Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Síða 2
„Hefði endað öðruvísi“
n Faðir Gústafs Jökuls Ólafs-
sonar svipti sig lífi í skugga at-
vinnuleysis og fjárhagsvanda.
Vanda sem mátti rekja til
myntkörfuláns. Gústaf segir
engan vafa leika á því að öðruvísi hefði
farið ef gengistryggð lán hefðu ekki
verið leyfð. Félagsráðgjafi hjá Hjálpar-
starfi kirkjunnar segir að margir hafi
ekkert á milli handanna þegar þeir
hafi greitt af lánum sínum og margir
lifi í mikilli óvissu. Forstjóri Lýsingar
segir stjórnvöld ábyrg fyrir hruni krón-
unnar.
DV sagði á mánudag frá hópi fólks
sem lent hefur í erfiðleikum vegna
gengistryggðra lána. Var meðal ann-
ars rætt við Ástþór Skúlason, bónda á
Melanesi á Rauðasandi, sem er lam-
aður fyrir neðan mitti. Hann lýsti því hvernig Lýsing tók af honum land-
búnaðarvélar sem eru sniðnar að fötlun hans.
seldi eignir sem
lýsing Hafði Hirt
n Haraldur Flosi Tryggva-
son, nýkjörinn stjórnarfor-
maður Orku veitunnar, segist
ekki víkja sér undan þeirri
ábyrgð að hafa verið einn af
framkvæmdastjórum lánafyrirtækis-
ins Lýsingar, sem gekk mjög hart fram
gegn þeim sem tóku gengis tryggð lán
og svipti fjölda lántakenda eignum
sínum. Gengistryggð lán voru dæmd
ólögleg í Hæstarétti Íslands í síðustu
viku og því ljóst að innheimta Lýsingar
var ólögleg en Haraldur telur engu að
síður að hann njóti trausts til þess að
verða í kjölfarið stjórnarformaður Orkuveitunnar. „Annars væri ég ekki
að gefa mig í þetta. Ég tel mig geta notið trausts, auðvitað þarf ég að vinna
mér það inn með verkum mínum. Ég og samstarfsmenn mínir höfum
metið það þannig og við látum verkin tala.“
ríkHarður krefst 30 milljóna
n Ríkharður Daðason,
fyrrverandi landsliðs-
framherji í knattspyrnu,
krefst ríflega þrjátíu
milljóna króna frá þrota-
búi Kaupþings vegna vangoldinna
launa. Málsókn hans gegn bank-
anum var þingfest á miðvikudag í
síðustu viku. Ríkharður starfaði í
markaðsviðskiptum hjá Kaup-
þingi og gegndi þar góðri stöðu
er bankinn fór á hausinn haust-
ið 2008. Hjá hinum nýja banka,
Arion banka, hefur hann haldið
áfram störfum og segir aðspurður
enga árekstra hafa orðið vegna
mála reksturs ins gegn þrotabú-
inu. „Þetta eykur klárlega flækjustig-
ið en ég vona að málsaðilar geti horft
framhjá þessum ágreiningi. Ennþá hafa
ekki orðið árekstrar og vonandi verður það ekki þannig. Það er hægt að treysta
því að ég sinni mínu störfum af heilum hug,“ segir Ríkharður.
2
1
MÁNUDAGUR og ÞRIÐJUDAGUR 21. – 22. JÚNÍ 2010
dagblaðið vísir 70. tbl.
100. árg. – verð kr. 395
Faðir GústaFs svipti siG líFi í skuGGa myntkörFuláns:
n HANN HAFÐI BORGAÐ
MEIRA EN VIRÐI BÍLSINS
n LÝSING VILDI EKKI SEMJA
OG ÆTLAÐI AÐ TAKA BÍLINN
LÁNIÐ NÁNAST HVERFUR
ERPUR
STEFNIR
LÖGREGLUNNI
n ANELKA SóTBÖLVAÐI DOMENEcH
allt í
rugli hjá
frökkum
BJARNI
OG ÓLÖF
SIGUR STRANGLEG
FRéTTIR FRéTTI
R
Ólafur Jón Leósson
„HEFÐI
ENDAÐ
ÖÐRUVÍSI“
ÓTRÚLEG
UPPRISA
MARK-
VARÐAR
PYNTINGAR BÚA
TIL ÖFGAMENN
DJÚPBORUN
Í UPPNÁMI
ERLENT
n MAÐURINN SEM SIGRAÐI
SP-FJÁRMÖGNUN
n LAMAÐUR BóNDI
SVIPTUR VINNUVéLUM
NEyTENDUR
Þessar fréttir bar hæst í vikunni
þetta helst Gráa svæðið - skiptivinnumarkaður heitir Face-book-síða sem hefur það að markmiði að fá fólk til að skiptast á
viðvikum án þess að peningar komi þar við sögu. Lögum sam-
kvæmt er óhætt að segja að síðan sé á gráu svæði.
hitt málið
2 fréttir 25. júní 2010 föstudagur
Fæst í apótekum
Rodalon®
-utanhúss
Eyðir bakteríum,
sveppagróðri
og mosa
• Fyrir sólpallinn
• Garðhúsgögnin
• Sumarbústaðinn
• Húsbílinn
• Tjaldvagninn
Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is
RÍKHARÐUR
KREFST
ÞRJÁTÍU
MILLJÓNA
miðvikudagur og fimmtudagur 23. – 24. JÚNÍ 2010 dagblaðið vísir 71. tbl.
100. árg. – verð kr. 395
VINUR BESTA FLOKKSINS SETTUR YFIR ORKUVEITUNA:
n fyrrverandi landsliðsframherji dregur kaupþing fyrir dóm
n „Ég fÉkk vel borgað fyrir mín störf“
frÉttirlánafyrirtækin:
vilja 100
þÚsund
meira n af hverri milljón
SVIPTI
FÓLK
EIGUM
n „Ég tel mig geta notið trausts“
n viðskiptavinir lÝsingar
greina frá niðurlÆgingu
n „ef fólk vissi
hvernig þeir láta“
BESTI FLOKKURINN SKIPAÐIYFIRLÖGFRÆÐING LÝSINGARSTJÓRNARFORMANN ORKUVEITUNNAR!
BJARTSÝN
ÞRÁTT FYRIR
STEFNUR
n frá tveimur bönkum
frÉttir
AFTUR
MÓDEL
erna g. tók sér hlé: fólk
tapaði milljörðum
á spákaupmennsku
íbúðalánasjóður:
frÉttir
frÉttir
MAKRÍLL
ÓGNAR
ESB-AÐILD
frÉttir
SKIPTIVINNA
Á GRÁU SVÆÐI
„Vantar þig smið? Ertu góð barna-
pía? Gætirðu passað börnin fyrir
smiðinn?“ Þannig hljóðar inngangur
á Facebook síðu sem kallast Gráa
svæðið - skiptivinnumarkaður.
Á samskiptavefnum og ólíkinda-
tólinu Facebook er sprottin upp síða
þar sem fólk getur boðið fram eða
óskað eftir vinnuframlagi, án þess að
greiðsla fari fram. Þar getur hver sem
er boðið fram vinnu sína gegn því að
þiggjandinn geri eitthvað í staðinn
sem hinn er ekki fær um eða treystir
sér ekki til. Ríflega 2.000 manns eru
aðdáendur síðunnar.
Engin laun, engin útgjöld
Á henni kemur fram að „grúbban“
hafi það ekki á stefnuskrá sinni að
búa til gjaldmiðil eða skrásetja eitt-
hvert verð til viðmiðunar. „Hér er
fólki frjálst að miðla verkbeiðnum og
verkboðum sín á milli og ég treysti
því að fólk sem tekur þátt í þessu
hérna hafi þroskann og mannlegt
vit til að gera sér ljóst hvert verðgildi
verka sinna og annarra er,“ segir á
upplýsinga hluta síðunnar en þar
kemur einnig fram að síðan sé vett-
vangur fyrir fólk sem vanti vinnuafl
í stað vinnu. „Engin laun, engin út-
gjöld. Engir skattar.“
Barnapössun fyrir hljóðfæra-
kennslu
Fjölmargir hafa þegar sett inn auglýs-
ingar þar sem þeir bjóða fram hina
ýmsu þjónustu eða viðvik. Dæmi
um verk sem fólk hefur boðist til að
gera er að prjóna lopa peysur, gera
við tölvur eða önnur raftæki, nudda
þann sem gerir greiða á móti, elda
fyrir hann mat, kenna honum á
hljóðfæri. Hugmyndaflugi fólks eru
engin takmörk sett. Prófarkalestur,
tungumálakennsla, barnapössun og
viðgerðir á fatnaði bjóðast fyrir bíla-
viðgerðir, tölvuaðstoð, hársnyrtingu
og rafvirkjun.
„Hér fara engir fjármunir á milli
manna, aðeins skiptivinna,“ segir á
síðunni en aðstandendur hennar
taka þó fram að engin ábyrgð er tekin
á þeirri vinnu sem fólk kann að inna
af hendi fyrir hvert annað.
Vinnuskipti bönnuð
Eins og áður segir heitir síðan Gráa
svæðið. Hún ber nafn með rentu
og rúmlega það. Þó að hugmyndin
sé sniðug og markmiðið í sjálfu sér
göfugt er Skúli Eggert Þórðarson
ríkis skattstjóri ekki á sama máli. Í
samtali við DV sagði hann málið
einfalt. Skiptivinna væri einfaldlega
bönnuð nema greidd væru af henni
gjöld eins og af allri vinnu og vörum.
Í lögum um tekjuskatt og eigna-
skatt frá 2003 er skýrt kveðið á um að
vinnuskipti séu bönnuð. Þar segir að
skattskyldar tekjur teljist hvers konar
gæði, arður, laun og hagnaður sem
skattaðila hlotnist og metin verði til
peningaverðs. Ekki skipti máli hvað-
an þær stafi eða í hvaða formi þær
séu. „Hvorki skiptir máli hver tek-
ur við greiðslu né í hvaða gjaldmiðli
goldið er, hvort sem það er í reiðufé,
fríðu, hlunnindum eða vinnuskipt-
um,“ segir meðal annars í lögunum.
Skúli segir skattayfirvöld al-
mennt séð ekki eltast við fáein þús-
und krónur, sérstaklega ekki ef fjöl-
skyldumeðlimir eða ættingjar hjálpi
hver öðrum við tilfallandi verk. „En
ef menn eru farnir að gera þetta með
þeim hætti að fá utanaðkomandi
aðila til að vinna gegn greiða er það
auðvitað annað en stakur greiði á
milli fjölskyldumeðlima eða náinna
vina,“ segir hann og bætir við: „Tala
nú ekki um ef menn þiggja auk þess
atvinnuleysisbætur.“
Baldur guðmundsson
blaðamaður skrifar: baldur@dv.is
Engin laun, engin útgjöld.
Engir skattar.
sannarlega á gráu svæði Aðsögnríkisskattstjóraeruvinnuskiptióheimilnemaþauséugefinupptilskatts. H&n-mynd pHotos.com
nudd fyrir
vefsíðugerð
Notendursíðunnar
hafaboðiðýmis
verkístaðinnfyrir
önnursemþarfað
innaaðhendi.
3
10 fréttir 23. júní 2010 miðv
ikudagur
Ríkharður Daðason, fyrrverandi
landsliðsframherji í knattspyrnu,
krefst ríflega þrjátíu milljóna króna
frá þrotabúi Kaupþings vegna van-
goldinna launa. Málsókn hans gegn
bankanum var þingfest síðastliðinn
miðvikudag.
Ríkharður starfaði í markaðsvið-
skiptum hjá Kaupþingi og gegndi þar
góðri stöðu er bankinn fór á hausinn
haustið 2008. Hjá hinum nýja banka,
Arion banka, hefur hann hald-
ið áfram störfum og segir aðspurð-
ur enga árekstra hafa orðið vegna
málarekstursins gegn þrotabúinu.
„Þetta eykur klárlega flækjustigið en
ég vona að málsaðilar geti horft fram
hjá þessum ágreiningi. Enn þá hafa
ekki orðið árekstrar og vonandi verð-
ur það ekki þannig. Það er hægt að
treysta því að ég sinni mínum störf-
um af heilum hug,“ segir Ríkharður.
Skiptir máli
Ríkharður staðfestir að hér sé
á ferðinni launakrafa á hendur
þrotabúinu þar sem honum hafi
ekki verið greitt samkvæmt ráðn-
ingarsamningi. Hann vill ekki ræða
upphæðir en segir þó að um sé að
ræða fjárhæðir sem hann muni um.
„Ég var með ráðningarsamning við
gamla bankann og tel mig ekki hafa
fengið greitt samkvæmt honum. Ég
er í rauninni bara að reyna að sækja
það. Í mínum huga er samningur
alltaf samningur og þess vegna er
ég að láta á þetta reyna fyrir dóm-
stólum,“ segir Ríkharður.
„Þetta er þannig tala að hún
skiptir töluverðu máli, sér í lagi
þegar aðrir hlutir hafa farið eins og
þeir fóru. Það er ágreiningur um
þessa launakröfu og því miður ekk-
ert annað í stöðunni en að leita til
dómstóla. Klárlega myndi ég vilja
MarkaMaskína
vill launin sín
Fyrrverandi landsliðsframherjinn í knattspyrnu Ríkharður Daðason vonast eftir þ
ví að fá rúmar þrjátíu
milljónir króna úr þrotabúi Kaupþings. Milljónirnar eru laun sem hann t
elur sig eiga inni samkvæmt ráðn-
ingarsamningi og því stefndi hann búinu. Ríkharði þykir leiðinlegt að
fara þessa leið, sér í lagi þar sem
hann starfar hjá nýja bankanum.
Þetta er þannig tala að hún
skiptir töluverðu máli,
sér í lagi þegar aðrir
hlutir hafa farið eins og
þeir fóru.
tRauSti hafSteinSSon
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Stór tala Ríkharður segir
upphæð vangoldinna launa
þannig tölu að hún skipti
máli og þykir leitt málið
endi fyrir dómstólum.
RíkhaRðuR DaðaSon hóf
knattspyrnuferil sinn hérlendis
með meistaraflokki Fram árið 1989.
Þaðan lá leið hans til KR og síðan
í atvinnumennsku. Á flottum ferli
skoraði Ríkharður 129 mörk með
félagsliðum sínum í 302 leikjum. Þá
spilaði hann 44 landsleiki fyrir Íslands
hönd og skoraði í þeim 14 mörk.
FLOTTUR FERILL
ÁR Lið LeikiR MöRk
1989 – 1995 fram 101 30
1996 – 1997 kR 34 21
1998 – 2000 Viking 69 49
2000 – 2002 Stoke 39 10
2002 – 2003 Lilleström 12 4
2003 fredrikstad 9 4
2004 – 2005 fram 28 10
fara aðra leið en þessa. Lögfræð-
ingar ráðlögðu mér að fara þessa
leið. Svo er að sjá hvað dómarinn
segir.“
Lykilmenn vilja launin
„Ég var í þannig stöðu að ég fékk
vel borgað fyrir mín störf og vil fá
borgað samkvæmt samningi. Helst
myndi ég vilja sleppa því að fara inn
í réttarsal því það yrði þá mitt fyrsta
skipti. Auðvitað er það óþægilegt
því ég hef ekki upplifað svona áður,“
bætir hann við.
Með málsókninni bættist Rík-
harður í hóp fyrrverandi stjórn-
enda Kaupþings sem margir hafa
lagt fram háar launakröfur á hend-
ur þrotabúinu og stefnt fyrir dóm-
stóla. Tveir lykilstjórnendur Kaup-
þings, þeir Ingólfur Hannesson,
fyrrverandi forstjóri Kaupþings á
Íslandi, og Steingrímur Kárason,
fyrrverandi framkvæmdastjóri
áhættustýringar Kaupþings, fara
fram á yfir hundrað milljónir króna
í laun frá þrotabúi bankans. Sá fyrr-
nefndi heimtar rúmar 80 milljónir
og sá síðarnefndi tæpar 25 millj-
ónir. Sigurður Einarsson, fyrrver-
andi stjórnarformaður, krefst einn-
ig launa úr þrotabúi bankans en
hann fer fram á tæpar 250 milljón-
ir. Þá fara tveir framkvæmdastjór-
ar Kaupþings fram á tugi milljóna,
þau Guðný Arna Sveinsdóttir, með
ríflega 12 milljóna kröfu, og Guðni
Níels Aðalsteinsson, með tæplega
30 milljóna kröfu. Samanlagðar
launakröfur stjórnenda hins gjald-
þrota banka eru því hátt í 400 millj-
ónir íslenskra króna.
tapaði miklu Fjárfestingarfélag Birkis
kristinssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar í knatt-
spyrnu, er tæknilega gjaldþrota eftir rúmlega tveggja
milljarða króna tap vegna fjárfestinga. Líkt og DV hefur
greint frá tapaði Birkir milljörðum á fjárfestingum sínum
í fjárfestingarfélaginu Gnúpi. Birkir seldi Magnúsi bróður
sínum, útgerðarmanni frá Vestmannaeyjum, hlut sinn í
Gnúpi á sjö milljarða króna sumarið 2007. Gnúpur lenti svo
á hliðinni á seinni hluta ársins og lagði Birkir 1,5 milljarða
króna inn í félagið í nóvember til að aðstoða bróður sinn við
að reyna að bjarga því. Tæpum tveimur mánuðum síðar lá
hins vegar fyrir að Birkir hefði tapað þessum fjármunum þar sem Gnúpur þurfti
að selja eignir sínar með gríðarlegu tapi.
draumurinn búinn Fyrirliði karla-
landsliðs Íslands í knattspyrnu, eiður Smári Guðjohnsen,
tapaði nokkrum fjármunum á dögunum þegar milljarðafjár-
festing hans og annarra fyrrverandi landsliðsmanna rann
út í sandinn. Komið hefur fram að fyrirliðinn lagði til 130
milljónir króna í uppbyggingu Knattspyrnuakademíunnar í
Kópavogi sem nú séu tapaðar eftir að bærinn tók verkefnið
yfir og eignir þess, að því er Viðskiptablaðið greindi frá,
vegna fjárhagsvandræða eigenda akademíunnar. DV hefur
einnig greint frá skuldum landsliðsfyrirliðans sem skuldar
talsverðar fjárhæðir, að stærstum hluta í Banque Havilland í Lúxemborg, áður
Kaupþingi í Lúxemborg. Á sama tíma var greint frá viðleitni knattspyrnumanns-
ins til að ráða fram úr sínum skuldum og standa í skilum við lánardrottna.
rann út í sandinn Guðni Bergsson
var meðal eigenda Knattspyrnuakademíunnar sem Kópa-
vogsbær tók yfir á dögunum. Þar var hann í góðum hópi
annarra landsliðsmanna í knattspyrnu ásamt fyrrverandi
landsliðsþjálfara.
Ástæðan fyrir því að Kópavogsbær keypti
eignir Knattspyrnuakademíunnar eru þær
að Logi Ólafsson, fyrrverandi landsliðs-
þjálfari, og félagar áttu ekki fjármuni til
að standa við skuldbindingar sínar út
af byggingu íþróttaaðstöðunnar í
Kópavoginum.
Ásamt öðrum hetjum íslenska
karlalandsliðsins var Ásgeir
Sigurvinsson, fyrrverandi atvinnu-
maður í knattspyrnu, í góðum hópi
leikmanna sem vildu byggja upp
Knattspyrnuakademíu í Kópavogi.
Fyrirtækið gat ekki staðið við
skuldbindingar sínar og því tók
bærinn yfir verkefnið.
LANDSLIÐSMENN Í KLÍPU