Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Page 4
4 MÁNUDAGUR 31. maí 2010 FRÉTTIR
Ólafur Arnarson fær um 400 hundruð þúsund krónur á mánuði frá almannatenglinum
Gunnari Steini Pálssyni fyrir ráðgjafastörf. Gunnar Steinn hefur unnið náið með eig-
endum Exista og Hreiðari Má Sigurðssyni og Sigurði Einarssyni. Exista hefur greitt
fyrirtæki Gunnars, GSP samskiptum, háar fjárhæðir fyrir ráðgjöf á liðnum árum.
Almannatengillinn Gunnar Steinn
Pálsson hefur borgað Ólafi Arnar-
syni, hagfræðingi og blaðamanni
sem skrifar pistla á vefritið Press-
una, fjögur hundruð þúsund krónur
á mánuði fyrir ráðgjafastörf síðustu
misserin, samkvæmt heimildum DV.
Ekki liggur ljóst fyrir hvers konar ráð-
gjafastörf Ólafur hefur unnið fyrir
Gunnar Stein.
Ólafur hefur orðið nokkuð þekkt-
ur hér á landi frá bankahruninu fyr-
ir pistla sína á Pressunni þar sem
hann tekur oft upp hanskann fyrir
ýmsa þekkta auðmenn, sérstaklega
fyrrverandi stjórnendur Kaupþings
og eigendur Existu. Gunnar Steinn,
eða félag í hans eigu sem heitir GSP
samskipti, hefur unnið náið með eig-
endum Existu og fyrrverandi stjórn-
endum Kaupþings, Hreiðari Má Sig-
urðssyni og Sigurði Einarssyni, á
liðnum árum.
Heimildir DV herma að Gunnar
Steinn og félag hans hafi í gegnum
tíðina fengið háar greiðslur frá Existu
fyrir ýmiss konar þjónustu. Sömu
heimildir DV segja að hluti af þeim
greiðslum sé til að standa straum af
launagreiðslum Gunnars Steins til
Ólafs Arnarsonar.
Játar hvorki né neitar
Aðspurður hvort hann hafi í gegn-
um tíðina fengið greitt mánaðarlega
frá Gunnari Steini Pálssyni segir Ól-
afur að hann geti ekki svarað því.
„Ég fæ greitt mánaðarlega frá hin-
um og þessum fyrir ráðgjafastörf. Ég
gef ekki upp hverjir greiða mér en ég
hef greint frá því að það greiðir mér
enginn fyrir greinaskrif annar en Vef-
pressan.“
Aðspurður hvort hann neiti því að
hann fái greiðslur frá Gunnari Steini
eða félagi hans segir Ólafur. „Ég tjái
mig ekki um greiðslur
frá öðrum en Vefpressunni. Ég get
ekki farið að játa eða neita greiðslum
frá einhverjum. Ég vinn ráðgjafastörf
fyrir hina og þessa viðskiptavini og
þeir njóta míns trúnaðar. Ég mun því
hvorki játa þessu né neita. Mér dett-
ur ekki í hug að greina frá því hverj-
ir hafa fengið reikninga frá mér,“ seg-
ir Ólafur en DV hefur heimildir fyrir
því að samtals nemi laun Ólafs um
900 þúsund krónum á mánuði. Þar
meðtalin eru væntanlega laun hans
frá Vefpressunni. Ólafur er ekki í
fastri vinnu svo vitað sé og fær þessa
upphæð, 900 þúsund krónur, fyrir
ýmis rit- og ráðgjafastörf sem verk-
taki. Eina þekkta starfið sem vitað
er að Ólafur gegni eru pistlaskrifin á
Pressunni.
Sagðist ekki vinna fyrir Existu
DV hafði samband við Ólaf fyrir
nokkrum vikum til að spyrja hann
um hvort hann fengi greitt frá Existu.
Hávær orðrómur var þá um að Ólaf-
ur hefði unnið fyrir félagið og fengið
greitt frá því. Ólafur neitaði því hins
vegar með eftirfarandi orðum. „Það
hefur aldrei eitt einasta félag á mín-
um vegum eða ég sjálfur unnið fyrir
Existu eða sent félaginu einn einasta
reikning eða fengið greiðslu frá því,“
sagði Ólafur í samtali við DV. Þetta
var áður en DV fékk heimildir fyrir
því að Ólafur fengi greitt frá Gunnari
Steini.
Fyrir nokkrum vikum gat Ólafur
því neitað því að hann fengi greitt
beint frá Existu en í samtali við DV
nú vill hann hvorki játa né neita að
hann fái greitt frá Gunnari Steini
og ber því við að almennt séð játi
hann því hvorki né neiti að hann
vinni fyrir einhvern. Þarna er því
ákveðið misræmi í svörum Ólafs:
Annars vegar neitar hann því að
hann fái greitt frá Existu en
hins vegar segir hann að hann
vilji hvorki játa því né neita
að hann fái greitt frá Gunn-
ari Steini.
DV hafði samband við
Gunnar Stein Pálsson til
að spyrja hann hvort Ólafur fengi
greitt frá honum fyrir ráðgjafastörf.
Gunnar Steinn vildi hvorki játa þessu
né neita. Hann sagði að hann hefði
það sem vinnureglu í öllum tilfellum
að játa hvorki né neita slíkum fyrir-
spurnum.
Tengdur Existu og Kaupþingi
Fjölskyldutengsl Ólafs Arnarsonar
við Existu og Kaupþing eru nokk-
ur. Erlendur Hjaltason, fyrrverandi
forstjóri Existu, er náfrændi Ólafs.
Mæður þeirra eru systur. Erlendi var
vikið frá störfum hjá Existu 30. apríl
síðastliðinn eftir að ný stjórn tók yfir
félagið í kjölfarið á yfirtöku kröfu-
hafa Existu á félaginu. Auk þess að
vera skyldur Erlendi Hjaltasyni er
kona Ólafs föðursystir Hreiðars Más
Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra
Kaupþings.
Líklegt er að Exista muni ekki
halda áfram að greiða Gunnari
Steini Pálssyni fyrir ráðgjöf þar
sem helsta ástæðan fyrir störfum
hans fyrir félagið snerist um per-
sónuleg tengsl hans við helstu eig-
endur þess, Bakkabræður, og lykil-
stjórnendur, meðal annars Erlend.
Tengsl Gunnars Steins og Hreiðars
Más og Sigurðar eru alþekkt og hef-
ur Gunnar Steinn unnið mikið fyrir
þá í gegnum tíðina og munu tengsl
hans við þá vera nokkuð náin.
Bakkabræður hafa enn fremur verið
nánir viðskiptafélagar Sigurðar og
Hreiðars í gegnum tíðina og var Ex-
ista stærsti kröfuhafi og lántakandi
Kaupþings.
Í pistlum sínum á Pressunni hef-
ur Ólafur nokkrum sinnum tekið
upp hanskann fyrir þá Kaupþings-
menn og tengda aðila og verið dug-
legur við að reyna að beina sviðs-
ljósinu að óvildarmönnum þeirra
og andstæðingum. Allmörg dæmi
eru um slíkt.
Til að mynda gagnrýndi hann
nýlega gæsluvarðhaldsúrskurð
yfir Hreiðari Má og Magnúsi Guð-
mundssyni í pistli á Pressunni eft-
ir að þeir höfðu verið handteknir.
Jafnframt gagnrýndi hann Jóhönnu
Sigurðardóttur forsætisráðherra og
Steingrím J. Sigfússon fjármálaráð-
herra harðlega fyrir að fagna gæslu-
varðhaldsúrskurði tvímenninganna.
ANNAS SIGMUNDSSON og
INGI F. VILHJÁLMSSON
blaðamenn skrifa: annas@dv.is og ingi@dv.is
FÆR BORGAÐ FRÁ
GUNNARI STEINI
Neitar ekki Ólafur Arnarson
vill hvorki játa því né neita
að hann hafi fengið greitt frá
Gunnari Steini Pálssyni al-
mannatengli. Gunnar Steinn
hefur unnið mikið fyrir Existu
sem nú hefur verið tekið yfir
af kröfuhöfum sem skipt
hafa um æðstu stjórnendur
félagsins.
Ég fæ greitt mánaðarlega frá
hinum og þessum fyrir
ráðgjafastörf.
Tekur upp hanskann fyrir Kaupþing Ólafur hefur í pistlum sínum á Pressunni
gjarnan tekið upp hanskann fyrir fyrrverandi stjórnendur Kaupþings, Hreiðar Má
Sigurðsson og Sigurð Einarsson. Heimildir DV herma að Ólafur fái greiddar 400
þúsund krónur á mánuði frá almannatengli þeirra Sigurðar og Hreiðars og Existu.
Greiðslur frá Existu Gunnar Steinn
hefur unnið mikið fyrir Existu í gegnum
tíðina og fengið vel greitt frá félaginu.
Almannatengillinn hefur aftur greitt
Ólafi Arnarsyni fyrir ráðgjafastörf.
Ólafur er náfrændi fyrrverandi forstjóra
Existu, Erlendar Hjaltasonar.
Meirihluti myndað-
ur á Akranesi
Búið er að mynda nýjan meirihluta
í bæjarstjórninni á Akranesi. Þar er
um að ræða þriggja flokka stjórn
Framsóknarflokks, Samfylkingar og
vinstri-grænna. Sjálfstæðisflokkur-
inn var áður með hreinan meirihluta
á Akranesi eftir að Karen Jónsdóttir,
bæjarfulltrúi Frjálslynda flokksins,
sagði skilið við flokkinn og gekk til
liðs við sjálfstæðismenn árið 2008. Í
vikunni munu bæjarfulltrúar flokk-
anna stinga saman nefjum til skrafs
og ráðagerða.
Sjálfstæðisflokkur-
inn líklega úti
Allt bendir til þess að fjögurra flokka
stjórn verði mynduð í Kópavogi milli
Samfylkingar, vinstri-grænna, Næst-
besta flokksins og Lista Kópavogs-
búa. Tvö síðastnefndu framboðin
eru ný af nálinni. Þau fengu einn
mann kjörinn hvort. Sjálfstæðis-
flokkur og Framsókn mynduðu áður
meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs.
Sjálfstæðisflokkurinn missti einn
bæjarfulltrúa í kosningunum á laug-
ardag og þar með meirihlutann.
Viðræður á
Fljótsdalshéraði
Fulltrúar Framsóknarflokksins og
Héraðslistans á Fljótsdalshéraði
hófu í gær meirihlutaviðræður. Áður
hafði Sjálfstæðisflokkurinn mynd-
að meirihluta með Héraðslistanum.
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði hins
vegar miklu fylgi í kosningunum og
tveimur sveitarstjórnarfulltrúum.
Þá er ekki útilokað að annaðhvort
Framsóknarflokkurinn eða Héraðs-
listinn myndi meirihluta með Á-list-
anum.
Kæra úrslit til
sýslumanns
Ákveðið hefur verið að kæra
úrslit kosninganna í sameinuðu
sveitarfélagi Hörgárbyggðar og
Arnarneshrepps í Eyjafirði til
sýslumanns embættisins á Akureyri.
Ástæðan er einföld. Þar skildi
aðeins eitt atkvæði framboðslistana
Samstöðulistann og Lýðræðislistann
að. Þar fékk hinn síðarnefndi atkvæði
meira og því hreinan meirihluta.
Fulltrúar Samstöðulistans segja að
merkingar á einum atkvæðaseðli hafi
verið mjög óskýrar og að þar sé ekki
fullsannað að viðkomandi hafi ætlað
að kjósa Lýðræðislistann.