Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Qupperneq 54

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Qupperneq 54
54 úttekt 25. júní 2010 föstudagur Ímyndunarafl barna á sér engin tak- mörk. Sum þeirra þykjast vera geim- farar, önnur hafmeyjur og enn önnur ganga svo langt að leika við ímynd- aða vini. Hjá afar fáum börnum er um ofskynjanir að ræða sem ganga svo langt að börnin eru hættuleg, bæði sjálfum sér og öðrum. Kettir, rottur, fuglar og litlar stúlkur Hin sjö ára bandaríska Jani er dæmi um slíkt. Foreldrar hennar, Michael og Susan Schofield, hafa verið ötulir talsmenn meðferðaúrræða fyrir geðsjúk börn og hafa meðal annars komið fram í Opruh-þættinum en Jani litla hefur verið greind með einn alvarlegasta geðklofa sem læknar hafa nokkurn tímann orðið vitni að. Samkvæmt vefnum www.per- sona.is er geðklofi alvarleg geðröskun sem getur orsakað brenglaða hugsun og óvenjulega hegðun. Þar kemur fram að geðklofi er óalgengur með- al barna en hefst oftast á unglings- árum eða upp úr tvítugu hjá körl- um, seinna hjá konum. Jani er því yngri en flestir sjúklingar með geð- klofa en hún glímir við sömu djöfla. Í hennar tilfelli birtast ofskynjanir í formi ímyndaðra barna og dýra, eins og stúlkunnar 24 Hours, rottunnar Wednesday og kattarins 400, sem öll keppast um að segja henni að fram- kvæma slæma hluti. Faðir hennar, sem starfar sem prófessor í ensku, segist hafa hitt meira en 200 mis- munandi ketti, rottur, fugla og litlar stúlkur sem aðeins dóttir hans getur séð. Foreldrar Jani segjast enn frem- ur hafa fundið fyrir létti þegar Jani var loksins greind því þá fengu þau nafn á óvininn sem var að reyna að eyðileggja fjölskylduna. Óhugnanlegur og truflaður heimur „Á minni 20 ára starfsævi hef ég sjaldan heyrt af jafn alvarlegu til- felli. Heimur Jani er óhugnanlegur. Þetta er virkilega truflaður heimur,“ segir dr. Mark DeAntonio, geðlækn- ir Jani. Læknar hafa reyna að stjórna hegðun og ofbeldisköstum Jani með sterkum lyfjaskömmtum en jafnvel þótt hún sé uppdópuð nær hún ekki alltaf að hafa stjórn á sér. „Hún fer varla lengra í lyfjagjöf. Hún er á 200 mg af Clozaril daglega og 600 mg af Lithium. Clozaril er endastoppistöð fullorðinna geðklofasjúklinga,“ segir mamma hennar, sem vissi strax og Jani fæddist að hún væri öðruvísi. Þau Michael upplifðu hana sem gáf- aðri en börn á hennar aldri en gátu ekki útskýrt furðulegar svefnvenjur hennar. „Flest ungbörn sofa í meira en 16 tíma á dag en Jani svaf aðeins í 20 mínútur í senn. Og aldrei meira en fjóra tíma á dag,“ segir pabbi hennar. Skipað að meiða Í dag þegar hjónin horfa á gamlar vídeóupptökur segjast þau taka eftir einhverju dimmu í augum og huga Jani. Líka þegar hún var aðeins smá- barn. Eftir því sem Jani eldist þarfn- ast hún sífelldrar örvunar svo hún fái ekki störu út í loftið á eitthvað sem er ekki til staðar. Hún hefur oft beðið fólk um að kalla sig nöfnum eins og Blue-Eyed Tree Frog og Jani Fire- fly en foreldrar hennar höfðu skrif- að nöfnin á hið fjöruga ímyndunar- afl hennar. Ímynduðu vinir hennar komu fram um tveggja ára aldur- inn og eru alltaf á staðnum á meðan ósýnilegir vinir annarra barna koma og fara. „Þegar ofskynjanirnar fóru að ýta undir ofbeldisríka hegðun fór- um við að hafa virkilegar áhyggjur og fengum staðfestingu á að eitthvað væri virkilega að,“ segir Michael og bætir við að um fimm ára aldur hafi skapsveiflurnar breyst í ofbeldisfulla hegðun. „Hún klórar og bítur okkur til blóðs og reynir að klóra úr okkur augun. Nokkrum augnablikum síð- ar breytist hún aftur í góðu stelpuna okkar og kennir Wednesday og 400 um árásina. Segir þau hafa skipað sér að meiða okkur. Ef hún gerði það ekki myndu þau klóra og bíta hana.“ Ímyndaða eyjan Calalini Susan, mamma Jani, er heimavinn- andi. Hún segir erfiðast þegar Jani reyni að vinna sjálfri sér mein. „Í eitt skiptið missti hún stjórn á skapi sínu og reyndi að kyrkja sig. Hún hélt höndum um háls sér og spurði mig hvernig hún gæti hálsbrotið sig,“ segir Susan og bætir við að þegar Jani hafi átt að fara inn í herbergi að hugsa sinn gang hafi hún reynt að stökkva út um herbergisgluggann. „Ofbeldið er svo mikið að við höfum þurft að leggja hana inn á spítala. Hún hefur dvalið meira á sjúkrahúsi en heima á þessu ári.“ Ofskynjanir Jani hafa breyst og þróast með árunum en allir kettirnir og rotturnar eiga eitt sameiginlegt - þau koma öll frá ímynduðu eyjunni Calalini. Eyjan, sem Jani lýsir sem heimi einhvers staðar á milli hennar heims og heims okkar hinna, er afar raunveruleg fyrir hana og hún segist líka best við Calalini af öllum stöð- um. Hjónin hafa reynt að láta Jani ganga í venjulegan barnaskóla. Hún var með sérkennara á sérstakri deild en lék sér aldrei við hin börnin í skólanum. Í staðinn lék hún sér við ímyndaða vini sína, eins og eðluna Spikes. Hún á þó eina raunverulega vinkonu, hina níu ára Beccu, sem hefur verið greind með geðklofa og ofsóknaræði, en stelpurnar kynntust á geðdeildinni. Óttast öryggi sonarins Michael og Susan eiga yngra barn, Bodhi, og ákváðu í júní í fyrra að aðskilja systkinin af ótta við að Jani gerði bróður sínum mein. Í dag búa hjónin hvort í sinni íbúðinni með sitt barnið og skiptast á að sjá um Jani. „Þegar við bjuggum saman höfðum við mestar áhyggjur af Bodhi. Jani var alltaf reið og réðist oft á hann. Við gátum ekki farið á klósettið né í sturtu af ótta við að hún myndi meiða hann,“ segir Michael. Hjón- in hafa hannað íbúð Jani sem lík- asta sjúkrahúsi og haldið í sömu rút- ínu og er notuð þar. „Við reynum að halda öllu eins eðlilegu fyrir hana og í íbúðinni eru engir hnífar né önnur möguleg vopn,“ segir pabbi hennar og bætir við að það sé eins og Bodhi alist upp hjá fráskildum foreldrum. „Eins sorglegt og það hljómar er það betra en að þurfa sífellt að óttast um öryggi hans. Bodhi hefur aldrei báða foreldra sína hjá sér en í staðinn elst hann ekki upp í ótta við systur sína.“ Algert bjargarleysi Næturnar eru uppáhaldstími hjón- anna. „Þá hefur okkur tekist að halda henni á lífi í einn dag í við- bót og fáum tíu tíma hvíld áður en næsta barátta hefst. Svona verður þetta örugglega út lífið. Augnablikið er það eina sem við höfum og okkar markmið er að gefa henni eins mörg ánægjuleg augnablik og við getum. Hún hefur tvisvar reynt að drepa sig og við óttumst að okkar heimur hafi ekki nóg að bjóða henni til að hún haldi þetta út,“ segir Michael en veik- indin hafa sett virkilegt álag á hjóna- band þeirra og bæði Michael og Su- san þjást af þunglyndi. „Ég hef verið virkilega niðri og leitað að leið út. Ég vildi ekki lifa svona lengur,“ segir Susan og Michael viðurkennir að það hafi hvarflað að honum að enda þetta allt saman og hann hafi gert eina misheppnaða tilraun til þess. „Maður er bara svo bjargarlaus. Við sem foreldrar eigum að geta hjálp- að börnunum okkar en við getum ekki bjargað henni. Við viljum hafa hana í lífi okkar því við elskum hana,“ segir hann en hjónin vonast til þess að umburðarlyndi í garð geðsjúkra aukist. „Við erum ekki að biðja um að hún fái allt upp í hendurnar. Við viljum bara að fólk sé ekki fljótt að dæma fyrir hegðun sem börn eins og hún hafa enga stjórn á.“ Hægt er að fylgjast með líðan Jani á twitter.com/janis_journey og bloggi foreldra hennar á síðunni www.janisjourney.org. indiana@dv.is Foreldrar hinnar sjö ára Jani Schofield hafa þurft að flytja hvort í sína íbúðina með börnin af ótta við að dóttir þeirra geri litla bróð- ur sínum mein. Jani þjáist af alvarlegum geðklofa en afar fá börn veikjast svo ung. Foreldrar hennar berjast fyrir réttindum geðsjúkra barna en þeirra markmið er að reyna bæta sem mestri gleði í líf Jani. geðklofa Lítil stúlka með alvarlegan Nokkrum augna-blikum síðar breytist hún aftur í góðu stelpuna okkar og kennir Wednesday og 400 um árásina. Segir þau hafa skipað sér að meiða okkur. Ef hún gerði það ekki myndu þau klóra og bíta hana. Helstu einkenni geðklofa eru: n Ranghugmyndir, ofskynjanir og óskipulegt tal n Tilfinningaleg flatneskja, sést oft á litlum svipbrigðum n Málfar verður hikstandi og óskipulagt n Ósamhæfni hreyfinga, stífni í hreyfingum og jafnvel stjarfi n Hreyfingar stuðla ekki að því að einstaklingur framkvæmi það sem hann ætlaði eða átti að gera n Fælni og ofsahræðsla gagn- vart umhverfinu n Félagsleg einangrun og lítil tengsl n Minnkuð virkni, hægagangur og áhugaleysi n Einbeitingarleysi n Viðvarandi kvíði n Þunglyndi n Sjálfsvígsatferli n Líkamleg vanhirða n Hreinlæti bæði líkamlegu og nánasta umhverfi verður verulega ábótavant Á Íslandi er talið að um 1% lands- manna sé þjakað af geðklofa. Rannsóknir hafa ekki sýnt fram á að geðklofasjúklingar séu að jafnaði ofbeldishneigðari en annað fólk. HEiMiLd: www.gEdHJALp.iS Óhugnanlegur heimur Jani segist líka betur við ímynduðu eyjuna Calalini en jörðina, en frá eyjunni koma hundruð ímyndaðra vina sem ýmist leika við Jani eða reyna að skaða hana.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.