Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Page 53

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Page 53
flottir föstudagur 25. júní 2010 53 Riðlakeppni HM lýkur í dag, föstu- dag, en þá hafa verið spilaðir 48 leikir á fimmtán dögum. Í þessum leikjum hafa nokkrir leikmenn óvænt staðið sig alveg frábærlega og gætu þeirra beðið stærri hlutir eftir mótið. Aftur á móti eru nokkrir á mótinu sem búist var við að yrðu frábærir búnir að gera sama og ekki neitt. og floppin f ottir Vincent enyeama nígería Aldur: 27 ára. Staða: Markvörður. Félagslið: Hapoel Tel Aviv. n Þessi ágæti markvörður hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgst hefur með HM í Suður-Afríku. Það verður þó að minnast tveggja mistaka hans sem kostuðu mark en það getur komið fyrir á bestu bæjum, hvað þá með þennan sundbolta sem notaður er á mótinu. Enyeama gjörsamlega hélt villtu liði Nígeríu á floti og hefði ekki verið fyrir hann hefði liðið jafnvel þurft að sæta skammarlegu tapi gegn Argentínu í fyrsta leik. Enyeama er töluvert rólegri og öruggari en flestir afrískir markverðir og það þyrfti ekki að koma neinum á óvart ef ísraelska liðið Hapoel Tel Aviv væri að skoða tilboð sem borist hafa í markvörðinn knáa. Daniel tshabalala suður-afríka Aldur: 33 ára. Staða: Miðjumaður. Félagslið: Platinum Stars. n Á meðan besti leikmaður Suður-Afríku, Steven Pienaar, floppaði algjörlega stigu menn eins og Daniel Tshabalala upp og léku eins og kóngar fyrir þjóð sína. Hann skoraði fyrsta mark HM 2010 með stórkostlegu þrumuskoti eftir flotta skyndisókn liðsins. Tshabalala hefur sýnt að hann er fljótur og áræðinn og alls ekkert hræddur við að skjóta. Hann er vissulega orðinn 33 ára gamall þannig að það er kannski hæpið að eitthvert lið fari að sækja hann til Suður- Afríku þar sem hann unir sér vel með Platínustjörnunum. Tshabalala virðist þó í frábæru líkamlegu formi og væri því ekkert vitlaust fyrir eitthvert lið kannski í Championship að gera við hann tveggja ára samning. chu-young Park suður-kórea Aldur: 24 ára. Staða: Framherji. Félagslið: AS Monaco. n Við Íslendingar höfðum aðeins séð til þessa harðduglega framherja.Hann leikur með AS Monaco og spilaði því nokkra leiki með Eiði Smára Guðjohnsen í vetur. Þar fór ekki á milli mála að þarna væri flottur leikmaður á ferð. Á HM hefur hann aftur á móti blómstrað og sýnt að hann er tilbúinn í stærri deildir en þá frönsku og stærri lið en Monaco. Park er gríðarlega duglegur eins og flestir leikmenn Suður-Kóreu en auk þess er hann virkilega sterkur á boltanum, skynsamur og eitraður í föstum leikatriðum, bæði að spyrna boltanum og vera sjálfur inni í teig. Draumur hans er að leika í ensku úrvalsdeildinni og sá draumur gæti vel ræst. Jafnvel í júlí. alexis sanchez Chile Aldur: 21 árs. Staða: Framherji. Félagslið: Udinese. n Einn af fáum ungum leikmönnum sem virkilega stóðu undir talinu að gætu góða hluti á HM. Sanchez er ótrúlega öflugur framherji með frábæra líkamsbyggingu og er nokkuð víst að hann gæti hlaupið í gegnum vegg. Hann er týpískur framherji sem stefnir alltaf á markið og hatar ekkert að skjóta á það. Sanchez leikur með Udinese á Ítalíu þar sem hann hefur að vísu ekki verið að raða mörkunum inn. Hann er reyndar notaður mikið sem vængmaður en hann vill spila frammi og Marcelo Bielsa, þjálfari Chile, er alveg tilbúinn að leyfa honum það. Það þarf engan að undra ef Sanchez verður nafn á allra manna vörum innan skamms. steVen Pienaar suður-afríka Aldur: 28 ára. Staða: Miðjumaður. Félagslið: Everton. n Langbesti leikmaður Suður-Afríku einfaldlega brást þjóð sinni. Það hvíldi mikil ábyrgð á herðum Steven Pienaar fyrir HM en hann átti frábært tímabil með Everton í ár. Pienaar átti að vera leikmaðurinn sem jafnvel myndi vera lykillinn að því að Suður-Afríka kæmist lengra en í riðlakeppnina. Hann gat því miður ekki neitt og var eftir fyrsta leik farinn að tala um hversu þreyttur hann væri eftir tímabilið á Englandi. Á meðan hinir og þessir menn sem enginn þekkir í suður-afríska liðinu stigu upp hvarf Pienaar og varð um leið einn af þeim mönnum sem floppuðu algjörlega á þessu heimsmeistaramóti. luis suarez ÚrÚgvæ Aldur: 23 ára. Staða: Framherji. Félagslið: Ajax. n Einn af þeim sem áttu að vera algjörar vonarstjörnur mótsins. Suarez hefur skorað að vild með Ajax í Hollandi en tölfræði hans í hollensku deildinni frá því hann kom þangað frá Nacional fyrir fjórum árum er ógnvænleg. En það er eins og með svo marga, það er ekki alltaf samasemmerki á milli þess að skora í Hollandi og geta eitthvað í erfiðari bolta. Suarez skoraði vissulega ágætis skallamark gegn Mexíkó í leik sem skipti að- eins máli upp á hvort liðið endaði í fyrsta sæti riðilsins. Suarez hefur einfaldlega valdið vonbrigðum það sem af er en hann fær tækifæri til þess að bæta upp fyrir þau gegn Suður-Kóreu. simon kjær danmörk Aldur: 21 árs. Staða: Miðvörður. Félagslið: Palermo. n Ljóshærði miðvörðurinn hefur verið að gera það gott á Sikiley og er endalaust orðaður við stórliðin, sérstaklega hefur þótt líklegt að hann gangi í raðir Manchester United. Það verð- ur þó að teljast afar hæpið að Sir Alex Ferguson kaupi Danann enda hefur hann verið skelfing á HM. Eitt almesta ofmatið miðað við það sem búist var við af honum fyrir keppnina. Kjær hefur virkað óöruggur á boltanum, hægur og les oft leikinn fáránlega illa. Vissulega hefur fólk lítið séð af honum á Ítalíu þar sem sagt er að hann sé alveg frábær en í þessum leikjum á HM hefur hann verið skelfing. Franck ribery frakkland Aldur: 27 ára. Staða: Miðjumaður. Félagslið: FC Bayern. n Ribery átti enga stórkostlega leiktíð með FC Bayern, þar sem hann féll í skuggann af Arjen Robben. Hann átti líka við meiðsli að stríða og spilaði aðeins nítján leiki í þýsku deildinni. Samt sem áður hafa stórlið Evrópu keppst um þennan leikmann í nokkur ár en hann ákvað að skrifa undir nýjan glæsilegan samning við FC Bayern. Stórlið á borð við Real Madrid og Manchester United verða ánægð að hafa ekki klófest Ribery því hann hefur gjörsamlega ekkert getað á mótinu, ekki frekar en undir lok leiktíðar með Bayern. Eitt er að vera slakur í þessu andlausa franska liði en vá, rólegur Ribery.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.