Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2010, Page 7
miðvikudagur 7. júlí 2010 fréttir 7
Hljómsveitin Hjaltalín fékk fjórtán
fjölmiðlamenn til að koma hingað
til lands þann 16. júní til að vera við-
staddir tónleika sveitarinnar og Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands. Hjalta-
lín fékk styrk til þess frá Inspired by
Iceland verkefninu. Blaðamennirn-
ir voru frá sex Evrópulöndum. Með-
al annars var þar að finna fjölmiðla-
menn frá Danmarks Radio, Politiken
og Sunday Times. Fjölmiðlafólkið
dvaldi í þrjá daga hérlendis.
Steinþór Helgi Arnsteinsson, um-
boðsmaður Hjaltalín, segir blaða-
mennina hafa verið í umsjón Hjalta-
lín þennan tíma. „Við rúntuðum
með þá og tókum þá út á lífið. Fór-
um með þá í sveitina, í sund og svo
framvegis. Þetta skilar sér margfalt
til baka. Við hendum þessu beint
inn í hagkerfið. Þeir kaupa flug hjá
Icelandair eða Iceland Express og
síðan hótelgistingu. Á móti fáum við
risagreinar í tímaritum og blöðum
eins og Sunday Times,“ segir Stein-
þór.
Tengslanet í útlöndum
Steinþór segir að þessar vikurnar sé
Hjaltalín að kynna plötuna Terminal
sem hljómsveitin sé að gefa út í Evr-
ópu. Þar þurfi að leggjast í alls kyns
markaðsstarf. Hljómsveitin hafi
viðrað hugmyndina um að fá blaða-
mennina til landsins við Útón sem
hafði síðan milligöngu um styrkinn.
Hjaltalín hafi síðan fengið styrk til
Hljómsveitin Hjaltalín fékk styrk úr In-
spired by Iceland verkefninu til þess að fá
fjórtán fjölmiðlamenn til landsins. Fjöl-
miðlafólkið var viðstatt tónleika Hjaltalín
og Sinfóníuhljómsveitar Íslands 16. júní.
Frá upphafi verkefnisins hafa hund rað
og tuttugu blaðamenn komið til landsins
í tengslum það. Talið er að þeir verði tvö
hundruð þegar verkefninu lýkur.
Fjölmiðlamenn Fluttir
inn til landsins Þetta er liður í því að bæta við prófíl sveitarinnar og að byggja við hann erlendis.
RóbeRT HlynuR balduRsson
blaðamaður skrifar: rhb@dv.is
Kynnir nýja plötu SteinþórHelgi
Arnsteinsson,umboðsmaðurHjaltalín,
segirverkefniðopnatækifærifyrir
Hjaltalínátónleikumáútlöndum.
einar Karl Haraldsson, formaður framkvæmdanefndar Inspired by Iceland:
Segirverkefniðstandastáætlun
Einar Karl Haraldsson, formaður
framkvæmdanefndar um Inspired
by Iceland, segir verkefnið að mestu
hafa staðist þá kostnaðaráætlun sem
lagt var upp með í upphafi og að meg-
inþorra sjóðsins hafi verið ráðstaf-
að. Bróðurparti hans hefur verið eða
verður varið til auglýsingagerðar og
birtingar þeirra, eða 593 milljónum
króna. Þar hafa til að mynda verið
birtar auglýsingar á fjölförnum lestar-
stöðvum í Bretlandi og Hollandi.
Verkefnið hefur verið gagnrýnt
fyrir að hafa ekki útboð framleiðslu-
hluta verkefnisins opið, sem var 114
milljónir króna. Íslenska auglýsinga-
stofan og Fíton fengu þann hluta.
Einar segir að vegna þess að verkefn-
ið var unnið í flýti hafi framkvæmda-
aðilar nýtt sér heimild í lögum um
útboð til að víkja frá reglunum í neyð-
artilvikum. Þetta hafi verið gert í sam-
ráði við Ríkiskaup. Fimm auglýsinga-
stofur hafi getað gert tilboð í verkið í
upphafi. „Síðan bárust ábendingar
innan úr stjórnkerfinu um að ann-
aðhvort þyrfti útboðsferlið að vera
fullkomið eða að það yrði ekkert út-
boð. Þá hefðum við farið af stað með
annað verkefni, ef fylgt væri öllum
ströngustu reglum. Þá væri það fyrst
að koma til framkvæmda núna. Nið-
urstaðan var að fyrirtækin tóku að sér
framleiðsluhlutann á kynningarefn-
inu,“ segir hann.
Þegar Einar er spurður hvern-
ig hægt sé að meta árangur verk-
efnisins, segir Einar markaðsfræð-
in bjóða upp á margar aðferðir til
þess. Þær séu hins vegar ekki óum-
deilanlegar. „Það er engin spurning
að þetta aktívítet hefur vakið mikla
athygli. Það er síðan spurning hvort
athyglin framkallist í því að menn
bóki ferðir til Íslands. Það getur ver-
ið að menn lesi út fylgni milli þess
að menn komist í tæri við þetta átak
og bóki síðan,“ segir hann.
Einar segir margar kannanir hafa
verið gerðar á áhuga ferðamanna á
Íslandi. Þar á meðal hafi Iceland
Natur ally í Bandaríkjunum gert
kannanir í áraraðir, þar sem hafi
komið í ljós að Ísland skori hærra ár
frá ári sem áhugaverður áfangastað-
ur fólks á aldrinum 25 til 34 ára. „Ef
maður hugsar um langtímaáhrifin
er þetta mjög gott því æskan eldist
mjög fljótt af fólki,“ segir Einar.
Tvær auglýsingastofur valdar
EinarKarlHaraldssonsegirhafaverið
nauðsynlegtaðvíkjahjálögumum
útboðviðframleiðsluauglýsinga.
að greiða hluta kostnaðarins við að
fá blaðamennina til landsins. Hann
nam einhverjum hundruðum þús-
unda króna. Auk þess hafi hljóm-
sveitin fengið þrjú hundruð þúsund
krónur úr tónlistarsjóði mennta-
málaráðuneytisins. Hljómsveitin
hafi síðan greitt þá upphæð sem út
af stóð. Nú þegar hafa nokkrar þess-
ara greina birst í erlendum fjölmiðl-
um, þar á meðal plötudómur í Mojo,
auk þess sem diskurinn var valinn
plata vikunnar hjá Sunday Times.
Steinþór segir starfið skila sér til
baka í tækifærum fyrir hljómsveit-
ina á tónleikum í útlöndum. Stein-
þór segir hljómsveitina munu fara á
tónleikaferðalag um Evrópu í sept-
ember og að hún verði þá meira og
minna á þeytingi um Evrópu út árið.
„Við erum komin með tengslanet og
í fyrra vorum við meira úti en heima.
Við erum þegar komin með batterí
fyrir utan Ísland og vinnum með
mörgum fagaðilum í útlöndum, eins
og almannatenglum. Þetta er liður í
því að bæta við prófíl sveitarinnar
og byggja við hann erlendis,“ segir
Steinþór.
Greitt fyrir uppihald
Um hundrað og tuttugu blaðamenn
hafa komið til landsins á vegum
verkefnisins Inspired by Iceland. Til
stendur að þeir verði um tvö hund-
ruð þegar verkefninu lýkur með
haustinu. Dæmi eru um að þeir fái
greitt flugfar, hótel og eina máltíð á
dag auk útsýnisferðar sem kostuð er
af einhverjum ferðaþjónustuaðila.
Jón Gunnar Borgþórsson, for-
stöðumaður markaðs- og samskipta-
sviðs Ferðamálastofu, segir misjafnt
hversu mikið Inspired by Iceland
verkefnið taki þátt í ferðakostnaði
blaðamannanna. Þá sé ekki algilt að
hún sé einhver, því stórir fjölmiðlar
vilji oft frekar að starfsmaður þeirra
komi til landsins á eigin vegum.
Jón segir að oftast hafi Ferða-
málastofa haft milligöngu að fyrra
bragði um að fjölmiðlamennirnir
kæmu til landsins. Stofan hafi not-
að tengsl sín hjá almannatengsla-
stofum og söluskrifstofum erlend-
is til þess. Markmiðið með þessari
milligöngu hafi verið að þeir kæmu
til landsins til þess að fjalla um Ís-
land eftir gosið í Eyjafjallajökli. Þetta
hafi verið gert til að sýna fram á að
hérlendis væri allt í stakasta lagi eftir
gosið á stærstum hluta landsins.
Milliganga um fjölmiðlafólk
Jón segir tónleika Hjaltalíns að-
eins vera eitt dæmi um það að
blaðamenn séu styrktir til þess að
koma til landsins og fjalla um ís-
lenska tónlist. Þá hafi þó nokkr-
ir fjölmiðlamenn komið til lands-
ins í tengslum við sérhópa, eins og
golf- og veiðiblaðamenn. „Það hafa
ekki allir þeirra náð gosstöðvunum,
en þó mjög stór hluti. Það er mik-
ilvægt að sýna þeim hvernig Ísland
er að öðru leyti. Það er smá svæði
í kringum stöðvarnar sjálfar sem
varð verst úti en það er mikil þörf á
því að vekja athygli á að allt sé í lagi
þess utan. Hingað til hefur umfjöll-
unin verið mjög jákvæð og áhuga-
verð. Ástralska sjónvarpið hefur
fjallað um þetta og líka það rúss-
neska og kínverska. Tilgangur verk-
efnisins var að ýta undir jákvæða
mynd af landinu og leiðrétta rang-
an fréttaflutning sem fyrst,“ segir
hann.
Jón segir það hafa tíðkast í fleiri
ár að Ferðamálastofa hafi milli-
göngu um komu fjölmiðlafólks til
landsins. „Það má ekki vanmeta
þátt ferðaþjónustunnar í að kosta
þessar ferðir. Við stílum ekki á há-
annatíma svo ferðaþjónustufyrir-
tækin verði ekki af tekjum, heldur
yfirleitt vorin eða haustin. Ferða-
þjónustuaðilar bjóða oft blaða-
mönnum í ferðir til Íslands. Oft er
þetta samstarf milli Ferðamála-
stofu og ferðaþjónustunnar. Þetta
er ekki bara peningur frá hinu op-
inbera,“ segir Jón.