Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Side 26
Dagurinn var 17. janúar 2009. Vettvangurinn var Austurvöllur. Gylfi Magn-ússon stóð frammi fyrir mannfjöldanum. Hann hóf upp raust sína: „Það leika naprir vindar um efnahagslíf heimsins um þessar mundir,“ sagði hann. Doktorinn frá Yale hélt áfram. „Óvíða kaldari en á okkar hrjóstruga landi. Yfir okkur hellast slæmar fréttir, gjaldþrot, upp- sagnir, niðurskurður, tap og skuldir. Hnípin þjóð hlustar. Reið og gjald- þrota.“ Svona hljóðaði upphaf Gylfag-inningar hinnar síðari. Sú fyrri var færð í letur af Snorra Sturlusyni. Hún sagði af Gylfa nokkrum sem dulbjó sig sem öldunginn Ganglera til að fá inn- göngu í Valhöll. Þar fregnaði hann af ragnarökum: Menn verða ágjarnir og drepa hver annan. Stjörnur falla, fjöll hrynja. Fenrisúlfur losnar, sem og hinn klækjótti Loki. Hið frjálsa einka- framtak er óbeislað og eftirlitslaust. Í stuttu máli mætti lýsa þessu svo: Kaupmáttur þverr, gengið fellur, Heimdallur þagnar, gellur í Kauphöll, en viðskiptavild deyr aldregi, hveim er bókhald getur. Mesta böl heimilanna og atvinnulífsins fyrir ári var gengistryggðu lánin, sem höfðu stökkbreyst. Svartnættið yfir lántakendunum var algert, framtíðin engin, rétt eins og Gylfi hinn síðari lýsti. Þetta voru fjárhagsleg ragnarök. En á sama tíma vissu menn í Seðlabankanum og í viðskiptaráðuneytinu að gengis- tryggðu lánin væru líklega ólögleg og því væri fólk í raun ekki jafnilla statt og útlit var fyrir. Sjálfur lét Gylfi sem ekkert væri og ginnti fólk til að trúa því að rán-lánin stæðust skoðun. Ginning Gylfa var ekki fólk-inu í landinu í hag. Leynd-in yfir ólögmæti gengis-tryggðu lánanna þýddi að lánin voru bókfærð á hærra virði en ella. Þetta þýddi að kröfuhafar græddu, en almenningur tapaði. Hvers vegna Gylfi ákvað að fara þessa leið, í staðinn fyrir að leita allra um- merkja um rétt almennings, er hins vegar óskiljanlegt. Í Gylfaginningu hinni fyrri kom í ljós að Gylfi hafði verið ginntur til að trúa því að hann væri í Valhöll. Í reynd stóð hann aleinn á víðum velli. Valhöll var horfin. Nú er komið að Gylfa hinum síðari að horfa í kringum sig á Austurvelli. Hann stendur einn. Því hann ginnti fólkið sem klappaði fyrir hon- um áður. GYLFAGINNING TVÖ „Hvað sem verður sagt um sögu þessara fram- kvæmda, gagnsemi þeirra og náttúruspjöll – þá eru þetta óneitanlega mikilfengleg mannvirki. “ n Egill Helgason, á Eyjubloggi sínu um Kárahnjúkavirkjun. „Og svo í tilefni dags Ránarinnar þá vonandi fagnið þið með mér, finnið Ránina í ykkur og njótið dagsins, heima, í vinnunni eða á barnum í kvöld!“ n Ásdís Rán, á Pressubloggi sínu, í tilefni af 31 árs afmælisdegi sínum í gær. „Það getur verið hættu- legt að fá sér bjór með kvöldfréttunum.“ n Hallgrímur Helgason, á Facebook-síðu sinni. „Að sama skapi er sorg- legt að Besti flokkurinn skuli slást í lið með stóriðjuarmi Samfylking- arinnar í að lítilsvirða friðlýsingar og náttúru- vernd undanfarinna áratuga ...“ n Sóley Tómasdóttir - Visir.is Hjáleið yfirlæknis Víða í ríkisgeiranum eru launa-menn sem einskis svífast til að hækka laun sín. Dæmi eru um að þeir sem hafa forráð yfir stofn- unum gauki aukasporslum að sjálfum sér. DV hefur að undanförnu fjallað um fjár- mál Þorsteins Jóhannessonar yfirlæknis á Ísafirði sem er með laun sem samsvara tvöföldum launum forsætisráðherra. Þor- steinn er yfirlæknir á litlu héraðssjúkra- húsi. Kjarasamningar gera ekki ráð fyr- ir að hann hafi laun sem eru yfir milljón krónum á mánuði. En læknirinn fann hjáleið. Hann stofnaði einkahlutafélagið Skurðlæknirinn ehf. Síðan samdi hann við eigið félag um að það tæki að sér verkefni sem hann sem yfirlæknir taldi ekki vera í sínum verkahring. Þar á meðal var að annast bakvaktir, hvað svo sem felst í því. Skurðlæknirinn ehf. þáði um sjö milljónir króna á ári frá sjúkrahúsinu á Ísafirði fyrir viðvikin. Fyrirkomulagið var einkar hent- ugt því fjármunirnir lentu í vasa yfirlækn- isins án viðkomu á launareikningi. Til að átta sig á stærðargráðu upphæðar aukagetunnar má nefna að hún dugir fyr- ir tvennum árslaunum sjúkraliða. Pening- arnir koma frá almenningi í landinu sem þarf að bera hærri skattbyrðar og taka á sig skerðingu lífskjara. Dæmi eru til um sjálftöku af þessu tagi. Friðrik Pálsson, þáverandi stjórnarfor- maður Landssímans, notaði einkahlutafé- lag sitt Góðráð ehf. til þess að ná peningum út úr fyrirtækinu sem hann bar ábyrgð á. Framganga Friðriks var á sínum tíma for- dæmd og hann hraktist með skömm úr stjórn fyrirtækisins. Þorsteinn hefur í rauninni verið að gera það sama. Hann ber sína ábyrgð á spít- alanum og notar aðstöðuna til að þjóna græðgi sinni. Þorsteinn má þó eiga það að hann viðurkenndi siðleysið í samtali við DV. Hann hafði iðrast og fært bakvaktirnar á eigin kennitölu. Stjórnvöld, sem hamast við að skerða kjör smælingja, hafa það verk að vinna að uppræta sjálftökuna í ríkis- geiranum. Þar er illgresið við hvert fótmál. ReYNIR TRAusTAsoN RITsTjóRI skRIFAR. Peningarnir koma frá almenningi leiðari svarthöfði bókstaflega Klósettþjófar og kerlingar Ég ýtti af stað skemmtilegri umræðu um daginn þegar ég hélt því fram, hérna í blaðinu, að banna ætti stjórn- málaflokka. Já, rétt einsog kaþólska kirkjan bannar smokka — eigum við að banna flokka; þeir hafa hvort eð er aldrei orðið til annars en óþurftar. Þar eð ég hef fengið ýmsar fyrir- spurnir og eins vegna þess að ég vil halda kenningu minni hátt á lofti, ítreka ég þessa skoðun mína hér og nú. Ég hef einnig rekið mig á það að fólk virðist engan veginn vera að fatta hvað ég er að pæla. Meira að segja var einn viðmælandi minn svo grunn- hygginn að hann hélt því fram að það væri óvinnandi vegur að kjósa fólk en ekki flokka. Ágæta fólk, ég bið ykkur að líta á þá himpigimpahjörð sem nagað hef- ur blýanta á hæstvirtu Alþingi Íslend- inga í gegnum tíðina. Það er kannski óþarfi að láta fúkyrði falla um klósett- þjófinn Árna, eða þá moðfúlu og úr- illu Álfheiði, sem virðist alltaf vera að kafna í eigin fýlu — á milli þess sem hún gaggar eins og ofdekruð skraut- hæna. Það þarf vart að minna á sjálf- tökuséníið Finn Ingólfsson eða aðra óábyrga ölmusuþega flokkanna. Upp til hópa eru íslenskir þingmenn pakk sem komist hefur í stjórnmálavafstrið í gegnum kunningsskap við flokks- eigendur. Ég gæti nefnt hérna tugi mein- gallaðra einstaklinga sem aldrei hefðu komist á þing nema fyrir til- stilli vináttu, skyldleika eða sleikju- skapar við flokksforystu. Ef sumir af þeim þingmönnum sem núna eru á þingi hefðu farið fram sem einstakl- ingar þá hefðu þeir aldrei komist í ná- munda við þingið. Ráðherra eins og Jón Bjarnason hefði ekki einu sinni fengið vinnu sem sendisveinn eða frí- merkjasleikja í Alþingishúsinu ef rétt hefði verið staðið að málum. Og hvað heitir hún þarna norðlenska ljóskan, já, hún þarna kerlingin sem var allt- af svo ógyslega leiðinleg? Með dyggri hollustu við Framsókn náði hún að verða iðnaðarráðherfa. Ja, Drottinn minn dýri! Með því að banna stjórnmála- flokka og leyfa einvörðungu val á ein- staklingum í kosningum væri strax reynt að auka vægi sjálfstæðra skoð- ana. Menn fengju ekki lengur að skýla sér á bakvið flokksaga. Þá myndi einn- ig skapast grundvöllur fyrir fagleg- ar ráðningar í embætti og mistök við mannaráðningar yrðu gerð af mönn- um sem neyddust til að bera ábyrgð á öllum sínum verkum. Á alþingi er árlegt hóf aula, perra og fagga, þar má kynna klósettþjóf og kerlingar sem gagga. kristján hreinsson skáld skrifar „Ágæta fólk, ég bið ykkur að líta á þá himpigimpahjörð sem nagað hefur blýanta á hæstvirtu Alþingi Íslendinga í gegnum tíðina.“ skáldið skrifar 26 umræða 13. ágúst 2010 föstudagur Þöggun biskups n karl sigurbjörnsson, biskup Ís- lands, á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Biskupinn hafði hundsað vilja biskupsdóttur- innar, Guðrúnar ebbu Ólafsdótt- ur, og reynt að drepa á dreif erindi henn- ar til kirkjunn- ar. Biskupinn reyndi sættir með frægri yfirlýsingu um að þjóð- kirkjan bæði þolendur kynferðisof- beldis af hendi kirkjunnar manna afsökunar. Guðrún Ebba hefur nú eftir langa mæðu fengið fund með kirkjuráði, eins og DV greindi frá. Þar með lýkur væntanlega tilraun- um biskupsins til að þegja málið í hel. Mávar kærðir n hrannar Björn Arnarsson, að- stoðarmaður forsætisráðherra, þykir vera ein skrýtnasta skrúfan í skúffu forsæt- isráðherra. Að- stoðarmaðurinn er þekktari fyrir axarsköft en að tryggja ráðherra sínum starfs- frið. Seinasta uppákoman hjá Hrannari var sú að klaga mótmælanda sem stóð á götunni utan við forsætisráðuneyt- ið til lögreglunnar. Konan, sem er eins konar atvinnumótmælandi, var handtekin af löggunni fyr- ir að kasta brauðmolum til máva. Hrannar hafði því sitt fram. Hermt er að hann hafi áður klagað til lög- reglunnar en þá hafi það verið máv- arnir sem voru ekki til friðs. Máva- kæran er þó algjörlega óstaðfest. Hvað er esa? n Borgarstjórinn jón Gnarr gerir talsverða lukku eftir að hann kom til starfa að aflokinni heimsókn til múmínálfanna í Finnlandi. Jón læt- ur sér tækniatriði í léttu rúmi liggja og er ekkert alltof vel með á nótun- um á fundum. Í vikunni var hald- inn fundur vegna Orkuveitunnar sem Jóni var ætlað að stjórna. Eftir að Dagur B. eggertsson hafði ýtt í hann tókst að setja fundinn. Langar umræður voru um Eftirlitsstofnun ESA sem hafði athugasemdir við Orkuveituna en Jón sagði fátt þar til kom að fundarlokum. Þá spurði hann sakleysislega: „Hvað er ESA?“ vesalingur og litgreind sál n Stríðið milli ásgerðar jónu Flosadóttur, útvarpskonu á Sögu, og eiðs Guðnasonar, bloggara og fyrrverandi ráðherra, heldur áfram. Ásgerður hefur heitið því að stefna Eiði vegna þess að hann bendlaði hana við auglýsingahórerí vegna tengsla við Iceland Express. Þá sagði hún að sál hans væri svört. Eiður heldur sínu striki og bloggaði um Ásgerði eftir að hafa hlustað á þátt hennar: „Hún fann sér tæki- færi til að nefna vesaling minn til sögunnar, þótt ekki litgreindi hún sálu mína að þessu sinni. Í heild var þátturinn staðfesting á öllu því sem Molaskrifari hefur áður sagt. Hann er langt fyrir neðan virðingu nokk- urs fjölmiðils ...“ sandkorn tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir framkvæmdaStjóri: Bogi örn emilsson ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is dv á netinu: Dv.IS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur. Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.