Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Page 24
24 erlent 25. júní 2010 föstudagur
Julia Gillard hefur verið sett í emb-
ætti forsætisráðherra Ástralíu fyrst
kvenna eftir að Kevin Rudd var óvænt
velt úr sessi í atkvæðagreiðslu Verka-
mannaflokksins, sem hann reynd-
ar tók ekki þátt í enda lítil áhöld um
að hann myndi fara halloka. Verka-
mannaflokkurinn hefur misst mikið
fylgi í könnunum það sem af er ári og
sagði Gillard að hún teldi „góða ríkis-
stjórn vera að villast“ og sór að blása
lífi í Verkamannaflokkinn fyrir næstu
þingkosningar.
Á blaðamannafundi í þinghúsinu
í höfuðborginni Canberra sagði Gill-
ard að það væri „sannarlega heiður“
að taka við forsætisráðherraemb-
ættinu og að hún tæki við nýju hlut-
verki af „auðmýkt, ákveðni og áhuga“,
en þegar hún tók sæti á þingi lands-
ins árið 1998 sætti hún árásum og
var legið á hálsi fyrir að vera ógift og
barnlaus.
Merkur áfangi fyrir ástralskar
konur
Julia Gillard fer ekki í launkofa með
þá skoðun sína að um merkisatburð
og -áfanga fyrir konur í Ástralíu sé að
ræða. „Ég tel að ef ein stúlka horfir á
sjónvarpið næstu daga og segir „Vá,
ég myndi vilja gera þetta í framtíð-
inni“ þá sé það vel,“ sagði Gillard við
fréttamenn.
Julia Gillard fæddist á Barry Island
í Suður-Wales en flutti til Ástralíu á
sjöunda áratug síðustu aldar ásamt
foreldrum sínum, þá fjögurra ára að
aldri. Hún hyggst ekki flytja inn í ráð-
herrabústaðinn í Canberra, heldur
búa áfram í Altona, úthverfi í Mel-
bourne, í það minnsta fyrst um sinn.
Hún segist telja viðeigandi að dvelja
þar fram að kosningum og hún hafi
„að fullu áunnið sér traust áströlsku
þjóðarinnar til að gegna embætti for-
sætisráðherra“.
Fyrsti rauðhausinn
Gillard gerir sér manna best grein
fyrir því að nýliðnir atburðir geri
hana að fyrsta kvenkyns forsætis-
ráðherra landsins, „og kannski fyrsta
rauðhausnum“ sem gegni embætt-
inu, en segist ekki ætla að ofmetnast,
heldur „halda fótunum á gólfinu“.
Á meðal þess sem hún hyggst
beita sér fyrir er beislun vind- og
sólar orku og verðlagning mengunar-
kvóta. Gillard segist þó ekki ætla að
taka á því síðarnefnda fyrr en að
loknum þingkosningum, en málefni
varðandi mengunarkvótann urðu,
meðal annars, þess valdandi að vin-
sældir forvera hennar dvínuðu. Gill-
ard sagðist vera vonsvikin vegna þess
að ríkisstjórninni hefði ekki tekist að
setja lög um verð á mengunarkvóta.
Hún sagðist ætla að fylgja eftir mál-
efnum um verð á mengunarkvóta
bæði heima fyrir og erlendis. „Það
mun ég gera þegar staða efnahags
ríkja heims batnar og efnahagur
okkar styrkist,“ sagði hún.
Julia Gillard sagðist einnig reiðu-
búin til að binda enda á deilur vegna
fyrirhugaðs og umdeilds námaskatts
á „ofurhagnað“ námafélaganna sem
hefur stefnt í voða tuga milljarða
dala fjárfestingum og valdið titringi á
meðal kjósenda.
Býður upp á nýjar viðræður
Gillard rétti námafélögum sáttahönd
og sagðist opin fyrir nýjum samn-
ingaviðræðum. „Þetta er raunveru-
legt tilboð – dyr þessarar ríkisstjórnar
standa opnar. Ég er að biðja náma-
iðnaðinn að vera með opinn huga,“
sagði Gillard.
Engu að síður var Gillard föst
fyrir hvað varðar auðlindaskatt; hún
lagði áherslu á að námafélögin ættu
að greiða hærri skatt og sagði að þau
hefðu viðurkennt að þau gætu borg-
að meira. Áform um meiri skatta á
námafélögin höfðu mætt harðri and-
stöðu af þeirra hálfu, en Gillard sagði
að „Ástralar ættu tilkall til sanngjarn-
ari hluta“ af þeim auðlindum sem
væri að finna í jörðu þar í landi.
Gillard hét að stöðva tafarlaust
auglýsingaherferð ríkisstjórnarinnar
vegna málsins, og námafélögin svör-
uðu í sömu mynt. Við leiðtogaskiptin
styrktist ástralski dalurinn lítillega og
hlutabréf í BHP-námafélaginu og Rio
Tinto hækkuðu sem nam tveimur
prósentum.
Tímamót urðu í stjórnmálasögu Ástralíu á fimmtudaginn þegar
Julia Gillard, fyrst kvenna, var sett í embætti forsætisráðherra
landsins. Fyrir hafði hún gegnt embætti aðstoðarforsætisráð-
herra í ríkisstjórn Kevins Rudd sem hafði notið fádæma vin-
sælda á meðal almennings.
Vegferð Juliu Gillard
Brotið Blað í Ástralíu
Julia Gillard sagði að „Ástral-
ar ættu tilkall til sann-
gjarnari hluta“ af þeim
auðlindum sem væri að
finna í jörðu þar í landi.“
Þegar Kevin Rudd gerði Juliu Gill-
ard að aðstoðarforsætisráðherra
árið 2007 sagði öldungadeildar-
þingmaðurinn Bill Heffernan í
viðtali við tímaritið Bulletin að
Julia Gillard væri „óbyrja af ásettu
ráði“ og að slíkt fólk „hefði enga
hugmynd um hvað lífið snerist“.
Heffernan sagði að þetta gerði
Gillard „óhæfa til að stjórna“.
Heffernan var síðar neyddur til að
biðjast afsökunar vegna ummæla
sinna.
Julia Gillard hóf stjórnmála-
feril sinn upp úr 1983 og var þá
virk í samtökum á vinstri vængn-
um, Socialist Forum.
Árið 1998 var hún kjörin í full-
trúadeildina og hélt hún sína
fyrstu tölu 11. nóvember sama
ár, en þess má geta að hún er hátt
metinn ræðumaður.
Eftir sigur Verkamannaflokks-
ins árið 2001 var hún kjörin í
skuggaráðuneytið og hafði með
höndum málefni innflytjenda
og skipulagsmála. Í febrúar 2003
bættust á hennar könnu málefni
frumbyggja og sátta. Julia Gillard
varð heilbrigðisráðherra í skugga-
ráðuneytinu í júlí 2003.
Það var ekki fyrr en árið 2005
sem Julia Gillard lét í ljósi áhuga
á leiðtogahlutverki innan Verka-
mannaflokksins, en eftir að þá-
verandi formaður, Mark Latham,
sagði af sér var hún nefnd til sög-
unnar sem mögulegur eftirmaður
hans, ásamt Kevin Rudd og Kim
Beazley. Þrátt fyrir breiðan stuðn-
ing innan flokksins tilkynnti Gill-
ard 25. janúar 2005 að hún drægi
sig í hlé og Beazley hafði sigur í
formannskjörinu.
Verkamannaflokkurinn sigr-
aði í þingkosningunum árið 2007,
Kevin Rudd varð forsætisráðherra
og 3. desember það ár var Gillard
sett í embætti aðstoðarforsætis-
ráðherra landsins.
Um forvera sinn í starfi sagði
Julia Gillard: „Hann er leið-
toginn sem kom okkur í gegnum
alheimskreppuna.“ Julia sagði
einnig að Rudd hefði verið nálægt
því að ná alþjóðlegu samkomu-
lagi um aðgerðir gegn loftslags-
breytingum.
Julia Gillard býr með sambýlis-
manni sínum, Tim Mathieson,
en eftir því sem hún hefur orðið
meira áberandi í Ástralíu hefur
hún sætt árásum fyrir að hafa ekki
gifst sambýlismanni sínum eða
eignast börn. Í viðtali árið 2008
sagðist Julia vera „full aðdáunar
á konum sem gætu blandað því
saman að vinna og eiga börn“
en hún væri ekki viss um að hún
hefði náð frama í stjórnmálum ef
hún hefði stofnað til fjölskyldu og
barneigna.
KolBeinn þoRsteinsson
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Wayne swan (t.v.) og Julia
Gillard Julia Gillard brosmild
eftir að hafa verið sett í
embætti forsætisráðherra
Ástralíu. Mynd AFP