Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Side 12
12 fréttir 25. júní 2010 föstudagur Sendiráð Íslands í Stokkhólmi hélt glæsilega veislu á þjóðhátíðar- degi okkar Íslendinga, 17. júní síð- astliðnum. Hátt í fjögur hundruð manns var boðið til veislunnar og þar mátti sjá mörg þekkt andlit. Á listanum mátti finna yfir tvö hundruð útlendinga, flesta sænska, ásamt fjölda sendiherra erlendra ríkja í Svíþjóð. Þá voru yfir hundr- að merkir Íslendingar á boðslistan- um, meðal annars leikhúsfrömuðir, tónlistarstjörnur og knattspyrnu- fólk. Samtals voru boðsgestirnir 337 talsins og mætti um það bil helmingur til veislunnar, þar sem boðið var upp á léttvín og pinna- mat. Tilefni veislunnar var að fagna þjóðhátíðardegi Íslands. Glæsilegur hópur Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra Íslands í Svíþjóð, er ánægður með hvernig til tókst á fallegum og sólríkum 17. júní í Stokkhólmi. Hann segir boðslist- ann hafa verið glæsilegan. „Þetta er glæsilegur hópur. Við erum að bjóða þarna diplómötum sem hafa aðsetur í borginni ásamt sænskum aðilum sem sendiráðið hefur ein- hver samskipti við, hvort sem það er úr pólitík, atvinnulífi eða listum. Þá er það hópur Íslendinga sem hefur verið í forystustörfum fyrir ís- lenska samfélagið í Svíþjóð,“ segir Guðmundur Árni. Elítunni boðið Til að nefna dæmi um frægt fólk af boðslistanum ber fyrst að nefna tónlistarstjörnuna Björk Guð- mundsdóttur. Söngvarinn Frið- rik Ómar og maður hans Ármann Skæringsson voru þar einnig. Leikhúsfrömuðunum Árna Þór Vigfússyni og eiginkonu hans, Mar- íkó Margréti Ragnarsdóttur, og Kristjáni Ra. Kristjánssyni var einn- ig boðið en þeir reka leikhús í Sví- þjóð. Íslenskar knattspyrnuhetjur voru einnig á boðslista Guðmund- ar Árna, til að mynda þær Guð- björg Gunnarsdóttir og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir. Þá var fyrrver- andi landsliðsmanninum og knatt- spyrnuþjálfaranum Sigurði Jóns- syni boðið en hann þjálfar sænskt knattspyrnulið um þessar mundir. Víða úr veröldinni Það var ekki aðeins íslenska elítan sem var boðið í þjóðhátíðarpartí sendiráðsins heldur líka sænskt mektarfólk. Þannig má finna á boðslistanum þá Carl Bildt, utan- ríkisráðherra Svíþjóðar og Göran Persson, fyrrverandi forsætisráð- herra Svíþjóðar. Þá voru tæplega hundrað sendiherrar erlendra ríkja í Svíþjóð á listanum. Með mökum voru þeir 93 talsins. Til að nefna dæmi um sendiherra sem boðið var voru það sendiherrar Þýska- lands, Hollands, Íraks, Sádi-Arabíu, Kýpur, Simbabve og Botsvana. Heimatilbúinn matur Guðmundur Árni viðurkennir að hann hafi íhugað um tíma að sleppa veislunni sökum efnahags- þrenginganna. Að sama skapi reyndi hann að halda veisluna með sem minnstum tilkostnaði. Hann segir áætlaðan kostnað veislunnar í kringum hálfa milljón króna. „Veisl- an var óhjákvæmileg því svona er hefðbundið hjá öllum sendiráðun- um hér í borginni. Við buðum upp á léttvín og heimatilbúinn pinna- mat sem búinn var til af konunni minni og dóttur,“ segir Guðmundur Árni. „Það var gert til þess að draga úr kostnaði því ég vildi gera þetta eins ódýrt og hægt er. Vissulega velti ég því fyrir mér að sleppa veislunni en við verðum hins vegar að halda úti einhverjum sýnileika og það er enginn dagur hentugri til þess en sjálfur þjóðhátíðardagurinn.“ Vel heppnað Sendiherrann ítrekar að óhjákvæmi- legt sé að halda svona veislur til að viðhalda sýnileika Íslands. Hann segir veisluna hafa verið vel heppnaða í alla staði þar sem gestirnir hafi notið sín. „Ég er ánægður með vel heppnaða veislu því ég held að þetta hafi verið gert eins myndarlega og sparlega og hægt var. Gestirnir nutu sín ágætlega, mættu prúðbúnir á þessum fallega sumardegi. Ég sá ekki betur en að all- ir væru kátir,“ segir Guðmundur Árni. Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra Íslands í Svíþjóð, blés til myndarlegrar veislu á 17. júní þangað sem hann bauð hátt í 400 gestum. Á listanum er að finna diplóm- ata, þekkta einstaklinga úr sænsku þjóðlífi og forystusveit Íslendinga í landinu. Sendi- herrann er ánægður með hvernig til tókst og segist hafa sparað eins og hægt var. Hundruð gesta í glæsilegri veislu trauSti HafStEinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Gestirnir nutu sín ágætlega, mættu prúðbúnir á þessum fallega sumar- degi. Ég sá ekki betur en að allir væru kátir. flottir gestir Það voru frægir gestir sem Guðmundur Árni bauð til sín á 17. júní. Hér er hann með ræðismanni Íslands í Serbíu, Slobodan Micic, í júróvisjón- veislu í Serbíu árið 2008. Það var svo sannarlega mörgum þekktum boðið í sendiráðsveisluna á þjóðhátíðardeginum síðastliðnum. n Björk Guðmundsdóttir n Friðrik Ómar og Ármann Skæringsson n Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar n Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar n Lennart Johansson, fyrrverandi formaður Evrópska knattspyrnusambandsins, n Árni Þór Vigfússon og Mariko Margrét Ragnarsdóttir, n Kristján Ra. Kristjánsson n Sigurður Jónsson knattspyrnuþjálfari Margir frægir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.