Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2010, Blaðsíða 62
Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veuðurguð, er í ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði Mannlífs. Þar greinir hann meðal annars frá því að hann sé orðin þreyttur á því að vera einhleypur og sé meira að segja með eina dömu í huga. „Ég held það fari nú að koma að því, ég er orðinn svo gamall, 24 ára. Ég held ég fari alveg að detta inn fyrir hliðið. Ég er með eina í huga. Aðeins að velta þessu fyrir mér,“ segir Ingó og bætir við: „Það borgar sig ekkert að tala of mikið um það en maður er alla vega að reyna að fara í þann lífsstíl, hollari lífsstíl en að vera alltaf að leita.“ Ingó hefur átt miklum vinsæld- um að fagna allt frá því að hann sló í gegn í Idol um árið. Ekki eru þó allir jafn hrifnir af honum og segir Ingó það allt í góðu. „Ég held að það sé miklu betra að fólk hati þig eða elski heldur en að því sé alveg sama, alla vega í mínu starfi.“ Ingó segist vera svo mikill popp- ari að hann verði í raun pönkari því honum sé svo sama hvað öðr- um finnst. „Það er náttúrlega ekki í tísku að vera „sellout“. Mér finnst ég fara alla leið í að vera „sellout“ og þar með er ég orðinn meiri pönkari en hinir sem hlæja að því að ég skuli vera „sellout“.“ asgeir@dv.is Með eina í huga Ingó Veðurguð leIður á pIparsVeInalífInu 62 fólkið 25. júní 2010 föstudagur logi geirs Ingó Veðurguð Er í forsíðuviðtali við Mannlíf. seMja uM barnsburð Kastljósstjörnur Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir bíður spennt eftir því að eignast sitt fyrsta barn. Kastljósstjarnan er kasólétt og er orðinn nokkuð óþreyjufull í biðinni eftir fyrsta erfingjanum. Á Facebook gerir hún Helga Seljan vini sínum úr Kastljósinu samningstilboð þar sem hún segir að um leið og hann fari að fiska að viti þá ætli hún að eignast þetta barn en Helgi er á sínum árlega sjótúr um þessar mundir. Hann var ekki lengi að bregðast við og sendi nokkrum dögum seinna til hennar að hann væri búinn að standa við sitt en nú væri komið að henni. Ragn- hildur svarar um hæl að hún ætli að láta reyna á það um helgina. Það verður því spennandi að sjá hvort Ragnhildur standi við sinn hluta samn- ingsins um helgina. silfurdrengurinn Logi Geirs- son eignaðist son í vikunni með unnustu sinni Ingibjörgu Elvu Vilbergsdóttur. parið trúlofaði sig fyrr í mánuðinum og þá voru þau einnig að útskrifast saman úr einkaþjálfaranámi íaK. logi vinnur nú að því að jafna sig af meiðslum fyrir næsta tímabil. Það er nóg um að vera hjá silfurdrengnum Loga Geirssyni. Hann var að eignast sitt fyrsta barn með unnustu sinni Ingibjörgu Elvu Vilbergs- dóttur. Ekki nóg með það heldur var parið að trú- lofa sig fyrir örfáum dögum. Þá var parið að útskrifast saman út einkaþjálfaranámi Íþróttaakademíu Keilis í Keflavík. Logi og Ingibjörg eignuðust lítinn strák en sá stutti kom í heiminn á þriðjudaginn. Hamingjuóskum hefur rignt inn á Facebook-síðu landsliðshetjunnar, sem þakkaði fyrir sig, „Kominn af fæðingardeildinni. Lítill gutti kom í heim- inn í gær kl.11.41, 50 cm og ca 3 KG... Hrikalega er ég stolt- ur af konunni minni og þessum ljósmæðrum. Takk fyrir allar kveðjurnar, allir hérna megin með hesta heilsu. kv Pabbinn,“skrifaði Logi kampakátur. Logi og Ingibjörg kynntust í upphafi árs 2009 en þau trúlofuðust fyrir skemmstu. Hlutirnir hafa því gengið hratt fyrir sig hjá parinu en þau voru einnig að útskrifast saman úr einkaþjálfara- námi ÍAK. Tæplega 180 nemendur útskrifuðust með Loga úr hinum ýmsu deildum Keilis en Logi hélt ræðu fyrir hönd félaga sinni í einkaþjálfaranum. Þó að mikil gleði hafi verið í lífi Loga undanfarnar vikur hefur hann þurft að glíma við mikla erfiðleika sem handknattleiksmaður. Logi hefur verið meira og minna meiddur í eitt og hálft ár, sem varð til þess að hann lék lítið sem ekkert með liði sínu Lemgo í þýsku úrvaldsdeildinni þann tíma, sem og með íslenska landsliðinu. Logi samdi við sitt uppeldisfélag sitt FH fyrir næstu leiktíð en hann vinnur þessa dagana hörðum höndum að því að ná sér af meiðslunum fyrir átökin í vetur. Ekki náðist í Loga við gerð fréttarinnar. BarnsBurður, trúlofun og útskrift Logi Geirsson Það er eintóm hamingja hjá silfurdrengnum þessa dagana. Logi og Ingibjörg Eignuðust strák á þriðjudag. eiga 4 ára Eitt heitasta par landsins, glamúr- fyrirsætan Ásdís Rán Gunnars- dóttir og knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson, hélt upp á fjögurra ára brúðkaupsafmæli í vikunni. Stjörnuparið lýsti yfir ást sinni í kjölfarið á Facebook. Þar skrifar Garðar: „Á 4 ára brúð- kaupsafmæli með fallegustu konu í heiminum!!! Elska þig dar- ling:*“ Eiginkonan var ekki lengi að taka við sér og senda til baka: „Awwwww.. love u 2 :*“ Garðar er fjórum árum yngri en eiginkonan en eins og hann sagði í viðtali við DV í fyrra er aldur afstæður. „Ásdís er eins og gott vín. Hún verður allt- af fallegri og fallegri og mér finnst hún miklu fallegri í dag en þegar við kynntumst, þótt hún hafi verið stórglæsileg þá,“ sagði kappinn um sína. brúðkaups- afMæli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.