Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Qupperneq 38
Hallur fæddist í Heiðarhöfn á Langa- nesi og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugar- vatni 1938-40, við Samvinnuskólann við Sölvhólsgötuna í Reykjavík 1941- 42 og lauk þaðan samvinnuskóla- prófi, stundaði nám í endurskoðun og bókhaldi við Barlock Institutet í Stokkhólmi og lauk þaðan prófi vor- ið 1947. Hallur hóf störf hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Reyðarfirði að loknu námi við Samvinnuskólann og var verslunarstjóri þar til 1946 er hann fór til náms til Svíþjóðar. Hallur réðst til Skattstofunnar á Akureyri haustið 1947 sem fulltrúi skattstjóra. Hann tók síðan fljótlega við yfirstjórn skattstofunnar þar, var settur í embætti skattstjórans á Akur- eyri 1953, var endanlega skipaður skattstjóri skattumdæmis Norður- lands eystra 1962 og gegndi því emb- ætti til starfsloka 1986 en þá hafði hann verið skattstjóri í þrjátíu og þrjú ár. Hallur hóf aftur störf við skatt- stofuna rúmu ári síðar, var þá endur- skoðandi í hlutastarfi en þar starfaði hann fram yfir sjötugsaldur. Hallur hreifst ungur af hug- sjónum jafnræðis og samvinnu. Á námsárunum í Samvinnuskólanum kynntist hann Jónasi Jónssyni frá Hriflu og ýmsum fleiri forystumönn- um Samvinnuhreyfingarinnar. Hann gekk til liðs við Framsóknarflokkinn og gegndi margvíslegum nefndar- og trúnaðarstörfum fyrir flokkinn á Akureyri, sat m.a. um áratuga skeið í yfirkjörstjórn og var formaður hennar um langa hríð. Þá var hann félagsmaður í fjölmörgum félögum til dánardags, s.s. í Skógræktarfélagi Eyfirðinga og Hinu íslenska náttúru- fræðifélagi. Fjölskylda Hallur kvæntist 12.10. 1947 Aðal- heiði Gunnarsdóttur, f. á Reyðar- firði 9.1. 1927, húsmóður en hún út- skrifaðist frá húsmæðraskólanum að Laugalandi í Eyjafirði vorið 1947. Foreldrar Aðalheiðar voru Gunnar Bóasson, f. í Borgargerði í Reyðar- firði 10.5. 1884, d. 28.7. 1945, útvegs- bóndi að Stuðlum og í Bakkagerði, s.k.h., Margrét S. Friðriks dóttir, f. að Mýrum í Skriðdal 7.7. 1899, d. 4.5. 1975, húsfreyja. Margrét flutti til Akur eyrar um áramótin 1951-52 og dvaldi hjá Aðalheiði, dóttur sinni, til dánardægurs, 1975. Hallur og Aðalheiður bjuggu lengst af í Ásabyggð 2 á Akureyri, eða á árunum 1950-2001. Þar ólu þau upp sjö börn. Börn Halls og Aðalheiðar eru Sigur björn, f. 27.5. 1948, verkfræð- ingur, kvæntur Ane Thomsen, f. 12.3. 1949, tækniteiknara, og á hann einn stjúpson, Jens Kallestrup Sör- ensen; Margrét, f. 12.8. 1949, dokt- or í jarðfræði, gift Kristni Einars- syni, f. 15.7. 1948, vatnafræðingi og eru dætur þeirra Bjarnheiður og Líney Halla en fyrir átti Krist- inn Baldur Arnvið; Gunnar, f. 18.10. 1950, tölvunarfræðingur, var kvænt- ur Huldu Bergvinsdóttur, f. 22.4. 1955, d. 27.11. 2009, hjúkrunarfræð- ingi og eignaðist hann með henni tvo syni og stjúpson, Davíð Bjarna- son og Hall og Brynjar en Hallur er kvæntur Andreu Hjálmsdóttur og eiga þau tvær dætur, Fönn og Dög- un en Brynjar er í sambúð með Hlín Finnsdóttur og Davíð er kvæntur Maríu Birnu Arnardóttur og eiga þau tvær dætur, Ísafold Filippíu og Lauf- eyju; Friðrik Haukur, f. 16.3. 1952, doktor í félagsfræði, kvæntur Ang- eliku Woldt-Hallsson, f. 22.6. 1952, grunnskólakennara og eiga þau tvær dætur, Láru Rún og Ingu Lín; Þórar- inn Óli, f. 4.3. 1958, verkfræðingur, kvæntur Karinu H.L. Rova, f. 14.2. 1956, leikskólakennara og á hann með henni þrjú börn og stjúpson: Jan Peter Gröndahl, Anton Einar, Sögu Margréti og Kristínu Helenu; Hallur Heiðar, f. 31.3. 1960, hönnuð- ur í Reykjavík; Hlynur, f. 25.9. 1958, myndlistarmaður, kvæntur Kristínu Þóru Kjartansdóttur, f. 8.5. 1970, fé- lags- og sagnfræðingi en þau eiga fimm börn: Huga, Lóu Aðalheiði, Unu Móeiði, Núma og Árna. Systkini Halls: Bergur, f. 20.5. 1917, d. 28.7. 2005, alþm. og framkvæmda- stjóri Framkvæmda stofnunar ríkis- ins, var fyrst kvæntur Hjördísi Pét- ursdóttur, stúdent og húsmóður sem lést 1971 en seinni kona hans var Jó- hanna Arnljót Eysteinsdóttir, bóka- safnsfræðingur og húsmóðir; Krist- björg Líney, f. 4.1. 1919, d. 16.7. 1958, hjúkrunar kona í Reykjavík; Marínó Ólason Sigurbjörns son, f. 3.3. 1923, lengst af deildarstjóri Kaupfélags Héraðsbúa, kvæntur Margréti Ein- arsdóttur húsmóður. Fósturbróðir Halls var Sigurð- ur Tryggvason, f. 11.2. 1928, d. 18.6. 1988. Foreldrar Halls voru Sigurbjörn Ólason, f. í Sveinungsvík í Svalbarðs- hreppi 30.4. 1888, d. 15.2. 1964, bóndi í Heiðarhöfn á Langanesi og í Staðarseli í Sauðaneshreppi, og k.h., Guðný Soffía Hallsdóttir frá Fagra- nesi í Sauðaneshreppi, f. 25.8. 1896, d. 24.8. 1925, húsfreyja. Fóstra Halls og systir Sigurbjörns var Guðlaug Óladóttir, f. 13.10. 1998, d. 23.8. 1979, hjúkrunarkona og hús- freyja. Ætt Sigurbjörn var sonur Óla Jóhannesar, b. og söðlasmiðs í Heiðarhöfn á Langanesi Jónssonar, og Þórunnar Gunnarsdóttur húsfreyju. Guðný Soffía var dóttir Halls Guðmundssonar, b. á Hóli og síðar í Heiðarhöfn, Guðmundssonar, og Kristbjargar Jónsdóttur húsfreyju. Útför Halls fór fram frá Akureyrar- kirkju í gær, 24. júní. andlát Hallur Sigurbjörnsson fyrrverandi skattstjóri merkir íslendingar Jón Eyjólfur Bergsveinsson framkvæmdastjóri svfÍ f. 27.6. 1879, d. 17.12. 1954 Jón Eyjólfur fæddist í Hvallátrum á Breiðafirði og ólst þar upp í for- eldrahúsum. Foreldrar hans voru Bergsveinn Jónsson, bóndi á Hval- látrum, og k.h., Ingibjörg Jóns- dóttir, systir Björns, ritstjóra og ráðherra, föður Sveins, fyrsta for- seta lýðveldisins og Ólafs ritstjóra Morgunblaðsins, afa Ólafs B. Thors forstjóra og Ólafs Mixa læknis. Jón lauk fiskimannaprófi hinu meira frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1902 og farmannaprófi frá stýrimannaskóla í Danmörku. Hann sigldi til Danmerkur haust- ið 1902 og var ýmist við fiskveiðar eða í farmennsku víða um heim. Hann var m.a. skipstjóri á Til- rauninni, á Kútter Ingvari, gufu- skipinu Leslie og fleiri skipum, stýrimaður á norska kaupskipinu Kron prinsessen Victoria og stund- aði síldveiðar og síldarverkun í Noregi, Englandi og Hollandi. Jón Eyjólfur samdi lagafrum- varp um síldarmat og var yfirsíld- armatsmaður 1909-28. Hann var búsettur á Akureyri og setti þar upp netaverkstæði, litunar stöð og verslun, einkum með veiðar færi, en hann stofnaði fyrstur síldar- nótavinnustofu á Akureyri og var fyrstur til að setja upp herpi- nætur á Íslandi. Þá stofnaði hann Pöntunar félag verkamanna á Akur eyri og var bæjarfulltrúi þar um skeið. Jón fór fjölda ferða til Norður- landanna og Þýskalands og til Bandaríkjanna á árum fyrri heims- styrjaldarinnar og seldi þar síld á vegum ríkisstjórnarinnar. Hann var trúnaðarmaður Síldarútvegs- nefndar við síldarsölu til Banda- ríkjanna á árunum 1914-16 og til Danzig 1938. Jón Eyjólfur flutti til Reykjavíkur 1923. Hann var forseti Fiskifélags Íslands 1922-24, var aðalhvata- maður að stofnun Slysavarnafélags Íslands og framkvæmdastjóri þess frá stofnun 1928. Gestur Þorgrímsson myndlistarmaður f. 27.6. 1920, d. 7.1. 2003 Gestur Þorgrímsson fæddist í Laugar nesi í Reykjavík. Hann stund- aði nám við VÍ 1936-38, við Hand- íða- og myndlistaskólann 1944-46, í Kunstakademiet í Kaupmannahöfn 1946-47 og lauk teiknikennaraprófi í Handíðaskólanum 1953. Gestur stofnaði og starfrækti leir- brennsluna Laugarnesleir í Reykja- vík 1947-52, var teiknikennari í Barnaskóla Hafnarfjarðar og í Flens- borgarskólanum, vann að gamanleik og skemmtisöng, vann við útvarps- þáttagerð, var starfsmaður Fræðslu- myndasafns ríkisins 1956-63, kenn- ari við Kennaraskóla Íslands 1957-77, vann með öðrum að kvikmyndagerð og hélt, ásamt konu sinni, Sigrúnu Guðjónsdóttur, fjölda einkasýninga. Hann var gistiprófessor í listum í há- skólanum í Saskatoon í Saskatchew- an í Kanada sumarið 1972, setti upp leirmunaverkstæði við Kleppsspít- alann og leiðbeindi sjúklingum þar 1972-76, var lektor í KHÍ 1977-85 og veitti forstöðu gagnasmiðju KHÍ 1979-85. Gestur samdi bókina Maður lif- andi, endurminningar í söguformi, 1960. Meðal opinberra verka Gests eru höggmynd fyrir utan KHÍ, Vota- berg við lækinn í Hafnarfirði, og með Sigrúnu Guðjónsdóttur, utanhúss- skreyting á Íþróttaleikvanginum í Laugar- dal, skreyting á íþróttahúsinu í Breið- holti, utanhússskreyting á Fiskmark- aðinum í Hafnarfirði og íþróttahúsi í Ólafsvík og innanhússskreyting í Hasselby-höll i Svíþjóð. Gestur kvæntist 1946 Sigrúnu Guðjónsdóttur myndlistarkonu og eignuðust þau fjögur börn. Meðal systkina Gests voru Kristj- án, forstjóri Austurbæjarbíós, og Ól- afur hrl. Foreldrar þeirra voru Þorgrímur Jónsson, söðlasmiður og veggfóðrari og siðar bóndi i Laugarnesi, og k.h., Ingibjörg Þóra Kristjánsdóttir Kúld húsfreyja. Fæddur 9.11. 1921 – Dáinn 6.6. 2010 38 minning 25. júní 2010 föstudagur 512 70 04 smáauglýsingasíminn er smaar@dv.isfrjálst, óháð dagblað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.