Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Side 30
Þetta er alveg æðislega skemmtilegt verk með mikl-um húmor,“ segir Þórunn Lárusdóttir leikkona um verkið Sellófón. Leikritið sem er eft- ir Björk Jakobsdóttur sló eftirminni- lega í gegn hér á landi fyrir nokkrum árum en það var frumsýnt árið 2002. Þá lék Björk í verkinu. Síðan þá hef- ur verkið notið mikilla vinsælda og farið sigurför um Evrópu og stendur einnig til að sýna það í Ástralíu. Sellófón, eða Chellophon eins og það heitir á ensku, fjallar um hina dæmigerðu nútímaframakonu sem á börn og fjölskyldu, að sögn Þór- unnar. „Þetta er að mestu leyti speg- ill á útivinnandi konu sem hefur mikið að gera og ætlar að standa sig vel. Það er alveg brjálað að gera hjá henni og hún er á kafi í öllu en reynir á sama tíma að taka öllu með jafn- aðargeði.“ Fyndið verk fyrir barnafólk Þórunn segist vel geta samsamað sig við persónuna sem hún leikur í leik- ritinu. „Ég er akkúrat í pakkanum sem verkið fjallar um. Það fjallar um konu sem á tvö börn og eiginmann og er í fullri vinnu og er að reyna að standa sig á öllum vígstöðvum,“ seg- ir Þórunn sem á tvö börn líkt og per- sónan sem hún leikur auk þess að vera hamingjusamlega gift og vinna fullan vinnudag með. Hún segir það oft geta tekið á og þess vegna skilji hún vel raunir persónunnar sem hún túlkar í verkinu. Hún seg- ir flestar konur geti speglað sig í per- sónu leikritsins. „Ég get vottað það að þetta er ansi nálægt nútímakon- unni.“ Hún segir leikritið þó ekki ein- ungis eiga við nútímakonur því margir geti speglað sig í því. „Þetta er verk sem á við svo marga, í rauninni alla sem hafa átt börn, þó þau séu orðin fullorðin, og svo auðvitað þá sem eiga lítil börn. Fólk sem á börn á eftir að hlæja sig máttlaust.“ Enska Sellófón Leikritið var mjög vinsælt þegar það var sýnt hér á landi fyrir nokkrum árum. Núna verður það hins veg- ar sýnt með öðru sniði því það er leikið á ensku eins og áður sagði. Til var ensk þýðing á verkinu eftir Neil Haigh en Björk og Þórunn hafa krukkað í handritinu til að færa það nær nútímanum enda nokkur ár síð- an það var þýtt. Auk þess leikstýrir Björk verkinu. „Ég leik þetta á ensku sem er mitt annað tungumál,“ segir Þórunn og bætir við: „Ég lærði í London og lagði mikla áherslu á það þegar ég var í námi að ná vel enska tungu- málinu.“ Ástæðan fyrir því að ákveð- ið var að snara verkinu yfir á enska tungu er sú að Björk var boðið að fara með verkið á stóra leiklistar- hátíð í Edinborg í ágúst. „Á svipuð- um tíma komu að máli við hana eig- endur Reykjavík by day and night og voru að leita að einhverri kvöld- skemmtun fyrir ferðamenn,“ seg- ir Þórunn. Þótti því tilvalið að setja upp leikritið til sýninga. Ekki bara fyrir útlendinga Sellófón verður sýnt í Iðnó tvisv- ar í viku í sumar, á sunnudögum og fimmtudögum. Þórunn segir þó að verkið sé ekki einungis ætlað erlend- um ferðamönnum. „Íslendingar eru velkomnir þó að þetta sé á ensku. Ég veit að það eru einhverjir Íslend- ingar sem vilja sjá þetta með ensku tali og svo eru aðrir sem misstu af þessu síðast þegar það var sett upp. Fólk virðist ekki setja það fyrir sig að þetta sé á ensku. Það voru einhverj- ir Íslendingar á generalprufunni og þeir hlógu mjög mikið. Við erum líka öll með þennan breska kaldhæðna húmor sem við reynum að endur- spegla í sýningunni.“ Hún segir líka tilvalið fyrir Íslend- inga að koma og sjá verkið á ensku Ólöf í NorræNa húsiNu Ólöf Arnalds heldur tónleika í Norræna húsinu á þriðjudag, þá fyrstu sem hún hefur haldið hér á landi í þó nokkurn tíma. Ný plata Ólafar, Innundir skinni, kemur út á vegum One Little Indian útgáfunnar í september. Tónleikarnir marka útgáfu fyrstu smáskífu plötunnnar, samnefndrar henni, en smáskífan inniheldur einnig lagið Close My Eyes eftir bandaríska tónlistarmanninn Arthur Russell. Á tónleikunum verður jafnframt frumflutt myndbandsverk sem listamaðurinn Ásdís Sif Gunnarsóttir hefur gert við lagið Innundir skinni. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 en húsið er opnað 20. Um upphitun sér Adda og er miðaverð 1.500 krónur. stÓri NobilidaguriNN Stóri Nobilidagurinn verður haldinn með glæsibrag í Langholtskirkju á sunnudag. Þar mun stúlknakór- inn Graduale Nobili standa fyrir fjölskylduhátíð með mikilli tónlist, leikjum, kaffiveitingum, grilli, fatamarkaði og fleira skemmtilegu. Hátíðin er opin öllum og er aðgangur ókeypis. Dagurinn er skipulagður sem fjáröflun fyrir stúlkurnar sem munu halda í keppnisferðalag til Wales í byrjun júlí. Gaddakylfan, glæpasmásagnakeppni Mannlífs og Hins íslenska glæpafélags: sigurvegarinn einnig í 3. sæti Halldór E. Högurður hlaut fyrstu verðlaun í Gaddakylfunni 2010, glæpasagnasamkeppni Mannlífs og Hins íslenska glæpafélags, fyrir sög- una Innan fjölskyldunnar. Verðlauna- afhending fór fram á Ölstofu Kormáks og Skjaldar á miðvikudaginn þar sem Ragna Árnadóttir, dóms- og mann- réttindaráðherra, afhenti sigurvegar- anum Gaddakylfuna, verðlaunagrip úr smiðju listakonunnar Koggu, auk peningaverðlauna. Venjan er að höfundar þriggja bestu sagnanna séu verðlaunaðir sérstaklega en að þessu sinni deildu tvær sögur þriðja sætinu. Þá bar einnig svo við að Halldór E. fékk ekki eingöngu fyrstu verðlaun heldur varð saga hans, Einkastæði, í þriðja sæti ásamt sögunni Fjórða nóttin eft- ir Steingrím Teague. Valur Grettis- son fékk önnur verðlaun fyrir söguna Æskuástin. Þetta er í fyrsta sinn sem sami maður hreppir tvenn verðlaun sama árið. Þetta er einnig í fyrsta sinn sem tveir höfundar deila verð- launum fyrir ákveðið sæti. Gaddakylfan var nú veitt í sjö- unda sinn og bárust um fimmtíu sög- ur í keppnina að þessu sinni. kristjanh@dv.is 30 fókus 25. júní 2010 föstudagur flosi krufiNN Erindin undir heitinu Njála með síð- degiskaffinu halda áfram næstkom- andi laugardag og fram eftir sumri í Ásgarði á Hvolsvelli. Í erindinu núna á laugardaginn verður Flosi Þórð- arson krufinn til mergjar. Var hann höfðingi eða brennuvargur? Tal- hlýðin persóna eða staðfastur í sínu veldi? Þessum spurningum og fleir- um mun Bjarni E. Sigurðsson leitast við að svara ásamt með gestum er- indisins. Bjarni stendur fyrir erind- unum í samvinnu við Gistiheimilið Ásgarð á Hvolsvelli. Þau fara fram í gamla skólanum þar sem jafnframt er boðið upp á vöfflur úr eðalhráefni úr héraði. Á sama tíma og erindin fara fram stendur yfir sýning á teikn- ingum Þórhildar Jónsdóttur á per- sónum Njálu sem Bjarni og Þórhild- ur hafa unnið að í vetur. daNsverk á JÓNsvöku Ragnheiður Bjarnarson sýnir tvö frumsamin íslensk dansverk á listahátíðinni Jónsvöku í Reykja- vík um helgina. Í Nýlistasafn- inu á laugardaginn klukkan 18 sýnir hún verkið Þráðarhaft en á sunnudaginn klukkan 14 er það Kyrrja. Frítt inn. Nánari upplýs- ingar á jonsvaka.is eða á fésbók- arprófíl Jónsvöku. stÓNs í MosÓ Rolling Stones „heiðrunarsveit“ Íslands, Stóns, heldur heljarinn- ar tónleika til heiðurs einni stærstu hljómsveit sögunnar í Hlégarði í Mosfellsbæ á föstudaginn. Flutt verða öll helstu lög Rolling Stones frá yfir 40 ára starfsferli sveitarinnar. Hljómsveitina skipa Björn Stefáns- son (Mick Jagger), Bjarni Sigurðs- son (Keith Richards), Jakob Smári Magnússon (Bill Wyman), Birgir Ísleifur Gunnarsson (Brian Jones), Frosti Runólfsson (Charlie Watts) og Krummi Björgvinsson (Jimmy Miller). Sérstakir gestir verða Jens Hansson (Bobby Keyes) úr Sálinni hans Jóns míns, Snorri Helgason úr Sprengjuhöllinni og fleiri. Miðaverð 2000 krónur, miðasala á midi.is. Gaddakylfan 2010 Verðlaunahafar í Gaddakylfunni 2010 ásamt Rögnu Árnadóttur, dóms- og mannréttindaráðherra, sem afhenti verðlaunin. MYND INGólFur JúlíuSSoN Handhafar Gaddakylfunnar frá upphafi. 2004 Jón Hallur Stefánsson 2005 Gunnar Theodór Eggertsson 2006 Sigurlín Bjarney Gísladóttir 2007 Salka Guðmundsdóttir 2008 Lilja Magnúsdóttir 2009 Ingvi Þór Kormáksson 2010 Halldór E. Högurður gaddakylfan í söMu aðstæðuM og aðalpersÓNaN Einleikurinn Sellófón var frumsýndur í Iðnó í gær. Þórunn lár- usdóttir leikur aðal- og eina hlutverkið í verkinu sem er flutt á ensku með erlenda ferðamenn í huga. Leikritið var valið til að fara á stóra leiklistarhátíð í Edinborg í ágúst. Þórunn segir leik- ritið vera stútfullt af húmor og að margir geti speglað sig í því. lítIð Mál að lEIka á ENSku Þórunn segir ensku sitt annað tungumál. MYND HÖrður SVEINSSoN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.