Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Blaðsíða 2
Úthýst Úr MagMa-nefnd n Sveinn Margeirsson, doktor í iðnaðarverkfræði, fær ekki að taka sæti í nefnd um Magma-málið. Hann hefur gagnrýnt forystu Samfylkingarinnar á opnum fundum og var meðal þeirra sem tóku sér stöðu fyrir utan heimili Steinunn- ar Valdísar Óskarsdóttur í tengslum við umræðuna um framboðsstyrki útrásarvíkinga til stjórnmálamanna. Hann fær ekki að taka sæti sitt í Magma- nefndinni vegna meints vanhæfis. Sveinn er einn þeirra fimm einstaklinga sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra skip- aði í nefnd í byrjun mánaðarins til þess að meta lögmæti kaupa Magma Energy á eign- arhlutum í HS Orku. Nefndinni var jafnframt falið að rannsaka einkavæðingu orkufyrir- tækja og varpa ljósi á starfsumhverfi þeirra og var Sveini ætlað að stýra þeirri rannsókn. Eftir skipan Sveins í Magma-nefndina brá svo við að Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, kallaði Svein á sinn fund þann 4. ágúst og tilkynnti honum að Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra myndi ekki undirrita skipunarbréf hans. fékk fyrirtæki á silfurfati n DV fjallaði um það á mánudaginn að flest benti til þess að Landsbank- inn og Vestia, dótturfélag bankans, hafi afskrifað á annan milljarð króna þeg- ar það seldi fyrirtækið Parlogis í lok júlí. Kaupandinn var Lyfjaþjónustan ehf., sem er að fullu í eigu Kristjáns Jóhannssonar, lektors við Háskóla Íslands. Samkvæmt skrá yfir álagða skatta og gjöld er Kristján tekjuhæsti háskólamaður landsins með um 2,2 milljónir króna á mánuði. Kaupverð Parlogis var 250 milljónir króna og var kaupverðið greitt í einu lagi. Margt bendir til þess að Landsbankinn hafi lánað kaupandan- um fyrir kaupunum. Parlogis er lyfjadreifingarfyrirtæki með aðsetur á Krókhálsi í Reykjavík og hjá fyrirtækinu vinna um 50 manns. Fyrirtækið er með nærri þriðjungs hlutdeild í lyfjadreifingu í landinu. Formlegt söluferli hófst snemma í maí, en Vestia, dótturfélag Landsbankans, átti 80 prósenta hlut í því og Atorka 20 prósent. kirkjan leynir bréfi biskups- dóttur n Á miðvikudaginn sagði DV frá því að Guðrún Ebba Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Skúlasonar biskups Íslands, hefur óskað eftir áheyrn kirkjuráðs, æðsta framkvæmda- valdi þjóðkirkjunnar. Samkvæmt heimild- um DV sat Guðrún Ebba fund með Karli Sigurbjörnssyni biskupi Íslands snemma árs 2009. Á vormánuðum 2009 sendi hún svo bréf sem var stílað á biskup þar sem hún óskaði eftir fundi. Erindinu var enn ósvarað ári síðar, þegar hún ítrekaði beiðn- ina og sendi þá bréf á kirkjuráð, þann 27. maí 2010. Kirkjuráð setti erindið strax á dagskrá næsta fundar ráðsins sem var hald- inn dagana 23. og 24. júní, en séra Kristján Björnsson, sem situr í ráðinu, segir að vegna fjölda mála á dagskrá hafi ráðið ekki komist yfir erindi Guð- rúnar Ebbu og því frestað afgreiðslu þess fram til næsta fundar, sem hald- inn verður í næstu viku. 2 3 1 úthýst EFtIR Sveinn MargeirSSon doktor í verkfræði: mánudagur og þriðjudagur 9. – 10. ÁgÚST 2010 dagblaðið vísir 90. tbl. 100. árg. – verð kr. 395 n Forystumenn launþega með margFöld laun umbjóðenda n átti að rannsaka magma n jóhanna vildi ekki svein n hann haFði mótmælt við heimili þingmanns n Forsætisráðherra ber við vanhæFi verkFræðingsins n,,skrítið og undarlegt mál“ MÓtMÆLI JÓhanna sIguRðaRdÓttIR Hafnaði Sveini stEInunn VaLdís ÓskaRsdÓttIR Sveinn var á meðal mótmælenda. VERkaLýðsFORIngJaR taka séR súpERLaun 1.439.390 1.015.291 1.317.214 973.442 1.022.368 912.239 VELdu bEsta FaRsíMann geisla- virkum svínum Fjölgar n dómsmálaráðherra kreppir hneFana LöggJöF gEgn VítIs- EngLuM hLutaFéLag yFIRLÆknIs InnhEIMtI bakVaktIR n þorsteinn jóhannesson yFirlæknir á ísaFirði hækkaði í launum um 7 milljónir kíló Fuku15 n Fyrirsætan erna g. komst ekki á milli ljósastaura Fréttir neytendur erlent DÓTTIR ÓLAFS SKÚLASONAR SKRIFAÐI BISKUPI BRÉF: miðvikudagur og fimmtudagur 11. – 12. ÁgÚST 2010 dagblaðið vísir 91. tbl. 100. árg. – verð kr. 395 15 n Sakaður um að Stinga af frá reikningum n „Hefur farið á mörg önnur Hótel“ LEYNDARMÁL ANGELINU AFHJÚPUÐ DÓTTIR BISKUPS KREFST UPPGJÖRS n guðrÚn eBBa vill að kirkJan HOrfiSt Í augu við kYnferðiSBrOt n fJórar kOnur Sökuðu föður Hennar um kYnferðiSBrOt Hótel kÆra arOn Pál a SPAUGSTOFAN SKORIN NIÐUR! n tveggJa áratuga grÍn á enda eXiSta- StJóri til lÚX fréttir fréttir YFIRLÆKNIR SKOÐAÐUR VEGNA LAUNA fréttir NORÐUR-KÓREA: fréttir erlent SviðSlJóS BÝður ginSeng uPP Í Skuld Þessar fréttir bar hæst í vikunni þetta helst Vegna túlkunarbreytingar hjá yfirvöldum eru nú lagðir sömu tollar á innflutt gjafasæði manna og sæði til kyn- bótaræktunar hjá nautum. Gjafasæði hefur verið tollfrjálst í tugi ára en nú hefur orðið breyting þar á. hitt málið 2 fréttir 13. ágúst 2010 föstudagur Fjölþrepa bakbrettið • Eykur sveigjanleika • Linar bakverki • Bætir líkamsstöðu • Auðvelt í notkun • Má nota hvar sem er Opið virka daga frá kl. 9 -18 Verð: 7.950 kr. Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is Fyrirvaralaust í ársbyrjun byrjuðu yfirvöld hérlendis að innheimta að- flutningsgjöld af gjafasæði sem flutt er inn til frjósemismeðferðar og það sett í sama flokk og sæði til kynbóta- ræktunar hjá nautum. Gjafasæði var áður tollfrjálst. Tæknifrjóvgunarstof- an Art Medica hefur kært þessa túlk- unarbreytingu hjá tollstjóraembætt- inu sem hætti að skilgreina gjafasæði sem lífsýni og breytti því í landbún- aðarvöru. Guðmundur Arason, kvensjúkdóma- og fæðingalæknir á Art Medica, segir að þar hafi menn miklar áhyggjur af þessari breytingu þar sem hún feli í sér aukinn kostnað fyrir einstaklinga og pör sem neyð- ast til að leita sér sérfræðiaðstoðar til að eignast börn. Slíkar aðgerðir eru nógu dýrar fyrir auk þess sem breyt- ingin skapar vandræði við innflutn- ing á þessari viðkvæmu vöru þar sem tíminn skiptir sköpum. Í sama flokki og nautasæði „Staðreyndir málsins eru að sæði hefur verið flutt til landsins í ein þrjátíu ár og verið notað hér hjá okkur og Landspítalnum og hing- að til hefur aldrei verið neinn skatt- ur eða tollur af því,“ segir Guðmund- ur. „Þetta flokkast undir lífsýni en núna í byrjun þessa árs virðist hafa orðið einhver túlkunarbreyting á þessu hjá yfirvöldum því nú þarf að greiða virðisaukaskatt af þessu. Þetta er því komið í sama flokk og sýni til kynbótaræktunar hjá nautum. Í raun skilgreint sem landbúnaðar- vara, ekki lífsýni,“ segir Guðmundur sem kveðst ekki vita betur en gjafa- sæði og hornhimnur séu einu lífsýn- in sem flutt séu inn til landsins og eftir því sem hann komist næst séu ekki greidd aðflutningsgjöld af horn- himnum til augnaðgerða. Art Medi- ca unir ekki þessum breytingum og segir Guðmundur að ákvörðunin hafi verið kærð til tollstjóra og er sú kæra nú í vinnslu. Getur skemmst í tollinum Samhliða þessari nýju skilgrein- ingu skapast vanda- mál við innflutn- ing á gjafasæði að sögn Guðmund- ar. Það strandi nú í tollinum vegna þeirra gjalda sem allt í einu þarf að greiða af þeim. Til viðbótar því að Art Medica sé að kaupa og flytja inn gjafasæði er það þannig að einstaklingar geta gert það sjálfir í gegnum netið. Vinsælt er að kaupa í gegnum gjafasæðis- fyrirtæki í Danmörku. Slík fyrirtæki senda þó ekki vöruna nema til viður- kenndra stofnana eins og Art Medi- ca sem hefur tekið að sér að geyma sýnin fyrir einstaklinga þegar þau berast til landsins. „Það verður að afgreiða þetta með hraði og það var aldrei neitt vesen vegna þessa áður fyrr því þetta kom til okkar samdæg- urs og við settum þetta í geymslu,“ segir Guðmundur. Eftir reglubreyt- inguna stranda sendingar hins veg- ar í tollinum vegna gjaldtökunnar. Og þar sem Art Medica er skráð sem móttakandi hefur tollurinn krafið þá um greiðslu gjalda á sendingum sem stofan á ekkert í og eru til einstakl- inga sem hyggjast nýta sér geymslu- þjónustu Art Medica. „Þetta er að valda miklum ruglingi. Nú eru sýn- in stöðvuð í tolli þar til einhver leys- ir þau út. Við höfum miklar áhyggj- ur af þessu, því þetta er svo viðkvæm vara og getur hreinlega skemmst hjá þeim.“ Guðmundur bendir á að í Evrópu sé gjafasæði ekki virðis- aukaskattskyld vara heldur fari hún óhindruð á milli landa. Hjá tollstjóraembættinu fengust þau svör að vinnsla kærunnar væri í gangi og því gæti embættið ekki tjáð sig um einstaka mál. siGurður mikael jónsson blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Þetta er því kom-ið í sama flokk og sýni til kynbótarækt- unar hjá nautum. Í raun skilgreint sem landbún- aðarvara, ekki lífsýni. Ríkið legguR skatt á sæði Í sama flokki og nautasæði Tollstjóraembættiðbreyttiíársbyrjunskilgreiningusinniágjafasæðisvonúfellurþaðísamaflokk ogsæðisemflutterinntilkynbótaræktunarhjánautum.mynd: reuters MánUDAGUR 9. ágúst 2010 fréttir 7 Flest bendir til þess að Landsbankinn og Vestia, dótturfélag bankans, hafi afskrifað á annan milljarð króna þeg- ar það seldi fyrirtækið Parlogis í lok júlí. Kaupandinn var Lyfjaþjónust- an ehf., sem er að fullu í eigu Kristj- áns Jóhannssonar lektors við Háskóla Íslands. Samkvæmt skrá yfir álagða skatta og gjöld er Kristján tekjuhæsti háskólamaður landsins með um 2,2 milljónir króna á mánuði. Kaupverð Parlogis var 250 milljón- ir króna og var kaupverðið greitt í einu lagi. Margt bendir til þess að Lands- bankinn hafi lánað kaupandanum fyrir kaupunum. Parlogis er lyfjadreifingarfyrirtæki með aðsetur á Krókhálsi í Reykja- vík og hjá fyrirtækinu vinna um 50 manns. Fyrirtækið er með nærri þriðjungs hlutdeild í lyfjadreifingu í landinu. Formlegt söluferli hófst snemma í maí, en Vestia, dótturfélag Landsbankans átti 80 prósenta hlut í því og Atorka 20 prósent. Á brauðfótum um langt skeið Í raun hefur rekstur Parlogis verið í gjörgæslu síðan Landsbankinn seldi félagið í skuldsettri yfirtöku árið 2007. Landsbankinn hefur tvívegis lánað mikið fé vegna eigendaskipta á fé- laginu síðan þá, fyrst mönnum sem stóðu á bak við Dreifingarmiðstöðina ehf. (DM). Samkvæmt ársreikningi Parlogis árið 2008 greiddu eigend- ur sér um 160 milljóna króna arð og er varla að sjá að það hafi samrýmst hagsmunum Landsbankans og var félaginu lýst sem fjárvana fyrirtæki á þeim tíma í Viðskiptablaðinu 8. okt- óber 2009. Eftir að DM var lýst gjald- þrota í fyrra tók Landsbankinn við rekstri Parlogis. Rekstrartap Parlogis árið 2008 nam nærri 1.260 milljónum króna og var eigið fé þess neikvætt um nánast sömu upphæð. Skuldir námu um 2,4 milljörðum króna. Í ársreikningi Parlogis fyrir árið 2009 kemur fram að hlutafé félagsins hafi verið aukið um 1.253 milljónir króna með skuldbreytingu lána fyrir síðustu áramót. Samkvæmt sölugögnum Fyrir- tækjaráðgjafar Landsbankans eru yfir 70 prósent tekna Parlogis til komnar vegna sölu og dreifingar á vörum frá Icepharma sem einnig var í meiri- hlutaeign Kristjáns Jóhannssonar. Í gögnunum kemur fram að Parlog- is beri mikla áhættu, meðal annars gengisáhættu vegna vöruinnflutn- ings, í samningum sínum við Icep- harma. Jafnframt kemur fram að sölu- samningar Parlogis og Icepharma gilda til loka næsta árs. Af þessu leiðir að þeir sem höfðu á annað borð hug á að kaupa Parlogis af Landsbankanum / Vestia urðu að gera tilboð með fyr- irvara um endurskoðun og framleng- ingu samninga við Icepharma. Að öðrum kosti mætti líta svo á að Par- logis væri nánast ósöluhæft. Lánaði bankinn fyrir kaupunum? Af framangreindum ástæðum voru Icepharma og Kristján Jóhannsson í yfirburða stöðu til þess að kaupa Par- logis þar sem hann hélt í alla enda. Með öðrum orðum voru Kristján og Icepharma nánast í lykilstöðu til þess að losa Landsbankann við Par- logis. Þess má geta að Landsbank- inn er einnig viðskiptabanki Icep- harma. Heimildarmenn DV telja að þar af leiðandi hafi söluferlið á veg- um Landsbankans og Vestia verið hálfgert sjónarspil. Salan var aðeins opin svokölluðum fagfjárfestum sem hindraði áhuga á kaupum á lyfjadreif- ingarfyrirtækinu. Í tilkynningu segir að 12 aðilar hefðu fengið kynningargögn en ekk- ert gefið upp um hversu margir hefðu lagt fram skuldbindandi tilboð. Í tilkynningunni frá Vestia um sölu Parlogis kemur ekki fram hverjir eig- endur Lyfjaþjónustunnar ehf. eru, en það fyrirtæki staðgreiddi 250 milljónir króna fyrir Parlogis. Samkvæmt hluta- félagaskrá er Kristján Jóhannsson lektor eini eigandi félagsins. Kristján er jafnframt stjórnarformaður og að- aleigandi Icepharma í gegn um eign- arhaldsfélögin Akurey ehf. og Lyng ehf. Kristján á helmingshlut í Akur- ey á móti Ingu Rósu Guðmundsdótt- ur. Akurey er aftur meirihlutaeigandi í Lyngi ehf. sem á Icepharma að öllu leyti. Akurey var stofnað árið 2007 í tengslum við skuldsetta yfirtöku á Ic- epharma. Inga Rósa er lyfjafræðingur og eftir því sem DV kemst næst er hún starfsmaður Lyfjastofnunar Íslands sem gæti valdið hagsmunaárekstrum gagnvart eignarhaldi hennar í lyfja- dreifingu. Fréttablaðið greindi frá því þann 10. júní síðastliðinn að Akurey ehf. hefði aldrei frá upphafi skilað árs- reikningum. Kristján var þá nýskip- aður fulltrúi Bankasýslunnar (ríkis- ins) í stjórn Arionbanka. Kristján kom af fjöllum og taldi að um handvömm hefði verið að ræða. Ársreikningum Akureyjar hefur nú verið skilað. Þar kemur fram að eigið fé félagsins var neikvætt um nærri 1,3 milljarð króna í árslok 2008. Á sama tíma var eigið fé Lyngs ehf. neikvætt um nánast jafn háa upphæð eða 1,1 milljarð króna. Bankinn á þremur stöðum við borðið Varla er um það að ræða að Akurey, Lyng eða Icepharma hafi getað lagt fram fé til kaupanna á Parlogis nú. Þannig er því ósvarað hvernig Lyfja- þjónustan ehf., sem er algerlega í eigu Kristjáns, hafi getað staðgreitt 250 milljónir króna við kaupin á Parlogis fyrir skemmstu. DV tókst ekki að afla upplýsinga um það við vinnslu frétta- rinnar hvort Landsbankinn hefði lán- að Kristjáni fyrir kaupverðinu. Miðað við skuldir Parlogis og stöðu félagsins áætla heimildarmenn DV að Landsbankinn hafi afskrifað 1 til 1,5 milljarð króna um leið og Par- logis var selt. Landsbankinn tengist Kristjáni með margvíslegum hætti í viðskipt- um með áðurgreind félög. Bankinn er viðskiptabanki Icepharma sem Kristján á meirihluta í. Landsbank- inn er því í senn eigandi, seljandi og viðskiptabanki Kristjáns, sem virðist alla tíð hafa gegnt lykilstöðu sem mögulegur kaupandi Parlogis. Heimildir eru og fyrir því að Lands- bankinn hafi fyrirfram talið sig hafa mestan hag af því að Icepharma kæmist yfir Parlogis til þess að styrkja rekstur fyrirtækisins. Þetta styður grunsemdir um að söluferlið hafi í rauninni verið einhvers konar leik- þáttur og aðrir bjóðendur hafi ekki átt raunhæfa möguleika til að kom- ast yfir fyrirtækið. Allt bendir til þess að Landsbankinn hafi afskrifað 1 til 1,5 milljarð króna þegar hann seldi fyrirtæki í eigu Kristjáns Jóhannssonar lektors lyfjadreifingarfyrirtækið Parlogis ehf. fyrir skemmstu. Ýmsir þeir sem fengu gögn um söluna og sýndu áhuga á kaupum telja að salan hafi verið nánast fyrirfram ákveðin og að sett hafi verið upp leiksýning af hálfu bankans til að fullnægja formsat- riðum um opið söluferli. FÉKK FYRIRTÆKI Á SILFURFATI er því í senn eigandi, seljandi og við- skiptabanki Kristjáns, sem virðist alla tíð hafa gegnt lykilstöðu sem mögulegur kaupandi Parlogis. EIgnARhALdSFÉLAgIð AKUREY EhF. Kristján Jóhannsson - 50 prósent Inga Rósa Guðmundsdóttir - 50 prósent EIgnARhALdSFÉLAgIð LYng EhF. Akurey ehf. - 61 prósent Margrét Guðmundsd. - 18 prósent Karl Þór Sigurðson - 12 prósent Aðrir - 9 prósent IcEphARmA EhF. Lyng ehf. - 100 prósent LYFjAþjónUSTAn EhF. Kristján Jóhannsson lektor - 100 prósent pARLogIS EhF. Lyfjaþjónustan ehf. - 100 prósent Jóhann hauKsson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Þriðjungur lyfjadreifingar- innar. Áætlað er að Landsbankinn hafi afskrifað 1 til 1,5 milljarð króna þegar hann seldi á dögunum lyfjadreifingarfyr- irtækið Parlogis sömu aðilum og reka Icepharma. Launahæsti háskólamaðurinn Kristján Jóhannsson staðgreiddi 250 milljónir króna þegar Lyfjaþjónust- an ehf. í hans eigu keypti Parlogis af Landsbankanum. Ríkisbankinn. Landsbankinn er í eigu ríkisins. Efasemdir eru um trúverðugleika söluferlis bankans á lyfjadreifingarfyrirtækinu Parlogis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.