Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2010, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2010, Side 6
6 fréttir 7. júlí 2010 miðvikudagur Ferðamönnum fækkar Brottfarir erlendra gesta um Leifs- stöð í júní voru 53.500, eða eitt þús- und færri en í júní í fyrra. Nemur fækkunin tveimur prósentum milli ára. Samkvæmt nýjum tölum frá Ferðamálastofu hafa 170.400 erlend- ir gestir farið frá landinu frá áramót- um, eða 8.500 færri en árinu áður. Nemur fækkunin tæpum fimm pró- sentum milli ára. Veruleg fjölgun hefur orðið í komum ferðamanna frá Norður-Am- eríku, eða rúm 21 prósent, á meðan fækkun er frá öðrum mörkuðum. Sparkaði í lögregluþjón Nítján ára karlmaður var á þriðju- dag dæmdur í þriggja mánaða skil- orðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að ráðast á lög- reglumann í lögreglubíl í október í fyrra. Maðurinn játaði að hafa spark- að í bringu, vinstra læri og vinstri framhandlegg lögreglumanns og í kjölfarið hótað honum lífláti. Þá dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur í gær mann til að greiða 50 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa haft tæpt gramm af amfetamíni í vörslu sinni. Umferð dregst mikið saman Umferð á sextán völdum talningar- stöðum Vegagerðarinnar dróst mikið saman í júní miðað við sama mánuð fyrir ári. Þannig er nærri níu prósenta minni umferð núna í júni en fyrir ári og nemur samdrátturinn í umferð- inni þennan fyrri árshelming 4,6 pró- sentum. Útlit er því fyrir að umferðin í ár verði töluvert minni en í fyrra og svipuð eða jafnvel minni en hún var árið 2006. Samdrátturinn á Suðurlandi er það mikill að það jaðrar við að kallast hrun, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá Vegagerðinni, þar sem um er að ræða 21,3 prósent minni umferð. Ungur maður játar innbrot Ungur maður hefur viðurkennt inn- brot í Gesthús og Kaffi krús á Selfossi um helgina. Lögreglumönnum sem áttu samskipti við manninn á sunnu- dag fannst útlit mannsins svipa til lýs- ingar sem vitni gaf af manni sem sást við Gesthús á laugardagsmorgun. Á heimili mannsins fannst áfengi sem hann gat ekki gert grein fyrir. Við hús- leit fundust einnig fjórar kannabis- plöntur í ræktun. Þá var brotist inn í verkstæðisskúr verktakafyrirtækisins Ístaks í Engidal á Hengilssvæðinu um helgina og það- an stolið ýmsum munum. Leitar lög- reglan að vitnum vegna málsins. „Maður veit aldrei nákvæmlega hvað maður fær í hendurnar, hvort lyfin séu gömul eða hvort um rétt lyf sé að ræða,“ segir Matthías Hall- dórsson aðstoðarlandlæknir. Þann 2. júní síðastliðinn aug- lýsti notandi vefsins er.is eft- ir þunglyndislyfinu Cipralex. Var ástæðan sú að stúlka, sem hann sagðist þekkja, var í fráhvörfum og auglýsti hann eftir einhverjum sem ætti lyfið og væri tilbúinn að selja eða gefa það. Auk þess væri stúlkan að bíða eftir lyfjakorti. Af umræðum á síðunni að dæma virðist einhver hafa sett sig í samband við auglýsandann og látið hann hafa lyfið. „Takk fyrir svörin, nokkrar góðhjartaðar eru tilbúnar að bjarga frænku,“ segir í svari frá auglýsandanum á síðunni. Í samtali við DV segist Matthías furða sig á auglýsingunni. Í raun sé engin fyrirstaða fyrir því að fá lyf- ið og hægt sé að fá það hjá lækni eða í apóteki. „Apótek hlaupa und- ir bagga með fólki sem hefur verið með lyfjakort og afgreiða þá lyfseð- ilinn. Fólk er ekki látið líða fyrir að lyfjakort er ókomið, heldur er því afgreitt hóflegt magn af töflunum,“ segir Matthías. Aðspurður hvort fólk reyni heldur að auglýsa eftir lyfjum á netinu í stað þess að kaupa þau, oft á tíðum dýrum dómum, í apótekum segir Matthías að ein- hver dæmi séu um það. Í þessu til- viki sé hins vegar ekki um mjög dýrt lyf að ræða; mánaðarskammtur af Cipralex er á fjögur þúsund krónur ef viðkomandi er með lyfjakort en annars á átta þúsund krónur. Cipralex telst til nýju þunglynd- islyfjanna og er svokallað SRNI- lyf. Matthías segir að sumir fái slæmar aukaverkanir ef þeir hætta snögglega. „Hins vegar er lyfið ekki ávanabindandi og fólk er að jafn- aði ekki að sækjast í svona lyf,“ seg- ir Matthías sem varar fólk við því að kaupa lyfseðilsskyld lyf á net- inu. „Það er ólöglegt að láta fólki í té lyfseðilsskyld lyf án þess að hafa til þess leyfi,“ bætir Matthías við. einar@dv.is Aðstoðarlandlæknir segir varasamt að kaupa lyf af ókunnugum á netinu: Auglýst eftir lyfjum á netinu Varasamt Matthías segir að það sé vara- samt að kaupa lyfseðilsskyld lyf á netinu. Síminn býður nokkrum völdum við- skiptavinum í laxveiði í Langá á Mýr- um í Borgarfirðinum í næstu viku. Þetta segir Pétur Þ. Óskarsson, fram- kvæmdastjóri samskiptasviðs Skipta, móðurfélags Símans, spurður um málið. Allur kostnaður við laxveiði- ferðina er greiddur af Símanum, að sögn Péturs, en þar er um að ræða veiðileyfi í Langá og mat. „Síminn er að bjóða viðskiptavinum á fyrir- tækjasviði í laxveiði... Þetta er lax- veiði og matur,“ segir Pétur en Langá er ein af betri laxveiðiám landsins og veiddust nærri 2.300 laxar í ánni í fyrra. Það er fyrirtækjasvið Símans sem býður viðskiptavinunum í laxveiði- ferðina. Pétur segir að um sé að ræða tveggja daga ferð og í hana fari starfs- menn Símans á fyrirtækjasviði og viðskiptavinirnir. Hann segir að við- skiptavinirnir verði við veiðar í ánni í einn dag en fyrirtækjasviðið í sam- tals tvo daga. „Þetta eru samtals tveir dagar en viðskiptavinum er boðið í einn dag.“ Gefur ekki upp nöfnin Síminn er eitt af flaggskipum eignar- haldsfélagsins Exista sem var eitt það stærsta og öflugasta sinnar tegund- ar hér á landi á árunum fyrir hrun. Bræðurnir Lýður og Ágúst Guð- mundssynir áttu félagið en kröfuhaf- ar þess hafa nú tekið það yfir. Bræð- urnir eru hættir í stjórn félagsins. Þegar lánabók Kaupþings lak á netið árið 2008 vakti athygli að bræðurnir skulduðu Kaupþingi enn þá mest- allt kaupverð Símans, en þeir keyptu hann af íslenska ríkinu árið 2008. Af- skiptum þeirra bræðra af Símanum er hins vegar lokið og stendur nú yfir fjárhagsleg endurskipulagning á Ex- ista. Aðspurður vill Pétur ekki greina frá því hvaða viðskiptavinir fari í lax- veiðiferðina en hann segir að alls sé um að ræða 25 til 30 viðskipta- vini. „Þetta eru stórir viðskiptavin- ir á fyrirtækjasviði. Ég fer ekkert út í að nefna nein nöfn í því samhengi,“ segir Pétur en spurningin er sú hvort það sé heppilegt að félagið eyði pen- ingum í slíkar laxveiðiferðir í ljósi stöðu Exista en mikill styr hefur stað- ið um félagið frá bankahruninu 2008. Kostnaðurinn ekki gefinn upp Pétur vill ekki gefa upp hversu mik- ið laxveiðiferðin kostar. „Eðlilega mun ég ekki gefa upp hversu mikið þetta kostar,“ segir Pétur. Aðspurður hvort Síminn muni bjóða viðskipta- vinunum upp á eitthvað meira en bara laxveiðina og matinn, til dæm- is skemmtiatriði, segir Pétur að svo sé ekki. Dagurinn í Langá kostar hins veg- ar 70 þúsund krónur og er veitt á 12 stangir. Ætla má að Síminn verði með allar stangirnar í ánni þar sem um er að ræða 25 til 30 viðskiptavini. Því má ætla að ekki sé ósennilegt að kostnaðurinn við veiði viðskiptavin- anna þennan eina dag verði á þriðju milljón króna. Vel kann líka að vera að Síminn fái einhvern afslátt af veiðinni. Svo á eftir að reikna matar- kostnaðinn inn í dæmið. Pétur segir að Síminn hafi áður boðið viðskiptavinum sínum í lax- veiði en að það hafi ekki verið gert í fyrra, svo dæmi sé tekið. „Þetta er einn liður í markaðssetningu okkar á fyrirtækjasviði,“ segir Pétur. Að lokum skal þess getið að með- al þess sem Langá er þekkt fyrir er að sjónvarpsmaðurinn Ingvi Hrafn Jónsson var lengi með ána á leigu - þar til 2007. Ingvi Hrafn opnaði sig um laxveiðiferðir ís- lensku bankanna í Langá í við- tölum við Veiðimanninn og DV í fyrra. Í samtali við DV sagði Ingvi Hrafn meðal annars: „Þetta var sum- arið 2006 og 2007, aðallega 2007. Fólk var bara galið. Ruglið hjá Glitn- isfólkinu skaraði einfaldlega fram úr öllu. Það sem einkenndi starfsfólk- ið í kringum þetta var ómerki- legheit og lygar og annað í þeim dúr. Þetta var nokk- uð sem maður hefur ekki séð fyrr eða síðar. Í Glitn- isboðsferðunum var tryll- ingurinn mestur. Þar fór allt úr böndunum.“ Líklegt má telja að meiri hófsemi muni ein- kenna þessa laxveiði- ferð Símans í næstu viku enda breyttir tímar. Síminn býður stórum viðskiptavinum á fyrirtækjasviði í laxveiði í Langá á Mýrum í næstu viku. Upplýsingafulltrúi Símans segir að nöfn viðskiptavinanna verði ekki gef- in upp og heldur ekki kostnaðurinn við ferðina. Síminn tilheyrir eignarhaldsfélaginu Exista sem mikið hefur verið í umræðunni frá bankahruninu. SÍMINN BÝÐUR Í LAXVEIÐI Í LANGÁ inGi f. Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is 70 þúsund krónur dagurinn Dagurinn í Langá kostar um 70 þúsund krónur. Ekki liggur fyrir hversu margar stangir Síminn kaupir fyrir viðskiptavini sína. Viðskiptavinirnir munu veiða í boði Símans í einn dag. Hér er mynd af einum veiðistaðnum í Langá. Sævar Freyr Þráinsson er forstjóri Símans. Þetta eru samtals tveir dagar en viðskiptavinum er boðið í einn dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.