Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Side 28
Í síðasta helgarpistli mínum sagði ég frá „millirifjagigt“ minni og afleitum afleiðing-um minnar eigin sjúkdómsgreiningar sem hafði þær lyktir að ég endaði í tveggja vikna afplánun á Landspítalanum í Fossvogi. Það skal strax tekið fram að yfir engu hef ég að klaga hvað starfsfólk „Lansans“ varðar, það var í öllu tilliti eins og hugur manns og um- önnun öll til fyrirmyndar. Auk þess að fá á Lansanum bót minna meina sem voru, eins og glögga les-endur rámar sennilega í, ekki millirifjagigt heldur allsvæs- in lungnabólga með tilheyrandi kvölum, fékk ég í bónus besta megrunarkúr sem völ er á. Mér finnst ekki ósennilegt að ég hafi misst á milli fimm og sex kíló þennan hálfa mánuð sem ég lá á sjúkrabeði. En þessi megrun veitti mér þó sannast sagna blendna ánægju því áhöld eru um hvort ég hafi þurft að grennast yfirhöfuð; hef yfirleitt verið grannvaxinn þó að í seinni tíð, sökum hreyfingarleysis, hafi „sixpack“-ið breyst í kút, reyndar afskaplega lítinn kút. Fyrsta máltíð dagsins samanstóð af tveimur brauðsneiðum, grófu brauði og gjarna í þurrari kantinum, ostsneiðum og viðbiti, jógúrtdós af stærð sem ég tengi helst leikskólum og vökva að eigin vali, þó engum áfengum. Einnig var hægt að fá hafragraut, sem ég afþakkaði pent því án lifrarpylsu á hann ekki upp á pallborðið hjá mér, annars þykir mér hann kóngafæði. Jógúrtdós af minnstu gerð, að ég tali ekki um með karamellu- bragði, minnir mig alltaf á strákinn minn við morgunverðar- borðið þegar hann var lítill og hef allar götur síðan ekki getað séð hvað slík dósastærð hefur að gera í hendurnar á fullvöxnu fólki. Mér er fullljóst að skoðun mín á matseðli Lansans kann ekki að eiga samleið með skoðunum meginþorra alls þess fólks sem rennur í gegnum stofnunina látlaust líkt og elfur á eilífri ferð sinni til sjávar. Ég komst þó ekki hjá því að hugsa með mér að fæði refsifanga í fangelsum lands- ins, sem einn fyrrverandi fangi lýsti sem lúxushótelum, tæki lansa fæðinu fram í einu og öllu. Sólarhringskostnaður per fanga á Íslandi ku víst slaga hátt í kostnað sólarhringsdvalar á bestu hótelum. Eins og kom fram í síðasta helgarpistli mínum bý ég ekki að læknismenntun þó að ég hafi sett mig í læknisstelling-ar fyrir hugsunarleysis sakir. Vel kann að vera að það sem er á boðstólum í hádegis- og kvöldmat, bæði með tilliti til magns og bragðs, sem í besta falli er hægt að lýsa sem hlutlausu, sé ákveðið út frá rækilega rannsökuðum læknisfræðilegum for- sendum sem ég þekki ekki til. Hvað sem því líður taldist til tíð- inda ef ég kláraði skammtinn, en það var mér til happs að þeir sem sóttu mig heim meðan á sjúkralegu minni stóð gaukuðu að mér ýmsu matarkyns. Vissulega er nánast ómögulegt að elda mat svo öllum líki, svo ekki sé talað um alla þá (Guð má vita hversu marga) skammta sem ekið er með til sjúkrastofnana höfuðborgar- svæðisins, en einhver ástæða hlýtur að vera fyrir því að starfsfólkið er á öðru fæði. Ég er ekki mikill aðdáandi 1944-rétt- anna sem framleiddir eru handa „sjálfstæðum Íslendingum“ sem vart fyrirfinnast lengur á landi elds og ísa, en ég fékk vatn í munn- inn við tilhugsunina um eitt stykki örbylgjuhitaðan plastbakka með bjúgum, kartöflum og uppstúfi. Á Íslandi e.h. (eftir hrun) hefur íslenska þjóðin, sem sam-anstendur af víkingum með þrælslund, ekki farið varhluta af niðurskurði sem einna helst fer fram á þeim sviðum sem síst skyldi. Heilbrigðisstofnanir hafa ekki farið varhluta af sparnaðaráráttu sem heltekið hefur „ríkisstjórn“ landsins sem slegið hefur skjaldborg um skuldir heimila á sama tíma og bankar fitna líkt og púkinn á fjósbitanum. Ef minni mitt bregst mér ekki þá var ákveðið að minnka matarskammta sjúklinga á sjúkrastofnunum vegna þess að einhver „fagaðili“ komst að þeirri niðurstöðu að sjúklingar væru bara ekkert svangir því þeir kláruðu alla jafna ekki af matarbakkanum. Hvorki hvarflaði að umræddum fagaðila að velta fyrir sér hvort fæðið væri ólystugt og bragðvont, né ástæðu þess að starfsfólk væri á öðru fæði. - Nei. Sjúklingar eru bara ekk- ert svangir. Spurning hvort Landspítalinn ætti ekki að bjóða upp á megr-unarkúr, Lansakúrinn, hver veit nema þar sé ónýtt tekjulind sem nýst gæti í harðærinu sem nú ríkir í efnahag þjóðarinn-ar og stofnana, annarra en bankastofnana. 28 umræða 25. júní 2010 föstudagur Evrópusambandið hefur nú fyrir sitt leyti samþykkt að hefja viðræður við Íslendinga um aðild að ESB. Það er fagnaðarefni. Það er okkur Íslend- ingum nauðsynlegt og hollt að fá endanlega úr því skorið hvort aðild að ESB henti okkur eða ekki, og við munum ekki fá neina almennilega niðurstöðu um það fyrr en eftir raun- verulegar samningaviðræður við sambandið. Samningaviðræðurnar munu vissulega kosta sitt og það eru peningar sem sumir sjá nú eftir, enda þarf að skera ýmislegt niður hjá rík- inu þessi misserin, en ég held þó að þessum peningum verði ekki á glæ kastað. Ef svo fer að aðild að ESB verði talin hagstæð fyrir okkur Íslendinga, þá munum við alveg áreiðanlega ekki þurfa að sjá eftir því fjármagni sem við þurfum nú að eyða í aðildar- umsóknina. Og jafnvel þótt niðurstaða samn- ingaviðræðna við Evrópusambandið yrði sú að aðild að sambandinu væri ekki okkur fyrir bestu, þá væri samt réttlætanlegt að eyða talsverðri fjár- upphæð til að fá fram þá niðurstöðu. Því það er deginum ljósara að einn augljósasti valkostur okkar í þeirri viðleitni að efla hér á ný stöðugleika og velsæld, er að ganga í Evrópusam- bandið. Það væri beinlínis heimsku- legt og reyndar dónalegt líka að vilja svipta íslensku þjóðina möguleik- anum á því að meta þann valkost í alvöru – og án þeirra sleggjudóma sem furðu mikið af ESB-umræðunni hingað til hefur einkennst af. Niður- staða úr aðildarviðræðum er eina raunverulega prófið sem Íslendingar munu geta tekið varðandi það hvort aðild hentar okkur eða ekki. Það próf verðum við að taka. Jafnvel þótt niður staðan yrði sú að við vildum ekki gerast aðilar að ESB, þá borgar sig að gangast undir prófið – því ann- ars verða næstu ár og áratugir undir- lagðir af umræðum um þetta mál- efni. BEST AÐ LJÚKA ESB-UMRÆÐUNNI AF Því þeir sem telja okkur best borgið í samtökum Evrópuríkja, munu ekki skipta um skoðun. Það er því lang- best fyrir alla aðila að koma málinu á hreint. Andstæðingar aðildar ættu meira að segja að fagna því sérstak- lega að aðildarumræður fari fram núna, þegar skoðanakannanir gefa til kynna að þjóðin hafi miklar efa- semdir um ESB. Aðildarviðræður gætu varla farið fram á hagstæðari tíma fyrir þá, og þeir ættu allra síst að bera fram illa hugsaðar tillögur eins og þá að nú ætti að draga umsóknina um ESB til baka. Sú tillaga er að sönnu eitt átakan- legt dæmi um að því miður eru ekki endilega miklar líkur á að umræður um kosti og galla ESB-aðildar muni færast upp á hærra plan á næstunni. Ástæðan er auðvitað sú að ef Ís- lendingar færu nú að draga umsókn- ina til baka, þá myndi ESB hrökkva svo til baka gagnvart okkur Íslend- ingum að ekki yrði tekið við aðildar- umsókn frá okkur næstu áratugina. Og skiljanlega, því það yrði náttúr- lega litið á okkur sem hálfgert rugl- ríki ef við förum af stað með svo mikilsvert mál sem aðild að ESB en stökkvum svo til baka ári seinna: „Ihihi, við vorum bara að plata.“ Þetta þykir Unni Brá Konráðs- dóttur kannski til marks um gáfu- legt framferði á alþjóðavettvangi, en mér þykir það ekki. Mér þykir það vægast sagt kjánalegt og það er sorg- legt að sjá Bjarna Benediktsson for- mann Sjálfstæðisflokksins gefa þess- ari vitleysu undir fótinn – allt út af þeirri úlfakreppu sem hann er kom- inn í innan flokksins. Sem formaður í þeim stjórnmálaflokki, sem alltaf hefur gefið sig út fyrir að vera mjög ábyrgðarfullur í utanríkismálum, þá þykir mér Bjarni ansi óábyrgur í þessu máli. PILTARNIR OKKAR KVADDIR Í HERINN? Við höfum því miður séð æ fleiri dæmi um það upp á síðkastið að það sé ekki endilega von á mjög gáfulegri umræðu um ESB. Þó ég hafi í aðra röndina svo mikla trú á löndum mín- um, að ég reyni að treysta því að þeir muni geta rætt um þetta mikilsverða mál án þess að bullið keyri alveg um þverbak, þá verð ég að viðurkenna að stundum læðist að mér efi. Alræmdasta dæmið um það á hvílíkar villigötur umræðan um ESB hefur þegar komist, og út í hvaða móa hún gæti lent, ef svo heldur áfram sem horfir, er auðvitað hin víðfræga auglýsing frá samtökum ungra bænda. Þar var reynt að koma því inn hjá þjóðinni að ef við gengj- um í ESB, þá þyrftu íslenskir piltar að gangast undir herskyldu í einhverj- um Evrópuher sem væri í undirbún- ingi. Þetta var bara tóm vitleysa og steypa – eins og ég vona að allir heiðar legir og vel upplýstir and- stæðingar ESB geti viðurkennt. Það stendur ekki til að búa til slíkan her, það er ekki herskylda í Evrópu (nema í örfáum löndum) og stendur ekki til að koma henni á, og Ísland hefur í áratugi verið þátttakandi í alþjóð- legum samtökum (Sameinuðu þjóð- irnar, NATO) sem halda úti herjum, án þess að piltarnir okkar hafi verið kvaddir í þá heri. UPPLOGNAR UPPLÝSINGAR Þessi auglýsing ungra bænda skaut svo langt yfir markið að hún var eiginlega varla svaraverð – nema af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi ef ungir bændur vissu sjálfir að auglýs- ingin þeirra var út í hött. Þeir hljóta eiginlega að hafa vitað það, því ég veit ósköp vel að ungir bændur eru engin fífl. En hafi þeir vitað það, þá hafa þeir sem sagt farið af stað með áróður gegn ESB sem þeir vissu sjálfir að væri bara innantómur hræðslu áróður og tómt fleipur. Sem er ekki góður vitnisburður um það sem í vændum er. Því þá hefur verið farið af stað í þeim tilgangi að reyna að planta í hugum lítt upplýstra landsmanna upplognum upplýsingum. En í öðru lagi, hafi ungir bændur ekki vitað hversu fráleit auglýsingin þeirra var, þá eru þeir svo furðu- lega illa upplýstir að það er beinlínis hrollvekjandi ef svona samtök telja sig þess umkomin að láta til sín í um- ræðu sem þau vita svo bersýnilega svo lítið um. Ég hef reyndar verið að furða mig á því að enginn fjölmiðill skuli hafa spurt unga bændur út í það af hverju þeir hafi farið af stað með svo vit- lausa auglýsingu. Vilji þeir berjast gegn ESB vegna sinna eigin hags- muna í landbúnaðarmálum, þá er það gott og blessað, og alveg sjálfsagt mál. Sérstaklega ef þeir nota til þess sína eigin peninga – en ekki fjárstyrki frá ríkinu. BULLIÐ ER EKKI TIL ÚTFLUTNINGS Ég vona að auglýsingin frá ungum bændum sé ekki vitnisburður um það sem koma skal, ekki frekar en hin arfavitlausa tillaga Unnar Brár. Við þurfum að taka afstöðu til ESB og við eigum að gera það á grundvelli raunverulegra upplýsinga sem fást í raunverulegum samningaviðræð- um, sem við göngum til stolt og sam- hent, en skiljum bullið eftir heima. Við getum bullað nægju okkar hér á heimavígstöðvum, bullið okkar er ekki til útflutnings. Burt með Bullið! trésmiðja illuga Ég vona að aug- lýsingin frá ung- um bændum sé ekki vitnis- burður um það sem koma skal. Illugi Jökulsson vonar að umræðan um aðild að ESB verði vit- rænni héðan í frá en hingað til.LAnSA- kúrinn kolBeinn þorsteinsson skrifar helgarpistill

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.