Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2010, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2010, Blaðsíða 11
miðvikudagur 7. júlí 2010 fréttir 11 aðfararbeiðni hjá sýslumanni. L: Við getum ekki lagt inn aðfarar- beiðni. A: Af hverju ekki? L: Af því að ef að, ef að við værum, ef að þú værir eigandi að bílnum og ert með veð í bílnum þá myndum við vera með aðfararbeiðni. A: Það að taka bílinn er líka aðför. L: Nei. A: Jú. L: Nei, af því að þú ert ekki skráður eigandi að honum. A: Það breytir engu. Um samninginn er ákveðinn eignarhlutur. Ég á eign- arhlut í þessum bíl. Bíllinn er virði einhvers penings. L: Þú mátt ekki, þótt það snúi eitt- hvað að þér, þá máttu ekki snúa því á hvolf gagnvart þér og þá tala um þetta af einhverri sanngirni. Hvað ætlarðu að gera, þú getur ekki breytt bara lögunum? Það er ekki til brenni- vín í dag, þá er allt í lagi, orðið löglegt að brugga landa, af því að það er ekki til einhver sort af brennivíni. Þetta er nákvæmlega það sama sem þú ert að segja. Lögin eru bara svona. Þú ert ekki skráður, eða konan, eigandi að viðkomandi tæki. Þú ert leigutaki á tækinu. A: Þið verðið þá, hvernig sem á það er litið, þá verðið þið bara að kæra mig fyrir stuld á bílnum eða eitthvað. Þið fáið ekki bílinn nema með aðkomu dómstóla eða opinberra aðila. Ég af- hendi ykkur ekki bílinn og Lýsingu ekki heldur. L: Hlustaðu á. Eina sem við gerum í dag, þá förum við í svokallaðar inn- setningaraðgerðir sem að heitir það. Guðmundur Andri, Gandri þarna, sem hefur verið að skrifa sem mest um þetta. Hann óskaði eftir að þetta yrði farið í innsetningu og hann tap- aði málinu þannig að hann varð að borga 120 þúsund krónur í það að láta dómara skrifa upp á það að samningurinn væri eins og hann átti að vera. Ekki málið. Í framhaldi af því var leitað að bílnum, þá vænt- anlega var litið á þetta þannig eins og hann væri bara að stela því. Ef að það er það sem þú ert að biðja um í rauninni, og það stoppar ekki mál- ið á þeim tíma sem það er að fara í gegn, að þá leitum við að bílnum. Eina sem hann hafði út úr því var að hann þurfti að veita viðkomandi fjármögnunarfyrirtæki 120 þúsund krónur í málskostnað við að koma málinu í gegn. A: Sko, málið snýst ekkert um pen- inga af minni hálfu. Þetta snýst um prinsippatriði. Ég er alveg borgunar- maður. L: Fyrst þetta er prinsippatriði, þá ert þú kominn í eitthvað bull sem að, sko, af hverju ertu ekki frekar að slást við skattinn? A: Af hverju? L: Já. A: Hvað hefur skatturinn gert mér? L: Ég er að spyrja, af hverju ertu ekki frekar að slást við hann? Er hann ekki að hækka hjá þér, skatturinn? A: Jú, jú, en það er bara annað mál. Ég er í þessu máli núna. L: Nei, ég er að segja sko, af hverju ertu ekki, menn verða að tala um þetta af einhverju viti. Það er það sem ég er að reyna að segja við þig. Það er eitt ef þú ert að gaspra og gaspra á götuhornum. „Þá kem ég Þangað á trukk og næ í hann“ L: Þú ætlar ekki að afhenda bílinn? A: Ég ætla ekki að afhenda bílinn og þið takið hann ekki nema að hafa lögreglu með. L: Þú segir okkur ekkert hvernig við vinnum. Ég vinn bara eins og ég ætla að vinna. Þannig að um það snýst málið. A: Ég bíð líka bara eftir ykkur þegar þið mætið heim. L: Já, bara flottur. Vertu bara eins flottur á þessu eins og mögulegt er. Ég nenni ekki að standa í þessu. […] L: Næsta skref hjá okkur. Við förum í innsetningu. Jafnframt ætla ég að hirða bílinn hvar sem ég finn hann. Ég ætla að leggja mikið á mig að finna hann. Og ef þetta er heima hjá þér, þá kem ég þangað á trukk og næ í hann. Vertu blessaður. A: Flott er, á ég að hella upp á fyrir þig? L: Ha? Nei, ég kem ekki í kaffi til manna sem láta svona eins og bján- ar. Ég get talað um þetta af fullri skynsemi, af fullri, að hjálpa með þig, hætt að hjálpa þér, en það síðasta sem ég geri er það að láta hóta mér. A: Ég hótaði ykkur aldrei. […] L: Enn þá ætla ég að bjóða þér það, ég ætla að segja það enn þá líka, að skynsamlegasta leiðin hjá þér til þess að ná málinu inn, til þess að geta far- ið að taka á því er bæði að skila þess- um bíl og þá hinum, þá er hægt að taka á báðum málunum í einu. Það er skynsamlegasta leiðin. A: Það er þitt mat. L: Það kostar þig bæði peninga, vandræði og eitthvað … sem þú skil- ur ekki, eða vilt ekki skilja. A: Ég á alveg peninga fyrir þessu þannig að það er ekki vandamálið. L: Hvað er þá vandamálið? A: Vandamálið er það að krafan hef- ur hækkað ólöglega. L: Það er ekki málið. Þú ert hættur að borga. A: Ég er búinn að borga umfram upphaflegu kröfuna. L: Ef þú hefðir bara borgað 28 þús- und krónur á mánuði áfram að þá værum við í allt öðru máli. A: Nei. Ég væri í nákvæmlega sama máli. Ég væri samt í vanskilum mið- að við… L: Þú ert ekki búinn að borga helm- ing lánstímans og lánin hafa ekki hækkað um hundrað prósent. […] L: Ég myndi ráðleggja þér og ég er bara að segja þér það, svo ekki tala um það meira. Ég er bara að segja þér það. Ef þú vilt slást þá áttu að hjá ríkinu, þú átt að slást í dómssölum. Að halda bílnum, það er mesta fá- sinna sem þú gerir nema þú borgir af honum. A: Það er þitt mat. […] A: Hvenær má ég þá eiga von á ykk- ur heima? L: Ég hérna, ef þú ætlar að afhenda bílinn þá er það ekkert mál, þá kem ég bara sjálfur og sæki bílinn hjá þér. A: Ég afhendi hann ekki neitt. Þið verðið þá bara að kreista hann úr lúk- unum á mér. L: Mér er alveg sama hvernig ég geri það … þetta veltur allt á þér, ég er að reyna að segja þér það. A: Ekki ef krafan er ólögleg. Þá ert þú að gera ólöglegan gjörning. L: Þá áttu bæði skaðabótakröfu á við- komandi fjármögnunarfélag, ha? A: Já. L: Þú átt hana. Fjármögnunarfélög fá ekki að starfa hér á landi nema þau hafi … hún er til, þannig að þú átt þá kröfuna áfram. Jafnframt því, að ef þú lendir í málaferlum við viðkom- andi hérna. Ja, segjum svo að þú far- ir í málið sem ég er að benda þér á að gera sem er skynsamlegasta leið- in. Þú ert ósáttur. Er það ekki rétt hjá mér? A: Jú, jú. L: Hvernig áttu að berjast þá sem ósáttur? A: Hvernig? L: Já, eins og í dag? A: Já. L: Nei, við hvern ertu að berjast? A: Við Lýsingu og kröfuna þeirra. L: Nei, þú ert að berjast við vindmyll- ur. Það er það sem ég er að reyna að segja. Þú ert bara eins og Don Kíkóti að berjast við vindmyllur. Til þess að fá hlutina, af því að þú kemst aldrei að manninum sem þú ert að slást við. Það sem þú ert að slást við er það að skila bílnum inn, þá ertu kominn með málið. Þá sérðu kröfuna þeirra, sem þeir eru að gera á þig. Þeg- ar þeir eru búnir að taka af þér bíl- inn, skilurðu, þá ertu kominn með heildarpakkann upp. Ókei, þeir gera kannski milljón króna kröfu á þig eða hvað þetta er. Segjum það. Þá ertu kominn út í þennan bardaga sem þú ert að tala um sjálfur. Fattarðu? Sem þú segist vera í núna. Þú ert kominn í hann þegar þú ert kominn þar. A: Ef ég gef frá mér bílinn þarf ég að verða mér úti um annan bíl. Þannig að ég gæti allt eins verið áfram að borga af þessum eins og að finna mér einhvern annan. L: Já, það er það sem ég er að reyna að segja þér. Borgaðu bara málið í skil. […] L: Þá neitarðu bara að afhenda bíl- inn. Þannig að við þar situr bara. Þá gerum við þetta bara eins og þú vilt. Þá verðum við að gera það. A: Já. L: Ég set þetta þá í innsetningu á þig þannig að þú vitir það þá. Þú ert þá að tapa einhverjum hundrað þús- und kalli ef þú ferð með þetta alla leið. Ekki eins og það skipti ein- hverju máli hvort eð er. Það er ekkert mál. Þá er ekki verið að taka á láninu sjálfu heldur gerðinni sem slíkri. A: Já. L: Heyrðu, segjum það. A: Já. L: Bless. A: Bless. *A: Arnar Geir Kárason – L: Lárus Viggósson. Þeir tveir ræddust við tvisvar vikuna fyrir dóm Hæstaréttar. Arnar segir Lárus ekki hafa haft sam- band við hann aftur eftir að seinna samtali þeirra lauk. „Hirði bílinn Hvar sem ég finn Hann“ brot úr seinna samtalinu Vildi ekki ræða við DV Eigandi Vörslusviptingar sagði ekki þjóna neinum tilgangi að tala við DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.