Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Page 14
14 fréttir 13. ágúst 2010 föstudagur
„ÞÚ SNERTIR EKKI TÆKIГ
Starfsmenn verktakafyrirtækisins Kraftlindar tóku það ekki í mál þegar vörslusviptingarmenn ætluðu að taka
bíl fyrirtækisins. Þeir sneru því vörn í sókn og eltu vörslusviptingarmennina uppi til að krefja þá skýringa.
Vörslusviptingarmenn lentu í æsi-
legri eftirför á höfuðborgarsvæð-
inu á fimmtudag þegar starfsmenn
Kraftlindar ehf. sneru vörn í sókn
gegn þeim. Tveir menn frá Vörslu-
sviptingu ehf. fóru inn á vinnusvæði
í Mosfellsbæ þar sem Kraftlind starf-
ar fyrir Íslenska aðalverktaka við tvö-
földun Vesturlandsvegar við Álafoss.
Þegar vörslusviptingarmenn ætluðu
sér að taka vörubíl af starfsmanni
Kraftlindar tók hann það ekki í mál.
Úr varð æsileg atburðarás þar sem
starfsmenn fyrirtækisins eltu vörslu-
sviptingarmennina uppi og króuðu
þá af.
Reynir Vikar er vörubílstjóri hjá
Kraftlind ehf. en hann segir vörslu-
sviptingarmennina hafa króað sig
af þar sem hann var við störf. Reynir
ætlaði sér að sturta fínum mulningi
úr vörubíl sínum þegar vörslusvipt-
ingarmennirnir stöðvuðu bílinn
svo nálægt honum að hann gat ekki
sturtað hlassinu af bílnum. Annar
af vörslusviptingarmönnunum var
Lárus Viggósson, eigandi Vörslu-
sviptingar ehf., sem DV var með til
umfjöllunar fyrr í sumar.
„Þeir stoppuðu mig á miðju
vinnusvæði. Hann kom til mín og
sagðist vera að vörslusvipta bílinn.
Ég sagði að ég gæti ekkert afhent
bílinn því ég ætti hann ekki,“ seg-
ir Reynir. Þeir fengu því númerið
hjá Berki Ólafssyni, verkefnisstjóra
Kraftlindar. „Svo færðu þeir bílinn og
ég spurði þá hvort dómur hefði fall-
ið í þessu máli þannig að vitað væri
hver skuldaði hverjum pening, lán-
takinn eða fjármögnunarfyrirtækið?
Þá sagði hann mér að þetta væri allt
annað, þessi bíll væri í eignaleigu,“
segir Reynir.
Á lokuðu vinnusvæði
Börkur Ólafsson segir þetta vissu-
lega vera rétt hjá vörslusvipting-
armönnunum en það sé hins veg-
ar ekki búið að úrskurða um það í
hæstarétti hvaða vextir eiga að gilda
um gengistryggð lán. „Við afhend-
um ekkert nema með úrskurði. Það
eru bara alveg hreinar línur,“ segir
Börkur. „Og að Lárus frá Vörslusvipt-
ingu geti komið og tafið fyrir honum.
Þeir koma þarna og stoppa hann af
þar sem hann er að fara að sturta og
dreifa örþunnum mulningi fyrir hef-
il,“ segir Börkur en hann segir vörslu-
sviptingarmennina ekki hafa leyfi til
að fara inn þetta lokaða vinnusvæði.
„Hann veður bara inn á vinnu-
svæði sem er rækilega merkt. Það
má enginn fara inn á þetta svæði
nema með hjálm og í öryggisskóm,“
segir Börkur en hann segir vörslu-
sviptingarmennina hafa niðurlægt
fyrirtækið fyrir framan stærsta við-
skiptavin sinn sem eru Íslenskir að-
alverktakar.
Börkur segist hafa sagt Reyni að
sitja sem fastast í bílnum og ákvað
Reynir því að læsa sig inni í bílnum
þannig að vörslusviptingarmenn-
irnir kæmust ekki inn í hann. Börkur
segist þá hafa hringt í Lárus vörslu-
sviptingarmann. „Þú snertir ekki
tækið,“ segist Börkur hafa sagt við
Lárus. „Ef við erum í órétti þá skilum
við þessum tækjum. En meðan eng-
inn dómsúrskurður liggur fyrir skil-
um við þeim ekki.“
Eftirförin hefst
Börkur og Reynir voru í talstöðvar-
sambandi meðan á þessu stóð. Þeg-
ar vörslusviptingarmennirnir ætl-
uðu að hafa sig á brott bað Börkur
Reyni um að elta þá. Þeir króuðu
vörslusviptingarmennina af uppi
á Höfða í Reykjavík. „Ég hafði þá
hringt í syni mína og bað þá um að
elta þá líka. Við ætluðum alls ekki að
láta þá taka tækin nema með dóms-
úrskurði en ekki einhverju lögfræði-
áliti.“
Börkur keyrði trukkinn vel fram
fyrir þá og saman króuðu þeir
vörslusviptingarmennina af. Vörslu-
sviptingarmennirnir báðu þá um að
hitta sig niðri á Kirkjusandi eftir að
þeir höfðu rætt saman en Börkur
sagði þeim að hitta sig hjá verkstæð-
inu sínu við Smiðshöfða þar sem
Kraftlindir eru með verkstæði. „Þeir
samþykktu það og fóru þangað. Við
bara ösnuðumst ekki til að króa þá af
hérna því þeir læddust í burtu og við
náðum þeim ekki aftur. Þeir hurfu
niður í bæ.“
Vildu skila
Börkur segir fyrirtækið vera í eigu
Maríu Karlsdóttur en um síðustu
áramót bauðst fyrirtækið til að skila
tækjunum. Sáu þeir þá fram á verk-
efnaskort og að þeir gætu ekki hald-
ið þeim. Þá hafi þeir fengið þau svör
að best væri að bíða fram á vorið til
að sjá hvort ekki rættist úr verkefna-
stöðunni og fyrirtækið því haldið
tækjunum. Nú í sumar horfi öðruvísi
við loksins þegar fyrirtækið sé komið
með einhver verkefni, að sögn Barkar.
birgir olgEirsson
blaðamaður skrifar: birgir@dv.is
Þeir samþykktu það og fóru
þangað. Við bara ösnuð-
umst ekki til að króa þá
af hérna því þeir lædd-
ust í burtu og við náð-
um þeim ekki aftur. Þeir
hurfu niður í bæ.
sneru vörn í sókn BörkurÓlafsson,
verkefnisstjóriKraftlindar,ogReynirVikar,
vörubílstjóriKraftlindar,tókuþaðekkiímál
aðlátavörslusviptabílfyrirtækisins.
Mynd/sigtryggur Ari JóhAnnsson
Tölvupóstur gekk milli ráðuneytis og Seðlabanka um ólögmæti gengistryggðra lána:
Hefðigetaðbreyttuppgjöribanka
Sigríður Logadóttir, aðallögfræðing-
ur Seðlabanka Íslands, sendi Sigríði
Rafnar Pétursdóttur, lögfræðingi í
viðskiptaráðuneytinu, tölvuskeyti
þann 12. júní 2009. Þar greindi sú
fyrrnefnda nöfnu sinni í viðskipta-
ráðuneytinu frá lögfræðiáliti sem
hún hafði unnið vegna gengis-
tryggðra lána. Þremur dögum áður
hafði Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra skipað hóp til að ræða
við skilanefndir föllnu bankanna um
uppgjör þeirra.
Hefðu lögfræðiálitin verið kunn í
samningaferlinu er óljóst hvaða áhrif
þau hefðu haft á það. Ekki fengust
svör frá fjármálaráðuneytinu í gær
um hvort því hefði verið kynnt lög-
fræðiálitin eða hvort vitneskja um
þau hefði legið fyrir í samningaferl-
inu.
Aðallögfræðingur Seðlabanka Ís-
lands sendi Sigríði Rafnar minnis-
blað lögfræðistofunnar LEX, sem
hafði verið unnið fyrir bankann í maí
í fyrra. Þar var komist að þeirri niður-
stöðu að lánin væru ólögmæt. Í kjöl-
farið gerðu þær nöfnur báðar úttekt á
lánunum. Sigríður í Seðlabankanum
sendi síðan nöfnu sinni í ráðuneyt-
inu sínar niðurstöður um að lánin
væru ólögmæt. Sigríður Rafnar hafði
þá komist að því sama. Gylfa Magn-
ússyni, viðskiptaráðherra, var síðan
kynnt minnisblað hennar.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar, seg-
ir að uppgjör bankanna hefði líklega
orðið kostnaðarsamara fyrir íslenska
ríkið hefðu dómar um ólögmæti lán-
anna legið fyrir. Óvíst sé hvort nýir
eigendur séu tilbúnir til að leggja
bönkunum til aukið fé. Í samninga-
viðræðunum hafi verið reynt að lág-
marka eignarhlut ríkisins í bönkun-
um eins og kostur væri og þar með
kostnað ríkisins.
Lilja Mósesdóttir, formaður við-
skiptanefndar Alþingis, segir ótal
spurningar vakna um eignasafn
bankanna, sérstaklega þar sem rík-
ið hafi þá nýverið reist fjármálakerf-
ið við ef upp kæmi sú staða að semja
þyrfti um eignasafnið á ný. Við-
skiptanefnd þurfi að fara yfir hvaða
áhrif það hefði haft á uppgjörið
hefðu álitin legið fyrir.
rhb@dv.is
gylfi Magnússon Lögfræðingur
viðskiptaráðuneytisinsfékklögfræðiálit
aðallögfræðingsSeðlabankansvegna
gengistryggðralánummittár2009.