Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Blaðsíða 22
22 viðtal 13. ágúst 2010 föstudagur
Ég vann í upplýsingaöryggi fyrir
mjög stórt fyrirtæki. Ég á möguleika
á frama á þeirri braut en hún veitti
mér ekki fullnægju, skilurðu?“ seg-
ir hinn 32 ára gamli talsmaður Wik-
ileaks, Daniel Schmitt sem er hér á
landi þessa dagana. „Mér fannst eins
og ég væri að hangsa, að eyða allri
orkunni til þess eins að bílaframleið-
andi gæti framleitt bíl.“ Schmitt sem
er 32 ára er fæddur í Berlín en strax á
unga aldri lærði hann á tölvu og segir
hann að þá fyrst hafi hann byrjað að
gera sér grein fyrir mikilvægi upplýs-
inga. Schmitt segir auðlindir fram-
tíðarinnar vera frjálst flæði upplýs-
inga, í því felist mun meiri verðmæti
en í til dæmis, olíu eða gasi. Schmitt
hefur frá upphafsdögum síðunnar
unnið náið með Julian Assange og
öðrum starfsmönnum þessa vax-
andi fjölmiðlarisa. Áður fyrr var líf
hans þunglyndislegt, en nú er hann
þátttakandi í verkefni sem hann seg-
ir að hafi verið ýtt úr vör til að breyta
atburðarás sögunnar. hann seg-
ir reynsluna hafa verið alveg hreint
æðislega.
Í upphafi starfaði Schmitt ásamt
fjölda annarra í sjálfboðavinnu fyr-
ir síðuna, við uppsetningu hennar,
en hann segir að Pentagon geti ekki
einu sinni eyðilagt hana, svo vel var-
in sé hún. Með fyrstu lekunum fóru
að streyma inn peningar fyrir starf-
semi Wikileaks-manna og nú er svo
komið að starfsmenn Wikileaks geta
lifað af starfi sínu. Hann segir starfs-
menn síðunnar vera úti um allan
heim, samskiptin fari fram á vefnum,
hvort sem það sé í gegnum spjallfor-
rit, á Skype eða með öðrum leiðum.
Hann óttast ekki aðgerðir Banda-
ríkjastjórnar, og segist ennþá treysta
á það að alþjóðalög verði virt. Dav-
id Schmitt veit ekki hvar Julian Ass-
ange heldur sig þessa dagana en síð-
ast þegar hann heyrði af honum var
hann í Englandi.
Umsvifamikil vefsíða
Wikileaks-síðan hefur vakið gríðar-
lega athygli fjölmiðla um allan heim
síðastliðið ár. Íslendingar fengu fyrst
smjörþefinn af starfseminni þeg-
ar lánabók Kaupþings var birt á síð-
unni. Þá var myndband birt á Wik-
ileaks í vor þar sem sást hvernig
bandarískir hermenn skutu óbreytta
borgara í Bagdad. Það var svo í júlí
sem stærsti leki sögunnar var op-
inberaður, 92.000.000 leynskjöl frá
bandaríska hernum, um stríðsrekst-
urinn í Afganistan. Aðstandendur
síðunnar hafa því haft í nógu að snú-
ast en Schmitt var til að mynda á Ís-
landi í janúar við vinnu. Þá sá hann
ekkert af landinu og svaf á sófum fé-
laga sinna á milli tarna. Nú er hann
kominn aftur til landsins með fjöl-
skylduna, og ætlar sér að skoða land-
ið. Hann var svo almennilegur, þrátt
fyrir að þetta sé í fyrsta skiptið í tíu
ár sem hann tekur sumarfrí, að veita
blaðamanni DV viðtal á Café Haïti.
Wikileaks var í upphafi stofnuð út
frá reynslu með fjölmiðla út um all-
an heim, segir Schmitt. Menn sáu
að fjölmiðlar áttu við fjárhagsvanda
að etja og ekki voru lengur til pen-
ingar til rannsóknarblaðamennsku.
Þá geta blaðamenn í mörgum lönd-
um ekki lengur varið heimildarmenn
sína lagalega. Hann segir málið vera
einfalt, það sé yfirleitt reynt að halda
þeim hlutum leyndum sem mögu-
lega geta komið af stað breytingum.
Á þessum grunni varð Wikileaks til.
Afl til þess að birta þann sannleika
sem einhverra hluta vegna mátti ekki
sjá dagsins ljós. Hann segir mikla
leynd hvíla yfir ákveðnum hlutum,
og ef einhverjir þessara hluta kæmu
fram í dagsljósið myndu valdamikl-
ir aðilar missa völdin völdin og allur
leikurinn myndi breytast. Þetta segir
Schmitt að sé hugmyndin sem varð
til þess að Wikileaks var komið á fót.
Eyðileggja tiltrú
Fyrr á árinu birti Wikileaks skjöl sem
útlistuðu hvernig bandarísk stjórn-
völd ætluðu sér að reyna að knésetja
Wikileaks. Schmitt segir að aðferð-
irnar sem nú séu í gangi séu eftir því.
Sögusögnum sé dreift, sem fjölmiðl-
ar hendi á lofti, og margt af því sé til
þess gert að eyðileggja tiltrú fólks á
Wikileaks. Hann bendir á handtöku
meints uppljóstrara, Bradleys Mann-
ing. En sums staðar er látið að því
liggja að Wikileaks hafi ekki getað
verndað heimildarmann sinn. Upp-
runalegar fréttir hafi hins vegar snú-
ist um það að Manning hafi sagt frá
lekanum á spjalli á netinu og í kjöl-
farið hefði hann verið handtekinn.
Þá bendir hann á að FBI, bandaríska
alríkislögreglan, hafi leitað á heimili
systur Mannings í Bretlandi í síðustu
viku. Þannig að armur Bandaríkj-
anna nær víða.
Schmitt bendir á að óvissan nú sé
mikil og það séu hagsmunir Banda-
ríkjastjórnar að halda því þannig.
„Frá mínu bæjardyrum séð eru þeir
að nýta sér alla þá möguleika sem
þeir hafa. Ég meina þú vilt ekki leika
leiki eða eitthvað í þá áttina með
Pentagon. Þú vilt síst af öllu bregða á
leik með þeim,“ segir hann og tekur
fram að aðstandendur Wikileaks hafi
frá upphafi verið reiðubúnir til þess
að ræða við Pentagon um samstarf
og leiðir til þess að stroka út nöfn á
fólki sem gæti verið í hættu vegna
lekans.
Hljómar sem hótun
Í fjölmiðlum vestanhafs í síðustu
viku var haft eftir embættismönnum
að leitað væri leiða til þess að „neyða
aðstandendur Wikileaks til þess að
gera hið rétta.“ Schmitt spyr hvað hið
rétta sé og bætir við: „Í mínum eyr-
um hljómar þetta eins og hótun.“
Ljóst er að Wikileaks er þyrnir
í augum Bandaríkjastjórnar. En er
Schmitt hræddur um að þeim muni
takast að eyðileggja síðuna? „Wiki-
leaks-síðan var byggð þannig upp að
það er ekki hægt að eyðileggja hana,“
segir Schmitt og bendir á að frá upp-
hafi hafi hönnun og hugmynd verk-
efnsins beinst að því hvernig hægt
væri að verjast slíkum árásum.
Schmitt segir að það hafi verið ljóst
frá upphafi að valdamikið fólk, fyr-
irtæki og ríkisstjórnir myndu hafa
hagsmuni af því að stöðva verkefnið.
Það virðist þó ekki fá mikið á hann.
„Ef þú ert að vinna að rannsóknar-
blaðamennsku og þú ert ekki að
troða neinum um tær, þá ertu vænt-
anlega ekki að vinna mjög góða
vinnu, eða hvað?“ spyr Schmitt.
Hann bendir á að nú séu hlutirnir
þó af annarri og meiri stærðargráðu
en áður. Enda ekki á hverjum degi
sem að blaðamenn espa upp yfir-
menn Pentagon. Þá segir hann um-
ræðu tengda Wiki leaks í Bandaríkj-
unum að mörgu leyti ógnvænlega
og vísar til ummæla íhaldssamra
hægri manna,sem sögðu í Wash-
ington Post, að samkvæmt banda-
rískum lögum geti Bandaríkin fjar-
lægt hvern sem er, jafnvel þó hann sé
utan Bandaríkjanna: „Þannig að þeir
segja í rauninni að hægt sé að setja
svartan poka yfir höfuð einhvers og
flutt hann úr landi. Þetta er í Wash-
ington Post.“ Þetta segir Schmitt vera
mjög alvarlega og skrítna túlkun á al-
þjóðalögum. Bandaríkjastjórn hefur
sagt að aðstandendur Wikileaks hafi
mögulega blóð á höndum sínum en
þetta segir Schmitt vera firru. „Ef þú
lítur á skjölin er þar að finna tugi þús-
unda dauðsfalla. Og þeir segja okkur
að við séum mögulega með blóð á
höndum okkar? Þannig að það pass-
ar ekki að mínu mati.“
Bandaríkin minna á Gestapo
Schmitt minnist á að allt frá ellefta
september hafi Bandaríkin verið
að byggja upp leyniríki innan rík-
isins. Hann bendir á að nýlega hafi
Washington Post birt gögn þar sem
sýnt hafi verið fram á hversu marg-
slungið og stórt þetta fyrirbæri sé.
„Þannig að í Bandaríkjunum eru 850
þúsund manns sem eru með leyni-
legan aðgang innan kerfisins. Þetta
minnir mig, sem Þjóðverja, á tíma
síðari heimsstyrjaldarinnar í Þýska-
landi og Gestapó þegar fólk vissi ekki
hvað var að gerast á bak við tjöldin.
Hægt var að taka fólk úr umferð og
enginn heyrði meira af því. Það get-
ur nú einnig gerst í Bandaríkjunum,
þú getur bara endað í Gvantanamó-
án þess að fá nokkru sinni að sjá lög-
fræðing. Hvernig í fjandanum er það
mögulegt? Hversvegna hringja ekki
viðvörunarbjöllur hjá öllum?“
„Hvernig viljum við að þessi
heimur líti út eftir nokkur ár?“ spyr
Schmitt sem segir að nú, á þessum
tímapuntki, sé verið að setja ýmis
fordæmi sem muni hafa áhrif á það
sem gerist í framtíðinni. „Viljum
við að þessum heimi sé stjórnað af
fólki sem er við völd? Fólki sem get-
ur bannað öðrum að segja sannleik-
ann, að sýna sannleikann? Eða vilj-
um við heim þar sem siðað fólk getur
opinberað þegar það sér að eitthvað
er að?“ Hann segir bankakreppuna
á Íslandi hafa verið fullkomið dæmi
um þetta og bendir á að re´tt tæki
hefðu verið til staðar fyrir hrun, hefði
fólk, sem sá hvað var að gerast hér,
haft möguleika til að koma á fram-
færi við fjöldann, því sem raunveru-
lega var að gerast inni í kerfinu.
Þá segist Schmitt telja að heimur
þar sem fólk sé hvatt til þess að fylgja
sannfæringu sinni og siðferði sé mun
meira virði en heimur þar sem fólk
þarf að treysta á aðra til þess að búa
til reglur.
Áhugaverð gatnamót
Schmitt minnist á leka skjala á Wiki-
leaks í febrúar, frá hópi sérfræðinga
innan CIA sem kallast Red Cell. „Í
skjölunum kom fram að Þjóðverj-
ar og Frakkar væru að verða þreytt-
ir á stríðinu í Afganistan og þar er
því lýst hvernig eigi að spila með
fólkið til þess að það styðji við stríð-
ið. Þremur dögum eftir lekann kom
Angela Merkel, kanslari Þýskalands,
með yfir lýsingu á þinginu. Ef þú berð
yfir lýsingu hennar saman við það
sem fram kemur í skjalinu, er í raun
um það sama að ræða. Hún er að
ýta á alla þessa takka. Spurningin er
hvers vegna gerir hún það? Kannski
veit hún ekki einu sinni um áætlanir
CIA, og það er verið er að fæða hana
á upplýsingum einhvers staðar ann-
ars staðar frá, og hún getur einfald-
lega ekki ímyndað sér að verið sé að
spila með hana. Eina leiðin til þess
að koma í veg fyrir slíkt er með því að
skapa gagnsæi.“
„Við erum á mjög áhugaverðum
tímamótum,“ segir Schmitt en hann
segir að nú sé fólk almennt farið að
skilja hvernig spilað sé með það,
hvernig fjölmiðlar hafi talað máli
stjórnmálamanna og tekið þátt í
spunanum. „Fleira og fleira fólk um
allan heim er farið að skilja að hið
raunverulega stríð sem er í gangi er
stríðið um upplýsingarnar. Þannig að
þegar reynt er að spila með fólk með
því að fæða það á ákveðnum upp-
lýsingum, eru margir að verða sífellt
meðvitaðri og gagnrýnni. Fólk vill
alvöru upplýsingar. Ekki bara sög-
ur, ekki bara skoðanir, heldur kaldar
staðreyndir. Það er það sem ég held
að sé að gerast núna.“
Arðrán þjóðríkja
„Það var eitt sinn þýskur kabarett-
leikari í pólitísku leikhúsi, og í hvert
sinn sem fólk spurði hann út í sýn
hans sem Þjóðverja á eitthvað, ætt-
jarðarást hans eða eitthvað slíkt,
sagði hann alltaf að hann væri svo
upptekinn við að vera mannlegur,
að hann næði því sjaldnast að vera
Þjóðverji,“ segir Schmitt og bætir því
við að þetta sé viðhorf sem hann telji
að fólk þurfi nú að temja sér. Inter-
netið hafi gert heiminn að litlu her-
bergi. Og inni í þessu herbergi sé
mjög auðvelt að hjálpast að. Frá Ís-
landi og yfir í eitthvert fátækt land
annars staðar í heiminum séu ein-
ungis 150 eða 200 millisekúndur,
þannig að aðskilnaðurinn sé í raun
enginn lengur. Alþjóðavæðingin hef-
ur gert það að verkum að allar okkar
athafnir hafa áhrif á fólk hinum meg-
in á hnettinum. „Við þurfum að losna
við að hugsa á þjóðlegum nótum og
skilja að við erum öll í sama bátnum
í þessum heimi. Öll á sömu plánet-
unni.“
Skoðun Schmitt er sú að þjóð-
ríkið sé ástæðan fyrir því að enn þá
sé hægt að arðræna þriðja heiminn.
„Við erum öll rík á kostnað fólks-
ins sem býr í þriðja heiminum. Það
er svona sem hægt er að gera þetta.
Með því að segja fólki að það tengist
þessu fólki ekkert. Þau búi í suðrinu,
þau búi í annarri heimsálfu, þannig
að hvers vegna er þér ekki sama? Þú
átt jeppann þinn og útvarpið þitt og
sjónvarpið, þú átt gemsa og þú get-
ur halað niður hringitónum og hvað
eina, til þess að halda neyslunni
gangandi. Og ef þú færð samvisku-
bit yfir þessu öllu, þá geturðu ættleitt
barn og sent því smá peninga þangað
niður eftir. Þetta er ástæðan, held ég,
fyrir því að heimurinn sem við búum
í er svo miklu rusli.“
Mikilvæg löggjör
„Immi er eitt það mikilvægasta sem
er að gerast í heiminum núna,“ seg-
ir Schmitt og tekur fram að heim-
urinn horfi til Íslands vegna þess-
ara upplýsingalaga sem verið sé að
leggja fyrir Alþingi Íslendinga. Immi
stendur fyrir Icelandic Modern Med-
ia Initiative og er lagasafn sem unn-
ið hefur verið að undanfarin miss-
eri. Lögin sem notuð eru í Immi
fyrirfinnast í öðrum hlutum heims-
ins þannig að þetta er ekki ný upp-
finning en með þeim er verið að taka
það besta hvaðanæva úr heiminum
og sameina það í einum pakka. Lög-
in munu innihalda öll helstu upplýs-
ingalög í heiminum til verndar upp-
ljóstrurum og til þess að leyfa frjálst
flæði upplýsinga. Þetta segir Schmitt
vera það mikilvægasta sem sé að ger-
ast og vonar hann að fólk geri sér
grein fyrir því.
„Ég held að Íslendingar átti sig
ekki einu sinni á þessu. En ef menn
líta til Suður-Ameríku þá er öll álfan
að rökræða Immi,“ segir hann og
bendir á að í Brasilíu bindi fólk mikl-
ar vonir við Immi-löggjöfina sem á
að geta gefið fordæmi um víða ver-
öld. „Það gefur fólkinu svo mikla
von. Það eru svo mörg lönd sem eru
föst í mjög vondri stöðu og þurfa á
einhverri lausn að halda, einhverri
von, einhverjum til að sýna þeim
að eitthvað jákvætt geti gerst,“ segir
HEIMSBYGGÐIN
HORFIR HINGAÐ
jón BjArki MAGnússon
blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is
Daniel schmitt talsmaður Wikileaks segir fólk í Suður-Amer-
íku horfa til Íslands með von í hjarta. Ný íslensk upplýsingalög
séu það mikilvægasta í heiminum nú um stundir. Hann segir að
í Bandaríkjunum sé leyniríki inni í ríkinu sem minni á Þýska-
land nasismans. Hann vonast til þess að 21. öldin verði öld frjáls
flæðis upplýsinga en ekki leyndarhyggju.
Og ef þú færð samviskubit yfir
þessu öllu, þá geturðu
ættleitt barn og sent
því smá peninga þangað
niður eftir.