Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Síða 38
Hallur fæddist í Heiðarhöfn á Langa- nesi og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugar- vatni 1938-40, við Samvinnuskólann við Sölvhólsgötuna í Reykjavík 1941- 42 og lauk þaðan samvinnuskóla- prófi, stundaði nám í endurskoðun og bókhaldi við Barlock Institutet í Stokkhólmi og lauk þaðan prófi vor- ið 1947. Hallur hóf störf hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Reyðarfirði að loknu námi við Samvinnuskólann og var verslunarstjóri þar til 1946 er hann fór til náms til Svíþjóðar. Hallur réðst til Skattstofunnar á Akureyri haustið 1947 sem fulltrúi skattstjóra. Hann tók síðan fljótlega við yfirstjórn skattstofunnar þar, var settur í embætti skattstjórans á Akur- eyri 1953, var endanlega skipaður skattstjóri skattumdæmis Norður- lands eystra 1962 og gegndi því emb- ætti til starfsloka 1986 en þá hafði hann verið skattstjóri í þrjátíu og þrjú ár. Hallur hóf aftur störf við skatt- stofuna rúmu ári síðar, var þá endur- skoðandi í hlutastarfi en þar starfaði hann fram yfir sjötugsaldur. Hallur hreifst ungur af hug- sjónum jafnræðis og samvinnu. Á námsárunum í Samvinnuskólanum kynntist hann Jónasi Jónssyni frá Hriflu og ýmsum fleiri forystumönn- um Samvinnuhreyfingarinnar. Hann gekk til liðs við Framsóknarflokkinn og gegndi margvíslegum nefndar- og trúnaðarstörfum fyrir flokkinn á Akureyri, sat m.a. um áratuga skeið í yfirkjörstjórn og var formaður hennar um langa hríð. Þá var hann félagsmaður í fjölmörgum félögum til dánardags, s.s. í Skógræktarfélagi Eyfirðinga og Hinu íslenska náttúru- fræðifélagi. Fjölskylda Hallur kvæntist 12.10. 1947 Aðal- heiði Gunnarsdóttur, f. á Reyðar- firði 9.1. 1927, húsmóður en hún út- skrifaðist frá húsmæðraskólanum að Laugalandi í Eyjafirði vorið 1947. Foreldrar Aðalheiðar voru Gunnar Bóasson, f. í Borgargerði í Reyðar- firði 10.5. 1884, d. 28.7. 1945, útvegs- bóndi að Stuðlum og í Bakkagerði, s.k.h., Margrét S. Friðriks dóttir, f. að Mýrum í Skriðdal 7.7. 1899, d. 4.5. 1975, húsfreyja. Margrét flutti til Akur eyrar um áramótin 1951-52 og dvaldi hjá Aðalheiði, dóttur sinni, til dánardægurs, 1975. Hallur og Aðalheiður bjuggu lengst af í Ásabyggð 2 á Akureyri, eða á árunum 1950-2001. Þar ólu þau upp sjö börn. Börn Halls og Aðalheiðar eru Sigur björn, f. 27.5. 1948, verkfræð- ingur, kvæntur Ane Thomsen, f. 12.3. 1949, tækniteiknara, og á hann einn stjúpson, Jens Kallestrup Sör- ensen; Margrét, f. 12.8. 1949, dokt- or í jarðfræði, gift Kristni Einars- syni, f. 15.7. 1948, vatnafræðingi og eru dætur þeirra Bjarnheiður og Líney Halla en fyrir átti Krist- inn Baldur Arnvið; Gunnar, f. 18.10. 1950, tölvunarfræðingur, var kvænt- ur Huldu Bergvinsdóttur, f. 22.4. 1955, d. 27.11. 2009, hjúkrunarfræð- ingi og eignaðist hann með henni tvo syni og stjúpson, Davíð Bjarna- son og Hall og Brynjar en Hallur er kvæntur Andreu Hjálmsdóttur og eiga þau tvær dætur, Fönn og Dög- un en Brynjar er í sambúð með Hlín Finnsdóttur og Davíð er kvæntur Maríu Birnu Arnardóttur og eiga þau tvær dætur, Ísafold Filippíu og Lauf- eyju; Friðrik Haukur, f. 16.3. 1952, doktor í félagsfræði, kvæntur Ang- eliku Woldt-Hallsson, f. 22.6. 1952, grunnskólakennara og eiga þau tvær dætur, Láru Rún og Ingu Lín; Þórar- inn Óli, f. 4.3. 1958, verkfræðingur, kvæntur Karinu H.L. Rova, f. 14.2. 1956, leikskólakennara og á hann með henni þrjú börn og stjúpson: Jan Peter Gröndahl, Anton Einar, Sögu Margréti og Kristínu Helenu; Hallur Heiðar, f. 31.3. 1960, hönnuð- ur í Reykjavík; Hlynur, f. 25.9. 1958, myndlistarmaður, kvæntur Kristínu Þóru Kjartansdóttur, f. 8.5. 1970, fé- lags- og sagnfræðingi en þau eiga fimm börn: Huga, Lóu Aðalheiði, Unu Móeiði, Núma og Árna. Systkini Halls: Bergur, f. 20.5. 1917, d. 28.7. 2005, alþm. og framkvæmda- stjóri Framkvæmda stofnunar ríkis- ins, var fyrst kvæntur Hjördísi Pét- ursdóttur, stúdent og húsmóður sem lést 1971 en seinni kona hans var Jó- hanna Arnljót Eysteinsdóttir, bóka- safnsfræðingur og húsmóðir; Krist- björg Líney, f. 4.1. 1919, d. 16.7. 1958, hjúkrunar kona í Reykjavík; Marínó Ólason Sigurbjörns son, f. 3.3. 1923, lengst af deildarstjóri Kaupfélags Héraðsbúa, kvæntur Margréti Ein- arsdóttur húsmóður. Fósturbróðir Halls var Sigurð- ur Tryggvason, f. 11.2. 1928, d. 18.6. 1988. Foreldrar Halls voru Sigurbjörn Ólason, f. í Sveinungsvík í Svalbarðs- hreppi 30.4. 1888, d. 15.2. 1964, bóndi í Heiðarhöfn á Langanesi og í Staðarseli í Sauðaneshreppi, og k.h., Guðný Soffía Hallsdóttir frá Fagra- nesi í Sauðaneshreppi, f. 25.8. 1896, d. 24.8. 1925, húsfreyja. Fóstra Halls og systir Sigurbjörns var Guðlaug Óladóttir, f. 13.10. 1998, d. 23.8. 1979, hjúkrunarkona og hús- freyja. Ætt Sigurbjörn var sonur Óla Jóhannesar, b. og söðlasmiðs í Heiðarhöfn á Langanesi Jónssonar, og Þórunnar Gunnarsdóttur húsfreyju. Guðný Soffía var dóttir Halls Guðmundssonar, b. á Hóli og síðar í Heiðarhöfn, Guðmundssonar, og Kristbjargar Jónsdóttur húsfreyju. Útför Halls fór fram frá Akureyrar- kirkju í gær, 24. júní. andlát Hallur Sigurbjörnsson fyrrverandi skattstjóri merkir íslendingar Jón Eyjólfur Bergsveinsson framkvæmdastjóri svfÍ f. 27.6. 1879, d. 17.12. 1954 Jón Eyjólfur fæddist í Hvallátrum á Breiðafirði og ólst þar upp í for- eldrahúsum. Foreldrar hans voru Bergsveinn Jónsson, bóndi á Hval- látrum, og k.h., Ingibjörg Jóns- dóttir, systir Björns, ritstjóra og ráðherra, föður Sveins, fyrsta for- seta lýðveldisins og Ólafs ritstjóra Morgunblaðsins, afa Ólafs B. Thors forstjóra og Ólafs Mixa læknis. Jón lauk fiskimannaprófi hinu meira frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1902 og farmannaprófi frá stýrimannaskóla í Danmörku. Hann sigldi til Danmerkur haust- ið 1902 og var ýmist við fiskveiðar eða í farmennsku víða um heim. Hann var m.a. skipstjóri á Til- rauninni, á Kútter Ingvari, gufu- skipinu Leslie og fleiri skipum, stýrimaður á norska kaupskipinu Kron prinsessen Victoria og stund- aði síldveiðar og síldarverkun í Noregi, Englandi og Hollandi. Jón Eyjólfur samdi lagafrum- varp um síldarmat og var yfirsíld- armatsmaður 1909-28. Hann var búsettur á Akureyri og setti þar upp netaverkstæði, litunar stöð og verslun, einkum með veiðar færi, en hann stofnaði fyrstur síldar- nótavinnustofu á Akureyri og var fyrstur til að setja upp herpi- nætur á Íslandi. Þá stofnaði hann Pöntunar félag verkamanna á Akur eyri og var bæjarfulltrúi þar um skeið. Jón fór fjölda ferða til Norður- landanna og Þýskalands og til Bandaríkjanna á árum fyrri heims- styrjaldarinnar og seldi þar síld á vegum ríkisstjórnarinnar. Hann var trúnaðarmaður Síldarútvegs- nefndar við síldarsölu til Banda- ríkjanna á árunum 1914-16 og til Danzig 1938. Jón Eyjólfur flutti til Reykjavíkur 1923. Hann var forseti Fiskifélags Íslands 1922-24, var aðalhvata- maður að stofnun Slysavarnafélags Íslands og framkvæmdastjóri þess frá stofnun 1928. Gestur Þorgrímsson myndlistarmaður f. 27.6. 1920, d. 7.1. 2003 Gestur Þorgrímsson fæddist í Laugar nesi í Reykjavík. Hann stund- aði nám við VÍ 1936-38, við Hand- íða- og myndlistaskólann 1944-46, í Kunstakademiet í Kaupmannahöfn 1946-47 og lauk teiknikennaraprófi í Handíðaskólanum 1953. Gestur stofnaði og starfrækti leir- brennsluna Laugarnesleir í Reykja- vík 1947-52, var teiknikennari í Barnaskóla Hafnarfjarðar og í Flens- borgarskólanum, vann að gamanleik og skemmtisöng, vann við útvarps- þáttagerð, var starfsmaður Fræðslu- myndasafns ríkisins 1956-63, kenn- ari við Kennaraskóla Íslands 1957-77, vann með öðrum að kvikmyndagerð og hélt, ásamt konu sinni, Sigrúnu Guðjónsdóttur, fjölda einkasýninga. Hann var gistiprófessor í listum í há- skólanum í Saskatoon í Saskatchew- an í Kanada sumarið 1972, setti upp leirmunaverkstæði við Kleppsspít- alann og leiðbeindi sjúklingum þar 1972-76, var lektor í KHÍ 1977-85 og veitti forstöðu gagnasmiðju KHÍ 1979-85. Gestur samdi bókina Maður lif- andi, endurminningar í söguformi, 1960. Meðal opinberra verka Gests eru höggmynd fyrir utan KHÍ, Vota- berg við lækinn í Hafnarfirði, og með Sigrúnu Guðjónsdóttur, utanhúss- skreyting á Íþróttaleikvanginum í Laugar- dal, skreyting á íþróttahúsinu í Breið- holti, utanhússskreyting á Fiskmark- aðinum í Hafnarfirði og íþróttahúsi í Ólafsvík og innanhússskreyting í Hasselby-höll i Svíþjóð. Gestur kvæntist 1946 Sigrúnu Guðjónsdóttur myndlistarkonu og eignuðust þau fjögur börn. Meðal systkina Gests voru Kristj- án, forstjóri Austurbæjarbíós, og Ól- afur hrl. Foreldrar þeirra voru Þorgrímur Jónsson, söðlasmiður og veggfóðrari og siðar bóndi i Laugarnesi, og k.h., Ingibjörg Þóra Kristjánsdóttir Kúld húsfreyja. Fæddur 9.11. 1921 – Dáinn 6.6. 2010 38 minning 25. júní 2010 föstudagur 512 70 04 smáauglýsingasíminn er smaar@dv.isfrjálst, óháð dagblað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.