Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Blaðsíða 11
föstudagur 13. ágúst 2010 fréttir 11
Jarðhitaverkefni erlendis sem
íslensk félög taka þátt í.
Svæði sem henta best undir
nýtingu jarðhita til orkuvinnslu.
Tugir verkefna í útlöndum Fjöldi félaga hefur
verið stofnaður utan um jarðhitaverkefni Íslendinga
í útlöndum. Starfsemin teygir anga sína til allra
heimsálfa. Mynd: OrkuSTOfnun
Þetta var gaman fyrstu tvo tímana en sjö tímar fóru heldur illa með afturendann, sérstaklega
þar sem ég hafði aðeins geitaskinnsgærur undir mér.
ur blasir við þá þarf að horfa eft-
ir nýjum möguleikum til að nýta þá
miklu þekkingu sem hér er til stað-
ar. Leggjum okkur fram við að koma
sérfræðiþekkingu okkar á framfæri
við erlenda kollega. Þekkingin má
ekki glatast,“ sagði Katrín Júlíusdótt-
ir, iðnaðarráðherra, á fundi Íslenskra
orkurannsókna í mars.
Glitnir og jarðhitaverkefnin
Eins og DV greindi frá á miðvikudag
voru stjórnendur og aðilar tengdir
Glitni mjög áhugasamir um að koma
að jarðhitaverkefnum erlendis fyrir
bankahrunið. Glitnir var einn helsti
eigandi Geysis Green Energy sem
átti stóran hlut í tveimur orkufyrir-
tækjum vestanhafs. Glitnir starfrækti
ráðgjafarskrifstofu í New York sem
starfaði með jarðhita- og sjávarút-
vegsfyrirtækjum í Bandaríkjunum
og Kanada. Þegar ákveðið var að að-
skilja innlenda og erlenda starfsemi
bankans í kjölfar bankahrunsins,
yfirtóku starfsmenn skrifstofunnar
hana og stofnuðu utan um hana fé-
lagið Glacier Partners. Starfsmenn
skrifstofunnar störfuðu meðal ann-
ars með fyrirtækjum í eigu Geysis
Green Energy eins og Ram Power.
Þeir störfuðu síðan fyrir Magma
Energy þegar Orkuveita Reykjavík-
ur seldi hlut sinn í HS-Orku. Mag-
ma Energy keypti síðan Geysi Green
Energy út úr HS-Orku og eignaðist
að lokum 98,5 prósenta eignarhlut í
orkuveitunni. Geysir Green Energy
hafði áður komist yfir meirihluta í
fyrirtækinu með kaupum félagsins á
hlut Reykjanesbæjar í HS-Orku.
Íslandsbanki hefur ákveðið að
halda þeirri þekkingu sem skapast
hafði innan Glitnis á orkuiðnaðin-
um við. Bankinn heldur úti sérstakri
orkudeild sem veitir fyrirtækjum
ráðgjöf vegna verkefna í orkuiðn-
aði. Starfsmenn deildarinnar fara
meðal annars yfir fjárfestingartæki-
færi í orkugeiranum. Nýverið gerði
bankinn úttekt á orkumarkaðnum
í Kanada og Bandaríkjunum. Árni
Magnússon, fyrrverandi félags-
málaráðherra, er framkvæmdastjóri
deildarinnar.
Hófst með Búnaðarbankanum
Aðkoma íslenskra fyrirtækja að
verkefnum tengdum nýtingu end-
urnýjanlegra orkuauðlinda er ekki
ný af nálinni. Hún hefur þó trú-
lega aldrei verið eins umfangsmik-
il og nú á síðustu árum. Íslensk fyr-
irtæki voru til að mynda áberandi í
jarðhitarannsóknum og verkefnum
í Austur-Evrópu, einkum Rúmeníu
og Slóvakíu, um miðjan síðasta ára-
tug. Virkir-Orkint, sem var hópur ís-
lenskra verkfræðistofa, var leiðandi
í jarðhitaverkefnum erlendis í byrj-
un tíunda áratugarins. Fyrirtækið
vann að byggingu hitaveitna í Gal-
anta í Slóvakíu og Tanggu í Kína auk
forathugana á nokkrum öðrum jarð-
hitaverkefnum eins og í Mútnovskí á
Kamtsjatka-skaga í Rússlandi, Keníu
og Úkraínu.
Upphaf þessara verkefna má ef til
vill rekja til þess þegar Búnaðarbank-
inn leitaði eftir viðræðum við ung-
versk stjórnvöld árið 1987 um verk-
efni fyrir íslensk fyrirtæki þar ytra,
vegna samstarfs við Virki sem síð-
ar varð Virkir-Orkint. Félagið Geo-
thermal Ltd. var síðan stofnað utan
um hitaveituverkefni í sjö bæjum í
Ungverjalandi. Í byrjun tíunda ára-
tugarins stofnuðu síðan Hitaveita
Reykjavíkur, Orkustofnun, Háskóli
Íslands og verkfræði- og ráðgjafar-
stofur félagið Ylur-Icetherm hf. und-
ir markaðssetningu á jarðhitaverk-
efnum Íslendinga erlendis. Þá, líkt
og nú, skorti verkfræðistofur verkefni
innanlands og sóttu þau því út fyrir
landsteinana. Nú starfa tugir manna
fyrir hönd íslenskra fyrirtækja að
orkutengdum verkefnum í útlönd-
um.
Valgerður vildi sækja til Evrópu
Valgerður Sverrisdóttir var iðnað-
arráðherra þegar útrás Íslendinga
á alþjóðavettvangi var í burðarliðn-
um og studdi við hana. Á fundi Sam-
orku í maí árið 2004 lýsti hún yfir
áhuga sínum á að íslensk fyrirtæki
sæktu inn á orkumarkaðinn í Evrópu
vegna þeirra tækifæra sem höfðu
orðið til við uppbyggingu hitaveitna
þar vegna kröfu Evrópusambands-
ins um aukna hlutdeild endurnýj-
anlegra orkugjafa fyrir árið 2010. „Í
september sl. ákvað ríkisstjórnin að
Ísland yrði aðili að samstarfi Norður-
landa um stofnun fjárfestingarsjóðs
í Eystrasaltsríkjunum til að draga úr
losun koltvísýrings frá orkufyrirtækj-
um í þeim löndum á næstu 5 árum.
Aðild að sjóðnum gefur íslenskum
orkufyrirtækjum forgang að áhuga-
verðum fjárfestingum í endurbygg-
ingu og endurbótum orkufyrirtækja
í þessum löndum, sem miðast við
endurnýjanlega orkugjafa og/eða
draga stórlega úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda í viðkomandi orkuver-
um,“ sagði Valgerður þá.
leikann á samstarfi í vinnslu jarðhita
til orkunýtingar og ráðgjöf. Meðal
annars hefur Rúandamönnum verið
boðið hingað til lands til þess að sitja
námskeið um nýtingu jarðhita.
Rússland
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrr-
verandi utanríkisráðherra, talaði
fyrir því árið 2007 að Íslending-
ar og Rússar myndu auka samstarf
sitt í jarðhitamálum. Rússar hafa til
að mynda viðrað þá hugmynd við
stjórnvöld hérlendis að íslenskar
verkfræðistofur komi að uppbygg-
ingu í borginni Sochi, en áætlun hef-
ur verið mótuð um að borgin notist
aðeins við endurnýjanlega orkugjafa
í tengslum við vetrarólympíuleik-
ana sem verða haldnir þar árið 2014.
Reykjavík Geothermal hefur einnig
haft verkefni í undirbúningi í Rúss-
landi en þau eru í biðstöðu.
TyRkland
Íslenskar orkurannsóknir hafa haft
jarðhitaverkefni í undirbúningi í
Tyrklandi. Stærstur hluti þeirrar
vinnu hefur farið fram á Íslandi.
Indland
Glitnir keypti 40 prósenta hlut í ind-
verska orkufyrirtækinu LNJ Bhilwara
Group árið 2008. Félagið hefur með-
al annars unnið að jarðhitaverkefn-
um í Indlandi og Nepal. Eftir hrun
bankans tók Mannvit verkin yfir.
Auk þess er Reykjavík Geothermal
með verkefni á frumstigi í Indlandi
sem beinist að því að vinna rafmagn
úr lághita í samstarfi við indverska
orkufyrirtækið Thermax.
FIlIppseyjaR og
Indónesía
Félagið Envent var stofnað árið 2007
til að vinna að jarðhitaverkefnum í
Suðaustur-Asíu, með áherslu á In-
dónesíu og Filippseyjar. Envent er
að 25 prósentum í eigu Reykjavík
Energy Invest og 75 prósentum í
eigu Geysis Green Energy.
kína
Enex, sem er að áttatíu prósent-
um í eigu Geysis Green Energy og
að tuttugu prósentum hjá Reykja-
vík Energy Invest, hefur unnið að
uppbyggingu hitaveitna í miðju
Kína frá árinu 2002. Fyrirtækið hef-
ur starfað að verkefnunum með kín-
verska olíufyrirtækinu Sinopec Star
í gegnum sameiginlegt félag þeirra
Shaanxi Green Energy Geotherm-
al Development, eða SGE. Fyrsta
verkefni þeirra var uppbygging hita-
veitna í borginni Xianyang. Nú vinn-
ur félagið að verkefnum í héruðun-
um Shaanxi og Hebei.
slóvakía
Verkfræðistofa Árna Gunnarssonar
og Virkir-Orkint komu ásamt fleiri
aðilum að uppbyggingu hitaveitu í
borginni Galanta í Slóvakíu. Rekstur
og eignarhald orkuveitunnar er nú í
höndum Reykjavík Energy Invest.
UngveRjaland
Í nokkur ár hefur Mannvit unnið að
jarðhitanýtingu í Ungverjalandi og
hefur starfrækt skrifstofu í Búda-
pest frá árinu 2008. Þar starfa nú á
annan tug starfsmanna. Í sumar var
ákveðið að hefja byggingu hitaveitu
í Szentlörinc sem Mannvit hannaði.
Þetta verður stærsta hitaveita Ung-
verjalands þar sem aðeins er notast
við endurnýjanlega orku.
Þýskaland
Exorka, félag sem er að 42 prósent-
um í eigu Geysis Green Energy, hef-
ur unnið að jarðhitaverkefnum í
mólassa-jarðlögunum í Bæjaralandi
í Þýskalandi. Exorka hefur með-
al annars staðið að jarðborunum í
Mauerstetten niður á fjögurra kíló-
metra dýpi til orkuvinnslu. Hafist var
handa við verkefninu árið 2007. Ex-
orka hefur sérhæft sig í notkun svo-
kallaðrar „kalina“-tækni, sem snýst
um að nýta heitt vatn til þess að
vinna orku.
Starfsmenn Íslenskra orkurannsókna:
Um andesfjöllin á hestbaki
Starfsmenn Íslenskra orkurann-
sókna þurftu að leggja í sjö tíma
hestaferð um Andesfjöllin þeg-
ar þeir skoðuðu aðstæður til jarð-
hitarannsókna í Síle. Þeir þurftu
að fara allt upp í 5.100 metra hæð
yfir sjávar máli á miklu þurrka-
svæði. Einn samstarfsmanna hóps-
ins veiktist af háloftaveiki í ferðinni
vegna súrefnisskorts.
Bjarni Richter, verkefnisstjóri hjá
Íslenskum orkurannsóknum, seg-
ir ferðina hafa verið mikið ævintýri
en samgöngur í landinu geti oft ver-
ið erfiðar. Sjálfur hafi hann ekki far-
ið á hestbak til fjölda ára. „Þetta var
gaman fyrstu tvo tímana en sjö tím-
ar fóru heldur illa með afturendann,
sérstaklega þar sem ég hafði aðeins
geitaskinnsgærur undir mér. All-
ir urðu gríðarlega hamingjusamir
þegar fór að rigna því það hafði ekki
komið dropi úr lofti í fjögur ár. Svo
þurfti ég að fara í flug strax daginn
eftir. Ég var svo stirður að það þurfti
að klippa mig út úr vélinni,“ segir
Bjarni.
Tveir starfsmenn vinna fyr-
ir Geothermhydro, dótturfélag Ís-
lenskra orkurannsókna og Verkís, í
borginni Santiago. Auk þess send-
ir fyrirtækið reglulega starfsmenn
sína út til Síle til að vinna að verk-
efnum þar. Nú hefur fyrirtækið í
undirbúningi háhitaverkefni með
þarlendu orkufyrirtæki. Vonast er til
að um tuttugu starfsmenn starfi við
verkefnið komi það til framkvæmda.
„Við höfum þreifað fyrir okkur í Síle
í rúmt ár. Við erum að ná inn stærri
verkefnum en enn sem komið er
hafa tíu til fimmtán manns kom-
ið að vinnunni þar. Við teljum að
við höfum gríðarlega mikið fram að
færa. Við höfum mikla reynslu og
þess vegna hefur verið leitað til okk-
ar. Hlutfall erlendra verkefna hefur
einnig aukist í okkar rekstri,“ segir
Bjarni.
M
yn
d
: B
Ja
rn
i r
ic
H
TE
r