lönguskerjum NEI Gjaldfrjáls leikskóli NEI Frístundakort fyrir börn JÁ Gæsluvellir í Reykjavík NEI Ókeypis í strætó fyrir tiltekna hópa JÁ Hjúkrunarheimili við Markarholt JÁ Hjúkrunarheimili við Lýsishúsið NEI Lækurinn við Lækjargötu opnaður NEI Olíutankarnir við Örfirisey fjarlægðir NEI Þekkingarþorp í VatnsmýrI NEI 50 þúsund króna mánaðargreiðslur til foreldra 9 til 18 mánaða barna NEI Byggja þak yfir hluta Laugavegar NEI Flytja Kolaportið í nýtt húsnæði NEI SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Miklabraut í stokk NEI Almenn gjaldskrárlækkun í öllum borgarreknum leikskólum, 1. sept. 2006 JÁ Stofnun vísinda- og ævintýrasafns NEI 10 þúsunda íbúabyggð á Geldinganesi NEI 8-10 þúsund íbúa byggð í Vatnsmýri NEI 15 þúsund manna byggð í Örfirisey NEI Sundabraut upp á Kjalarnes í einum áfanga NEI Öskjuhlíðargöng NEI Mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar NEI Hlíðarfótur JÁ Uppbygging á Úlfarsfelli JÁ Byggð á Keldnalandi NEI Uppbygging í Elliðaárvogi NEI ÓLAFUR F. MAGNÚSSON Flugvöllurinn áfram í Vatnsmýrinni JÁ 19. aldar götumynd Laugavegarins verði varðveitt JÁ Fjölgun lóða án útboðs JÁ Frítt í strætó fyrir börn, unglinga, aldraða og öryrkja NEI Sýnilegri löggæsla í hverfum borgarinnar NEI Styrking stofnbrauta og Sundabraut í sátt við íbúana NEI Orkuveitan og Landsvirkjun áfram í eigu almennings JÁ Aukin þátttaka íbúa í stjórnun borgarinnar NEI VALGEIR ÖRN RAGNARSSON blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is FYRSTI MEIRIHLUTINN Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson varð borgarstjóri sumarið 2006 eftir að hann myndaði meirihluta með Framsóknarflokknum. ANNAR MEIRIHLUTINN Dagur B. Eggertsson varð borgarstjóri í hundrað daga meirihlutanum. ÞRIÐJI MEIRIHLUTINN Ólafur F. og Vihjálmur Þ. mynduðu meirihluta í janúar 2008 þar sem Ólafur varð borgarstjóri. FJÓRÐI MEIRIHLUTINN Hanna Birna Kristjánsdóttir varð borgar- stjóri í ágúst árið 2008 eftir að hún sleit samstarfinu við Ólaf F. Magnússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.