Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2010, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2010, Page 22
22 úttekt 7. júlí 2010 miðvikudagur Þú djammaðir stíft Það er enginn stórskaði þótt þú hafir tekið virkilega vel á því um tvítugt svo lengi sem þú ert ekki enn í þeim pakka. Flestir geta fengið sér drykk af og til án alvarlegra afleiðinga. Lifr- in hefur ótrúlega hæfileika til að jafna sig svo nema þú hafir eytt árum eða áratugum í að skemma hana ertu örugglega í lagi. Djammið gæti komið aftan að þér ef þú drakkst eins og svelgur um árabil eða ferð enn þá á fyllerí með reglulegu tímabili. „Mjög mikil drykkja getur skemmt taugagripla sem hefur svo áhrif á ákvarðanatöku okkar, námsgetu og minni. Því meiri sem drykkjan er því meiri er hættan,“ segir dr. Fulton Crews prófessor við Univers- ity of North Carolina. „Lifrin brýtur niður alkóhólið og hreins- ar líkamann en ef þú drekkur nokkra drykki á dag í tíu ár eykurðu líkur á lifrarbólgu, skorpulifur og lifrarkrabba. Samkvæmt sumum sérfræðingum aukast lík- ur á brjóstakrabbameini ef þú drekk- ur meira en einn áfengan drykk á dag. Byrjaðu upp á nýtt: Hreyfðu þig kröftuglega á hverjum degi og minnkaðu drykkju þína. Ekki drekka meira en einn áfengan drykk á dag. Forðastu prótínríkan mat sem reyn- ir á lifrina en passaðu að þú fáir nóg af B-vítamíni. Þú lifðir á skyndibita Það er enginn stórskaði þótt þú hafir borðað u.þ.b. tvær skyndi- bitamáltíðir á viku um tvítugt. Sukkið gæti komið afan af þér ef þú varst mætt/-ur við lúguna á hverju kvöldi ár eftir ár eftir ár. Ef þú einfaldlega lifðir á ham- borgurum, pítsum, smá- kökum og frönskum kartöflum er óhætt að segja að þú hafir innbyrt of mikla fitu um ævina. „Fituríkar máltíðir geta valdið alvarlegum vandræðum fyr- ir hjartað,“ segir dr. John P. Foreyt Ph.D hjá Baylor College of Medicine. „Sem betur fer sýna rannsóknir fram á að við getum lagað skemmdirnar með því að breyta um matarræði og stunda hreyfingu. Jafnvel litlar breyt- ingar hafa mikil áhrif.“ Byrjaðu upp á nýtt: „Ekki hætta sukkinu skyndilega,“ segir For- eyt sem telur að slíkt auki löngun í skyndibita. Taktu lítil en ákveðin skref í átt að hollustu. Ef þú ert vön/ vanur að drekka nýmjólk færðu þig þá yfir í léttmjólk og síðan yfir í und- anrennu. Láttu lækni athuga kólestr- ólið og gerðu viðeigandi ráðstafanir. Athugaðu BMI-töluna þína. Ef BMI- talan þín er yfir 25 ertu of þung/-ur. „Með því að léttast aðeins um 2,5 kg minnkarðu líkur á að fá sykursýki,“ segir dr. Joyce Lee við University of Michigan. Þú elskaðir geisla sólarinnar Það er enginn stórskaði ef þú hefur notað sterka og góða sólarvörn síð- asta áratuginn. Þú hefur þegar skað- að húð þína en ert allavega í betri málum en þeir sem neita alfarið að nota sólarvörn. Brúnkuæðið gæti komið aftan að þér ef þú ert enn að stunda sólböð- villt og galið. Hættulegir geislar sól- arinnar skemma teygjanleika húð- arinnar, svo hún lítur út fyrir að vera eldri, og geta valdið húðkrabba. „Hjá þeirri kynslóð sem ólst upp í kring- um 1960 og 1970, áður en fræðsla um skaðsemi útfjólublárra geisla hófst, er húðkrabbi líklega algengari en hjá nokkurri annarri kynlóð í sögunni,“ segir dr. Ellen Marmur, höfundur bókarinnar Simple Skin Beauty og yfirlæknir á Mount Sinai Medical Center in New York en Marmur tel- ur hættuna enn meiri fyrir þá sem stunduðu sólarbekkina stíft. Byrjaðu upp á nýtt: Berðu dag- lega á þig góða sólarvörn með stuðl- inum 30 eða meira. Skoðaðu húð þína gaumgæfilega í hverjum mán- uði. Ef þú finnur fæðingarbletti sem eru óreglulegir í lögun, mislitir eða undarlegir á litinn (svartir, bláir, rauðir eða hvítir) skaltu leita lækn- is. Ekki gleyma höfðinu, kynfærun- um og iljunum því sortuæxli geta birst á stöðum þar sem sólin hefur aldrei skinið. Ef þig klæjar í blett eða verkjar í blett er það hættumerki og það sama gildir ef blæðir úr bletti. Ef þú hefur áhyggjur skaltu ræða við heimilislækni eða húðsjúkdóma- lækni. Því fyrr sem húðkrabbi grein- ist því meiri líkur eru á bata. Ef það er saga um húðkrabba í fjölskyldunni skaltu mæta til húðsjúkdómalæknis á tveggja ára fresti. Þú reyktir Það er enginn stór skaði skeður þótt þú hafir reykt um tíu sígarettur á viku í nokkur ár. Tottið gæti komið aftan að þér ef þú varst stórreykingamaður sem reyktir pakka á dag í tíu ár. Lungu þín gætu nú þegar verið sköðuð. „Hætt- an á lungnaþembu, hjartasjúkdóm- um og lungnakrabbameini fer eftir því hversu mikið og lengi þú reyktir,“ segir dr. Norman Edelman hjá Am- erican Lung Association. „Þú gæt- ir einnig hafa skaðað æðar þínar og aukið líkur á heilablóðfalli en eftir því sem þú hefur verið lengur reyk- laus því meiri líkur eru á að líkami þinn hafi náð að jafna sig á eitrinu. Þótt þú hafir reykt eins og strompur minnka líkurnar á hjartasjúkdóm- um mikið á fyrstu 15 árunum eft- ir að þú hættir og hættan á lungna- krabbameini verður sú sama og hjá reyklausri manneskju eftir ákveð- inn tíma. Ef þú býrð með reykingar- manni eykurðu líkurnar á að fá sjúk- dóma eins og hjartasjúkdóma og krabbamein en ekki að sama skapi og ef þú reykir sjálf/-ur,“ segir Ed- elman. Byrjaðu upp á nýtt: Talaðu við lækni og láttu hann fara yfir ástand þitt. Bættu hreyfingu inn í daglega rútínu. Eróbik styrkir hjarta og vöðva og vinnur gegn lungnaskaðanum. Bættu matarræðið og borðaðu mik- ið af grænu salati sem er ríkt af and- oxunarefnum en samkvæmt franskri rannsókn eru þeir sem borða mikið af trefjum ólíklegri til að þróa með sér lungnavandamál, sama hvort þeir reykja eða ekki. Þú stundaðir skyndi- kynni, án smokks Það er enginn stórskaði ef það kom afar sjaldan fyrir. Aðeins eitt skipti gæti samt hafa orðið til þess að þú hafir nælt þér í kynsjúkdóm og HIV. Kæruleysið gæti komið aftan að þér ef það gerðist oft. Því fleiri ból- félagar án smokks, því meiri hætta á kynsjúkdómum. Kannski ertu þeg- ar smituð/smitaður en veist ekki af því. Klamedía og lekandi eru oft ein- kennalausir sjúkdómar en geta með tímanum valdið ófrjósemi og utan- legsfóstri. Kynfæravörtur og herpes eru algengir kynsjúkdómar sem smit- ast við samfarir og legháls kvenna er viðkvæmari fyrir sýkingum fyr- ir tvítugsaldur. „Um 26% amerískra kvenna á fertugsaldri eru smitaðar af herpes,“ segir dr. Jeanne Marrazzo prófessor við University of Wash- ington. „Herpes getur valdið sárum á kynfærum en mesta hættan er ef mæður smita ófædd börn sín en slíkt getur jafnvel valdið dauða barnanna. Herpes gerir þig líka veikari fyrir sýk- ingum og HIV, ef þú hefur samfarir við smitaðan einstakling. Mun fortíðin koma í bakið á þér? Þegar við erum ung höldum við að við séum ódauðleg og leggjum ótrúlegustu hluti á líkama okkar. Fæst okkar hugsa út í að gjörðir og ákvarðanir um tvítugt geta haft áhrif á lífsgæði okkar í framtíðinni. Munu fylleríin, óhollustan, lausgirtu bólfélagarnir, ljósabekk- irnir, ýktu megranirnar eða jónurnar koma í bakið á okkur þegar við eldumst?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.