Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2010, Side 23
ættfræði 31. maí 2010 mánudagur 23 Tryggvi Ólafsson málari Tryggvi fæddist í Neskaupstað og ólst þar upp til sextán ára aldurs. Hann flutti þá til Reykjavíkur, stundaði nám við MR, lauk þaðan stúdentsprófi 1960, stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann 1960-61 og við Konunglegu listaakademíuna í Kaup- mannahöfn 1961-67, þar af í eitt ár í grafíska skólanum. Hann var búsettur í Kaupmannahöfn frá 1961. Tryggvi tók þátt í haustsýningu listamanna, Den Frie, í Kaupmanna- höfn 1963. Fyrstu einkasýningu sina hélt hann í Gallerie Jensen í Kaup- mannahöfn 1966. Hann sýndi sem meðlimur SÚM á flestum samsýn- ingum hópsins 1969-79, hélt hann fimm einkasýningar í Gallerí SÚM frá 1969-77, tvær einkasýningar í List- munahúsinu í Reykjavík 1980 og 1982, einkasýningu í Listasafni ASÍ 1985 og í Gallerí Borg 1986, hefur haldið fjólda einkasýninga í Kaupmannahöfn frá 1966 og tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningar í öllum höfuð- borgum Norðurlanda auk Hollands, í Þýskalandi, í Frakklandi og í Englandi. Hann tók þátt í sýningum myndlistar- samtakanna Den Nordiske á árunum 1970-80 og var heiðursgestur á haust- sýningunni á Charlottenborg 1989. Tryggvi hefur skreytt bygging- ar í Danmörku og á Íslandi og hef- ur skreytt fjölda bóka á Íslandi og í Danmörku. Hann gerði heimildar- kvikmynd um kennara sinn, danska myndlistarmanninn S. Hjorth Nielsen, ásamt leikstjóranum H.H. Jörgensen 1977. Gerð hefur verið heimildakvik- mynd um list Tryggva, undir heitinu Bygging, jafnvægi, litur, en myndina gerðu Baldur Hrafnkell Jónsson, Böðv- ar Guðmundsson og Úlfur Hjörvar. Þá hafa Halldór B. Runólfsson og Thor Vilhjálmsson ritað texta í listaverka- bók um Tryggva sem Listasafn ASÍ og bókaforlagið Lögberg gáfu út 1987. Tryggvi á verk á miklum fjölda listasafna á Norðurlöndunum. Hann hefur um árabil verið í hópi þekktustu og virtustu listamanna, íslenskra. Stofnað var Málverkasafn Tryggva Ólafssonar í Neskaupstað, í fæðing- arbæ hans, honum til heiðurs, árið 2001, en sumaropnun safnsins verð- ur á afmælisdegi hans, á morgun.. Tryggvi datt og slasaðist alvarlega og flutti síðan heim til Íslands í kjölfarið, árið 2008. Fjölskylda Kona Tryggva er Gerður, f. 2.11. 1940, húsmóðir. Hún er dóttir Sigurðar B. Jónssonar, f. 29.5. 1913, nú látinn, loft- skeytamanns, og Guðríðar Sigurðar- dóttur, f. 13.3. 1913, d. 2.3.1980, versl- unarmanns. Sonur Gerðar og stjúpsonur Tryggva er Stígur Steinþórsson, f. 18.1.1960, leiktjaldamálari í Reykja- vík, og á hann fimm börn. Dóttir Tryggva og Gerðar er Gígja Tryggvadóttir, f. 13.7. 1964, tannfræð- ingur í Reykjavík, gift Ara Matthías- syni leikara og eiga þau þrjú börn. Sonur Tryggva og Gerðar er Þrándur Tryggvason, f. 1.5. 1979, húsamálari í Reykavík og í Kaup- mannahöfn, kvæntur Elísabetu Hall- dórsdóttur nema og eiga þau einn son. Bróðir Tryggva var Loftur Ól- afsson, f. 24.2. 1942, d. 17.11. 2005, tannlæknir í Reykjavík, var kvæntur Hrafnhildi Höskuldsdóttur húsmóð- ur og eignuðust þau tvö börn. Foreldrar Tryggva: Ólafur Magn- ússon, f. 5.1. 1907, d. 31.10. 1982, og Sigríður Bjarnadóttir, f. 25.3.1905, d. 24.7. 1957. Ætt Ólafur var sonur Magnúsar, b. á Eyj- ólfsstöðum í Fossárdal Jónssonar og Sigrúnar Gísladóttur. Sigríður var dóttir Bjarna, b. í Hraunkoti í Lóni Þorsteinsson- ar, b. og hreppstjóra á Skálafelli í Suðursveit, bróður Sigurðar, lang- afa Kvískerjabræðra í Öræfum. Þor- steinn var sonur Ingimundar, b. á Reynivöllum i Suðursveit, bróður Guðnýjar, langalangömmu meistara Þórbergs. Dóttir Guðnýjar var Auð- björg á Brunnum, langamma Svav- ars Guðnasonar listmálara og langa- langamma Einars Braga skálds. Ingimundur var sonur Þorsteins Vigfússonar, b. á Felli í Suðursveit, og Ingunnar Guðmundsdóttur. Móð- ir Þorsteins á Skálafelli var Helga Bjarnadóttir frá Skaftafelli. Móðir Bjarna í Hraunkoti var Þórlaug Jóns- dóttir. Móðir Sigríðar var Ragnhildur Sigurðardóttir, b. á Bæ í Lóni, Guð- mundssonar, og Margrétar Jónsdótt- ur. Móðir Sigurðar á Bæ var Iðbjörg Þorsteinsdóttir. 30 ára „„ Cristina Landayan Caamic Möðrufelli 1, Reykjavík „„ Mariusz Dobrzycki Mörkinni 8, Reykjavík „„ Sigurjón Björgvinsson Hagalandi 6, Mos- fellsbæ „„ Lilja Ósk Björnsdóttir Seljabraut 34, Reykjavík „„ Ólöf Birna Margrétardóttir Stóragerði 4, Reykjavík „„ Heiðdís Arna Ingvarsdóttir Breiðöldu 3, Hellu „„ Kristjana Guðmundsdóttir Skiphyl, Borg- arnesi „„ Þórdís Halldóra Gestsdóttir Mávabraut 3a, Reykjanesbæ „„ Sandra Þórðardóttir Bergstaðastræti 33, Reykjavík 40 ára „„ Marzena Malgorzata Gosciniak Öldugötu 11, Flateyri „„ Ingi Þorgrímur Guðmundsson Fjarðarstræti 2, Ísafirði „„ Helga Rún Guðmundsdóttir Hólmaflöt 5, Akranesi „„ Unnur Ingibjörg Gísladóttir Stórholti 6, Akureyri „„ Elísabet Jóna Gunnarsdóttir Skagfirðinga- braut 25, Sauðárkróki „„ Hrund Pálína Hjartardóttir Sæbóli 11, Grundarfirði „„ Sigurborg A Helgadóttir Faxatúni 18, Garðabæ „„ Inga Sigríður Halldórsdóttir Sigluvogi 10, Reykjavík „„ Helga Dóra Helgadóttir Hjarðarhóli 2, Húsavík „„ Gunnar Steinarsson Arnarsmára 14, Kópavogi „„ Oddný Sif Guðmundsdóttir Ölduslóð 2, Hafnarfirði „„ Samúel Hermannsson Sveighúsum 11, Reykjavík 50 ára „„ Anne Grethe Salvesen Dalhúsum 75, Reykjavík „„ Patrick Joseph Shevlin Sléttahrauni 29, Hafnarfirði „„ Sigurbjörg Jónsdóttir Akurseli, Kópaskeri „„ Sigurður Sigurjónsson Ásbrún 4, Egilsstöðum „„ Heiðdís Þorsteinsdóttir Lágengi 18, Selfossi „„ Guðrún Hrund Sigurðardóttir Hofakri 1, Garðabæ „„ Ragnheiður Júlíusdóttir Lágholtsvegi 9, Reykjavík „„ Auður Vilhelmsdóttir Valbraut 12, Garði „„ Þórir Garðarsson Nýlendugötu 17, Reykjavík 60 ára „„ Jón Ásbergsson Granaskjóli 62, Reykjavík „„ Guðríður Halldórsdóttir Suðurgarði 18, Reykjanesbæ „„ Guðmundur Kristinsson Gerðhömrum 27, Reykjavík „„ Eygló Yngvadóttir Gullsmára 8, Kópavogi „„ Gísli Gíslason Rekagranda 2, Reykjavík „„ Gunnhildur Frímann Aðalstræti 8, Akureyri „„ Ragna Þórarinsdóttir Mýrarvegi 117, Akureyri „„ Lóa May Bjarnadóttir Garðsenda 15, Reykjavík „„ Steinunn Svavarsdóttir Hveramýri 1, Mos- fellsbæ 70 ára „„ Ingibjörg Guðjónsdóttir Arahólum 2, Reykjavík „„ Jóhanna Bryndís Helgadóttir Tungubakka 30, Reykjavík „„ Ingvar Sveinsson Grandavegi 47, Reykjavík „„ Jónína Kristín Jensdóttir Kársnesbraut 131, Kópavogi „„ Borghildur Skarphéðinsdóttir Tröllhólum 3, Selfossi 75 ára „„ Guðfríður Guðjónsdóttir Miðdalsgröf, Hólmavík „„ Erla Magnþóra Magnúsdóttir Asparási 12, Garðabæ „„ Sverrir Guðnason Foldahrauni 38b, Vest- mannaeyjum „„ Ingunn Þórðardóttir Sóltúni 16, Reykjavík 80 ára „„ Ragnhild Guðrún Friðjónsdóttir Þangbakka 10, Reykjavík „„ Gerður Sigurðardóttir Tjarnarlundi 12a, Akureyri „„ Sigurjón Einarsson Háaleitisbraut 49, Reykjavík „„ Sigurður Garðarsson Hjallalundi 18, Akureyri 85 ára „„ Skúli Helgason Furugerði 1, Reykjavík „„ Dagný Albertsson Rauðhömrum 12, Reykjavík 70 ára á morgun 30 ára „„ Julita Wilk Munaðarhóli 14, Hellissandi „„ Boguslaw Szerel Álftamýri 24, Reykjavík „„ Ragnhildur Sigurjónsdóttir Reykási 13, Reykjavík „„ Helgi Rúnar Sævarsson Fífuvöllum 15, Hafn- arfirði „„ Jónatan Þór Magnússon Skessugili 7, Akureyri „„ Sigríður Margrét Jónsdóttir Köldukinn 24, Hafnarfirði „„ Ásgeir Örn Ásgeirsson Gvendargeisla 16, Reykjavík „„ Sigurður Björnsson Helluvaði 11, Reykjavík „„ Hanna Katrín Stefánsdóttir Ugluhólum 8, Reykjavík „„ Ráðhildur Anna Sigurðardóttir Hnoðravöllum 44, Hafnarfirði „„ Ingólfur Kristinn Magnússon Dalalandi 14, Reykjavík „„ Friðrik Magnus Öldugötu 5, Reykjavík 40 ára „„ Rattana Hiranchot Hraunbæ 52, Reykjavík „„ Gracia Prado Surban Hvassaleiti 26, Reykjavík „„ Florian Zink Lynghaga 4, Reykjavík „„ Kittikhun Udomworakul Hraunbæ 44, Reykjavík „„ Sighvatur A Sighvatsson Spóahólum 20, Reykjavík „„ Jón Harðarson Klettastíg 14, Akureyri „„ Rafnkell Kristján Guttormsson Hlynskógum 5, Akranesi „„ Harpa Dís Birgisdóttir Lindasmára 35, Kópavogi „„ Guðrún Blöndal Lómasölum 39, Kópavogi „„ Guðfinna Unnur Gunnarsdóttir Rekagranda 3, Reykjavík 50 ára „„ Silvía Pranee Kimworn Blikahólum 12, Reykjavík „„ Wlodzimier Waclaw Andrzejewski Álfhólsvegi 115, Kópavogi „„ Jens Gunnar Ormslev Engjaseli 55, Reykjavík „„ Sigríður Jósafatsdóttir Hvammstangabraut 14, Hvammstanga „„ Jónmundur Aðalsteinsson Stórhóli 8, Húsavík „„ Unnar Eiríksson Skógarhlíð 39, Akureyri „„ Sigurjón Sveinsson Krossholti 4, Reykjanesbæ „„ Eiríksína Kr Ásgrímsdóttir Kirkjuvegi 5, Hafnarfirði „„ Matthías Ægisson Krummahólum 45, Reykjavík „„ Sveinn Kristján Guðjónsson Heiðarbraut 7, Hnífsdal „„ Einar Vilhjálmsson Sörlaskjóli 92, Reykjavík 60 ára „„ Paul Ejner Szmiedowicz Höskuldarvöllum 15, Grindavík „„ Guðrún Olga Clausen Lyngheiði 19, Hveragerði „„ Þóra Sen Svöluhrauni 9, Hafnarfirði „„ Erna Bjargey Guðmundsdóttir Torfufelli 24, Reykjavík „„ Auður Björg Sigurjónsdóttir Keilufelli 3, Reykjavík „„ Kristinn Karlsson Skúlagötu 10, Reykjavík „„ Jóhann Árnason Löngubrekku 23, Kópavogi 70 ára „„ Hanna Hannesdóttir Flúðaseli 81, Reykjavík „„ Gísli Óli Jónsson Rauðagerði 67, Reykjavík „„ Jónína M Friðriksdóttir Árskógum 6, Reykjavík „„ Garðar Ingólfsson Bakkaseli 5, Reykjavík „„ Halldór Norðquist Grímsson Þórðarsveig 5, Reykjavík „„ Sigurjón Torfason Funafold 85, Reykjavík „„ Jóhann Páll Árnason Lindasíðu 2, Akureyri 75 ára „„ Jóna Gréta Sigurjónsdóttir Kaplaskjólsvegi 83, Reykjavík „„ Haukur Guðmundsson Bæ, Egilsstöðum „„ Magnea Halldórsdóttir Hraunbúðum, Vest- mannaeyjum „„ Guðný Óskarsdóttir Brekkugerði 20, Reykjavík „„ Sigurlaug Vilmundardóttir Fífilgötu 2, Vest- mannaeyjum „„ Valgerður Nikólína Sveinsdóttir Sautjánda- júnítorgi 5, Garðabæ „„ Guðrún Guðjónsdóttir Austurbrún 6, Reykjavík „„ Guðveig Fjóla Guðmundsdóttir Þórustíg 14, Reykjanesbæ 80 ára „„ Guðrún Friðgeirsdóttir Einarsnesi 28, Reykjavík „„ Kristín Helgadóttir Gvendarstöðum, Húsavík „„ Þórhildur A Jónasdóttir Einilundi 6c, Akureyri 85 ára „„ Einar Einarsson Kristnibraut 2, Reykjavík „„ Arnbjörn Kristinsson Mávanesi 9, Garðabæ „„ Sæbjörn Hallgrímur Jónsson Sólbrekku, Egilsstöðum „„ Lilja Sveinsdóttir Neðri-Hundadal, Búðardal til hamingju ingju mánudaginn 31. maí 30 ára í dag Guðbjörg fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Breiðholtinu. Hún var í Fellaskóla. Guðbjörg var í unglingavinn- unni á sumrin með skóla. Hún hef- ur verið húsmóðir undanfarin ár. Fjölskylda Börn Guðbjargar eru Magnús Aron, f. 26.9. 2001; Maríam Lilja, f. 23.3. 2003. Systkini Guðbjargar eru Eiríkur Ólafur Emilsson, f. 26.8. 1972, bú- settur í Reykjavík; Dagbjört Aðal- heiður Magnúsdóttir, f. 7.3. 1998, nemi; Guðlaug Magnúsdóttir, f. 22.2. 1999, nemi. Foreldrar Guðbjargar eru Magn- ús Örn Haraldsson, f. 4.4. 1955, bíl- stjóri í Reykjanesbæ, og Dagbjört Eiríksdóttir, f. 12.8. 1952, d. 29.11. 1995, starfsmaður hjá Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar. Guðbjörg Lilja Magnúsdóttir húsmóðir í reykjavík til hamingju þriðjudaginn 1. júní Íris Jónsdóttir sem er þrítug í dag er lyfjafræðingur hjá Actavis, búsett í Hafnarfirði. Eiginmaður hennar er Haraldur Örn Sturluson tölvunarfræð- ingur og eru synir þeirra Sturla, tveggja ára, og Flóki, átta mánaða. Íris var að missa sig úr afmæl- isspenningi þegar blaðamaður DV hringdi í hana á föstudagsmorguninn: Hlakkarðu svona mikið til afmæl- isins? „Jahá, sérstaklega núna, því að á morgun verð ég með fimmtíu manna afmælisveislu hér heima. Þetta á að verða stórt stórafmæli - á þremur hæðum - inni og úti í garði - og ég er búin að panta sól fram á rauða nótt.“ Eins gott að enginn detti í stigan- um. Verður lyfta? „Nei, en það verður sjónvarp á hverri hæð. Þetta er nefnilega svo flókinn dagur: Eurovision og kosn- ingar. Á einni hæðinni verður því Eurovisionpartí, á annarri hæð kosn- ingavaka og svo líklega barnaefni á þriðju hæðinni. Þannig getur hver og einn valið.“ En veisluföngin? Nokkuð val þar? „Nei, bara einfalt og gott. Bara bjór og hamborgarar – grillaðir ham- borgarar.“ Og franskar? „Nei, bara nóg af góðum, grilluð- um hamborgurum.“ Engin kaka? „Jú, bara ein tegund: Rice Crisp- ies kaka.“ Eru ekki svoleiðis kökur bara í barnaafmælum? „Svoleiðis kaka er uppáhaldskaka fjölskyldunnar. Þess vegna verður hún í afmælinu mínu,“ segir lyfja- fræðingurinn í Hafnarfirði sem veit upp á hár hvernig á að halda stóraf- mæli þegar þjóðin er nýbúin að kjósa og er að horfa á Eurovision. Lyfjafræðingur í Hafnarfirði: á þremur hæðum komdu í áskrift! 512 70 80 dv.is/askrift frjálst, óháð dagblað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.