Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2010, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2010, Síða 15
miðvikudagur 7. júlí 2010 neytendur 15 Bestu útsölurnar að fá skó þar á góðu verði. Verðlagið hjá þeim er mjög viðráðanlegt og föt- in klæðileg fyrir stærri konur. Úrval- ið í Vero Moda var líka mjög gott. Þó betra og meira í Smáralind heldur en Kringlunni. Þar var hægt að fá vörur með 30 prósenta og allt upp í 70 pró- senta afslætti. Margir kjólar geta nýst sem sparikjólar í haust, þó að þeir séu úr sumarlínu. Það sama gildir um boli, leggings og annað sem er á fínu verði. Útsalan í Dorothy Perkins í Smára- lind var líka mjög góð. Þar voru kjól- ar frá 3.000 krónum og upp úr. Í Tops- hop var líka hægt að gera ágætiskaup. Þar voru útsöluvörur með 40 til 60 prósenta afslætti en útsalan var þó öllu betri og meira úrval í Topshop í Kringlunni heldur en í Smáralind. Út- salan í Zöru var ágæt en þó töluvert dýrari en hún hefur verið undanfar- in ár. Líklega skýrist það af hækkandi verðlagi. Þó var hægt að gera mjög góð kaup inn á milli og búast má við því að það verði enn betra þegar líða fer á útsöluna. Til dæmis fundum við kjól sem áður hafði verið á 8.995 krónur og var nú kominn á 3.995 krónur. Galla- buxur voru svo á góðum afslætti í Vila í Smáralind. Í miðbænum er mjög góð útsala í Rokki og Rósum þar sem allt í búðinni er með 50% afslætti auk sérstakra tilboða. Til dæmis eru allar gallaskyrtur á 1.000 krónur. Skór Skóútsölurnar voru flestar nokk- uð góðar. Skóverð virðist hafa hækk- að mikið síðan kreppan skall á og því mjög gott að fjárfesta í skóm á útsölu. Í skóbúðinni GS skóm var gott úrval á útsölunni. Um helmingur vöruúrv- als í búðinni var með 30 til 40 pró- senta afslætti og svo var meiri afslátt- ur af sérstaklega völdum skópörum. Þar var hægt að fá skó á allt niður í 3.990 krónur. Í Bianco voru tvö skópör á verði eins eða 30 prósenta afsláttur af einu pari. Úrvalið þar var þó ekk- ert sérstakt en hægt að finna flott pör inni á milli. Í Bossanova var 30 til 60 prósenta afsláttur og nokkuð gott úr- val af spariskóm. Í skóbúðinni Kron á Laugavegi er hægt að gera mjög góð kaup um þessar mundir. Þar eru all- ir skór með 30 til 50 prósenta afslætti. Þar eru góð merki seld og duga yfirleitt vel. Í Herragarðinum var líka gott úr- val af herraskóm á 40 prósenta afslætti og gott úrval af íþróttaskóm var í Úti- líf. Í Steinari Waage voru útsöluvör- ur á 30 prósenta afslætti en úrvalið af útsöluvörum hefði mátt vera meira. Kaupfélagið var með 30 prósenta af- slátt af flestum útsöluvörum, stund- um meira. Úrvalið af útsöluvörunum þar var gott. Barnaföt og skóladót Sniðugt er að kaupa barnaföt á útsöl- um. Þau eru yfirleitt frekar tímalaus og því oft hægt að gera góð kaup. Í Name it var góð útsala á barnafötum. Flest í búðinni var með 30 til 40 prósenta af- slætti. Hægt var að fá nærföt og sam- fellur á góðu verði. Í barnafatabúðinni Adams var einnig góð útsala. Þar er 30 til 70 prósenta afsláttur af miklum hluta vara búðarinnar. Þó voru ekki grunnföt eins og nærföt, sokkabuxur, sokkar og fleira slíkt á útsölu. Sama er að segja um búðina Zink sem selur föt fyrir börn og unglinga á aldrinum 8 til16 ára. Í BabySam var ekki mikil út- sala en þó var hægt að fá kerru á góðu tilboði, gamla verðið var 12.990 kr. en á útsölunni var hún á 7.794 kr. Í Útilíf var hægt að gera góð kaup á íþrótta- fötum fyrir börn. Bæði íþróttagallar og sundföt eru á 30 til 50 prósenta afslætti og einnig er tilboð á íþróttatöskum . Eitt besta tilboðið fyrir börn var í Office1 en þar var hægt að fá skóla- töskur á mjög góðu verði. Þær voru á 50 til 67 prósenta afslætti og kosta núna 1.500 til 2.500 krónur. Þar var líka hægt að fá pennaveski og möpp- ur á miklum afslætti. Það munar um minna fyrir efnalítið fólk sem á börn sem hefja nám í haust. Hagkaup stát- ar líka af góðri útsölu á barnafötum en þar eru allar útsöluvörur á 250 til 3.000 krónur og hægt að finna mjög góða hluti inn á milli. Vöruverð lækkar þegar líður á Gott er að vera vel vakandi þegar mað- ur fer á útsölur og láta ekki glepjast og kaupa eitthvað „bara af því að það er svo ódýrt“. Það er nefnilega ekkert svo ódýrt ef það liggur óhreyft inni í skáp. Útsölurnar í ár eru þess virði að kíkja á þær og hafa ber í hug að því lengra sem líður á útsöluna því meira minnk- ar úrvalið en á sama tíma lækkar verð- ið. Búðir lækka nefnilega flestar verð á útsöluvörum töluvert í enda útsöl- unnar en þá er oft ekki mikið eftir af almennilegum vörum. n Íþrótta- og útiViStarVörur útilíf, glæsibæ, Holtagörðum, Kringlunni og Smáralind Mikill meirihluti af vörum búðarinnar er á útsölu og hægt að gera góð kaup á merkjavöru. Íþróttaföt, útivistarföt, sundföt og margt fleira á góðu verði. n SKór á miKlum afSlætti Kron, laugavegi 48 Allt í búðinni á 30 til 50 prósenta afslætti. Gaman að koma inn í búð þar sem allt er á útsölu, ekki bara lítill hluti. Þannig eru bestu útsölurnar. n góð Herraföt Herragarðurinn, Kringlunni og Smáralind Allt í búðinni á 40 prósenta afslætti. Merkjavörur á góðu verði. n Vörur á ótrúlegum afSlætti Hagkaup Mætti vera meira á útsölunni en það sem er á henni er á mjög góðu verði. Allt á 250 til 3.000 krónur. Barna- dömu-, og herraföt. Einnig búsáhöld og fleira. n Barnaföt á góðu Verði name it Flott barnaföt á 30 til 40 prósenta afslætti. Samfellur, sokkar og nærföt á börn á góðu verði. fimm Góðar útsölur Kerra BabySam: Verð áður 12.990 kr. Verð nú 7.794 kr. Skór Bianco, 2 fyrir1 annað parið 26.990 hitt parið 24.990 = 26.990. Borgar bara fyrir annað parið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.