Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Blaðsíða 14
og öðrum kostnaði. Ef dæmt verður Íslandi í vil er það aftur á móti ekki formleg staðfesting á skuldbindingu Hollendinga og Breta í málinu en erfiðar mjög málstað þeirra vegna þess að þeir eiga aðeins þess kost að sækja málið fyrir EFTA-dómstóln- um. Júrísk stofnun ESA gegnir sambærilegu hlut- verki fyrir EFTA-ríkin eins og fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins fyrir aðildarríki þess. Aðildarríki sambandsins eiga síðan þess kost að leysa úr ágreiningsatriðum frammi fyrir Evrópudómstólnum sem Ís- land hefur ekki aðgang að. Fram- kvæmdastjórnin er mun pólitískari stofnun en ESA og hefur það meg- inhlutverk að stuðla að sameiningu Evrópu. Því er fyrst og fremst reynt að miðla málum áður en ágreining- ur fer fyrir dómstóla. ESA er sjálf- stæð stofnun sem hefur að jafnaði verið strangari í túlkun sinni á laga- gerð ESB en framkvæmdastjórnin. ESA hefur ekki umboð til að túlka einstaka greinar ESB eins og fram- kvæmdastjórnin. Greinir á um réttarstöðu Þeir álitsgjafar sem DV hefur haft samband við vegna málsins grein- ir á um hvort réttarstaða Íslands væri betri hefði Ísland aðgang að framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins og Evrópudómstólnum sem aðildarríki sambandsins. Þó liggur fyrir að ferli málsins hefði verið annað hefði Ísland verið að- ili að sambandinu þar sem fram- kvæmdastjórnin hefði tekið það til meðferðar. Í upphaflegum drögum að EES- samningnum var gert ráð fyrir því að komið yrði á laggirnar sameigin- legum dómstól sem skipaður væri fulltrúum bæði EFTA- og ESB-ríkja. Frá þeim áformum var fallið á síð- ari stigum þegar Evrópudómstóll- inn komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að framselja vald til þriðja aðila samkvæmt stofnsátt- mála sambandsins. 14 mánudagur 31. maí 2010 fréttir Svo gæti farið að Icesave-mál- ið leysist fyrir EFTA-dómstóln- um í Lúxemborg. EFTA-dómstóll- inn er sjálfstæður dómstóll sem fjallar um framkvæmd samnings- ins um evrópska efnahagssvæðið (EES) innan EFTA-ríkjanna. Eftir- litsstofnun EFTA, ESA, hefur sent íslenskum stjórnvöldum áminn- ingu þar sem stofnunin kemst að þeirri niðurstöðu að Íslendingum beri að tryggja greiðslu á lágmarks- tryggingu í samræmi við tilskipun um innistæðutryggingar til breskra og hollenskra sparifjáreigenda sem hluti af EES-samningnum. Í bréfinu segist ESA ósammála þeim skiln- ingi íslenskra stjórnvalda á tilskip- uninni um innistæðutryggingar að hún eigi ekki við í algeru efnahags- hruni. Í áminningarbréfi ESA kemur meðal annars fram að í Bretlandi hafi þrjú hundruð þúsund sparifjár- eigendur fengið greidda 4,5 millj- arða punda en Ísland hafi verið skuldbundið til að greiða 2,1 millj- arð punda af þeirri upphæð. Hol- lenski seðlabankinn hafi að sama skapi greitt sparifjáreigendum 1,53 milljarða evra til hundrað og átján þúsund reikningshafa. Þar af beri Íslandi að greiða 1,34 milljarða evra samkvæmt tilskipuninni. Íslensk- um stjórnvöldum hefur verið veittur tveggja mánaða frestur til að svara áminningu ESA. Mun ESA þá taka mið af þeim sjónarmiðum og rök- styðja ákvörðun sína sé þörf á. Ekki er ljóst hvenær málið yrði tekið til meðferðar hjá EFTA-dómstólnum ef samningar nást ekki í tæka tíð en það gæti orðið á næsta ári. Einhliða niðurstaða Niðurstaða EFTA-dómstólsins er endanleg. Komist hann að því að Ís- landi beri að greiða lágmarksupp- hæðina ber stjórnvöldum að hlíta þeirri niðurstöðu. Að öðrum kosti gæti það jafngilt uppsögn á EES- samningnum. Fordæmi EFTA-dóm- stólsins sýnir að hann hafi í meiri- hluta tilvika dæmt eftir áliti ESA. Ef dæmt verður gegn Íslandi getur far- ið svo að stjórnvöld þurfi að greiða lágmarksupphæðina með vöxtum Dómstólaleiðin ÍslanDi Í óhag EFTA-dómstóllinn hefur ekki dæmt gegn Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, síðustu þrjú ár. ESA sendi íslenskum stjórn- völdum áminningu í síðustu viku þar sem hún kemst að þeirri niðurstöðu að þeim beri að greiða lágmarkstryggingu reikninga í Icesave-málinu. Ef samningar nást ekki milli deiluaðila í tæka tíð gæti málið endað fyrir dómstólnum. Mál þar sem ESA hefur farið fyrir EFTA dómstólinn. 2010 Þrjú mál, öll ESA í vil. 2009 Fimm mál, öll ESA í vil. 2008 Fjögur mál, öll ESA í vil. mál hjá Efta EFTA dómsTóllinn n Skipaður fulltrúum þriggja EFTA ríkja. n Takmarkaður sveigjanleiki. n Fjallar um framkvæmd EES. EvrópudómsTóllinn n Einn dómari frá hverju aðildarríki ESB. n Lagastofnun með pólitískt gildi. n Fjölþættur dómstóll. dómstólarnir róbErT hlynur bAldursson blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Þar eru líka dæmi um mál sem ESA hefur tapað fyrir EFTA-dómstólnum. Eiríkur bergmann Einarsson, forstöðumaður Evrópu- fræðaseturs Háskólans á Bifröst, segir það sérstakt þegar stjórnmálamenn haldi því fram að áminning ESA bæti samningsstöðu Íslands þegar hið gagnstæða sé augljóst - EFTA-dómstóllinn hafði í yfirgnæfandi meirihluta tilvika komist að sömu niðurstöðu og ESA. Í því ljósi hljóti menn að taka álit ESA alvarlega. Það gengi gegn hagsmunum Íslands að láta skeika að sköpuðu. Hann segir ákveðinn vanda fylgja því að ESA túlki jafnan lög Evrópusam- bandsins bókstaflega. Hann bendir á að málsmeðferðin hefði verið með öðrum hætti hefði Ísland verið aðili að Evrópusambandinu þar sem framkvæmdastjórnin reyni gjarnan að miðla málum milli deiluaðila. „Það verður oft sameiginlegt verkefni Evrópusambandsins að leysa úr verkefnum eins og þessum, alveg eins og við sjáum á því hvernig sambandið hefur tekið á málefnum Grikklands sem hefur þó glímt við minni efnahagsþrengingar en Ísland eftir að krónan hrundi. Íslandsvandinn er aftur á móti ekki samevrópskt vandamál,“ segir Eiríkur. Eiríkur bendir á að þar sem að ESA hafi ekki leyfi til pólitískra málamyndana eins og stofnanir ESB hafi sé réttarstaða Íslands svolítið öðruvísi heldur en aðildarríkja ESB sem geti beitt sér innan stofnana Evrópusambands- ins og á vettvangi þess. Eiríkur bergmann Einarsson, forstöðumaður Evrópufræðaseturs: ólík staða innan og utan Esb Eiríkur bergmann Telur afar ólíklegt að EFTA-dómstóllinn muni dæma Íslandi í vil í Icesave-málinu. stefán már stefánsson, prófessor í lögum við Háskóla Íslands, telur engu máli skipta fyrir réttarstöðu Íslands í Icesave-málinu hefði ríkið verið aðili að sambandinu eða ekki. EFTA-dómstóllinn sé alþjóðlegur dómstóll sem beiti túlkunaraðferðum sem séu í grundvallaratriðum lögfræðilegar. Stefán tekur hins vegar undir þau sjónarmið að framkvæmdastjórnin hafi miklu fleiri hlutverkum að gegna en ESA. „Eftirlitsstofnun á að hafa eftirlit en álit hennar hefur ekki áhrif á dómstólinn. Hið eina sem má segja um muninn á dómstól Evrópusambandsins og EFTA-dómstólnum er að hjá þeim síðarnefnda eru mun færri dómendur. Því mætti segja að hann sé veikburða stofnun miðað við dómstól Evrópusambandsins,“ segir Stefán. Stefán segir að þrátt fyrir að EFTA-dóm- stóllinn hafi í flestum tilvikum tekið undir sjónarmið ESA beri ekki að taka þær tölur of alvarlega. „Þar eru líka dæmi um mál sem ESA hefur tapað fyrir EFTA-dómstólnum,“ segir Stefán. stefán már stefánsson prófessor í lögum við HÍ: Sama staða stefán már Varar við því að fólk taki of mikið mark á dómafor- sögu EFTA-dómstólsins. óhagstæð forsaga EFTA dómstóllinn hefur oftast dæmt málum sem tengjast Eftirlitsstofnun EFTA henni í hag. Fræðimenn greinir á um hvort staða Íslands hefði verið betri innan ESB í Icesave málinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.