Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2010, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 28. maí 2010 KOSNINGAR2010
Ef undan eru skildir hundrað dagar
frá október 2007 og fram í janúar 2008
hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið með
völdin í Reykjavík síðustu fjögur ár.
Framsóknarflokkurinn hefur hangið
í meirihluta stærstan hluta kjörtíma-
bilsins, fyrir utan þá sjö mánuði sem
Sjálfstæðisflokkurinn myndaði meiri-
hluta með Ólafi F. Magnússyni í borg-
arstjórn. Oddvitar þriggja af fimm
borgarstjórnarflokkum stigu til hliðar
á kjörtímabilinu.
Skipulagsmálin voru meðal stóru
málanna fyrir síðustu borgarstjórn-
arkosningar enda átti sér stað mikil
uppbygging í hverfum borgarinnar í
kringum síðustu kosningar.
Óhætt er að segja að stóru kosn-
ingaloforðin sem stjórnmálaflokk-
arnir settu fram fyrir síðustu kosning-
ar hafi ekki verið efnd og einkenndist
starf borgarstjórnar Reykjavíkur af
tíðum meirihlutaskiptum, manna-
breytingum og valdabrölti. Þá verð-
ur kjörtímabilsins líklega minnst fyr-
ir REI-málið og efnahagshrunið sem
setti allar fyrirætlanir í uppnám, frek-
ar en að stjórnmálamenn hafi stað-
ið við stóru loforðin. DV tekur sam-
an nokkur af helstu loforðum þeirra
stjórnmálaflokka sem hafa farið með
völdin í borginni frá því í síðustu
kosningum og ber saman við efndir
þeirra.
Þak yfir Laugaveg
Ólafur F. Magnússon barðist fyrir
því að varðveita 19. aldar götumynd
Laugavegs og í borgarstjóratíð sinni
gekk hann beint til verks og festi
kaup á gömlum húsum við Lauga-
veg til þess að gera þau upp og varð-
veita. Hann lofaði hins vegar líka að
fjölga byggingarlóðum án útboða og
Sundabraut í sátt við íbúana.
Björn Ingi Hrafnsson var loforða-
glaður fyrir síðustu kosningar, en
hrökklaðist úr pólitík eftir að 100 daga
meirihlutinn féll. Ekki er að sjá að
Framsóknarflokkurinn hafi efnt mörg
stóru loforðanna frá síðustu kosning-
um. Þak hefur ekki verið byggt yfir
hluta Laugavegar, Kolaportið er enn
á sama stað, vatnaparadís er ekki ris-
in við Úlfarsfell og lækurinn í Lækjar-
götu rennur enn neðanjarðar.
Hverfin sem ekki hafa risið
Sjálfstæðisflokkurinn hefur myndað
þrjá meirihluta á þessu kjörtímabili.
Flokkurinn boðaði enn meiri upp-
byggingu í borginni í stefnuskrá sinni
fyrir síðustu borgarstjórnarkosning-
ar. Flokkurinn efndi hluta þeirra lof-
orða, meðal annars með því að byggja
við Úlfarsfell. Önnur hverfi sem voru
á döfinni hafa hins vegar ekki risið.
Þannig átti að byggja stór íbúðahverfi
á Geldinganesi og í Vatnsmýri. Setja
átti Miklubrautina í stokk og bora
jarðgöng í gegnum Öskjuhlíðina.
Flokkurinn boðaði enn fremur byggð
í Keldnalandi, sem ekki hefur orðið af.
Þá átti að lækka gjaldskrá í leikskól-
um borgarinnar um 25 prósent frá og
með 1. september 2006. Við það lof-
orð stóð Sjálfstæðisflokkurinn en leik-
skólagjöld hafa síðan verið hækkuð
umtalsvert á ný.
STÓÐU EKKI VIÐ
STÓRU LOFORÐIN
Opinn lækur í Lækjargötu, göng í gegnum Öskjuhlíð, mislæg
gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, neðansjáv-
arjarðgöng upp á Kjalarnes og þak yfir Laugaveg, eru meðal
þeirra kosningaloforða sem ekki voru efnd á þessu kjörtímabili.
Síðustu ár einkenndust af efnahagshruninu, valdabrölti í borg-
arstjórn og REI-málinu frekar en að borgarfulltrúar stæðu við
stóru kosningaloforðin.
Þak hefur ekki verið byggt yfir hluta Lauga-vegar, Kolaportið er enn á sama stað,
vatnaparadís er ekki risin við Úlfarsfell og lækur-
inn í Lækjargötu rennur enn neðanjarðar.
LOFORÐ FLOKKANNA
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Skólabúningar í grunnskólum Reykjavíkur NEI
Skíðahús í Reykjavík NEI
Vatnaparadís í Úlfarsárdal NEI
Tvöföld Sundabrautargöng upp á Kjalarnes NEI
Efling löggæslu í miðborginni NEI
Flugvöllur á Lönguskerjum NEI
Gjaldfrjáls leikskóli NEI
Frístundakort fyrir börn JÁ
Gæsluvellir í Reykjavík NEI
Ókeypis í strætó fyrir tiltekna hópa JÁ
Hjúkrunarheimili við Markarholt JÁ
Hjúkrunarheimili við Lýsishúsið NEI
Lækurinn við Lækjargötu opnaður NEI
Olíutankarnir við Örfirisey fjarlægðir NEI
Þekkingarþorp í VatnsmýrI NEI
50 þúsund króna mánaðargreiðslur til foreldra 9 til 18 mánaða barna NEI
Byggja þak yfir hluta Laugavegar NEI
Flytja Kolaportið í nýtt húsnæði NEI
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
Miklabraut í stokk NEI
Almenn gjaldskrárlækkun í öllum borgarreknum leikskólum, 1. sept. 2006 JÁ
Stofnun vísinda- og ævintýrasafns NEI
10 þúsunda íbúabyggð á Geldinganesi NEI
8-10 þúsund íbúa byggð í Vatnsmýri NEI
15 þúsund manna byggð í Örfirisey NEI
Sundabraut upp á Kjalarnes í einum áfanga NEI
Öskjuhlíðargöng NEI
Mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar NEI
Hlíðarfótur JÁ
Uppbygging á Úlfarsfelli JÁ
Byggð á Keldnalandi NEI
Uppbygging í Elliðaárvogi NEI
ÓLAFUR F. MAGNÚSSON
Flugvöllurinn áfram í Vatnsmýrinni JÁ
19. aldar götumynd Laugavegarins verði varðveitt JÁ
Fjölgun lóða án útboðs JÁ
Frítt í strætó fyrir börn, unglinga, aldraða og öryrkja NEI
Sýnilegri löggæsla í hverfum borgarinnar NEI
Styrking stofnbrauta og Sundabraut í sátt við íbúana NEI
Orkuveitan og Landsvirkjun áfram í eigu almennings JÁ
Aukin þátttaka íbúa í stjórnun borgarinnar NEI
VALGEIR ÖRN RAGNARSSON
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
FYRSTI MEIRIHLUTINN Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson varð borgarstjóri
sumarið 2006 eftir að hann myndaði meirihluta með Framsóknarflokknum.
ANNAR MEIRIHLUTINN Dagur B. Eggertsson varð borgarstjóri í
hundrað daga meirihlutanum.
ÞRIÐJI MEIRIHLUTINN
Ólafur F. og Vihjálmur Þ. mynduðu
meirihluta í janúar 2008 þar sem Ólafur
varð borgarstjóri.
FJÓRÐI MEIRIHLUTINN Hanna Birna Kristjánsdóttir varð borgar-
stjóri í ágúst árið 2008 eftir að hún sleit samstarfinu við Ólaf F. Magnússon.