Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Síða 44
NafN og aldur? „Hildur Eir Bolladóttir, 32 ára.“ atviNNa? „Prestur við Akureyrarkirkju.“ Hjúskaparstaða? „Vel gift í áratug.“ fjöldi barNa? „Tveir synir. Jónatan Hugi og Haraldur Bolli.“ Hefur þú átt gæludýr? „Við áttum íslenskan fjárhund sem hét Plokkson.“ Hvaða tóNleika fórst þú á síðast? „Ég fór á tónleika hja Gerði systur minni, hún söng Suðurríkjasálma.“ Hefur þú komist í kast við lögiN? „Nei, en fjöldi stöðumælasekta gæti hæglega leitt til þess.“ Hver er uppáHaldsflíkiN þíN og af Hverju? „Það er nýi kjóllinn sem ég fékk í 10 ára brúðkaups- afmælisgjöf frá eiginmanninum, sérvalinn, hvorki of lítill né of stór, sem segir mér að hann sér mig í nokkuð réttu ljósi.“ Hefur þú farið í megruN? „Já, oft og mörgum sinnum, mér finnst voða gott að borða og þarf stöðugt að vera að aga sjálfa mig í þeim efnum, ég er líka mjög ginkeypt fyrir ýmsum skyndi- lausnum eins og allir alvöru nautnaseggir.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmælum? „Já, á Austurvelli 2009.“ trúir þú á framHaldslíf? „Ég trúi á lífið og að það sé eilífur valkostur, þökk sé Jesú Kristi.“ Hvaða lag skammast þú þíN mest fyrir að Hafa Haldið upp á? „Ég verð oft dálítið svag fyrir dönsku júróvisjón- lögunum, þar er alltaf eitthvað ligeglad í gangi en samt ótrúlega hallærislegt.“ Hvaða lag kveikir í þér? „Man in the Mirror með Michael Jackson, hlusta alltaf á það þegar ég hleyp.“ til Hvers Hlakkar þú NúNa? „Verslunarmannahelgarinnar (grín), nei, ég hlakka til allra verkefna sem liggja fyrir á nýjum vinnustað, með nýjum verkefnum öðlast maður aukinn þroska, það er svo magnað.“ Hvaða myNd getur þú Horft á aftur og aftur? „Þegar ég var tólf ára horfði ég á Grease og Top Gun aftur og aftur en núna horfi ég helst á sömu teikni- myndirnar aftur og aftur en þar er enginn Tom Cruise né John Travolta.“ afrek vikuNNar? „Að flytja norður í land, koma sér fyrir í nýrri íbúð og taka við nýju embætti og eiga 10 ára brúðkaups- afmæli.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Nei.“ spilar þú á Hljóðfæri? „Ég lærði einu sinni á fiðlu, systkini mín þurftu að leita sér áfallahjálpar eftir það.“ viltu að íslaNd gaNgi í evrópusambaNdið? „Ég veit það ekki, mig vantar meiri upplýsingar til að leggja mat á það.“ Hvað er mikilvægast í lífiNu? „Að vera góð manneskja og eiga alvöru tengsl við fólk.“ Hvaða ísleNska ráðamaNN muNdir þú vilja Hella fullaN og fara á trúNó með? „Jón Gnarr, hann hefur svo mikið næmi fyrir mann- legum tilfinningum, þess vegna er hann líka svona fyndinn.“ Hvaða fræga eiNstakliNg myNdir þú Helst vilja Hitta og af Hverju? „Ég spái aldrei í slíkt, mér finnst bara gaman að hitta hvern þann sem hefur húmor og kann að segja sögur.“ Hefur þú ort ljóð? „Já, ég geri reyndar talsvert af því.“ Nýlegt prakkarastrik? „Ég hef mjög gaman af því að hrella manninn minn, sumt er ekki birtingarhæft, en ég hef t.d. hellt yfir hann köldu vatni þegar mér hefur fundist tuðið ná hámarki.“ Hvaða fræga eiNstakliNgi líkist þú mest? „Örugglega Opruh af því að ég er alltaf að fitna og grennast á víxl.“ ertu með eiNHverja leyNda Hæfileika? „Ekki leynda, ég leyni aldrei hæfileikum mínum, reyni frekar að breiða snyrtilega yfir vankunnáttu, það gengur misvel.“ á að leyfa öNNur vímuefNi eN áfeNgi? „Nei, áfengi er nógu mikið verkefni fyrir öll samfélög.“ Hver er uppáHaldsstaðuriNN þiNN? „Laufás, þar sem ég er fædd og uppalin, eini staður- inn þar sem ég gæti kropið og kysst jörðina.“ Hildur Eir Bolladóttir, nýr prestur í Akureyrarkirkju, hefur gaman af því að hrella eiginmann sinn en þau hjónin héldu nýlega upp á tíu ára brúðkaupsafmæli sitt. Hildur fer oft í megrun og tók þátt í mótmælunum á Austurvelli 2009. Hún vildi helst fara á trúnó með Jóni Gnarr. líkist mest opruH 44 hin hliðin 25. júní 2010 föstudagur m yn d ir B Ja rn i E ir ík ss o n www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. OXYTARM Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar DETOX 30days& Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is. Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman -120 töflu skammtur - www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur Vesturvör 30c Sími 575-1500 Já eða ba ra hækka í útvarpin u! Ferð á Kársnesið borgar sig! www.kvikkfix.issko ðaðu!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.