Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2010, Page 16
16 erlent 7. júlí 2010 miðvikudagur
Breska lögreglan sagði í gær að
hringurinn væri farinn að þrengj-
ast um Raoul Moat sem grunað-
ur er um að hafa orðið manni að
bana, sært Samönthu Stobbart, fyrr-
verandi kærustu sína, og lögreglu-
mann.
Á mánudagskvöld komu fram
upplýsingar um bréf, dagsett 4. júlí,
sem Moat skrifaði til lögreglunnar
og var afhent henni af einum vina
Moats. Moat lýsir í bréfinu stríði á
hendur lögreglunni í Norðymbr-
alandi og, samkvæmt breska blað-
inu Sun, segir í bréfinu: „Almenn-
ingur þarf ekki að óttast mig, en
það ætti lögreglan að gera því ég
mun ekki láta staðar numið fyrr en
ég er liðið lík. Þeir sviptu mig öllu,
börnum, frelsi, húsi, og síðan Sam
[Samönthu] og Chanel [19 mán-
aða dóttur Moats og Samönthu].
Hvert átti ég að snúa mér? Ég glími
augljóslega við vandamál, en mér
var ögrað. Ég lagði aldrei hendur á
börnin mín.“
Lögregluna grunaði að Raoul
Moat hefðist við í grennd við Roth-
bury, í um 50 kílómetra fjarlægð frá
Northcastle, og var íbúum í Roth-
bury sagt að halda sig innan dyra.
Að sögn hálfsystur Samönthu,
Kelly, hafði Raoul Moat uppfært
stöðu sína á Facebook og þar væri
að finna lista yfir skotmörk. „Ég er á
honum, sem og fjölskyldumeðlimir.
Hann sagðist drepa hvern þann lög-
reglumann sem yrði fyrir honum,“
sagði Kelly.
Sim Sue, settur yfirlögreglustjóri,
upplýsti um það að starfsmenn í
Durham-fangelsi, þar sem Moat af-
plánaði stuttan dóm, hefðu varað
við því að Moat „kynni að valda kær-
ustu sinni skaða“. Lögreglan hefur
ekki upplýst um hvort viðvöruninni
hefði verið komið á framfæri við Sa-
mönthu Stobbart.
Grunaður morðingi sagði bresku lögreglunni stríð á hendur:
Almenningur ekki skotmark
Farþegavélum neit-
að um eldsneyti
Íranar saka Bretland, Þýskaland og
Sameinuðu arabísku furstadæmin
um að neita að útvega írönskum far-
þegavélum eldsneyti. Ásakanir Írana
koma í kjölfar einhliða ákvörðunar
Bandaríkjamanna um nýjar refsiað-
gerðir gegn Íran, þar sem erlendum
fyrirtækjum sem skipta við Íran er
hótað viðskiptaþvingunum.
Bresk og þýsk stjórnvöld sögðu
að þeim væri ekki kunnugt um að
írönskum farþegavélum hefði verið
neitað um eldsneyti. En fréttastofa
AFP vitnaði í heimildarmann „inn-
an vébanda fluggeirans í Samein-
uðu arabísku furstadæmunum“ sem
sagði þjónustuaðila sem útvegar
eldsneyti á flugvöllum víða um heim
hafa neitað írönskum flugvélum um
eldsneyti.
Pólitískum föngum
hefur fækkað
Pólitískum föngum á Kúbu hefur
fækkað úr 201 niður í 167 síðan í
ársbyrjun, samkvæmt upplýsingum
frá hinni óopinberu mannréttinda-
nefnd landsins.
Fjöldinn nú nemur nánast helm-
ingi þess fjölda pólitískra fanga sem
gisti fangelsi landsins þegar Fidel
Castro lét bróður sínum Raúl eftir
stjórnartaumana fyrir fjórum árum.
Yfirmaður mannréttindanefndar-
innar, Elizardo Sanchez, telur að
fækkunin endurspegli nýjar aðferðir
yfirvalda til að mæta andstöðu og
sagði að í stað langra fangelsisdóma
sættu andstæðingar stjórnvalda nú
ofsóknum og hótunum.
Berst gegn
framsali
Fyrrverandi forseti Bosníu, Ejup
Ganic, berst fyrir breskum dómstól-
um gegn framsali sínu til Serbíu þar
sem hann er ákærður fyrir stríðs-
glæpi sem raktir eru til ársins 1992.
Ganic er ákærður fyrir að hafa fyrir-
skipað árás á sjúkralest og herspít-
ala og einnig á hermenn sem voru
að hörfa frá múslímskum hverfum í
Sarajevo.
Ejup Ganic hefur neitað sök,
sagðist hafa verið hreinsaður af sök
við tvenn réttarhöld og að hann
fengi ekki sanngjörn réttarhöld í
Serbíu. Serbnesk stjórnvöld telja að
Ganic, sem var starfandi forseti á
þeim tíma, hafi fyrirskipað árásirnar,
en Serbar gáfu út handtökuskipun á
hendur honum, ásamt átján öðrum,
í nóvember.
Morðingja leitað
á Englandi Raoul
Moat hefur verið á
flótta í fimm daga.
Mynd Afp
Frönsk stjórnvöld hafa fengið sig
fullsödd á því að punga út fé vegna
franskra ferðamanna sem lenda í
vandræðum á erlendri grund eftir að
hafa tekið óþarfa áhættu. Því er svo
komið að ferðamenn kynnu að þurfa
að greiða sjálfir þann kostnað sem
hlýst af björgun þeirra og heimsend-
ingu, en lagafrumvarp þar að lútandi
er nú til umræðu hjá frönskum þing-
mönnum.
Ef frumvarpið verður að lögum
verður hinu opinbera gert kleift að
krefjast endurgreiðslu „að öllu leyti
eða að hluta til ... vegna björgunar-
aðgerða erlendis“ ef það verður met-
ið svo að ferðamenn hafi vitandi vits
og án „réttmæts tilgangs“ ferðast til
áhættusamra svæða.
Samkvæmt upplýsingum frá ut-
anríkisráðuneyti Frakklands eru lög-
in hugsuð sem tilraun til að hvetja
franska ferðamenn til að tileinka sér
„ábyrgðartilfinningu“ á tímum tíðra
mannrána, rána og óstöðugleika
víða um lönd.
fjárhagsleg ábyrgð
Utanríkisráðuneytið vonast til þess
að fólk hugsi sig tvisvar um áður en
það ferðast til svæða sem úrskurðuð
hafa verið hættuleg ef það sér fram á
að þurfa sjálft að greiða fyrir, til dæm-
is, neyðarflug heim. Litla furðu vekur
að lausnargjöld munu ekki teljast til
kostnaðar enda fullyrða Frakkar að
þeir greiði engin slík.
Kveikjuna að umræðunni um
hver eigi að axla kostnað af fríi sem
farið hefur í hundana má rekja til
nokkurra tilfella sem átt hafa sér stað
undanfarin ár. Í fyrra var nokkrum
frönskum snekkjum rænt af sjóræn-
ingjum undan strönd Sómalíu og í
einu tilfellanna kostuðu björgunar-
aðgerðirnar einn Frakka lífið.
Franskir embættismenn lýstu
gremju sinni vegna þess að frönsku
sæfararnir höfðu ítrekað verið varað-
ir við þeirri hættu sem fylgdi sigling-
um á svæðinu, en sigldu samt. Um-
rædd lög eiga að taka til „fólks sem
vísvitandi“ kemur sér í aðstæður sem
fylgir áhætta sem þeim ætti að vera
kunnugt um. Áhöld eru um hvort
lögin hefðu haft áhrif á þær björg-
unaraðgerðir sem gripið var til í fyrr-
nefndum tilfellum.
Afsala sér ekki ábyrgð
Gagnrýnendur lagafrumvarpsins
segja það gefa til kynna að frönsk
stjórnvöld hyggist afsala sér sín-
um hluta ábyrgðarinnar, en Bern-
Borga Brúsann sjálFir
Frumvarp til laga sem heimila frönskum
yfirvöldum að krefjast endurgreiðslu af
Frökkum sem bjargað er úr vandræðum á
erlendri grund er til umræðu hjá þarlend-
um þingmönnum. Forsenda endurgreiðslu-
kröfunnar er að ferðalangarnir hafi vitandi
vits farið til áhættusamra svæða.
kolbEinn þorstEinsson
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Enginn hefur verið hundsað-
ur; enginn verður það.
Við munum ávallt sker-
ast í leikinn til að hjálpa
samlöndum okkar í fjar-
lægum heimshornum,“
sagði Kouchner.
sæfarinn Abby
sunderland
Kostnaður við
björgun hennar
nam tugum
milljóna króna.
Mynd Afp