Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Blaðsíða 10
Fjárfestingarfélagið Valsmenn hf. og
dótturfélag þess hafa skuldsett sig um
3 milljarða króna þrátt fyrir að félagið
hafi ekki hafið þá uppbyggingu á
Hlíðarenda svæðinu sem ráðgerð var
árið 2005 þegar landið var keypt af
Reykjavíkurborg. Félagið keypti þetta
35 þúsund fermetra landsvæði árið
2005 fyrir tæpar 860 milljónir króna
með láni frá Frjálsa fjárfestingarbank-
anum. Ráðgert var að hefja mikla upp-
byggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis
á svæðinu en Valsmenn hf. eiga allt
land á svæðinu sem er ekki undir
íþróttamannvirkjum Vals. Á milli 250
og 300 íbúðir áttu meðal annars að rísa
á svæðinu.
Valsmenn hf. færðu eignir og
skuldir félagsins inn í dótturfélagið
Hlíðarfót þar sem þær eru í dag. Sam-
kvæmt ársreikningum félaganna
tveggja átti þessi eignatilfærsla sér stað
þeirra á milli með yfirtöku skulda. At-
hygli vekur að lóðasamningurinn við
Reykjavíkurborg er metinn á 2,6 millj-
arða króna í ársreikningi Hlíðarfótar
fyrir árið 2008 en það þýðir umtals-
verða hækkun á nokkurra ára tímabili.
Verðmatið er því nokkurn veginn jafn
hátt og skuldir félagsins.
Aðstandendur Valsmanna og
stjórnarmenn eru meðal annarra
Brynjar Harðarson, sem er stjórnar-
formaður, Jafet Ólafsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri VBS fjárfestingar-
banka, Karl Axelsson hæstaréttarlög-
maður og Guðni Bergsson, fyrrverandi
knattspyrnumaður.
Skulda SPRON rúman milljarð
Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis
er minnst á Valmenn hf. í yfirliti yfir
stærstu áhættuskuldbindingar hjá
Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis.
Þar kemur fram að skuldir Valsmanna
við sparisjóðinn hafi numið rúmum
1.200 milljónum króna í október 2008
og að félagið hafi verið níundi stærsti
skuldari sjóðsins. Þessar skuldir eru nú
inni í Hlíðarfæti.
Ástæðan fyrir því að skuldir Vals-
manna eru sagðar vera við Sparisjóð
Reykjavíkur í rannsóknarskýrslunni
er sú að sama slitastjórnin heldur um
sparisjóðinn og Frjálsa fjárfestinga-
bankann þar sem sá síðarnefndi var
dótturfélag hans frá árinu 2002. Því
er ekki um að ræða nýjar skuldir sem
Valsmenn stofnuðu sérstaklega til við
Sparisjóð Reykjavíkur.
Á veðbandayfirlitum yfir eignir
Valsmanna á Hlíðarendasvæðinu er
Frjálsi fjárfestingarbankinn eini veð-
hafinn sem nefndur er. Frjálsi fjárfest-
ingarbankinn á fyrstu fimm veðréttina
á landinu sem á hvíla veð fyrir rúmar
780 milljónir króna. Rúmar 250 millj-
ónir króna eru í erlendum myntum,
japönskum jenum og svissneskum
frönkum.
Geta ekki staðið í skilum
Brynjar Harðarson, stjórnarformaður
Valsmanna, segir að ástæðan fyrir því
að skuldir félagsins séu svo háar sé að
þær hafi verið í erlendum myntum.
„Auðvitað er þessi kreppa slæm, tvö-
földun lána og annað slíkt og við sitj-
um í súpunni eins og allir aðrir.“ Brynj-
ar segir aðspurður að félagið geti ekki
staðið í skilum eins og er. „Það er engin
leið. Það er allt stopp eins og staðan er
núna,“ segir Brynjar en samkvæmt því
sem hann segir er hluti af vandamál-
inu það að Reykjavíkurborg hefur enn
ekki gefið út lóðaleigusamning um
landsvæðið sem og deiliskipulag og
því hafi Valsmenn enn ekki getað hafið
framkvæmdir þar líkt og ráðgert var.
Á síðustu tveimur árum hefur
Reykjavíkurborg greitt Valsmönnum
hf. tæplega 300 milljónir króna í tafa-
bætur vegna þessa, samkvæmt heim-
ildum DV.
Gróðinn til Valsmanna
Spurður hvort hann geti metið hver
framtíð félagsins sé og hvort mögulegt
sé að lóðirnar á Hlíðarenda svæðinu
fari aftur til Reykjavíkur borgar ef
Valsmenn hf. geta ekki staðið í skilum
segir Brynjar að hann telji að svo verði
ekki. „Það held ég ekki og ef svo fer þá
eru ákveðnar ástæður fyrir því,“ segir
Brynjar en þar er hann að vísa til þess
að Reykjavíkur borg hafi ekki getað
gefið út lóðaleigusamninginn til Vals-
manna og því hafi framkvæmdirnar
við íbúða- og atvinnuhúsnæðið á
svæðinu ekki getað hafist.
Brynjar segir hins vegar að mjög
erfitt sé að ræða um það hver framtíð
félagsins verður. „Það á eftir að ljúka
samningum við slitastjórn SPRON og
Reykjavíkurborg. Ef ég á að vera alveg
hreinskilinn þá er mjög lítið um þetta
að segja þangað til að það verður.
Ef Valsmenn hefðu tekið 500 til 600
milljónir að láni til að kaupa hluta-
bréf sem síðar töpuðust væri það bara
eins og hvert annað fjárfestingar félag.
En peningarnir sem félagið tók að
láni fóru beint til Reykjavíkurborgar
til að greiða fyrir landið. Þessir pen-
ingar voru síðan notaðir til að byggja
upp íþróttamannvirki að Hlíðarenda.
Valur á nú þessi íþróttamannvirki og
þau eru skuldlaus. Þetta er það sem
er sérstakt við þennan samning,“
segir Brynjar.
Mögulegur hagnaður af sölu
íbúðar- og atvinnuhúsnæðisins hefði
hins vegar runnið til Valsmanna og
þeirra rúmlega 400 hluthafa sem eiga
félagið segir Brynjar aðspurður. Valur
er stærsti hluthafi félagsins með rúm-
lega 30 prósent eignarhluta. Viðskipt-
in við Reykjavíkurborg voru því auð-
vitað gerð til að hagnast á þeim líkt og
Brynjar viðurkennir aðspurður.
Gengur ekki að semja
Brynjar segir aðspurður að erfið-
lega hafi gengið að semja um skuld-
ir Valsmanna við slitastjórn SPRON
og að hingað til hafi ekki gengið að
komast að samkomulagi. „Við höfum
reynt mjög mikið til að ná samkomu-
lagi við þá en það hefur verið alger-
lega árangurslaust,“ segir Brynjar. „Ég
vona að við komumst að samkomu-
lagi við þá en það hefur ekki gengið
hingað til að minnsta kosti.“
Spurður hvort Valsmenn hafi
hugsað sér að leita réttar síns í ljósi
nýfallins dóms Hæstaréttar um ólög-
mæti myntkörfulána segir Brynjar að
verið sé að skoða það. „Þessi dómur
gæti breytt stöðu okkar eitthvað. Á
meðan höldum við okkar striki. Við
höfum ekkert að fela,“ segir Brynjar
en samkvæmt ársreikningi Hlíðar-
fótar á félagið að greiða meira en 250
milljónir króna af skuldum sínum á
þessu ári.
Landið að Hlíðarenda gæti því
hugsanlega runnið frá Valsmönn-
um ef þeim gengur illa að halda því.
Spurningin er hins vegar sú hver
muni eignast það aftur: Reykjavíkur-
borg eða slitastjórn SPRON sem á veð
í því. Ljóst er að um afar verðmætt
byggingarland er að ræða.
10 fréttir 25. júní 2010 föstudagur
Lán í erlendri mynt hafa gert skuldastöðu Valsmanna hf. enn verri en ella. Stjórnarformaður félagsins segir
að það geti ekki staðið í skilum. Valsmenn hafa reynt að komast að samkomulagi við lánardrottna sína en án
árangurs. Félagið keypti 35 þúsund fermetra landsvæði á Hlíðarenda sem byggja átti hundruð íbúða á auk
atvinnuhúsnæðis. Félagið íhugar nú réttarstöðu sína í ljósi hæstaréttardóms um myntkörfulán.
VALSMENN MEÐ STÆRSTU
SKULDURUM SPARISJÓÐSINS
iNGi f. VilhjálmSSON
blaðamaður skrifar: ingi@dv.is
Auðvitað er þessi kreppa slæm, tvö-
földun lána og annað slíkt
og við sitjum í súpunni
eins og allir aðrir.
Níundi stærsti skuldarinn FjárfestingafélagiðValsmennhf.erníundistærstiskuldariSPRON.Félagiðfjárfestiíbyggingarlandiá
Hlíðarendaþarsemráðgertvaraðbyggjaíbúða-ogatvinnuhúsnæði.HérséstsvæðiðáHlíðarendaaðhlutatil. mYND hÖRÐUR SVEiNSSON
Aðstandendur Valsmanna BrynjarHarðarsonsegiraðValsmennhafireyntaðsemjaumskuldirsínarviðslitastjórnSPRONen
aðþaðhafiekkigengiðhingaðtil.TveiraðriraðstandendurValsmannaeruGuðniBergssonogJafetÓlafsson.
Útsalan er hafin
40-60% afsláttur
af öllum vörum