Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Side 50
50 úttekt 25. júní 2010 föstudagur HeH! Hermaur! Sjálfstæðismaðurinn Eyþór ArnAlds er landsmönnum kunnastur fyrir að spila með hljómsveitinni Todmobile sem gerði það gott á Íslandi um árabil. Eyþór var þekktur fyrir sítt hár sitt og lék á selló af mikilli snilld. Hver man ekki eftir honum syngja: „Heh, hermaur!“ í pöddulaginu svokallaða. Sveitin var stofnuð árið 1998 og gaf út 13 plötur á ferli sínum. Þá síðastu í fyrra en það var safnplata með bestu lögum hennar. Söngvari með nefrennSli Sjálfur borgarstjórinn í Reykjavík, Jón GnArr Kristinsson eins og nafn hans var ritað á atkvæða- seðilinn, á sér tónlistarbakgrunn. Jón er auðvitað langþekktastur fyrir afrek sín á grínsviðinu, en færri vita að hann var söngvari með pönkhljómsveitinni Nefrennsli upp úr 1980. Hljómsveitin átti engum sérstökum vinsældum að fagna eftir því sem DV kemst næst. Harmonikkan SterkaSta vopnið Guðmundur stEinGrímsson, þingmaður Framsóknar og sonur Steingríms heitins Hermannssonar forsætisráðherra, er meðlimur í hljómsveitinni Ske sem hefur sent frá sér þrjár plötur. Þær heita Life, Death, Happiness and Stuff, Feelings are great og Love for you all. Guðmundur spilar á hin ýmsu hljóðfæri en fyrst og fremst á harmonikkuna. Ágústa Eva Erlendsdóttir sem er frægust fyrir hlutverk sitt sem Silvía Nótt hefur sungið mikið með sveitinni. tryggvi takkakarl tryGGvi þór HErbErtsson tók virkan þátt í tónlistarlífinu á sínum tíma og sérstaklega þegar pönkið var að hasla sér völl hér á landi. Tryggvi var í hinum ýmsu bílskúrsböndum en lét aðallega til sín taka á tökkunum, eins og hann segir sjálfur, sem upptökustjóri. Hann stofnaði Stúdíó Mjöt með Magnúsi Guðmundssyni á sínum tíma og tók upp lög með sveitum eins og Greifunum, Skriðjöklum, Grafík og mörgum pönksveitum. Tryggvi ferðaðist mikið með Greifunum, Grafík og Das Kapital en hann tók upp fyrstu útgáfu hinnar sívinsælu plötu Konu með Bubba Morthens. PoPP og Pönk í pólitík ÞjóðHátíðar- gleðigoSinn Árni JoHnsEn, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, hefur verið viðloðandi tónlist lengi en helst er hann þekktur fyrir að stýra brekkusöngnum fræga á Þjóðhátíð í Eyjum. Svo vinsæll er hann á meðal gesta hátíðarinnar að það varð uppi fótur og fit þegar hann gat ekki spilað þar sem hann sat í fangelsi vegna dóms sem hann hlaut. Það er sama hvað Árni hefur sagt eða gert í gegnum tíðina, honum er allt fyrirgefið um leið og hann grípur í gítarinn í brekkunni góðu. trauStur vinur varð ráðHerra Framsóknarmannsins mAGnúsAr stEfÁnssonAr verður ekki minnst fyrir mikil afrek á pólitíska sviðinu þrátt fyrir að hafa náð að hlamma sér á ráðherrastól á síðustu metrum ríkisstjórnarsamstarfs Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Það sem Magnúsar verður helst minnst fyrir þegar fram líða stundir er framlag hans til íslenskrar dægurtónlistar með því að hafa sungið hið vinsæla lag Upplyftingar Traustur vinur inn á plötu fyrir nokkrum áratugum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.